Alþýðublaðið - 03.06.1943, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 03.06.1943, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 3. júní 1943. ALÞYÐUB* AOIÐ Ráðstefna Frakka i Algier: Lansnarheiðni Peyronton hefir valdið noKhrnm erfiðleikum. V - De Gaulle og Giraud ræðast við i dag LONDON í gærkveldi. NOKKRIR erfiðleikar hafa enn komið í ljós í samninga- umleitunum þeirra Girauds og de Gaulles í Algier, sem orsakað hafa að algert samkomulag hefir enn ekki náðst. Það varð nokkuð til þess að auka á þessa erfiðleika, að Peyróuton, landstjóri í Algier, haðst lausnar frá embætti sínu og ritaði bæði de Gaulle og Giraud bréf, þar sem hann titlaði þá háða sem forseta franska þjóðráðsins. De Gaulle samþykkti þegar lausnarbeiðni hans og varð einnig við ósk hans um að verða skipaður höfuðsmaður í fótgönguliði franska nýlenduhersins, en Giraud vildi ekki taka lausnar- heiðni hans til greina fyrr en samkomulag hefði náðst um myndun hins nýja þjóðráðs Frakka. ------------------------------- Brezk herskip réðast á smmMag m aftur í fyrradaö á Pautellaria. LONDON í gærkveldi. BREZK HERSKIP gerðu á- rás á sunnudag og aftur í gær á Pantellaria á Miðjarðar- hafi. Skotið var á hermannaskála á landi og ýmis vígi á strönd- inni. ítalir veittu enga mót- spyrnu fyrra skiptið, en nokkra í seinna skiptið. Brezku her- skipin sakaði ekki og ekkert manntjón varð. , Brezk herskip gerðu fyrstu árás sína á Pantellaria 15. maí s. 1. Hafa þau því alls gert 3 árásir á eyna. Loftárásum var haldið áfram á Pantellaria í gær eins og að undanförnu og eins á Sikiley. Kveikt var í skipi við Sikiley. Einnig var ráðizt á smáeyju skammt frá Sikiley og flugvéla- skýli og margar sjóflugvélar voru eyðilagðar. , Flugvélar frá Norður-Afríku vörpuðu 13 000 smálestum af sprengjum á ítölsku eyjarnar og Ítalíu í s. 1. viku. Hefir Ítalía aldrei fyrr orðið fyrir svo mikl- um loftárásum. Loftsóko Mssa hefir trnflað sóknðætlanlr Pjóðverja. FRÉTTARITARI Reuters í Moskva segir, að Rússum hafi orðið svo vel ágengt með loftárásum sínum í vor, að þeim hafi tekizt að eyðileggja um helming alls benzíns fyrir Þjóðverjum, sem þeir hafa ver- ið að flytja til fremstu vígstöðv- anna í Rússlandi. Segir frétta- ritarinn, að þetta hafi gersam- lega truflað allar hernaðar- áætlanir Þjóðverja. Rússar segjast hafa hrundið gagnárásum Þjóðverja á Kub* anvígstöðvunum. Þjóðverjar segja hins vegar, að Rússar reyni að sækja þarna fram með miklu liði, sem stutt er af flug- her. Rússar halda áfram loftárás- um sínum á flutningamiðstöðv- ar Þjóðverja. Þeir hafa gert miklar loftárásir á járnbraut- arbæina Polotsk og Bryansk. Robert Donet, fréttaritari brezka útvarpsins, símar frá Algeir í dag, að talsmaður Gi- raud hafi látið svo um mælt við blaðamenn í dag, að sam- komulag hafi enn ekki náðst um myndun þessa þjóðráðs og þar til slíkt sameiginlegt ráð væri myndað, væri Giraud einn æðsti yfirmaður í Norður-Af- ríku og enginn annar en hann hefði leyfi til þess að veita Peyrouton lausn frá embætti. Engar viðræður fóru fram á milli Giraud og de Gaulle í dag. Hins vegar ræddust þeir de Gaulle og Eisenhower hershöfð- ingi við. í Algier er skýrt frá því, að viðræður þeirra Giraud og de Gaulle muni halda áfram á morgun. Matvæiaráðstefnan Fnlltrúar Bretlands,Kana da, Noregs og Islands leggja til að sjávaraf- urðlr verði tsknar með % i matvtelaáætlunina. Hot Springs, Virginia. AMATVÆLA- og land,- búnaðarráðstefriunni hér hafa fulltrúar íslands, Kanada, Stóra-Bretlands og Noregs lagt sameiginlega fram eftirfarandi tillögu: Þar sem fiskur og aðrar sjávarafurðir eru mjög mikils- verðir þættir í því að fullnægja næringarþörf fólks í mörgum löndum; þar sem útvegurinn er nauð- synlegur þáttur í hagkerfi ým- issa landa og afkoma sjómanna, eins og bænda, er bundin jafn- vægi 1 heimsverzluninni; þar sem mál, er snerta fiski- og sjávarafurðir eru þýðingar- mikið atriði í sérhverri áætlun, sem kann að vera gerð um mat- vælaþörf til lengri tíma; þá lýsir ráðstefnan yfir því, að hinar almennu niðurstöður ráðstefnunnar ná til fiski- og sjávarafurða og að þau mál, er að slíkri framleiðslu lúta, eiga heima innan vébanda þess framhaldsstarfs, sem kann að verða ákveðið og tilheyra starfs sviði þeirrar nefndar eða ráðs, sem kann að verða stofnað vegna þessarar ráðstefnu. Undir ályktunartillöguna rit- uðu H. Barton, einn af kana- disku fulltrúunum, Richard Lait fyrir Stóra-Bretland, Thor Thors, fulltrúi Islands, og Anders Fjelstad, fulltrúi Norð- manna. Á verði gegn kafbátum. S Kaíbátar Þjóðverja hafa iðulega leitað upp að ströndum Ameríku til þess að herja þar. — V Strandvarnarlið Bandaríkjamanna fékk það hlutverk, að hrekja þá frá ströndunum. — Á j myndinni sést amerískt strandvarnarskip yera að varpa djúpsprengju að þýkzum kafbáti. ^ Skipsverjar horfa á hina miklu vatnssúlu, sem upp gýs. S | I s s s \ s s s N S s s S s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s Brezk farpegaflnovél skotin niðnr á leiðiini frá Lissabon til Englands ...... Meðal farþeganna var hinn heims~ frægi leikari Leslie Howard. LONDON í gærkveldi. O REZK FARÞEGAFLUGVÉL, sem lagði af stað frá Lissabon í gærkveldi, hefir verið skotin niður. í flug- vélinni voru 13 farþegar og 4 manna áhöfn. Meðal farþeg- anna var hinn heimsfrægi brezki leikari Leslie Howard. Bandamean bata aldrei sökkt fleirl kafbútum fyrir Þjóðverjum en i mai. London í gær. LEXANDER flotamála- ráðherra Breta skýrði frá því í dag í brezka þinginu, að Bandamenn hafi sökkt fleiri kafbátum fyrir Þjóðverjum í maí en nokkrum öðrum mán- uði áður. Um fjórðungi fleiri kafbát- um hefir verið sökkt undan- farna 6 mánuði en á jafn- löngum tíma áður. Hann kvað þennan góða ár- angur í baráttunni við kafbát- ana stafa fyrst og fremst af því, að fleiri og hraðskreiðari verndarskip fylgdu nú skipa- lestunum og að flugvélar tækju nú meir þátt í baráttunni við kafbátana en áður. Alexander sagði, að skipa- tjón Bandamanna hafi verið mikið í marz en hafi síðan far ið stöðugt minnkandi og með- altalið væri nú svipað og í des. og jan. og jafnvel minna. Þjóðverjar skýrðu frá því í dag, að þýzk könnunarflugvél hafi skotið niður brezka flutn- ingaflugvél yfir Atlantshafi. Veðurfréttir frá Portúgal herma, að sjór sé nú mjög úf- inn í Biskayaflóa. Brezkar flug vélar hafa leitað allan daginn í dag á þeim slóðum, þar sem líklegast er talið að flugvélin hafi farizt. Leslie Howard var einhver þekktasti leikari Breta um all- an heim. Hann lék lengst af í brezkum leikhúsum, en fór seinna vestur um haf, lék á Broadway í New York og náði þar mikilli hylli, sem leikari. Síðan lék hann í mörgum kvikmyndum í Hollywood. Eftir að stríðið byrjaði vann. hann í þjónustu brezka ríkis- ins. Og hafði að undanfömu dvalið í Portúgal á vegum Bri- tish Counsil. Howard var sjálfi ur byrjaður á kvikmyndagerð. Og var meðal annars viðstadd- ur írumsýningu í Portúgal á mynd, sem hann hafði gert sem nefnist: „First of the few.“ Hann átti fyrir nokkrum dög- um að vera kominn til Eng- lands, en tafðist nokkuð, vegna starfs síns i Portúgal, til þess að ljúka við kvikmynd, sem hann hafði í smíðum er nefn- ist: ,,The lamp still burns.“ ísl. kvikmyndahúsagestir munu minnast hins glæsilega leiks Leslie Howard í mörgum kvikmyndum, sem hann hefir leikið í, og hér hafa verið sýnd ar, eins og t. d. Pigmalion, er gerð var eftir samnefndu leik- riti Bernhard Shaw, Romeo og Juliá, og nú síðast í stór- myndinni, ,,Á hverfanda hveli.“ Þjóðverjar segjast hafa sölkt i mai kaupskipa- fluta samtals 430,000 smálestum. Kínverjar vinna glæsilegan sigur: 80,000 manna japonsknmler, sem átti að taka Chnngking tvistrað. 30,000 Japanir féllu eða særðust. -------+------ LONDON í gærkveldi. KÍNVERJAR hafa tvístrað 80 000 manna japönskum her, sem sækja átti upp með Yangtsefljóti til Chungking, höfuðborgar kínversku stjórnarinnar. 30 000 af her þessum féllu eða særðust í bardögum, sem stóðu yfir í 15 daga, en leifar hans eru á flótta. Kínverjar hafa einnig náð miklum hergagnabirgðum Jap- ana á sitt vald suður af Ichang, þar sem nokkur hluti þessa hers er á flótta. Þetta er mjög mikilvægur sigur fyrir Kínverja og eru am- eríkskar sprengjuflugvélar og kínverskar orustuflugvélar, sem gert hafa stöðugar loftárásir á lið og stöðvar Japana, sagðar eiga mikinn þátt í sigrinum. Bandaríkjamenn hafa í sókn sinni á Attuey fellt 1500 Jap- ani en tekið aðeins 4 til fanga. ÝZKA ÚTVARPII) skýrði frá því í gær, að Þjóðverj- ar hafi í maímánuði sökkt fyrir Bandamönnum kaupskipaflota samtals 430 þúsund smálestir. Af þeim sökktu þýzkir kafbátar 350 þús. smálestum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.