Alþýðublaðið - 28.04.1943, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 28.04.1943, Blaðsíða 5
Mfövikudagur 28. aftrtl 1843. ALÞYÐUBL.OIÐ SÍÐLÁ kvölds árið 1933 fór ég á reiðhjóli um götur út- borgar einnar í Þýzkalandi. Þess skal strax getið, að ég er gamall andstæðingur Hitlers. Aðeins eitt komst að í huga mínum: Skyldi ég hitta Eric? Ég kom til litla torgsins, en Er- ic var ekki þar. Ég fór af hjól- inu og beið, en Erie kom ekki. Eftir fáeinar mínútur — löng bið gat vakið grunsemdir — steig ég á bak hjólinu og fór burtu. Það var orðið dimmt, ég hafði enga lukt og rakst á lög- reglumann. Ég hét því að leiða hjólið þann spöl, sem eftir væri. Hamingjunni sé lof, að lögreglu þjóninum datt ekki í hug að skoða í körfuna, sem ég hafði á handleggnum, þá hefði ég ekki þurft að kemba hærurnar. í körfunni voru blöð, leynilega prentuð andnazistablöð. Tvennt er það, sem nazistar leita alltaf að, þegar þeir gera húsrann- sókn: vopn og leyniblöð og bæklingar. Ég hefi séð þá um- turna öllu í húsi við rannsókn, brjóta húsgögnin, tæta sessur og svæfla í sundur og fletta^ öll- um bókunum í skápnum blað fyrir blað. Saga mín hefst í sjálfri ljóna- gryfjunni: í Belgíu, þegar Þjóð- verjar voru þar í fyrri heims- styrjöldinni, og hún hefst aftur, þegar nazistar komust til valda í Þýzkalandi 1933. Það er hin hvíldarlausa barátta fyrir frels- inu. Ég geri það með vilja að nota orðið „frelsi“. Ég veit, að það hefir mikið verið notað síð ustu þrjú árin og mönnum, sem sjálfir eru frjálsir, er sennilega farið að leiðast að heyra þetta orð. En ég get fullyrt, að þetta orð hljómar vel enn þá á meg- inlandi Evrópu, en þar er það tengt leyniblaðastarfseminni, hinni einu stofnun, sem enn þá er frjáls þar. Hin leynilegu blöð eru raunverulega heróp og á bak við útgáfu þeirra stendur hugrekki hinna djörfu og fórnfúsu manna. Yfir tvö hundruð leyniblöð eru gefin út í Noregi einum saman, yfír átta tíu í Póllandi og' yfir þrjátíu í Belgíu. Lesandann hefir máske þeg- ar rennt grun í, að ég hefi sér- stakan áhuga á leyniblaðastarf- semi. Ég er prentari að atvinnu, vélsetjari. Og það er einkenni- leg tilfinning, sem grípur mann, þegar maður, undir löglegum kringumstæðum, verður að hjálpa til þess að útbreiða skoðanir, sem maður er ekki samþykkur. í Tékkóslóvakíu varrn ég við kaþólskt dagblað, í Þýzkalandi við íhaldsblað, en á Englandi um þessar mundir vinn ég við blöð flóttamanna frá ýmsum hinna hernumdu landa. Ég hefi sett blöð fyrir sósíalista og konimúnista, fyrir trúmenn og trúleysingja, fyrir hernaðarsinna og friðarsinna. Og það er engin leið að vera samþykkur öllum þessum stefn- um. Það mætti því segja, að maður væri lifandi dæmi um frelsi blaðanna. Hins vegar má það vera öllum ljóst, að þegar málfrelsið er skert, svo sem er á meginlandi Evrópu um þess- ar mundir, og maður verður að starfa leynilega, verður starfið ekki atvinna lengur, heldur sverð í hendi manns. Ég ætla að nefna Pólland sem dæmi. Nazistar liafa beitt allri sinni grimmd, harðstjórn og hörku við Pólverja. Hitler vill útrýma þessari þjóð. Öll óháð upplýsinga- og fréttastarf- semi er bönnuð þar í landi og menn fá ekki einu sinni að taka á móti símskeytum. Mörg leyni- blaðanna í Póllandi birta því ekkert annað en útdrætti úr er- lendum útvarpsfréttum. Á leynilegum stöðum víðs vegar um landið verða menn því að sitja allan daginn og alla nótt- ina yfir viðtækjum. Ei að síð- ur geta þeir skrifað hjá sér það merkasta úr fréttunum, vélritað það, fjölritað og dreift því út. Við I pýramídana í Egyptalandi. Mynd þessi er tekin af amerískum hermönnum, sem dvelja í Egyptalandi. Eru þeir í útreið- artúr á úlföldum hjá pyramídanum í Egyptalandi og teyma Egyptar undir þeim. Leyniblðð i baráttnnni við« Hitler. Eftirfarandi grein, sem er eftir W. J. Wern- er vélsetjara, fjallar um teyniblöðin, sem gefin eru út í hernumdu löndunum og þau vandkvæði og þær hætt- ur sem eru samfara útgáfu þeirra. Það er banasök í Póllandi að taka við upplýsingum eða frétt- um og dreifa þeim út, en það láta hinar pólsku hetjur ekki ógna sér. Þegar Gestapo fann leyni- prentsmiðju blaðsins Glos Polski („Rödd Póllands"), sendi hún deild stormsveitarmanna á staðinn, vopnaða vélbyssum. Stormsveitarmennirnir vörpuðu handsprengjum inn um glugg- ana og skutu alla íbúana í næstu húsum, menn, konur og börn, áttatíu og þrjár mann- eskjur alls. Það leið stuttur tími og Glos Polski byrjaði aft- ur að koma út. Þegar þið skrúf- ið frá viðtækinu ykkar til þess að hlusta á útlönd, ættuð þið að hugsa ykkur stormsveitirnar á meginlandi Evrópu æða myrð- andi og rænandi um kaffihúsin og leggja stundum heilar götur undir sig. Minnist þess, að stormsveitarmennirnir hafa skotið börn fyrir að hafa ein- tök af hinum leynilegu blöðum í vösunum, og gleymið því ekki, að ef þeir ná mönnum, sem eru að dreifa þessum blöðum út, hengja þeir þá á almannafæri og láta líkin hanga öðrum til viðvörunar. Enginn, sem starfar við leynilegu blöðin, er í nein- um vafa um það, hvað bíður hans, ef upp kemst. Ég hafði nærri því sagt: þegar upp kemst, því að flestir þessara manna eru teknir fyrr eða seinna. Það eru hugrakkir menn, sem vinna við leyniblöðín, og þeir verða að vera það. Þeir verða eingöngu að treysta eigin skynsemi og dómgreind. Þeir \ hafa enga stríðsfangasamþykkt " sér til verndar. Þeir munu aldr- ei öðlast heiðursmerki og aldrei verður á þá minnzt í neinum skýrslum. Eg ætla að segja ykk- ur sögu af óbrotnum bónda- manni, sögu, sem pólskur vin- ur minn sagði mér. Af eigin ramleik og án nokkurrar að- stoðar stofnaði hann ofurlítið fréttablað, sem hann fjölritaði. Þetta var frumstæð tilraun, blaðið krökkt af stafvillum og málvillum, enda skrifað af ó- menntuðum manni, sem alla ævi hafði stundað líkamlegt erf iði. Eftir ofurlítinn tíma náðu þeir manninum, og þegar þeir skutu hann, brosti hann eins og ekkert væri um að vera. Eng- inn hafði hvatt hann til þess- arar starfsemi, enginn minnzt á það við hann. Hann tók það algerlega upp hjá sjálfum sér. Getife þið hugsað ykkur erfið leikana í sambandi við útgáfu leyniblaðs? Það er ekki nóg að geta skrapað gaman áhöld og fundið felustað. Maður verður að afla frétta í blaðið og' sjálf- um sér daglegs viðurværis. En það er ekki auðvelt við skil- yrði matvælaskömnitunar, ferijahindrana o. s. frv'. Ná- grannarnir geta heyrt i ritvél- inni, og maður verður að hafa pappír og fjölritara, en þetta hvorttveggja fæst ekki nema með leyfi. Þegar ég. var við þessa starfsemi1 riðinii, reynd- um við að senda gamlar konur til þess að kaupa smábirgðir af pappír hver, í hinum ýmsu pappírsverzlunum borgarinnar. En það gekk ijla og við fengum ekki nógan pappír. Að lokum varein gamla konan tekin föst, þegar hún var að kaupa ritvéla pappír i bókabúð, en liún slapp. Sem betulú iföx fannst ritvél heima lijá henni. Þá fengum við einn af ungu mönnunum okkar til að daðra við stúlku, sem vann í bókabúð, en það brást lika.\ Stúlkan varð hrædd, þegar húú komst að raun um. til hvers var ætlast af lienni. Þá dalt okkur í hug að ræna pappírsverzlun, en hennar var og vel gætt. Loks tókst okkur að ná i gamált pappirslerfi, sem við endurnýjuðum með stolnum stimplum. Þó var þetta lítið blað, sem við vorum að- gefa út. Hugsið ykkur þá hvílíkum erfiðleikum það er háð að gefa út leyniblöð í tíu þúsundum eintaka. Og ]>egar búið er að prenta blöðin, er eftir að dreifa þeim út. Og venjulega mega samstarfs- mennirnir ekki þekkjast. Ef einn er tekinn getur hann kom- ið upp um alla hina. ef hann veit nöfn þeirra. Pyndingatæki nazistanna eru þeirrar tegund- ar, að naumast þolir þau nokk- ur maður, án þess að ljósta upp þvi. sem hann veit. Eitt atriði vil ég taka fram enn, því að j>að er þýðingar- mikið. Svo er um leyniblöðin, sem öll önnur blöð, að það á tilveru sína undir útbreiðslu sinni. Það getur enginn áJrrif haft nema fólk vilji. lesa það. Það verður að vera málsvari al- mennings, og þvi er það, að þótt einn sé tekinn, kemur ann- ar í hans stað. Þeir timar geta þó runnið upp, að Jeyniblöð geti ekki þrifist, þegar þjóðin er orðin úrkula vonar. Þannig var um þýzku þjóðina, þegar Hitler vann einn sigurínn af öðrum. Þannig var um Tékkó- slóvaka, þegar svo leit út sem vesturveldin hefðu snúið baki við þeim. Og þannig var um iFrakka, þegar svo leit út sem innanlandsspillingin ætlaði að fullkomna ósigurinn. Og þann- ig var ástatt, þegar ég fór með körfuna á handleggnum, fulla af leyniblöðum, og beið efttir Eric. Eric var fvrsti og þýðingar- mesti hlekkurinn í dreifikerfi okkar. Hann kom ekki þennan dag, eins og ég hefi áður sagt. Margir höfðu gefizt upp vikuna áður og nú liafði, Eric gefizt upp. Hann vildi ekki hætta lif- inu lengur við að dreifa út blaði, sem enginn vildi lesa. Við hinir höfðum sérstaka ástæðu til að halda áfram. Þeir höfðu tekið ritstjórann i vikunni. sem leið — sem grunaðan. Nú urð- um við að sanna, að hann væri ekki ritstjórinn með því að halcía útgáfunni áfram. Loks lenti á minum lierðum að skrifa greinarnar, vélrita þær, fjölrita og dreifa þeim út. Þeir fundu blaðið hjá manni nokkr- um, börðu bann þangað til hann sagði til mín — þeir léku sama leik við mig, en maður kom í mánns stað og blaðið kom út, Þannig verða léynibloð til. Svona fara þeir að í Hollandi, Noregi, Belgiu, Frakklandi, Júgóslavíu, Póllandi og Grikk- landi, allstaðar þar sem nazist- ar hafa vaðið yfir. Einn kemur ]>á annar fer og allir bíða þeir eftir ]>eim degi, þegar sigur- verararnir á strætunum hrópa þau orð, sem standa á hinum fjölrituðu leynihlöðmn. Á þeim degi hættir leyniprentariun að vera sjálfs sín húsbóndi. Hann verður ef til vill aftur að fara að prenta skoðanir og sjónarmið, sem hann ér ekki samþykkiu. Hann verður á ný þjónustumaður almennings, en þá muniun við eiga við prent- frelsi að búa. Almanakið, missiraskiptin, veðrið og sumarblíðan. — Reiðilestur um aðgöngumiðasölu £ kvikmyndahústun. VETURINN hefir kvatt, seg- ir almanakið, og ekki hkrma ég það. Hann hefir verið illur viðskiptis og valdið okkur þungum búsifjum. ITmhleypingar hafa ver- ið meiri en menn muna í áratugi og forátta mikil. Tjóni hefir hann valdið okkur á sjó og landi og minningar okkar um hann eru hinar verstu. ANNARS FINNST mér, að það sé alveg óþarfi að líta í almanakið til að ganga úr skugga um það, hvenær vetri lýkur og' sumar hefjist. Þar um ræður sólm mestu og hitinn — og þegar snjór- inn hverfur og kuldinn minkar og jörðin fer að grænka, þá er vet- urinn fyrst farinn og sumarið komið. Þ.essir fáu sumardagar, sem liðnir eru, gefa sannarlega fögur fyrirheit um gott og hlýtt sumar. „MERCANTILISTI“ segiír sín- ar farir ekki sléttar í eftirfarandi bréfi: ,Það er ekki oft, sem menn, er þurfa að mæta réttstundis til vinnu sínnar, mega vera að þv£ að bíða fyrir utan kvikmynda- húsin allan matartímann eftir því að ná sér í miða. Enda þótt menn vildu nú spara sér það ómak og panta miða í síma, er það einskær heppni, ef menn ná sambandi, fyrr en eftir langan tíma, og þá er ef til vill allt uppselt. Það væri því mikið hagræði fyrir marga bíógesti, ef eigendur kvik- myndahúsanna tækju upp þá reglu, að hefja sölu aðgöngumiða á rúmhelgum dögum kl. 12.45 í stað kl. 13.00. Með því móti væri mönnum gert kleift að mæta nokk urn veginn á réttum tíma til vinnu sinnar.“ „ANNARS VAR það nú ekki þetta, sem ég ætlaði aðallega að skrifa þér um. Það var smá atvik, sem kom fyrir mig, er ég var að að kaupa aðgöngumiða á vissu kvikmyndahúsi hér í bænum s.1. laugardag, sem varð þess vald- andi, að ég skrifa þér þessar lín- ur.“ „EG HAFÐI HEYRT talað um, að mynd sú, sem verið væri að sýna, væri vel þess verð, að eytt væri heilum matartíma 1 að ná í miða. Eg og þrír kunningjar mín- ir ákváðum þessvegna að sjá þessa umræddu mynd, og féll það í minn hlut að ná í miða. Fór ég beint úr vinnunni til kvikmynda- hússins og var kominn þangað um 10 mínútum eftir 1.2, en þá biðu þar þegar um 50—60 manns. — Skipaði ég mér í röðina eins og venja er og beið þess að opnað yrði. Þegar ég kom inn í gang- inn, tók ég eftir því, að stúlka sú, Frfa. á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.