Alþýðublaðið - 03.06.1943, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 03.06.1943, Blaðsíða 4
______________ ALÞYÐUBLAPIÐ Friðrik A. Brekkan: Bðrnin við Seljaveg. j^l|)^5ubUM5 Otffefandl: AlþýOuflokknrtnn Bltatjóri: Stefán Pétarssoa Rltatjóm og afgreiBsla í A1 þýðuhúsinu við Hverfisgötu. ölxnar ritstjómar: 4901 og 4 >02. Sunar aígreiðslu: 4900 og 490€. VerO i lausasölu 40 aura Alþýðuprentsmiðj an h.f Kommúnistísk ritskoðnn. TVO UNDANFARNA daga hefir verið að birtast hér í blaðinu grein eftir Skúla Þórð arson sagnfræðing um félags- málalöggjöfina á íslandi. Þessi grein var, eins og frá var skýrt í stuttum formála fyrir henni, upphaflega ekki skrifuð fyrir Alþýðublaðið, heldur fyrir hið nýja tímarit Alþýðusambands- ins, ,,Vinnan“, og átti að birt- ast í 1. maí hefti þess. Þegar til kom neitaði fulltrúi komm- únista í ritnefnd tímaritsins að veita samþykki sitt til þess, að greinin yrði birt í því, og þar eð samkomulag þarf í nefndinni um efni tímaritsins var greininni þar með vísað frá og hún fallin fyrir hinni komm- únistísku ritskoðun, > Það fer nú ekki hjá því, að þeir, sem greinina hafa lesið, leggi þá spurningu fyrir sig, hvað það eiginlega sé, sem kommúnistar vildu ekki, að kæmi fyrir almennings sjónir. Höfundur greinarinnar, Skúli Þórðarson sagnfræðingur, er sem kunnugt er kennari og fræðimaður og hefir ekkert verið við stjórnmálaáróður rið- inn. Grein hans er líka fullkom- lega hlutlaust yfirlit fræði- manns yfir félagsmálalöggjöf- ina á íslandi fram á þetta ár. En að sjálfsögðu gat hann sem fræðimaður ekki komist hjá því, að segja þann sannleika, að það er Alþýðuflokkurinn, sem síðan hann var stofnaður fyrir rúmum aldarfjórðungi, hefir átt frumkvæðið og höfuð- þáttinn í allri félagsmálalög- gjöf til hagsbóta fyrir hið vinnandi fólk við sjávarsíð- una hér á landi. Eða hvernig gæti nokkur heiðarlegur fræði- maður skrifað sögu félagsmála- löggjafarinnar hér á landi, hversu stutt, sem hún væri, án þess að geta frumkvæðis og baráttu Alþýðuflokksins fyrir togaravökulögunum 1921 og endurbótunum á þeim 1928, lögunum um verkamannabú- staði 1929, sjómannalögunum 1930 og hinum margvíslegu lagasetningum um eftirlit með öryggi sjómanna síðan, fram- færslulögunum 1935, lögunum um alþýðutryggingar 1936 og síðari endurbótum á - þeim, lögunum um stéttarfélög og vinnudeilur 1938 og nú síðast lögunum um orlof fyrir alla launþega landsins 1943? Hvernig er hægt að skrifa um alla þessa margháttuðu um- bótalöggjöf á sviði félagsmál- anna, án þess að minnast á Al- þýðuflokkinn? En það er einmitt það, sem kommúnistar ekki vilja. Þeir óttast þá viðurkenningu á starf semi og baráttu Alþýðuflokks- ins, sem felst í hinni hlut- lausu frásögn fræðimanns- ins. Þess vegna reyna þeir að koma í veg fyrir, að hún geti birzt á prenti. Þessvegna neit- uðu þieir um samþykki sitt til þess að grein Skúla Þórðarson Alþýðublaðið hefir verið beðið fyrir „bæn, fyrir hönd barnanna við Selja- veg til borgarstjóra, bæj- arstjórnar, bæjarráðs, barnaverndarnefndar — svo og allra nefnda, sem starfandi kunna að vera fyrir velferð barnanna í þessum bæ.“ UNDIRRITAÐUR hefír nú átt heima hérna við Selja- veginn í bráðum níu ár, og á hverju vori hef ég séð saraa sorgar-atburðinn endurtaka sig. Hér fyrir neðan götuna er dálítill afgirtur grasblettur, sem mun tilheyra lóð Sóttvarn- arhússins og því vera í eign bæjarins. Þegar hlýna fer á vorin, koma börnin úr nágrenninu út á þennan blett í tugatali og leika sér þar af hjartans ó- nægju, svo að unun er á að horfa. Þessi börn hafa annars engan leikvang nema götuna, En þau sýna það með fram- ferði sínu, þegar þau komast á blettinn, að börn þurfa í raun og veru sára lítið til þess að vera ánægð og geta leikið sér af mestu pryði án sérstaks út- búnaðar eða eftirlits. Ég hef veitt börnunum sérstaka at- hygli nú undanfarna blíðviðris daga, eins og reyndar oft á undanförnum árum, og get því um þetta borið. Nú skyldi maður ætla, að börnin fengju að vera þarna í friði á lóð bæjarins fyrir áreitni þeirra fullorðnu. En svo er þó ekki: í dag er bletturinn auð- ur. Engir leikir, engir barna- hlátrar hljóma þar lengur. Börnin hafa verið rekin út á götuna aftur af þeim, sem um- ráð hefur yfir blettinum — manni, sem auðvitað er í sínum góða rétti, þar sem hann mun hafa blettinn á leigu til þess að hirða af honum töðuna, þeg- ar þar að kemur. — Þetta end- urtekur sig á hverju ári. Fyrir nokkrum árum var barnaverndarnefnd bent á þetta og hún beðin að tala máli barn anna við yfirvöld bæjarins. — Barnaverndarnefndin brást vel við — ég held meira að segja, að hún hafi komið hing- að vestur eftir og horft á blett- inn. En svo varð það heldur ekki meira. Engu varð um þok- að, því að bletturinn var leigð- ur. Nú langar mig til að spyrja: Er þessi litli túnblettur við Seljaveginn svo ómissandi tekjustofn fyrir bæjarfélagið, að engin tiltök séu, að börnin fái að njóta hans fyrir leiki sína, og að þess vegna verði á ar fengi rúm í tímariti Al- þýðusambandsins, þar sem hún þó sannarlega átti heima. Þannig nota þeir aðstöðu sína í stjórn allsherjarsamtaka verklýðsins til þess að halda niðri sannleikanum um margra áratuga baráttu verkalýðs- hreifingarinnar og forystu Al- þýðuflokksins í henni. Það er einskonar kommúnistísk rit- skoðun, það sem hún nær. Hún á að viðhalda vanþekkingunni til þess að áróðurslygar komm- únista gangi því betur í fólkið. * Það eru sömu vinnubrögðin til þess að falsa sögu verkalýðs hreifingarinnar, eins og austur á Rússlandi í seinni tíð, þar sem nú er svo komið, að hægt er að telja fólki trú um, að einlægustu forvígismenn þess í fortíðinni hafi verið njósnarar og glæpamenn, en núverandi harðstjórar þess hafi gert allt, honum út á götuna, sem þau eru að reyna að flýja? Ef svo skyldi nú reynast við nánari athugun, að bærinn gæti staðið nokkurnveginn jafnréttur, þó leigutekjurnar af jþbs^um bleftti gengju undani, langar mig til — fyrir hönd barnanna við Seljaveginn — að fara þess á leit við alla þá virðulegu aðila, sem hér eru nefndir að ofan, að þeir beiti sér fyrir því, að börnin fái að leika sér þarna í friði og njóta þeirra sólskinsdaga, sem for- sjóninni kann að þóknast að gefa þeim. í sambandi við þetta leyfi ég mér að benda háttvirtum yfir- völdum bæjarins á, að jafnt og stöðugt er þrástagast á, að börn- in í bænum séu illa siðuð, (rétt eins og börnin eigi sjálf sök á umhverfi sínu og þeim áhrifum, er þau verða fyrir) — og jafn- framt á hinum illu áhrifum, hættum og óhollustu, sem börn- in verði fyrir á götunni, þetta samrýmist illa þeirri staðreynd, að börnin séu hrakin úr þeim fáu griðastöðum, sem þau gætu átt, vegna þess að bærinn geti fengið fáeinar krónur í leigu eftir slíka bletti, eða að ein- staklingar þurfi á töðunni af þeim að halda. Auðvitað verð- ur því ekki neitað, að taðan er góð og gagnleg — en í herrans nafni — reynið að afla hennar annars staðar. :Ég vona fastlega að þeir hátt virtu aðilar, sem ég hef snúið máli mínu til, bregðist vel við, og að ég fái þá ánægju á kom- andi sólskinsdögum að sjá börn leika sér í friði og ró á blettin- um hérna framan við gluggann minn. V ir ðingar f y llst Reykjavík, 1. júní 1943. Friðrik Á. Brekkan. Félagsblað KR, 1. tbl. 7. árgangs er nýkomið út. — Efni: Erlendur Pétursson fimmtugur, með nokkrum mynd- um, Hvað dró mig svo djarft til sín?, grein um íþróttir, eftir Er- lend Pétursson, Handknattleiks- keppnin eftir X, Frá sundflokkn- um, með mörgum myndum af sundgörpum félagsins, piltum og stúlkum, Að hverju keppir þú? Heilræði til íþróttamaýnia, eftiir Ben. Jakobsson, Frá skíðamótun- um, íþróttamótin í sumar, íslands glíman, eftir Ágúst Kristjánsson o. m. fl. Skrifstofur sendiráðs íslands í Washington eru fluttar í 909 sixteenth Stréet Washington, en heimili sendiherrans er áfram í 3839 Massachusetts Avenue Wash- ington D. C. sem fyrir það hefir verið gert. Það er nákvæmlega sama að- staðan til þess að forheimska fólkið, sem kommúnistar eru að keppa eftir hér. Á henni hyggjast þeir í framtíðinni að byggja vald sitt. En nú er að vísu mjög langt frá því, að kommúni^tar séu einráðir um blaða- og bókaút- gáfu hér á landi, eins og fyrir- myndir þeirra eru austur á Rússlandi. Og því er nú hin ágæta grein Skúla Þórðarsonar sagnfræðings um félagsmála- löggjöfina á íslandi komin út, þrátt fyrir ritskoðun komm- únista við tímarit Alþýðusam- bandsins. En ofurlítil vísbend- ing mætti hrakningasaga þess- arar greinar verða mönnum um það, hvernig ástatt yrði um ritfrelsi, prentfrelsi og alþýðu- menntun á landi hér, ef komm- únistar yrðu einhverntíma öllu ráðandi. hverju ari að hrekja þau af Fimmtudagur 3. júní 1943» John Steinbeck hafði ritað 6 bækur áður en hann komst á varir allra þeirra, sem unna fögrum bókmennt- um, en bað varð, er bókin MÝS OG MENN kom út. Hún varð sölumetbók í Ameríku og síðar alls staðar þar, sem hún var gefin út. ; Nú er bókin komin út í íslenzkri þýðingu Ólafs Jó- hanns Sigurðssonar, en hefir áður verið flutt að nokkru í útvarp, og það tvisvar sinnum, svo margir kannast orðið við raunasögu þeirra Georgs og Lenna. Eftir að „Mýs og menn“ hafði náð slíkri hylli, sem raun bar vitni, voru hinar fyrri bækur Steinbecks gefn- ar út að nýju, en ávallt fylgdi á kápunni, að bókin væri eftir höfund „Mýs og menn“. „Þær voru svo litlar. Ég klappaði þeim, og þá fóru þær undir eins að bíta mig í fingurna, og ég kleip þær pínulítið í hausinn, og þá voru þær undir eins dauðar, — af því að þær voru svo litlar. Ég vildi óska, að við fengjum kanínur sem fyrst, Georg. Þær eru ekki eins litlar.“ — Þetta segir Lenni, heljarmennið með bams- hjartað, sem á engu mátti snerta án þess að meiða eða skemma. Lenni verður ógleymanlegur öllum, sem lesa bókina, svo og Georg, tryggðatröllið, sem fylgir Lenna gegnum þykkt og þunnt, vakir yfir velferð hans og yfir- gefur hann ekki, þótt á móti blási, vegna flónskuverka | og styrkleika hans. Bókin er óviðjafnanleg, lofsöngur til lífsins og dá- semda þess, þrátt fyrir fólsku og frændavíg mannanna. Aðalfandnr fitvegsbanka islands M. verður haldinn í húsi bankans i Reykjavík fðstudaginn 11. júní 1943 klukkan 2 e. h. DAGSKRÁ: 1. Skýrsla fulltrúaráðsins um starfsemi Útvegsbank- ans síðast liðið starfsár. 2. Framlögð endurskoðuð reikningsuppgerð fyrir árið 1942. 3. Tillaga um kvittun til framkvæmdastjórnar fyrir reikningsskil. f 4. Kosning tveggja endurskoðunarmanna. 5. Breyting á samþykktum hlutafélagsins. 6. Önnur mál. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir í skrif- stofu bankans frá 7. júní n. k. og verða að vera sóttir í síðasta lagi daginn fyrir fundinn. Aðgöngumiðar verða ekki afhentir nema hlutabréfin séu sýnd. Útibú bank- ans hafa umboð til að athuga hlutabréf, sem óskað er atkvæðisréttar fyrir, og gefa skilríki um það til skrif- stofu bankans. Reykjavík, 7. maí 1943. f. h. fulltrúaráðsins. Stefán Jóh. Stefánsson. Lárus Fjeldsted.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.