Alþýðublaðið - 03.06.1943, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 03.06.1943, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 3. júuí 1943* ALPVDIÍ81AOIO TIL er hljóðar málsháttur, sem svo: Það þarf sterk bein til að þola bæði auð- æfi og hamingju. Þessi máls- háttur á einnig við um þjóðir. Meðal stórþjóða heimsins eru það ef til vill Bretar einir, sem hafa getað lifað langt blóma- skeið, svo sem Viktoríutímabil- ið, án þess að þurfa að þola aft- urkastið gegn lifnaðarháttum borgaranna. En því má ekki gleyma, að Bretland var heims- veldi: nýlendustyrjaldir sáu æskulýð þjóðarinnar fyrir hættum og ævintýrum. Og Viktoríutímabilinu lauk með Búastríðinu. Þjóðverjar, sem hafa búið áðurnefndan máls- hátt til, þola vissulega ekki blómaskeið. Frá 1870—1940 voru þeir auðugir og hagsæld mikil var með þjóðinni. Þjóð- verjar urðu borgaralegir, feitir, og, á sinn frumstæða hátt, reyndu að viðhalda hagsældinni með stórmennskuæði og styrj- öld. Um átján ára skeið hafði Lúðvík Filip sagt við franska aðalinn: — Auðgið ykkur! Guizot ráðlagði hófsemi og sparneytni og svo skall bylting- in á 1848. Þó að flestir Frakk- : ar vilji eiga rólega daga, þola þeir ekki sem þjóð borgaralega velmegun. En þar eð þeir eru hugmyndaríkari en Þjóðverjar, sjá þeir aðra leið út úr ógöng- unum en styrjaldir: innbyrðis deilur um skipulag og málefni. Mannleg ævintýraþrá lætur ekki hafna sér, enda þótt jafn- framt henni þróist þrá eftir ör- yggi. Til eru menn, sem eru sjálfum sér nógir með tilliti til ævintýra. Það eru hinir miklu listamenn, landkönnuðir og framkvæmdamenn. Einnig eru til menn, sem þarfnast ekki annarra ævintýra en barátt- unnar fyrir daglegum þörfum, það eru fátæklingarnir, dag- launamennirnir. Auðugi mað- urinn nýtur alls þess öryggis, sem fátæklingurinn þráir, en án alls hrolls yfirvofandi hættu. Þetta er sýki hins borgaralega lífs, og hún leitar lækningar í ævintýrum, t. d. villidýraveið- um. Þær þjóðir, sem eiga fjöl- menna auðstétt, sem getur ekki leitað ævintýra á andlega svið- inu, fara í styrjaldir. Það er þetta, sem skeð 'hefir í fasista- löndunum. En þar er orsökin einnig önnur. Áróðursmenn fas- istanna segja, að fasisminn sé heimspeki ævintýramennskunn- ar, „að lifa í stöðugri hættu“ er þrá þeirra, að því er þeir herma. En skoðun mín er sú, að þetta sé fjarri sanni. Ég hygg að nazistarnir og fasistarnir hafi farið í styrjöld af ótta við að lenda í hættu, af ótta við að missa hina þægilegu forrétt- S s s S' c s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s V s s s s s s s s s s Milano. þjófnað, ofbeldi. En hefir naz- istiskt uppeldi og nazistisk styrjöld mótað þá manngerð Þjóðverja, sem Nietzsche hefði dázt að? Ekki hefi ég neina trú á því. Þýzki nazisminn er svo víðs fjarri því að hafa skapað ofurmennið, að hann hefir ein- mitt skapað undirmáls borgara,. Hin ungu ruddamenni, sem nazisminn heíir sleppt lausum á mannkynið, hafa ekki hugar- far borgarans. Fjarri því. Og ég efa, að þessir ungu menn standi framar þeim, sem þeir eru komnir af, þýzku borgurun- um, sem höfðu unun af að syngja hin smeðjulegu lög sín og ræða í fullkominni alvöru eitthvert dulspekiþrugl. Milano er ein þeirra borga, sem brezkar flugvélar hafa oft gert loftárásir á. Milano er' fögur borg, en hún er einnig ein mesta iðnaðarborg á Ítalíu, og þess vegna hefir hún orðið fyrir fleiri loftárásum' en flestar aðrar borgir á ítalíu. Myndin er tekip af Milano fyrir stríðið. Stríðið og ævintýralöngunin. N FTIRFARANDI GREIN, sem fjallar um ævin- týralöngun auðstéttanna, er eftir S. E. van Praag, þekkt- an hollenzkan rithöfund, sem meðal annars hefir ritað margar skáldsögur úr átj- ándu aldar sögu Frakka. indaaðstöðu sína í hendur frelsi og lýðræði. Af sömu ástæðu gátu frönsku borgararnir ekki fengið af sér að heyja alvarlega styrjöld við Þjóðverja, slíkir verndarar, sem þeir eru, for- réttindaauðstéttarinnar. • TY E I R miklir menn hafa viðurkennt hið andstæða eðli mannlegrar þrár eftir bæð» ævintýrum og öryggi. Nietzsche prédikaði nauðsyn þess að lifa hættulega. En Roosevelt viður- kenndi í Atlanzhafssáttmálan- um, að eitt af fjórum helztu grundvallarréttindum mann- kynsins væri frelsi undan ótt- anum. Nietzsche kennir, að menn þjáist af of miklu öryggi, og hann hefir á réttu að standa. Roosevelt segir, að menn þjá- ist af of miklum ótta, og hann hefir líka rétt fyrir sér. S S s s i s s s s s s s s s s s s S s s s s s s s s s s s s s s V TILKYNNING. Viðskiptaráð hefir ákveðið eftirfarandi reglur um verðlagningu á smásölu á kornvörum, hrísgrjónum, sagogrjónum, hrísmjöli, kartöflumjöli, baunum, sykri ng kaffi óbrenndu: I. Við heildsöluverð á innflutningshöfn má bæta 30% álagningu. II. Reikna má til viðbótar áfallinn kostnað vegna flutn- ings frá innflutningshöfn til sölustaðar, enda sé hann skjallega sannanlegur. Með tilkynningu þessari er úr gildi fallin tilkynn- ing dómnefndar í verðlagsmálum, dags. 13. okt. 1942, að því er snertir ofangreindar vörur. Reykjavík, 2. júní 1943. VERÐL AGSST J ÓRINN V A Ð á svo Roosevelt við með frelsi undan óttan- um? Frelsi undan óttanum við árás gráðugra nágranna. Frelsi undan óttanum, sem heilar þjóðir hafa fengið að reyna, svo sem Frakkland, Tékkósló- vakía og Belgía. Ef til vill líka frelsi undan persónulegum ótta. Nazistastjórúin hefir magnað þennan ótta út fyrir öll tak- mörk. Móðir óttast, að sonur hennar verði tekinn og sendur í refsivist til Póllands eða Ukra- inu. Eiginkona óttast, að hún heyri barið að dyrum að næt- urlagi og úti standi sendimenn leynilögreglunnar, sem ætli að draga manninn hennar úr rúm- inu og setja hann í fangabúðir. Það verður að frelsa menn und- an óttanum við ríkisvald, sem byggist á einræði og harð-' stjórn. Enginn getur skapað okkur fullkomið frelsi undan óttan- um. Lífið sjálft er ekki síður hættulegt hinum fátæku en hinum viðkvæmu. Roosevelt og Churchill skilja að lífi manna séu skapaðar of margar áhætt- ur, sem fylla sálir einstaklinga og þjóða ótta. Ötti við veikindi og dauða þeirra, sem okkur er annt um. Ótti við að missa at- vinnuna. Ótti verkamannsins við atvinnuleysi, ótti bóndans við uppskerubrest. Óttinn við að sjá eftirlætisbörn vor fara í hundana. Ótti foreldra um framtíð barnanna, ótti barn- anna um hag foreldranna. Ótt- inn við fátæktina, sem vissu- lega þjáir verkalýðsstéttina meira en nóg til að kæfa ævin- týralöngun hennar, sem hún telur eitt aðaleinkenni auð- stéttarinnar. — Það var þess vegna, sem frelsi undan óttan- um var bætt inn í Atlanzhafs- sáttmálann, ásanat frelsinu und- an skortinum. Vissulega lofar Roosevelt auðstéttunum ekki jafnrólegu lífi hér eftir og hún hefir lifað fram að þessu. Hann krefst stærri fórna af henni í þeirri trú, að þessar fórnir gefi til kynna, að mennirnir verð- skuldi annað betra en líf, sem gegnsýrt er af ótta. Hvernig á að frelsa auðstétt- ina frá sjálfri sér? Hvert á að stefna löngun hennar til að „lifa hættulega“, sem er mjög sterk, þótt henni sé það ef til vill ekki ljóst? Nazisminn á eina lausn málsins: styrjöld, UTIMAUPPGOTV- A N I R hafa leitt í ljós, að hnötturinn, sem við byggj- um, er ódeilanleg heild, líkt og t. d. mannslíkaminn. Jarð- skjálftar í Japan eða Argentínu valda hræringum um allan hnöttinn, líkt og mein í einum líkamshluta veldur vanlíðan í öllum líkamanum. Forréttinda- svipting auðstéttarinnar leiðir af sér auknar endurbætur í fé- lagsmálum, réttindaaukningu hinna fátæku. Við verðum neyddir til þess, okkur sjálfum í hag, að draga úr eigingirni okkar. Við verðum að gæta bróður okkar svo að áhættun- um fækki. Líf vort öðlast fyll- ingu ævintýraþrárinnar á hinu andlega sviði og siðferðilega sviði, og það mun vekja andúð okkar á styrjöldum. Þeir, sem á eftir okkur koma, munu koma auga á það, að á liðnum tímum hefir mannkynið átt við margs konar mein að stríða. Þeir munu komast að raun um, að hið leiðigjarna auðmannslíf, sem leitaði ævintýraþrá sinni svölunar í því að steypa þjóð- unum út í heimsstyrjöld, var eitt af þessum meinum, sem mannkynið þjáðist af á vegferð sinni. Grímsstaðaholtsbúi skrifar um sóðaskap þar. — Herra Almenningur er frjósamt og mikilvirkt skáld. — Súr mjólk, sósulitur í kaffi — og svar, sem er ekkert svar. G RIMSSTAÐAHOLTSBÚI skrifar mér og kvartar mjög undan allskonar sóðaskap, sem eigi sér stað á holtinu. Hann seg- ir, að svo virðist, sem hvergi nokkursstaðar í Reykjavík eigi sér stað annar eins sóðaskapur og þar, enda sé þar heldur ekkert eftirlit haft, engin hreinlætisvika og engar aðgætur hafðar á, að þar sé vel gengið um kringum hús. HANN SEGIR, að ef hreinlætis- yfirvöldin taki ekki nú þegar sóða skapinn á Grímsstaðarholti til rækilegrar athugunar, þá muni svo fara, að íbúarnir í þessu út- hverfi bæjarins muni kafna í sóða- skapnum. Af þessu tilefni vil ég fastlega mælast. til þess að heil- brigðisyfirvöldin geri sér ferð á hendur á Grímsstaðarholtið, því að ekki megum við missa neitt af því ágætisfólki, sem þar býr. ÞAÐ ER STUNDUM sagt, að blaðamenn séu skrökóttir. Þegar við mótmælum því og höldum því fram að við séum ákaflega sann- leikselskandi, þá er bara hlegið að okkur. En ég vil segja að ekki komumst við blaðamennirnir í hálfkvisti við herra Almenning. Hann er mikið skáld og frjósamt, miklu meira skáld en nokkur þeirra rithöfunda, sem fær skálda laun, og er þó þá mikið sagt. Sig- urður Einarssop gerir þetta að og svar, umtalsefni asta hefti Hengingin í fróðlegri grein í síð- Helgafells, sem heitir í Háskólakapellunni. Það er meiri sagan. ANNARS ER SÚ SAGA ekkert einsdæmi. Margar sögur hafa kom- ið upp sem enginn fótur er fyrir og' sumar hafa reynst stórhættu- legar. Ég hygg að heldur hafi þó dregið úr þessum slúðursögum upp á síðkastið og má það vera af því að iþær hafa verið fordæmdar opinberlega hvað eftir annað. Herra Almenningur hefir tekið sér frí frá skáldsagnargerðinni og er það vel, því að þrátt fyrir mikla hæfileika er hann heldur hvumleiður höfundur. HÚSMÓÐIR SKRIFAR mér og kvartar undan því að nú enn einu sinni sé næsta ómögulegt að geyma mjólk. Hún súrni næstum því strax, jafnvel þó að hún sé látin standa í ísköldu vatni eða kæliskáp. þetta er ljóta plágan, sem allt af er að þjá húsfreyjurn- ar okkar við og við. Það virðist vera eitthvað að enn einu sinni í mjólkurstöðinni. ÖNNUR HÚSMÓÐIR skrifar mér og kvartar undan kaffibætis- leysinu. Segist hún vera farin að nota sósulit í kaffið. Öllum fjár- anum tekur fólk upp á. Ekki lang ar mig í sósulitað kaffi. Kaffibæt- (Frh. á 6. síðu.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.