Alþýðublaðið - 01.06.1943, Síða 6

Alþýðublaðið - 01.06.1943, Síða 6
6 ALÞYÐU8LA&IÐ s s s \ s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s Tvær kvikmyrídastjörnur. Myndin er af kvikmyndaleikkcmunni Frances Gilford og chimpansanum Gheta, sem einnig hefir leikið í mörgum kvikmyndum. Chipansanum þykir vera orðið dýrt að lifa og er að leita ráða hjá Frances, hvernig hann geti fengið hækk- uð laun sín. Francés fræðir hann hinsvegar á því, að búið sé að banna allar launahækkanir. En chimpansinn neitar því — þau lög gildi aðeins fyrir menn, en ekki fyrir apa! Félagsmálalöggjöfin á íslandi HANNES Á HORNINU Frh. af 5. síðu. dróttun, sem ég hefi séð í nokkru blaði“. „ERL. PÁLSSON ER LÖNGU landskunnur, og sundmaður einn hinn snjallasti, sem við íslending- ar höfum átt. Samviskusemi hans og dugnaðiú löggæslumálum er við brugðið, og leitun mun vera á vin- sælli baráttumanni fyrir útbreiðslu sundsins hér á landi. Hinn 21. þ. m. las ég það í blaðinu að daginn áður hefði Sigríður Sigurjónsdótt ir, verið skipuð Sundhallarfor- stjóri með samhljóða atkvæðum í bæjarstjórn, samkvæmt tillögu borgarstjóra. Einnig er sagt frá því að Erlingur hafi sótt um lausn frá forstjórastarfinu, vegna áskor ana frá lögreglunni um að hann tæki sína fyrri stöðu sem yfirlög- regluþjónn.“ „BÆJARRÁÐ mun ekki heldur hafa viljað veita Erlingi lausn úr lögreglunni, meðan á stríðinu stend ur. Nú er mér spurn: Hvers vegna tók bæjarráð umsókn hans gilda um forstjórastarf Sundhallarinn- ar? Hvers vegna þurfti hann að hverfa að Sundhöllinni strax eftir veitinguna, en núverandi forstjóri þarf ekki að taka við fyr en að hausti.“ „GAT ERLINGUR ekki fengið að setja mann fyrir sig í starfið um stundarsakir, eins og Sigríður mun þegar hafa gert. Ég veit að fjöldam'örgum bæjarbúum, finnst þessi framkoma gagnvart Erlingi Pálssyni ómakleg og þokukend. Og að lokum: Hefði ekki verið rétt ara að auglýsa forstjórastarfið laust til umsóknar að nýju, eftir að for ráðamenn bæjarins höfðu gert Erlingi Pálssyni ókleift að starfa þar áfram“. ÞAÐ ER EKKI rétt að forráða- menn bæjarins hafi gert Erlingi Pálssyni ókleift að starfa í Sund- höllinni. Hann sótti um starfið og fékk það, sótti um lausn frá því í nokkra daga og fékk hana. Það hefir yfirleitt allt verið gert fyrir Erling Pálsson, sem hann hefir beð ið um, nema að gefa honum frí svo að segja um leið og hann hef- ir tekið við störfum um óákveðinn tíma — eða þar til í stríðslok — en enginn getur sagt um það, hvað stríðið stendur lengi. ÞAÐ EFAST engin um dugnað og áhuga Erlings Pálssonar í starf ihu. En hvers vegna lét hann und- an beiðni lögreglunnar og dóms- málaráðuneytisins. Hvernig hefðu þessir aðilar farið að ef E. P. hefði tekið upp á því furðulega athæfi að setja upp tærnar? — Erlingur átti að halda áfram að vera Sundhallarforstjóri — en hann réði hér öllu um sjálfur. „HAFLIÐI ÁRNASON skrifar: ,,Það er gleðilegt fyrir okkur bæj arbúa að yfirvöld bæjarins hafa sýnt þá rögg af sér að setja upp ruslakörfur víðsvegar í miðbæn- um til þrifa fyrir vegfarendur þetta er nú gott og blessað. En mér finnst að bæjaryfirvöldin hefðu átt að ganga á undan með góðu for dæmi með allt hreinlæti, saman- ber allt hreinlæti í kringum loft- varnabyrgin og sérstaklega í kring um byrgin á Lækjartorgi, þar ligg ur í kös fleiri bílhlöss af sandpok um, pappírsrusli og lausum sandi, þessi byrgi og það sem í kringum þau eru, er ein af heilsulyndun- um, sem blessuð bæjarstjórnin skaffar okkur bæjarbúum sem kvittun fyrir sköttum okkar, heill sé henni í framtíðinni“. HEIBRIGÐIS- OG HREINLÆT- HEILBRIGÐIS- og HREINLÆT- sinnna — og þetta er eitt af því. Annars býst ég ekki við að þessi sandpokabyrgi verði til þess að auka hreinlætið í bænum — eða bæta siðferðið. AÐ MINNSTA KOSTI er mér tjéð að ,,ástandið“ hafi leitað at- hvarfs í byrgjunum — og má þá segja að'við séum búin að fá „op- inber hús“. Hannes á horninu. Hjónaband. í dag verða gefin saman. í hjónaband ungfrú Kristín Kjart- ansdóttir, Brávallagötu 50, Og Guðmundur Jónsson, Hringbraut 150. Þau fara vestur til Bíldudals í kvöld, og verður heimili þeirra Frh. af 4. síðu. hefir þriggja til fimm manna stjórn, og skipar1 ráðherra for- mann og varaformann eftir til- lögum tryggingarráðs, en hlut- aðeigandi bæjar- eða sveitar- stjórn kýs tvo eða fjóra menn og jafnmarga varamenn. — Samlögin eru háð yfirstjórn Tryggingarstofnunar ríkisins. Áður en hinar lögboðnu sjúkratryggingar komu til sög- unnar, var einungis lítill hluti þjóðarinnar sjúkratryggður, en nú er um helmingur lands- manna sjúkratryggður. Rétt- indi í sjúkrasamlögunum hafa þeir, sem ekki hafa yfir 4500 króna skattskyldar tekjur á ári En samkvæmt undanþágu, er veitt var árið 1937, geta sjúkrasamlögin veitt þeim, er hærri tekjur hafa, réttindi gegn .tvöföldu iðgjaldi. Lögin um ellitryggingu eru að því leyti fullkomnari en bæði slysa- og sjúkratrygging- arlögin, að til þess er ætlazt, að þau nái til svo að segja allra íslenzkra ríkisborgara. En lög þessi koma í raun og veru ekki til framkvæmda fyrr en eftir allmörg ár, vegna þess að hin eiginlega elli- og örorkutrygg- ihg, sem lögin gera ráð fyrir, kemur ekki til framkvæmda j fyrr en safnazt hefir nokkurt fé í Lífeyrissjóð íslands, sem stofnaður var er lögin voru sett, en tekjur þess sjóðs eru iðgjöld hinna tryggðu. Þegar sjóður þessi tekur til starfa, er hlutverki hinna gömlu elli- styrktarsjóða lokið, og renna þeir þá inn í hann. Svo er til ætlast, að til greina komi við úthlutun ellilífeyris úr Lífeyrissjóði íslands öll gamalmenni 67 ára og eldri og 1 gamalmenni á aldrinum 60 til 67 ára, sem áður höfðu fengið ellistyrk, , samkvæmt eldri lög- um, en samkvæmt hinum eldri lögum um ellistyrk var aldurs- takmarkið 60 ár. Öryrkjar á aldrinum 16 til 67 ára koma til greina við út- hlutun örorkubóta úr Lífeyris- sjóði íslands. Úthlutun ellilauna og örorku- bóta er í höndum sveitarstjórna en ekki Tryggingarstofnunar ríkisins, enda kemur hluti af * SÆNSKUIl knattspyrnu- I þjálfari kemur hingað \ til lands í ágústmánuði. Hann er ráðinn hingað af knatt- spyrnuráði Reykjavíkur, að- allega til þess að kenna ís- lenzkum knattspyrnuþjálfur- um. Að öðru leyti er óákveðið um störf hans. Knattspymuþjálfarinn heit- ir Per Hánell, en engar upp- lýsingar eru enn fyrir hendi um hann, eða störf hans, í sænsku íþróttalífi. Má þó fylli- lega gera ráð fyrir því, að mjög vel hæfur maður hafi ver ið valinn til þessarar íslands- ferðar af sænskum íþrótta- mönnum og stjómarvöldum. í samsæti, sem haldið var í vetur að afloknu þingi knatt- ■ spyrnumanna var samþykkt til fé því, sem úthlutað er, beint frá sveitarsjóðunum. Lögin um atvinnuleysistrygg ingar eru ennþá dauður bók- stafur, því að enginn atvinnu- leysissjóður var stofnaður sam- kvæmt þeim. Stéttarfélög eiga samkvæmt lögum þessum rétt á að fá staðfestingu ráðherra á atvinnuleysissjóðum er þau kunna að stofna, og er gert ráð fyrir, að sveitarfélög og ríki veiti nokkurt fé til þeirra. Enda þótt lög þessi séu stqr- felldasta framför í sögu ís- lenzkrar félagsmálaþróunar, er þeim enn þá harla ábótavant. Stafa gallarnir að nokkru leyti af vanefnum þjóðarinnar, en að miklu leyti af skilningsleysi á gildi slíkra laga Löggjöf þessi er til orðin fyrir tilstilli Al- þýðuflokksins, sem árið 1934 komst í þá aðstöðu á þingi, að geta knúð Framsóknarflokkinn til að samþykkja þau, með því að gera það að skilyrði fyrir samvinnu við hann um stjórn- armyndun. iFramsaknarflokk- urinn vildi þó ganga miklu skemmra í mörgum mikilvæg- um atriðum en Alþýðuflokkur- inn gerði sig ánægðan með, og urðu lögin því eins konar mála- miðlun milli sjónarmiða þessara stjórnmálaflokka. Hefir Al- þýðuflokkurinn getað fetað sig lengra áfram síðan í áttina til umbóta á lögunum, og virðist því í þessu efni ætla ,að fara fyrir Framsóknarflokknum eins og þeim, er réttir djöflin- um litla fingurinn, að hann nái brátt allri hendinni, því að sjónarmið Alþýðuflokksins virð ist vera að sigra, sem heldur ekki er furða, því að gagnsemi laganna verður mönnum ljósari með hverju árinu sem líður og reynslan sýnir, að höfuðgall- arnir á lögunum stafa af því, að vilji Alþýðflokksins náði ekki nema að nokkru leyti fram að ganga, þá er lögin voru samin. Haraldur Guðmundsson, þáverandi ráðherra, núverandi forstjóri alþýðutrygginganna, hefir allra manna rnest unnið að setningu og framkvæmd þess ara merkilegu laga, sem á því sviði skipar okkur íslendingum í flokk með mestu menningar- þjóðum heimsins. (Niðurlag greinarinnar birt- ist í blaðinu á morgun.) laga um að gera tilraun til að fá hingað sænskan knatt- spymuþjálfara, enda mun ó- kleift að fá menn frá öðrum þjóðum til þessara starfa — og lítt mögulegt einnig frá Sví- þjóð. Knattspyrnumenn snéru sér strax til Otto Johansen sendi- fulltrúa Svía hér og báðu um aðstoð hans, sem hann var al- búinn að veita, enda er það fyrir hans atbeina að maður- inn hefir nú fengizt. Það hefir mikla þýðingu fyrir íslenzkt íþróttalíf að fá erlenda, þaulæfða kennara, og þekkjum við það bezt af þeim árangri, sem hér hefir fengizt af kennslu enskra og þýzkra knattspyrnuþjálfara, sem ein- stök íþróttafélög hafa fengið. Það er aðeins verst að þessi fyrsti sænski knattspyrnu- þjálfari kemur ekki hingað fyr en svo síðla sumars. Sænsknr knattspyrnapjálf- ari kemnr hinpað i snmar. -----«. .... AOalverkefnl hans verönr aO kenna íslenzkum pjáfifurum. Þriðjudagur 1. júní 1943. „SÚðÍH“ í strandferð vestur og norður til Þórshafnar næstk. föstudag 4. þ. m. Vörumóttaka á hafnir milli Sauðárkróks og Þórshafnar, að undanskildu Akureyri og Siglu- firði, í dag (þriðjudag) og á Húnaflóahafnir fyrir hádegi á morgun (miðvikudag). Pantaðir farseðlar sækist sem fyrst og í síðasta lagi fyrir annað kvöld. HVAÐ SEGJA HIN BLÖÐIN ? (Frh. af 4. síðu.) að kostnaðurinn var kominn tals- vert fram úr áætlun á þessum þrem áætlunarliðum. Hilmar Finsen, sein þá var lands höfðingi, var sparsamur á landsfé og vildi ekki vamm sitt vita, fær nú talið Baldt, byggingarmeistara á það, að lækka grunnmúr húss- ins og þar með alla framhlið þess um 1,0 til 1,5 metra og minnka þar með halla þann, sem þegar var orðin á áætluninni. Þegar Medahl frétti þetta, mun honum hafa þótt mjög miður og um of brugðið af sínu ráði og þar með útliti hússins spillt,' svq sagt er að hann hafi neitað Baldt um viðtal, þegar hann að loknu verki kom til Kaupmannahafnar.“ Loks stingur greinarhöfnd- urinn upp á því, að ráðhúsið verði reist á svæðinu milli Hverfisgötu og framlengingar Lindargötu austan við Lækjar torg, með framhlið móti torg- inu til vesturs. Hatvæ!aráistelBa> í Hot Spriogs. Hot Springs, Virginia. jP RÉTTARITARI „New York Times“, Russel B. Porter, skrifar blaði sínu héðan, að matvæla- og landbúnaðarráð- stefnan, sem nú er haldin hér, hafi sérstakt gildi sem tilraun í þá átt að koma á samstarfi meðal þjóðanna um fram- leiðslumál, og velti því nokkuð á því hvernig hún tekst. Ef hún reynist árangursrík, megi vænta þess að samstarfið verði áframhaldandi. Meðal þeirra mála, sem bíða lausnar, eru verðfesting gjald- eyris, yfirfærsla gjaldeyris, al- þjóðleg verzlun með skulda- bréf og frjáls verzlun. Ráðstefna þessi fjallar ekki eingöngu um matvæli, heldur um allar þær landbúnaðaraf- urðir, sem nýttar eru til þess að sjá rnannkyninu fyrir fæði, klæðum og jafnvel húsnæði. Milljónir manna skortir nú mat, fatnað og húsaskjól í löndum þar sem styrjöldin geis ar eða hernumin eru. Það er ekki hlutverk þessarar ráð- stefnu að ræða hvernig veita skuli þeim hjálp þegar dagur lausnarinnar rennur upp. Það er hlutverk nefndar þeirrar, er Lehmann ríkisstjóri veitir for- stöðu. Hlutverk Hot Springs ráðstefnunnar er að komast að niðurstöðu um hvemig skipu- leggja skuli framleiðslustarfið um gjörvallan hei mtil þess að hægt sé að koma í veg fyrir aS sumir þurfi að lfða hungur þótt aðrir séu ofmettir.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.