Alþýðublaðið - 28.04.1943, Page 7

Alþýðublaðið - 28.04.1943, Page 7
Miðvikudagur 2&. ap(ríl 1943 iBærinn í dag.í Næturlæknir er í Læknavarð- stofunni, siini 5030. Næturvörður er í Laugavegs- apóteki, sími: 1618. 70 ára er í dag írú Guðný Magnúsdótt ir, Lokastíg 28 hér í bænum. Kaupmenn — kaupfélög! Orðsending frá verksmiðj- unni SKÍRNI 'li.f., Hverfis- götu 42, sími 2282. Framleiðum: Frakka, káp- ur, blússur, ýmsar gerðir, skíða- og' sportfatnað, tjöld o. fl. Selt í heildsölu um allt land. Vönduð vinna. — Sann- gjarnt verð, Verksmiðjan SKfRNIR h.f. Hverfisgötu 42. Sími 2282. Félögin „Svíþjóð“ og Svenska klubben efna til Valkorgarmessufagnaðar í Golf skálan uni f ös t udaginn 30. april kl. 9. — Ræður, söngur og dans. Aðgangur aðeins fyrir íélagsmenn vegna Jtess, að húsrúm er tak- niarkað. Aðgöngumiðar seld- ir í Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar á fimmtu- daginn. Félagið „Svíþjóð“ lieldur aðalfund sinn á sama stað hálfri stundu áður en skemmtunin hefst. „Esja“ Pantaðir farseðlar í næstu j hraðferð til Akureyrar ósk- ast sóttir fyrir ki. 6 í dag. „Richard“ Vörumóttaka í dag lil ísa- fjarðar, Bolungavíkur og Patreksfjarðar. meðau rúm leyfir. Camelullar Kápuefni Svart ob drapplit. H. TOFT Skólavörðnstíg 5 Simi 1035 alþyðublaðid Tjón Suðnrnesjabúa. Frh. af 2. síðu. bændur þeir, sem áður hafa haft hið hernumda land fyrir beitarland, ekki fram á annað. en að þeir verði að farga fjár- stöfni sínum, enda hafa margir bændur þar syðra þegar byrj- að á því á s.l. hausti að skera niður þann litla hluta bústofns síns, sem þeir heimtu s.l. haust. Er þetta að sjálfsögðu mjög tilfinnanlegt og ekki hvað sízt þegar þess er gætt, að þau byggðarlög þar syðra, sem mest hafa stuðst við búnað verða þarna langverst úti þar eð hernumda svæðið er mest í þeirra landi. En tjón þeirra Suðurnesja- búa af landnámi setuliðsins er ekki aðeins fólgin í missi beit- arlands og fénaðar, heldur hefir landnámið bakað þeim frekara tjón. Varp hefir verið eyðilagt og menn hafa ekki komist á rekafjörur og setuliðs menn hafa gerst nokkuð nær- göngulir við reka. Sérstaklega hefir þó verið bagalegt að setuliðið hefir lokað og lagt niður vegi án þess að leggja til aðra í staðinn, þannig, að not- hæfir væru. í einn hrepp þgr syðra hefir t. d. enginn fær vegur verið til nú um tíma vegna þess, að setuliðið lokaði hreppsveginum, en hélt vegin- um sem lagður var í staðinn ekki þannig við, að hann væri fær íslenzkum ' bifreiðum. Er hér um að ræða hrepp, sem er þannig settur,, að fiskimenn- irnir selja fiskinn upp úr bát burt úr plássinu og er því stór tjón að því fyrir fiskimennina, þegar vegir lokast, að ó- gleymdu tjóni því og óhag- ræði, sem allir hreppsbúar hafa af því að vera slitnir þannig úr öllu vegasambandi við umheiminn. I tilefni af þessu tjóni Suð- urnesjabúa af landnámi setu- liðs Bandaríkjanna vil ég ég beina eftirfarandi fyrirspurn- um og tilmælum til hv. ut- anríkismálaráðherra Vilhjálms Þóí: 1. Hefir herstjórn Bandaríkj- anna fylgt gefnu loforði um, að hernaðaraðgerðir Banda- ríkjahersins hér skyldu g.erð ar í samráði við íslenzk stjórnarvöld, er hún.tók til sinna þarfa stórf landssvæði á Reykjanesi? 2. Vill ríkisstjórn íslands ekki vinna að því, að herstjórn Bandaríkjanna taki ekki til afnota stærra landssvæði á Reykjanesi, en minnst verð- ur komizt. af með? 3. Vill ekki ríkisstjórn íslands láta meta nú þegar allt það tjón, sem íbúar Suðurnesja hafa haft af landnámi og hernaðaraðgerðum Banda- ríkjahers á Reykjanesskaga og ganga síðan viðstöðulaust eftir . því, að Bandaríkin greiðr fullar bætur fyrir tjónið, en fáist ekki bæturn- ar að fullu greiddar frá Bandaríkjastjórn, vill ís- lenzka ríkisstjórnin þá ekki greiða bæturnar úr ríkis- sjóði, enda er setulið Banda- ríkjanna hér beinlínis sam- kvæmt ósk íslenzku ríkis: stjórnarinnar og hernaðar- aðgerðirnar á Reykjanesi annað hvort gerðar beinlínis í samráði við ríkisstjórn ís- lands eða samningurinn um I herverndina brotinn af hálfu Bandaríkjamanna? 4. Vill ekki ríkisstjórn Islands sjá til þess, að vegum þeim, sem setuliðið leggur á Reykjanesi í staðinn fyrir vegi þá, sem það hefir lokað, sé svo vel viðhaldið, að þeir g'eti talizt í góðu akfæru á- standi? Svar Vilhjálms Þórs utanríkÍKráHheE'ra. 1 Utanríkismálaráðherra, Vil- hjálmur Þór, varð fyrir svör- um og svaraði hann fyrir- spurnunum þannig í stuttu máli: Landsvæði það, sem herstjórn Bandaríkjanna tók til sinna þarfa á Suðurnesjum tók hún í samráði við ríkisstjórn ís- lands og hafði áður en land- námið fór fram lagt fyrir fyrr verandi utanríkisráðherra full skilríki fyrir þörfum sínum fyrir landinu. Þetta var snemma á árinu 1942. Fyrrver andi ríkisstjórn hafði ákveðið að láta fara fram eignarnám á landi því, sem setuliðið taldi sig þurfa á Reykjanesi og hafði ríkisstjórnin lagt fyrir sýslumanninn í Gullbringu- og Kjósarsýslu að framkvæma eignarnámið. Úr framkvæmd eignarnámsins varð þó ekkert vegna óvissu um stærð lands- ins. Þegar núverandi ríkisstjórn tók við völdum var henni ljóst, að nauðsynl. var að flýta þessu máli og að koma þurfti því á hreint hið fyrsta. Eg óskaði því eftir því við herstjórnina, að hún tæki þegar ákvarðanir um legu og stærð landsins. Fékk ég síðan uppdrátt frá her- stjórninni af landi því á Reykjanesi.sem hún vildi taka. Samkvæmt uppdraétti þessum var Ijóst, að mjög nærri var gengið heimafólki þar syðra og vildí ríkisstjórnin því ekki fallast á uppdráttinn og óskaði breytinga á honum. Hefir mér nú borizt annar uppdráttur frá herstjórninni, þar sem kröfum ríkisstjórnarinnar um minkun banngvæðisins er mætt. Hefir ríkisstjórn íslands fallist á þennan uppdrátt. MUn her- stjórnin nú láta girða land þetta með gripheldri girðingu. Að því er varðar tjón Suð- urnesjabúa af hernaðaraðgerð- um Bandaríkjanna, þá er mér það ljóst, að þeim ber fyrir það fullar bætur. Hefi ég þegar hafið umræður um þetta við herstjórnina og get heitið því, að eftir því muni gengið og um það séð, að tjónið fáist bætt. Að því er veginn varðar, þá hefir herstjórnin tekið að sér viðhald hans og skal verða litið eftir því að svo verði gert. Þegar Vilhjálmur Þór hafði svarað fyrirspurnunum vakti Guðmundur 1. Guðmundsson athygli á því, að nú væri til fulls upplýst, að landnám setu liðsins á Reykjanesi hefði far- ið fram í samráði við fyrrvér- andi ríkisstjórn íslands, og þyrftj því ekki um það að deila, að íslenzka ríkið værj á- byrgt gagnvart Suðurnesja- búum fyrir tjóni þeirra vegna landnámsins, hvoft sem her- stjórnin vildi ganga inn á að bæta tjónið eða ekki. AUGLÝSIÐ í Alþýðublaðinu. Hugheilar þakkir til vina minna og kunningja, er heiðruðu mig á fimmtugsafmælinu mínu með gjöfum, heimsóknum og skeytum. Bjjami Benediktsson. 7 Það tilkynnist, að faðir minn, tengdafaðir og afi, ÞÓRARINN ÁRNASON, fyrrum bóndi 1 Herdísarvík, andaðist að heimili sínu, Soga- mýrarbletti 9, að kvöldi 25. þ. m. Fanný Þórarinsdóttir, ísleikur Þorsteinsson og börn. Halldóra Bjarnadóttir. BBI'lH»|l|llli Illllliri ,rT ~" r,,j’gBESaBtBSSHMBBEgBSSBEMHBBBBBBBBBBKSBBMMIiMBi Konan mín- MARÍA ÍSAKSDÓTTIR, andaðist 24. þ. m. að heimili okkar, Framnesvegi 10, Reykjavík. Þórður Ólafsson. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför i 08 JÓNS SÍMONARSONAR frá Læk. Börn og tengdabörn. :Í9inf: . ,... (,|, Okkar innilegustu þakkir fyrir ógleymanlega hluttekn- ingu við fráfall og jarðarför sonar okkar, mí °c VILHJÁLMS BESSA ÓLAFSSONAR iTÍUÍ ' Oddgerður Oddgeirsdóttir. Ólafur Vilhiálmsson. ife t I „ SIGURÐUR G. BJARNASON, Þingholtsstræti 8, fra Hrauni í Landbroti, Vestur-Skaftafellssýslu, andaðist íimmtudaginn 22. þessa mánaðar. Kveðjuathöfn fer fram við líkhús Landsspítalans föstu- daginn 30. þessa mánaðar kl. 10. fyrir hádegi. Jarðarförin fer fram að Prestsbakka á Síðu sunnudaginn 2. maí, eftir messu. Fyrir hönd fjarstaddra vandamanna. Ólafur J. Sveinsson. Á 8. Dúsnnd séttn listspinguna. LISTSÝNINGUNNI í Mynd listaskálanum laúk um kvöldið annan páskadag. Alls sóttu sýninguna á 8. þúsund gesta, en aðeins 11 mál verk seldust. 1. maí . . . ii. .. , Frh. af 2. síðu. að Bandalag starfsmanna rík- , is og bæja tekur í fyrsta skipti opinberlega þátt í þeim ásamt verjcalýðsfélög- unum og er það gleðilegur vottur um vaxandi samhug allra launastétta í landinu. Þá mun og hópur norskra sjómanna. sem hér er stadd- ur, taka þátt í hópgönqunni undir merkiw ..Frit Norge“ og mun því ekki síður »•>«-% fagnað hér að sjá þann vott narræns samhugar og alþjóð- legra samtaka verkalýðs- hreyfingarinnar á þessum degi. Alþýðusambandið hefir í til- efni af 1. maí gefið út sérstakt merkj dagsins, sem selt verður um allt la-nd. Einnig kemur þá út nýtt hefti af tímariti sam- bandsins, „Vinnan“, sem alger- lega verður helgað deginum. Mun þess vera fastlega vænst að margir verði fúsir ti\ að selja hvorttveggja pg allir unn- endur verkalýðshreyfingarinn- ar til að kaupa. Nánari tilkynning um íyrir'- komulag hátíðahaldanna 1. maí í einstökum atriðum svo og um ræðumenn dagsins mun verða birt síðar. Brezhi sendiherrann Frh. af 2. súðu. Björnssyni og frú hans, og ut- anríkismálaráðherranum, — að mér finnst eins og ég sé heima hjá mér. Það verður mér eigi að eins sómi heldur og ánægja að gera jafnan mitt ítrasta til þess hæði að varðveita hin ó- rjúfandi vináttubönd milli Is- lands og bx-ezka þóðasanibands- ins og stuðla að sameiginlegum hagsmunum þeirra. Teppafilt Stærðir: 1.80X2,25 m. og 2,25X2.70 m. fÍÉ3ͧ Sími 4891. — Félagslif — Valsmenn! 3. og 4. flokkur. Æfing á Iþróttavéllinum í kvöld kl. 7tá.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.