Alþýðublaðið - 03.06.1943, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 03.06.1943, Blaðsíða 8
8 ALÞYÐUBLAPIÐ Fimmtudagur 3. jiiní 1943. rlTJARNARBldl Codir giuifána. (ln Which We Serve) NOEL COWARD SÉÐASTA SINN I. . Bönnuð fyrir börn innan. . 14 ára. Sýnd kl. 7 og 9. kl. 3 og 5. Miljónastúlkan . . (Million Dollar Baby) .. Amerískur gamanleikur. PRISCILLA LANE Föstudag kl. 3, 5, 7 og 9: FLOTENN I HÖFN The Fleet’s In) - Ameríksk söngva- og gaman* mynd. Dorothy Lamour William Holden Eddie Bracken Aðgöngum. seldir frá kl. 11 LÖGLEG AFSÖKUN SKÓLAKENNARINN þótti hlutdrægur gagnvart tveimur drengjum, sem voru háðir nemendur hans. Hann sá ekki sólina jyrir öðrum, en var mjög strangur við hinn. Einn morgun bar svo við, að báðir þessir drengir komu of seint í skólann. „Þið hljótið að hafa heyrt til skólabjöllunnar, drengir, og þið vitið vel, að það er ófært að koma of seint í tíma,“ sagði hann við sökudólgana. „Já, kennari,“ sagði eftirlæt- isgoðið og hneigði sig. En mig dreymdi, að ég var að fara með Esju norður í land til afa og ömmu og mér fannst skóla- bjallan vera flautið í „Esju.“ „Nú, var það þannig?“ sagði kennarinn og var ánægður yfir því að gæðingaur hans hafði fundið þessa afsökun.. Svo $neri hann sér að drengnum, sem hann hafði út undan og sagði með þrumraust. „En hversvegna komst þú of seint trassinn þinn?“ „Ég ég,“ stamaði drengur- inn, „ég var að fylgja Tomma til skips.“ * * * Tyf ARGAR sagnir eru til um Svarta dauða, eða pláguna miklu, sem geisaði hér á landi á árunum 1402 1404. Ein þeirra er þessi: Þegar Svarti dauði kom í Ólafsfjörð, voru þar smalar tveir, sem hétu Teitur og Sigga Það var einn morgun snemma, að þau voru að smala uppi í fjöllum. Sýndist þeim þá ó- kennileqa þoku leggja upp um allan Ólafsfjörð, og réðu þau það því af að halda ekki ofan til býggða, fyrr en þokunni létti af. Þoka þessi hélzt mjög lengi, og hölðust þau allan þá exJHlxt Cx4MU> ot/ kona htuvi ' tfbr Ludwitj Leit/isohru. NÝJA BIO 9S GAMLA BIO hennar var líkur rödd Gerðu. —Góðan dag, sagði hún hvatlega við Herbert, en snéri sér svo að Joffe. — Komdu Nat, ég er svöng, við skulum útvega borð í flýti. Yfirþjónninn þekkti sýnilega ungfrú Goldstein, því að hann útvegaði henni borð við glugg- ann. — Pantaðu eitthvað handa mér, Nat. Þeir hafa stundum góðan mat hérna og sæmilega vínblöndu. Því næst snéri hún sér að Herbert. Það var eins og henni væri hver mínútan dýrmæt. — Ég hefi yndi af tónlist og mér finnst lögin yðar dásam- leg. En hljómsveitartónverkin' yðar eru frumlegri. Ég lít svo á, að við verðum að gera allt, sem í okkar valdi stendur, fyr- ir tónlistina, Eruð þér mér ekki sammála? Herbert brosti og sagði: — Það verður varla sagt, að ég sé hlutlaus aðili í því máli, svo að ekkert er hægt að byggja á áliti mínu. — Heyrðirðu þetta, Nat? Mér geðjast vel að þessu. Hún hnippti í handlegginn á Joffe, og hann kinkaði kolli. — Crump er yfirlætislaus- astur allra núlifandi lista manna. i— Það er fyrirtak! hrópaði hún. — En hvar er vínblandan? Ég þarf að vera komin á vissan stað klukkan þrjú. Þér verðið að spila heíma hjá mér, herra Crump! Heyrirðu það, Nat? Herra Crump verður að spila heima hjá mér! Hún óð elginn án afláts, en Herbert varð þess var, að eins og Joffe hafði sagt. var hún bæði skynsöm og góðhjörtuð. Tíu mínútum áður en hún þurfti að fara, snéri hún sér að viðskiftunum og ákvað dag þrem vikum seinna, er Herbert skyldi halda hljómleikana. Hún ætlaði að láta hann vita um nánari ráðstafanir seinna með milligöngu Joffes. Hún borgaði reikninginn, fleygði yfir sig loð- feldinum og var þotin á dyr. Jofe varð að fara að fara í skrif- stofuna, og Herbert fannst hann einmana og yfirgefinn, þegar hann stóð einn eftir á götunni , sem böðuð var sól- skini. Allir menn voru í ein- hvers konar félagsskap og um- gengust félaga sína, en hann stund við á fjöllum uppi. En er þokunni létti af, héldu þau til byggða. Var þá allt fólk í firð- inum dáið. Þegar Ólafsfjörður fór svo að bygcijast á ný, varð stundum áoreiniv.nur um iarðir og landamerki. Var þá jafnan leitað vitnisburða hjá Teiti og Siggu og varð þá til máls- hátturinn: „Þá kemur nú til Teits og Siggu.“ einn átti ekki heima í neinum félagsskap og var einmana. Hann blygðaðist sín þegar hann gerði sér ljóst, hversu mikið hann ætti Joffe að þakka.' skyldi hann aldrei eignast vini sem hann gæti mælt sér mót við? Skyldi hann aldrei eiga neins staðar heima í orðsins fyllstu merkingu? Meðan hann reikaði þannig, án takmarks um göturnar, fór hann að velta fyrir sér hagnýtari málefnum. Hann varð að æfa sig af mikl- um dugnaði næstu þrjár vikur og gera ýmsar ráðstafanir. Frú Gbldstein hafði spurt hann um heimilisfang hans, svo að hún gæti náð tali af honum, ef hún þyrfti. Þegar alls var gætt, var ekki svo auðvelt, sem hann hafði ætlað, að vera út af fyrir sig. Hann varð að segja Önnu frá þessu, og sú tilhugsun hafði lamandi áhrif á hann. VII. Hann var dapur í skapi og ráðleysislegur, en ei að síður fastákveðinn í því, að eiga einn og óskipt þau gæði, sem lífið hafði að bjóða honum. En við þetta varð hann dálítið óeðli- iegur og þvingaður bæði í tali og framkomu. — Þú segist ætla að leika tónverk þín á hljómleikum í einkahúsi við Fimmtartröð? Anna horfði á hann með ótta- blandinni fyrirlitningu. Hann reyndi að sýnast ákveðinn og einbeittur. — Já, rétt ar það. Þetta er mjög algengt. — Ég hefi aldrei heyrt minnst á slíkt og þvílíkt. Hann yppti öxlum. — Það er margt til. sem þú hefir aldrei heyrt getið um. — Ætlar nú eggið að fara að kenna hænunni, hreytti hún út úr sér, án þess hún hefði tekið eftir broddinum í orðum hans. — Hvað heitir kvendið? — Ungfrú Alfred Goldstein. Hún reigði höfuðið og þandi út nasirnar. — Einmitt! Þú þarft að nudda þér upp við ríka Gyð- inga til að komast áfram. Ekki léti ég bjóða mér þvílíkt. Hann byrsti sig og sagði: — Hefirðu gert þér ljóst, að Joffe er bezti vinurinn, sem ég á, og hann er að reyna að hjálpa mér með aðstoð vina sinna. Hann hefir gefið okkur eina tækifærið, sem hugsanlegt var til að geta lifað. —■ Það veitir honum, þrátt fyrir það, engan rétt til að móðga mig. Hún reigði höfuðið enn þá meira. Herbert vissi ekkert um, hvaðan á sig stóð veðrið. — Hvað í dauðanum hefur Joffe gert, sem gæti móðgað þig? Hvað kemur hann yfir- leitt þér við? ÍHow Green V/as my Valley) Amerísk stórmynd. Maureen O’Hara Walter Pidgeon Roddy MacDowall Sýnd kl. 6.30 og 9. Bönnuð börnum yngri en 12 ára. ÆSKUBREK (Young People) Shirley Temple Jack Oakie. Sýning kl. 3 og 5. Aðgöngumiðasala hefst kl. 11 — Ég hef alltaf heyrt, að meðal vissar stétta séu til við- urkenndar kurteisisskyldur, sem talið sé sjálfsagt að halda í heiðri gagnvart eiginkonum. Hann greip um höfuðið. — Ég skil ekki við hvað þú átt. — Jæja, ekki það? Þá skal ég reyna að vera ekki myrk í máli. Ég hefi ekki í hyggju að láta ganga fram hjá mér, eins og ég sé ekki til. Og ef þessi ungfrú Goldstein, eða hvað hún heitir, vill ekki kannast við tilveru mína og bjóða mér þá fer ég til borearinnar og segi bæði henni og þessum Nat Jaffe, hvernig álit ég hefi á þeim. Herbert starði á hana, Hún hafði fléttað þunnt hár sitt í marga þvengmjóa fléttinga og bundið þá upp í hnakkann. Hún var hætt að hylja enni sitt fyrir honum. Hún hafði fitnað síð- ustu árin og framskotnir kjálk- fjórar fjaðrir. (Four Feathers) Stórmynd, tekin í eðlilegum litum. Joha Clements June Duprez Sýningar kl. 4, 6.3® og 9. Börn innan 16 ára fá ekki aðgang. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 11. arnir gerðu andlitið enn þá Ijót- ara, þegar hún var í þessum ham. Á þessari stundu minntist Herbert allt í einu gamallar setningar: „Gæði eru sjaldnast gæfur eiginleiki hjá konu.“ Því næst datt honum í hug eitt orð. og orðið var — meinfýsi. Loks fanst honum að hann ætti að fara að gráta, en það leið hjá eftir andartak, og meðan hann starði á hana, gersamlega orðlaus, fanst honum eins og hvíslað væri að sér: — Þessi manneskja getur eyðilagt þig, og hún gerir það áður en lýkur Þú færð ekki rönd við reist. Allt í einu heyrði hann rödd Önnu, röddina, sem hún hafði notað þegar þau kynntust fyrst, en notaði sjaldan nú orðið: — Bertie, horfðu ekki á mig eins og þú fyrirlítir mig. Von- andi gerirðu það ekki, er það? Hann hristi höfuðið í full- kominni uppgjöf. // A FERÐ 06 FLUOi; svip. „Þegar gert var við gluggann bað ég Valtý að sjá urn að kúluhelt gler yrði sett í staðinn fyrir það gamla. Taktu við stýrinu!1* Bragi tók við stjórn flugvélarinnar. Hannes liðþjálfi hélt áfram að hringsóla í kringum þá og jós kúlnahríðinni á sprengjuflugvélina. Grjóthnefinn fór upp í skotturninn í í miðri flugvélinni. Tuminn var þannig útbúinn, að hægt var að snúa honum eftir þörfum. Grjóthnefinn studdi á viðeigandi rafmagnshnapp> og þá fór tuminn að snúast hægt. Hann iðaði í skinniu af eftir- væntingu, þegar hann sá, að orustuflugvélin lækkaði flugið og nálgaðist sprengjuflugvélina óðfluga. Það var auðséð, að Hanne kunrp því illa, hve lítin árangur skothríðin frá honum bar. Nú ætlaði hann að komast svo nálægt sprengjuflug- vélinni, að hún stæðist ekki kúlnaregnið. Grjót'hnefinn fór sér að engu óðslega, fyrr en orustu- flugvélin var komin í verulega gott færi. „Hafðu þetta þrælbeinið!" hreytti Grjóthnefinn út úr sér. * Brttt—tttt—tttttt! Vélbyssurnar dembdu kúlunum yfir orrustuflugvélina. Allt í einu sást skær logi, og flugvél Hannesar liðþjálfa tvístraðist í óteljandi mola. Engin ummerki sáust eftir vél- táoui/rvcx/rvnGí, SAG A. ÞÝSKI FORINGINN: Því mið- ur, liðsforingi. Þessi tvíræði málflutningur hefir engin á- hrif á mig. ÖRN: Ég er hræddur um að ég hafi rangar hugmyndir um yður, foringi. AP. f+oHtfm VES SPEAKING HMM JH Huh 600 P VEKV ÞJÓÐVERJINN: Todt, yfirhers höfðingi er nafn mitt. TODT yfirhershöfðingi; Afsak- ið. Ég þarf að svar í símaim. Já. hmm.. . Ég skil. Ah ha.. . Ágætt.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.