Alþýðublaðið - 03.06.1943, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 03.06.1943, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐUBLAÐIÐ Fimmtudagur 3. júní 1943» Tvær nýjar bæknr frð finðm. Hagaiín. Stór skáldsaga, og smá- Guðmundur haga- LÍN hefir nýlega lokið við að semja tvær nýjar bæk- ur. Er önnur þeirra stór skáídsaga, sem heitir: „Blítt lætur veröldin”, og er hún um 19 arkir. Hin bókin er smásagnasafn, sem ber nafnið ,,Förunautar.“ Enn er ekki ráðið hvenær þessar tvær nýju bækur hins mikilvirka rithöfundar koma út, en gera má ráð fyrir, að önnur þeirra að minnsta kosti komi út í haust. 75 ára er í dag Ásbjörn Guðmundsson, Njálsgötu 85. ITerÖa allar © í bænum sameinaðar ? Bifreiðastjórafélagið „Hreyfill44 skrifar borgarstjéra um nauðsyn þess. AFUNDÍ bifreiðastjórafélagsins „Hreyfils“, sem hald- inn var í fyrrinótt, var lagt fram uppkast að bréfi frá stjórn félagsins til bæjarstjórnar Reykjavíkur, þar sem stjórnin fer þess á leit, að Hreyfill fái leyfi til þess að koma upp og reka bifreiðastöð í bænum, í þeim tilgangi að sam- eina allar þær 9 bifreiðastöðvar, sem nú eru hér starfandi. í bréfinu bendir stjórn Hreyfils á, að ef félagið fengi leyfi til reksturs slíkrar stöðvar, væri þar með hægt að bæta úr öllum þeim óþægindum, sem almenningur á við að búa með því skipulagi, sem nú ríkir í þessum málum, og einnig að bæta úr því öngþveiti, sem nú ríkir í umferðamál- um í bænum. Tuliníusarkeppnin: Leiknr Vals og Fram á þriðju dagskvöld gaf ekki úrslit. ÞAÐ VIRÐIST ætla að ganga erfiðlega að fá úr því skorið hver verður sigur- vegari í Tuliníusarmótinu, og mótið í heild næsta viðburða- ríkt. Eins og menn muna, þá sigr- aði Vikingur Fram í mótinu og bjuggust menn því við að úr- slitaleikurinn færi fram milli Vals og Víkings, eins og eðli- legt var, en það fór á aðra leið, Því þó Víkingur ynni leikinn á vellinum tapaði hann honum á skrifstoíu K.R.R. þannig að Fram var dæmdur sigurinn, vegna þess að í ljós kom við nánari athugun að einn leik- manna Víkings, sem nýlega hafði haft vistaskifti, reyndist ekki löglegur liðsmaður, að svo stöddu, samkvæmt almennum reglum í. S. í. um knattspyrnu- mót. Knattspyrnan er dutlunga full og býr yfir margskonar blæbrigðum. Úrslitaleikurinn var því háð- ur milli Vals og Fram í fyrra- kvöld. Áhorfndur munu flest- ir, sennilega, hafa búizt við að nú myndu loksins úrslit fást, og það í fyrstu lotu, og margir jafnvel talið sigur Vals öruggan og auðunninn, eftir leiknum við K. R. að dæma. En margt fer öðruvísi en ætlað er. Jafntefli varð enn einu sinni 1:1 eftir tví framlengdan leik, en reglii- gerðin leyfir ekki nema tvífram lengingu í úrslitaleik, 15 mín. á hvort mark í fyrra skiftið en 10, mín. í seinna. Leikurinn var all-fjörugur á köflum, en sem heild, knatt- spyrnulega séð, fremur lélegur, þó einstaklingar í báðum lið- unum gerðu margt laglega, út af fyrir sig. firsHtin i Tdíídíds- arkeppaiRDi anoað kvðld. ENN EINU SINNI verður keppt til úrslita í Tulini- Eigast þá aftur við Fram og usarkeppninni annað kvöld. — Valur. Leikurinn hefst þegar með sóknum á báða bóga, sem er öllu skæðari hjá Val, en bera hinsvegar engan , árangur, því framherjarnir hafa dæmalaust gott lag á því að glata öll- um hinum mörgu tækifær- um, sem þeir höfðu til mark- skota, og mörg þeirra, að manni fanst, alveg upplögð til þess að að skora mörk úr, en það hefir lengi viljað brenna við hjá framherjum Vals að þeir „brendu af“og eyðilegðu ágæt- ustu tækifæri með fljótfærni og fumi. Er ekki kominn tími til að bæta úr þessu, Vals- menn? , Framherjar Fram fengu líka allmörg og sæmileg tækifæri á mark Vals, en áttu hinsvegar að etja við sterkari vörn en framherjar Vals. Sókn þeirra reyndist því ekki eins skæð. íSkipulag liðanna í heild var fremur lélegt, leikmenn illa valdaðir og miðja vallarins hvað eftir annað algerlega auð. Þrá- faldlega kom það fyrir að leik- menn vörpuðu rangt inn, og hornspyrnur mistókust hvað eftir annað, og aukaspyrnur dæmdar fyrir bakhrindingar, það er kannske freistandi að hrinda mótherja aftanfrá, en það er ekki í anda knattspyrn- unnar, eða íþróttamannslegt, né heldur drengilegt, hvorki í leik né starfi, sem oft kom fyrir, og hann mikill, að leik- menn gera það að gamni sínu að grípa til knattarins eða geri tilraun til þess. Þeir mega ekki láta hand- knattleikinn „grasséra“ svo í sér, að þeir gleymi því, að þeir séu að leika knattspyrnu, þar sem nota ber fyrst og fremst fæturna. Leikpum lauk með0:0. En þá var gripið til reglugerðarinnar og framlengt í hennar nafni, eins og fyrri daginn. í byrjun framlengingarinnar fékk Valur dæmda vítasþyrnu á Fram, vegna þess að einn leikmanna gerði sér lítið fyrir og g^eip knöttinn tveim hönd- um innan vítateigs, mega það teljast furðu djarfar aðgerðir í úrslitaleik. Ellert framdi víta- spyrnu, og skoraði mark með góðu öruggu skoti, sem var of- Frh. á 7. síöu Á fundinum voru mættir á annað hundrað félagsmenn, og var bréf stjórnarinnar sam- þyltkt með atkvæðum nær allra viðstaddra og mótatkvæðalaust. enda er full eining innan félags- ins um nauðsyn framgangs þessa máls. Bréf félagsins til bæjarstjórn- ar er svohljóðandi: Rvík, 28. maí 1943. Stjórn bifreiðastjórafélags- ins Hreyfíls leyfir sér hér með að leita til háttv. bæjárstjórn- ar Reykjavíkur út af eftirfar- andi: Það er alkunna, að einn erf- iðasti þátturinn í umferðamál- um þessa bæjar er skipulags- leysi það, sem ríkir hér í rekstri íeigubifreiða til mann- flutninga. En auk þeirrar hættu og óhagræðis, sem þetta veldur í umferðinni, þá bitnar þetta bæði á þeim mönnum, sem akstur þennan stunda, svo og hinum, sem bifreiðirnar nota. Að því er umferðina snertir, þá leyfum við okkur að benda á, að hér í bænum eru nú starf andi 9 bifreiðastöðvar. Stöðv- um þessum hefir öllum nema einni, verið valinn staður af handahófi, en þó seilst eftir að vera sem næst Lækjartorgi. — Afleiðingin hefir orðið sú, að 5 af stöðvunum liggja svo að segja að torginu, sem vegna legu sinnar er eðlilegur skurð- ar punktur fyrir mest af um- ferðinni milli hinna ýmsu bæj- arhluta. Þetta verður aftur til þess, að bifreiðirnar verða dag lega að fara mörg hundruð ferðir að nauðsynjalausu yfir torgið og má mildi teljast, að ekki skuli oftar hljótast slys af en raun ber vitni um. Tvær stöðvarnar eru þannig í sveit settar, að í hvert skipti, ' sem bifreiðar fara frá eða koma að stöðinni, þá verða þær áð aka yfir gangstéttina við eina fjöl- förnustu götu bæjarins. Það er aðeins einni stöðinni, Bifreiða- stöðinni Geysi, sem valinn hef- ir verið staður með tilliti til umferðamála bæjarins. Húsnæði það, sem bifreiða- stöðvarnar hafa er yfirleitt lé- legt og ófullkomið, hvorki nægilega stórt til þess að bif- reiðastjórar geti haft þar af- drep, þegar lítið er að gjöra, né nauðsynleg hreinlætistæki. Þó verður að greiða í stöðvar- gjald af þeim leigubifreiðum, sem hér voru í notkun um síð- ustu áramót samtals rúmlega hálfa milljþn eða kr. 1800.00 af hverri bifreið. Fyrir allan almenning, sem bifreiðarnar nota, hefir þessi dreifing þeirra milli margra stöðva margs konar óþægindi í för með sér. Maður, sem þarf Bergsteinn Guðjónsson. íormaður Hreyfils. að ná í bíl. neyðist ef til vill til að hringja í níu mismunandi símanúmer, og er kannske svo óheppinn að hitta aldrei á að bíll sé við hendina. Þannig get- ur þetta gengið tímunum sam- an. Við teljum, að með góðri sam- vinnu bæjarstjórnar og félags okkar um stofnun einnar alls- herjar stöðvar fyrir allar leigu- bifreiðar til fólksflutninga megi bæta úr flestum þeim ágöllum, sem nú eru á rekstri þessum, ó- heilbrigð samkeppni hverfa, sem talið er að stundum hafi leitt til spillingar, betur not- ast að bílunum, en reksturs- kostnaður þeirra lækka. Hægt væri að fylgjast betur með því að aðeins hæfir menn veldust þessu ábyrgðarmikla starfi o. s. frv. Með öðrum orðum: full- komið skipulag gæti komið í stað skipulagsleysis. Frh. á 7. síðu. Fyrstí fyrirlestir Mr. Steegmans f gærkveidi. FYRSTI fyrirlestur Mr. Johtt Steegmans um enska myndlist var fluttur í Háskól- anum í gærkveldi kl. 9 og fjail- aði hann um „Gullöld enskra mannamynda. Skuggamyndir voru sýndar til skýringar fyrir- lestrinum. Mr. Steegman hóf erindi sitt með því að segja frá Sir Godfrey Kneller, helzta málara Breta í byrjun 18. aldar (d. 1723), en hann mótaði enska manna- myndalist öllum öðrum fremur, áður en Reynolds kom fram. Fáum árum síðar var hinn frægi málari. William Hagarth, uppis svo og Alan Ramsay, sem var Skoti. Þá talaði fyrirlesarinn um Thomas Gainsborough, hinn mikla snilling. Snilld hans birt- ist einkum í einstökum manna- myndum. en síður í hópmynd- um, sem þá voru þó mjög al- gengar. Hann réð yfir fádæma leikni og undursamlegum lit- um. Gainsborough dó 1774, og er einn af mestu málurum Ev- rópu. ,Sir Joshua Reynolds var mjög ólíkur Gainsborough. Frá því að hann kom til Lundúna 1753 eftir dvöl sína í Ítalíu og Hol- landi, og til dauða síns, fjöru- tíu árum síðar, var Reynolds forystumaður málaralistarinn- ar. Sökum frábærra hæfileika sinna gat hann hagnýtt sér ýmis áhrif frá hinum miklu miklu meisturum, Titan og Rembrandt. Tækni hans var ekki óbilandi. eins og hjá Gainsborough, en hann var óviðjafnanlegur snillingur í uPPbyggingu. Síðan rakti fyrirlesarinn sögu enskrar mannamyndalistar fram til upphafs 19. aldar. Erindi Mr. Steegmans var mjög fræðandi og skemmtilegt. Fyrirlesarinn er þekktur list- fræðingur og snjall og áheyri- legur ræðumaður. Sjóma»nadagurfmt: FJðlbreytt hátiðahðld á snnnudaglnn kemur. Stórmyndarlegt sjómannadagsbiað með mðrgum ágætum greinum. O JÓMANNADAGURINN er á sunnudaginn kemur. Sjó- ^ mannadagsráðið tilkynnir í dag hér í blaðinu aðal dag- skrána, en hún er mjög vönduð og fjölþætt, eins og að vanda lætur. — Hátíðahöldin hefjast kl. 11 fyrir hádegi með sjó- mannaríiessunni. Kl. 13 safnast sjómenn sam- an við Stýrimannaskólann í hópgönguna. Verður gengið gegnum miðbæinn, á íþrótta- völlinn. Athöfnin á íþróttavellinum hefst kl. 2. Herra Sigurgeir Sigurðsson biskup minnist drukknaðra sjómanna. Ræður flytja auk hans, Henry Hálf- dánarson, Loftur Bjarnason og Vilhjálmur Þór. Guðmundur Jónsson syngur og lúðrasveit leikur. Að þessari athöfn lok- inni verður reiptog milli skips hafna á Vellinum. Sjómannafagnaðurinn verður að Hótel Borg, með borðhaldi og í Oddfellowhúsinu. En auk þess verða skemmtanir í Al- þýðuhúsi Reykjavíkur og Iðnó. Að Hótel Borg verður hátíðin með líku sniði og undanfarin ár. Kl. 17 um daginn verður kappróður sjómanna á Rauð- arárvík. Sjómannadagsblaðið, sem verður’ selt á götunum á sunnu- daginn er framúrskarandi myndarlegt. Á forsíðu þess er mynd af togara á veiðum á Sel- vogsbanka. En að öðru leyti er efni þess: Ávarp, eftir Lúðvík Kristjánsson, Sjómannastéttin og hlutverk hénnar í styrjöld- inni, eftir Sigurjón Á. Ólafs- son, Sjómenn íslands, kvæðí eftir Jóel Friðriksson, Róður á vetrarvertíð, eftir Gils Guð- mundsson, með fjölda mörgum myndum. Hvíldarheimili, eftir IJallgrím Jónsson. Hvernig sæ- veldin verða til, eftir Iienry Hálfdánarson, með nokkrum myndum. Helfregn, kvæði eftir Jóhann J. E. Kúld. Þegar Frh. á 7. *íðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.