Alþýðublaðið - 28.04.1943, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 28.04.1943, Blaðsíða 6
6 ALÞYÐUBLAÐIP Miðvikudagur 28. apjríl 1943. TILKYNNING Viðskiptaráðið hefur sett eftirfarandí hámarksverð og hámarksálagningu á vinnu klæðskeraverkstæða, hrað- saumastofa og kjólasaumastofa, og hámarksverð á kven- hatta. I. Klæðskeraverkstæði og hraðsaumastofur: A. Fyrir saumaskap á öllum tegundum karlmannafatuaðar er klæðskerum í Reykjavík heimilt að reikna greidd vinnu- laun samkvæmt gildandi samningum milli Félags ísl. iðnrek- enda og Skjaldborgar, ásamt sniðmeistaralaunum og við- bót vegna breytinga. hvorttveggja samkv. nánari ákvörðun verðlagsstjóra að viðbættri 22% álagningu. Þó má sú láúna- upphæð, er álagning miðast við, ekki vera 'hærri en 262 kr., ef urn er að ræða venjuleg einhneppt föt, en 270 kr., ef um er að ræða venjuleg tvihneppt föt. Alls mega saumalaún ekki nema meiru en 320 kr. fyrir einhneppt föt og 330 kr. fyrir tvihneppt. Fyrir saumaskap á drögtum og kvenkápum er klæðskerum i Revkjavik heimilt að reikna greidd vinMi- laun samkvæmt gildandi samningi milli Félags ísl. iðnrek- enda og iSkjaldborgar f. h. Bjargar, ásamt sniðmeistaralaun- um og viðbót vegna breytinga, hvörttveggja samkv. nánari ákvörðun verðlagsstóra að viðbættri 22% álagningu. Þó má sú launaupphæð, sem álagning miðast við, ekki vera hærri en 165 kr., ef um er að ræða dragt, en 150 kr., ef um er að ræða kvenkápu.Fyrir algenga skinnavinnu á kvenkápu má auk þess reikna 20 kr. Alls mega saumalaun fyrir dragt ekki vera hærri en 202 kr. og fyrir kvenkápu ekki hærri en 183 kr., nema fyrir kápu með skinnavinnu, þá hæst 203 kr, Klæðskerum utan Reykavíkur er bannað að hækka saumalaun frá þvi sem nú er. Þar sem þau eru hærri, skulu þau lækka niður í það, er að ofan segir úm venjuleg' ein- hneppt og tvihneppt föt, og saumalaun á öðrum tegundúm fatnaðar lækka til samræmis við það. B. Fyrir saumaskap á öllum tegundum karlmannafatnaðar er hraðsaumastofum í Reykjavík heimilt að reikna greidd vinnulaun samkvæmt gildandi samningi milli Félags ísl. iðnrekenda og iSkjaldhorgar, ásamt sniðmeistaralaunum og viðbót vegna hreytinga, hvorttveggja samkvæmt nónari á- kvörðun verðlagsstjóra, að viðbættri 27% álagningu. Þó má sú launaupphæð, sern álagning miðast við ekki vera hærri en 216 kr. fyrir venjulegan alfatnað. Alls mega saumalaun fyrir venjulegan alfatnað ekki vera hærri en 275 kr. Hrað- saumastofum utan Reykjavíkur er bannað að hækka sauma- laun frá því sem nú er, nema með leyfi Viðskiptaráðs, en þau rnega þó aldrei verá liærri en að ofan greinir um venju- legan alfatnað. C. Öllum klæðskerum og hraðsaumastofum hvar sem er á land- inu, er skylt að hengja upp skrá um saumalaun á sérhverri tegund fatnaðar, og skal hún vera staðfest af verðlagsstjóra eða trúnaðarmanni hans. II. Kjólasaumastofur: Saumalaun á kvenfatnaði, bæði þeim, sem framleiddur er til sölu af eigin birgðum (lager) og saumaður er eftir máli, skulu vera sem hér segir: 1. Dag- og kvöldkjólar, sléttir allt að kr. 50.00 2. Dag- og kvöldkjólar með mismun- andi mikilli eða dýrri handavinnu — 40.00— - 80.00 3. Samkvæmiskjólar, sléttir, allt að — 75.00 4. Samkvæmiskjólai’ með mismunandi mikilli eða dýrri handavinnu 60.00- -120.00 5. Blússur, allt að — 30.00 6. Pils, slétt, allt að — 25.00 7. Pils, felt, allt að — 20.00- - 35.00 8. Dragtir allt að — 165.00 9. Kvenkápur án skinnavinnu, allt að — 150.00 10. Kvenkápur með algengri skinna- vinnu, allt að 170.00 Auk þess er heimilí að reikna venjulegt tillegg. Náið eftMit verður baft með því að hálfu verðlagSeftirlits- ins, að þau saumalaun, sem hin einstöku verkstæði taka, skiptist þannig i verðflokka undir hámarksverði að sennilegt HANNES Á HORNINTJ Frh. af 5. síðu. sem afgreiddi þá röð, sem ég var í, gerði ekki öllum jafnt undir höfði við sölu aðgöngumiðanna. Í3cki varð ég var við, að hún seldi fleiri en 4 miðá hverjum manni." „NOKKRU Á UNDAN mér í röðinni var alkunnur, rauðhærður og freknóttur miðaokrari, sem -að sögn mun alltaf koma á óleyfi- legan hátt inn í raðirnar. Fékk hann miða refjalaust hjá stúlk- unni. Ekki var mér kunnugt um, hve marga miða hann fékk. „SPURÐI EG HANA ÞÁ, hvort einhver mannamunur væri gerður hér, og þvort mér bæri að skilja þetta svo, að hún liti á mig sem einhvern miðaokrara, þar sem hún ætlaði að skammta mér 2 miða og eðlilegt megi teljast, þegar hliðsjón er höfð af þvi, hve mikil og vönduð vinna er innt af hendi. Saumaverkstæði, sem óska að samna kvenfatnað, sem vegna mikillar eða dýrrar lvandavinnu krefst hærri saumalauna en að ofan greinir, þurfa að fá til þess sérstakt leyfi verðlags- stjóra. Slikt levfi verður því aðeins veitt, að saumaverkstæði uppfylli ákveðin skilyrði, og að það taki á sig sérstakt bók- haíd, er gerir verðlagseftirlitinu kleift að l'ylgjast með því, hver aukakostnaður fellur á við saumaskap á einstökum flik- um. Umsóknir liér að lútandi skulu sendar verðlagsstjóra fyrir 1. maá næstkomandi, ásamt nákvæmum upplýsingum um starfsemina siðastliðið ár, um það hvort sérstök fag- þekking sé fyrir hendi eða ekki og um annað, sem máli skiptir. Álagning á efni skal fara eftir gildandi ákvæðum um há- marksálagningu á vefnaðarvörum. Kaupi saumastofa efni af heildsala, er henni aðeins heimilt að bæta við heimilaðri smásöluálagningu, en kaupi hún efni af smásala, má engri álagningu við bæta. Verkstæði, sem sauma ofan greindar fatnaðartegundir til sölu af eigin birgðum (lager), skulit festa verðmiða við sér- hverja flík, og tilgreina þgr söluverð efnis *og tilleggs, hvors fyrir sig, svo og saumalaun. III. Hattasaumastofur: Verð á fullgerðum kvenhöttum, þar með tahð ekraut, má ekki vera hærra en hér segir: 1. Hat'tar úr ullarfilti kr. 45.00 2. Hattar úr hálf-hárfilti — 61.00 3. 'Hattar úr hárfilti — 85.00 4. 'Hattar úr velour — 89.00 Verð hattanna skal jafnan tilgreint á viðfestum miða. Þar sem verð kann að hafa verið lægra en að ofan greinir, má það ekki hækka nenia með leyfi Viðskiptaráðsins. Bann- að er að rýra gæði hatta frá því sem verið hefir; IV. Sameiginleg fyrirmæli til klæðskera, 'hraðsaumastofa og kjólasaumastofa: Klæðskerum, hraðsaumastofipn og kjólasaumastofum er skylt að afhenda sérliverjum viðskiptamanni reikning, þar sem tilgreind sé tegund efnis, söluverð þess og tilleggs, livors fyrir sig, svo og saumalaun. Þessir aðilar skulu halda eftir afriti af öllum reikningum ti.l viðskiptamanna, og séu þau lögð fyrir trúnaðarmenn verðlagseftirlitsins, þegar þeir koma til eftirlits. Verð sérliverrar tegundar efnis, sem haf.t er á boðstólum, skal tilgreint á viðfestum miða. C. Smásöluverð fatnaðar, sem saumaður er af þeim aðilum, sem tilkynning þessi snertir, má aldrei vera hærri en heimilt er samkvæmt ofangreindum reglum. Þegar verkstæði selur öðru fj'rirtæki., verða aðilar því að koma sér saman um skiptingu á þeirri álagningu, sem er innifalin í heimiluðu útsöluverði. Þegar verkstæði lætur annan aðila selja gegn umboðslaunum fatnað, er það hefir saumað, verður það að greiða þau af heimiliðu útsöluverði. D. Þeim verkstæðum, er kunna að taka lægri saumalaun en heimilt er samkvæmt ofangreindum reglum, er bannað að ,hækka þau, nema með leyfi Viðskiptaráðsins. Ofangreindar reglur ná til allra fyrirliggjandi birgða þann dag, sem reglurnar koma til framkvæmda, svo og til þeirrar vinnu, sem enn er ólokið við þennan sama dag. Ef vafi leikur á því, hvernig skilja beri einstök atriði þessarar tilkynningar, skulu hlutaðeigendúr leita upplýsinga hjá skrifstofu verðlagsstjóra, áður en saumalaun eða verð er ákveðið. Að því er snertir klæðskeraverkstæði, hraðsaumastofur og hattasaumastofur, ganga ákvæði tilkynningar þessarar í gildi 1. maí næstkomandi, en að því er snertir kjólasaumastofur 7. mai. Reykjavík, 20. apríl 1943. A. B V. Verðlagsstjérinii' eins og drenghnokkunum, sem gerðir voru út, og hvort hún hefði nokkra ástæðu til að halda það? Þessu svaraði hún með því að muldra eitthvað í barm sér, sem átti víst að yera nei, eftir því, sem ég bezt gat greint. Henti hún um leið í mig 3 miðum, sem ég gat ekki skilið á annan veg en þann, að með því væri hún að nokkru leyti að friða sína lélegu sam- vizku. Borgaði ég henni síðan miðana og fór út án þess að yrða frekar á hana.“ ÞAÐ ER VITANLEGA sjálf- sagt, að eitt sé látið ganga yfir alla jafnt í þessu aðgöngumiða- fargani. Það er óþolandi, að sjá það, að fólki, sem búið er að standa í röðum í langan tíma, er mismunað. Hins vegar er þvargið svo mikið, þegar verið er að selja Gnðselr Jónsson for- seti Alþýðnsambauds ins fimmtugar. GUÐGEIR JÓNSSON. GUÐGEIR JÓNSSON for- seti Alþýðúsambands ís- lands varð finimtugur á páska- daginn 25. þessa mánaðar. Guðgeir Jónsson er bókbind- ari að iðn, lærði liann þá iðn á árunum 1909—1913 og Var hann síðar einn af stofnendum Sveinabókbandsins: Nú er hann verkstjóri i bókbands- vinnustofu ríkisprentsmiðj unn- ar Gutenberg. Guðgeir hefur starfað mikið í ýmsum félögum. Hann hefir tekið mjög virlcan þátt í vefka- lýðshreyfingunni og átti hann sæti á framhaldsstofnþingi Al- þýðusambandsins 1916 um haustið. iSiða,n. var hann oft fulltrúi á þingum þess. Arið 1940 var hann kosinn í stjórn sambandsins og gegndi þar ritarastörfum i tvö ár, á síð- asta sambandsþingi var hann svo kosinn forseti sambands- ins. Hann hefur alla tíð starf- að mjög mikið i Alþýðuflokkn- um og verið frá upphafí með- limur í flokksfélögum hans hér í Reykjavík. Þá hefur Guð- geir verið injög starfsamur innan Reglunnar og hefur ver- ið í henni í 34 ár. Nú er hann æðsti .lemplar umdæmisstúku Suðurlands. Guðgeir Jónsson er mjög vinsæll maður, gjörhugull, samningslipuf, liægur en ákveð iim. Mun og mjög reyna á þessa kosti hans i því vandasama og erfiða starfi sem hann hefur nú með höridum i stjórn Al- þýðusambandsins. Félagar Guðgeirs í Alþýðu- sambandinu munu halda hon- um samsæti í Alþýðuhúsinu kl. 8 annað kvöld í tilefni af 50 ára afmælinu. HVAÐ SEGJA HIN BLÖÐIN? Frh. af 4. síðií. um kunnugust, en ekki virðist ó- eðlilegt að frídagar væru sam- ræmdir meira en gert hefir verið, þannig að eitt gangi yfir alla, en ein stétt njóti þar ekki fríðinda öðrum frernur." Það er rétt, að ein stétt á ekki að njóta fríðinda öðrum frem- ur um frídaga fremur en ann- að. Hitt er á að líta, að þær stéttir, sem > mest hafa erfiði, hafa rétt á lengstri hvíld. Hing- að til hefir stétt erfiðismanna í kaupstöðum ekki haft nein á- kveðin sumarleyfi, og virðist þess þó full þörf. En nú hefir verið úr þessu bætt fyrir at- beina Alþýðuflokksins með því að fá það tryggt í lögum. Þessa nýja sigurs verkamanna ber að minnast þegar talað er um orlof hinna ýmsu stétta. aðgöngumiðana, að það er varla tiltökumál, þó að einhver mistök verði. Hannes á horninu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.