Alþýðublaðið - 16.06.1943, Blaðsíða 8
8
ALÞYÐUBL'*>IÐ
Miðvikudagur 16. júní 1943.
CkdémM
os) líotta hatsA '
efbriudwig Leuisohjb.
■TJARNARBlðB
Elisabet «g Essex
(The Private Lives of
Elizabeth and Essex).
Amerísk stórmynd í eðli-
legum litum um ástir Elísa-
Ibetar Englandsdrotningar
og Jarlsins af Essex.
Bette Davis
Errol Flynn
Olivia de Havilland.
Sýnd kl. 5, 7 og 9..
W
TROSIÐ OG GÁFURNAR.
ERÐAMAÐUR kom í sjáv-
arþorp og spurði prestinn
það á hvaða fæðutegundum
þorpsbúar lifðu aðallega.
„Mest er það nú fiskur,“
svaraði prestur.
„Nú, en ég hélt, að menn
yrðu gáfaðir á því, að borða
fisk, . en . hér er . heimskasta
fólk, sem ég hefi komizt í kynni
við“ sagði ferðamaðurinn.
„0-já,“ sagði klerkur, „en
hvernig heldurðu þá, að það
væri, ef það hefði aldrei borð-
að fisk!“
BÓNDI nokkur átti hryssu,
er hann kalldði Stjörnu.
Eitt sinn hvarf hún karli og
fannst hvergi, hvernig sem
hennar var leitað.
Næsta jóladag eftir hvarf
hryssunnar fór bóndi til kirkju.
Þegar hann kemur heim frá
messu, er hann hinn glaðasti og
segir við konu sína, að nú haii
hann loksins frétt til Stjör <u
sinnar. „Presturinn lýsti því
yfir í dag á stólnum, að stjarna
hafi sézt í austurvegi, og það
getur ekki önnur verið en hún
Stjarna mín.“ (Gráskinna).
* * *
ESSI saga gerðist á þeim
góðu, gömlu dögum, þég-
ar húseigendur vildu um fram
allt hálda fólki í íbúðum sín-
um og klippingarnar voru
miklu ódýrari.
Leigjandinn kom til húseig-
andans og fór að bera fram
kvartanir sínar:
„Það er svo mikíll dragsúg-
ur í íbúðinni, að hárið á manni
aflagast, þegar maður situr
inni, þótt allir gluggar og dyr
séu lokaðir. Getið þér ekki gert
neitt við þessu?“
„Jú, ég er nú hræddur um
mig um, að Harry Vilas dæi?
Óskaði ég þess, að þetta kæmi
fyrir veslings barnið mitt?
Dæmalaust kvikindi geturðu
verið!
Hann leit undan. Hann vissi
ekki, hvað til bragðs skyldi
taka. Var það satt. að í raun og
veru væri hann eigingjarn og
ruddafenginn maður? Gátu ekki
þessi þungu örlög gert hvern
sem var kalinn á hjarta? Hann
lagði helmingi fastar að sér en
áður og gerði það «em hann
gat. Hann meira að segja fór
með Önnu til geðveikrahælis-
ins, til þess að heimsækja barn-
ið með litla nefið, en stóra
ennið. Lúella var náföl í and-
liti. og augun í henni voru eins
og í hræddri kanínu. Sjáöldrin
voru eins og tveir örlitlir depl-
ar. Hún var í grófgerðri bað-
kápu, sem hafði að hálfu leyti
runnið út af grönnum öxlunum.
Hún fleygði matnum sínum í
vegginn og raulaði einhverja
rímleysu. Anna reyndi að tala
Við hana. eins og talað er við
lítið barn eða eftirlætishúsdýr.
Lúella flýði út í horn herberg-
isins, hnipraði sig þar saman og
glotti ánalega framan í þau.
Herbert fann, að nú var al-
veg komið að takmörkum þess,
sem hann þoldi. Veröld hans
var í rústum, og sál hans einsk-
is virði. Anna talaði ekki um
annað en Lúellu. Skyldi hún
nokkurn tíma verða heilbrigð
aftur, og hvað átti að gera?
Tíminn stóð kyrr. Þessi geð-
veika stúlkukind fyllti út alla
veröldina. Herbert flýði til
Joffe og trúði honum fyrir
raunum sínum.
— Taktu þér ferð á hendur
til Evrópu!
Herbert hristi höfuðið.
— Ég get ekki farið frá Önnu
í öllum raunum hennar. Það
væri níðingslega gert.
Joffe kinkaði kolli.
— Mjög heiðarlega hugsað,
en afar heimskulega. Erí það er
ekki mín sök. Ef til vill getur
þetta orðið þér til hjálpar. í
Central City í Ohio er fram-
sagnar- og tónlistarskóli, sem
vantar kennara í söngfræði og
byggingu tónverka. Launin eru
tvö þúsund dalir á ári. og starf-
ið er létt. Ég á bróður í Ohio, og
þeir snéru sér til hans. Þeir
vilja fá Ameríkumann, háskóla-
genginn með blettlausa fortíð.
og þar eð níu tíundu nemend-
anna eru ungar stúlkur. vilja
þeir, að hann sé kvæntur. Þú
uppfyllir öll þessi skilyrði. —
Hvað segirðu um þetta? spurði
Joffe og hló.
Herbert hugsaði sig um.
það!“ Svo dró hann upp pyngj
una sína: „Gerið þér svo vel,
þarna hafið þér 1 kr. 65 aura
til að láta lclippa yður fyrir!“
— Er ódýrt að lifa þar?
— Já, mjög ódýrt.
— Hvað finnst þér um þetta,
Nat?
— Ég myndi taka því í þín-
um sporum. Þar geturðu samið
tónverk eftir því sem frístundir
leyfa. Samkvæmt minni skoðun
er sennilegast að þú vinnir
frægð smám saman með því að
gefa nógu mikið út. Eins og
stendur eyðirðu bara tíma.
Herbert var honum sammála.
Joffe símaði til Ohio. Eftir tíu
daga kom svarið. Herbert átti
að taka við störfum- í október.
Anna hlustaði naumast á hann.
Lúella var betri til heilsunnar.
Henni var sama, hvar hún bjó.
Aðalatriðið var, að Lúellu batn-
aði. Hún mótmælti ekki, þegar
hann sagðist þurfa að fara til
Queenshaven og heimsækja for-
eldra sína, sem hann hafði ekki
séð í þrjú ár, áður en hann
tæki við starfinu í Ohio, en
samt gat hún ekki neitað sér
um að segja:
— Það var þér líkt að yfir-
gefa mig, þegar ég þurfti þín
mest við. En reyndar fólst eng-
in alvara á bak við þessi orð.
Hún las samninginn, sem hann
hafði gert við skólanefndina,
tók alla þá peninga. sem Her-
bert gat við sig losað, og það
varð að samkomulagi. að hún
kæmi tíu vikum seinna til
Ohio, ef Lúella yrði betri.
Þegar Herbert var kominn inn
í járnbrautarvagninn, fannst
honum hann vera allur annar
maður, eins og hann væri ný-
stiginn upp úr löngum og kvala-
fullum veikindum. Þao var
styrkjandi að vera einn og dá-
samleg ró yfir honum. En hve
trén voru græn og himininn
blár! En hve honum fannst
maturinn mikið betri á bragðið,
og líkami hans ungur og sterk-
ur! Hvílíkur heimskingi hafði
hann ekki verið, að vera búinn
að missa alla von! Vissulega
hafði lífið enn þá mikið að
bjóða, og en hve guð var góður,
eins og afi hans var vanur að
segja. Bráðum myndi hann fá
að þrýsta hönd föður síns,
finna kossa móður sinnar og
hlusta á öldugjálfrið við klett-
ana í víkinni.
FIMMTÁ BÓK
Kroníka.
I.
í byrjun septembermánaðar
1911 fór Herbert Crump frá
Qúeenshaven, til þess að setj-
ast að í Central City í Ohio.
Margvíslegar kenndir og til-
finningar vöknuðu hjá honum
við þetta atvik í lífi hans.
Hann hafði ekki verið heima
hjá sér í þrjú ár, en gert ráð
fyrir, að lífið hefði tekið væg-
um höndum á foreldrum hans
þessi þrjú ár. Fyrsta kvöldið,
sem hann var heima, var hann
B NÝJA BIÖ S ■ GAMLA BIÖ B
Söngvaeyjan (Song of The Islands) RMd hjartans (Hold Back the Dawn) Amerísk stórmynd
Söngvamynd í eðlilegum Charles Boyer Oliviade Havilland
litum. Paulette Goddard
Betty Grable Kl. 3V>—6V2:
Victor Mature KÆNINGJARNIR
Jack Oakie með Willia mBoyd. *" Bönnuð fyrir börn innan
5, 7 og 9. 16 ára.
heldur ekki var við annað, en
að móðirin var ofurlíttið hærð-
ari og faðirinn dálítið meira
sköllóttur en þegar hann fór.
En smásaman varð hann þess
var, að faðir hans var orðinn
uppstökkur, og móðir hans
angursöm. Ennfremur fór það
ekki fram hjá honum, að þau
hittu naumast framar kunn-
ingja þeirra, fóru aldrei út og
sátu oft þögul, eins og þau
byggju yfir einhverju. Dag
nokkurn, þegar Herbert var að
gamna sér við föður sinn vegna
þess, hve strangur hann var í
tónlistargagnrýni sinni, sneri
móðir hans sér að honum bros-
andi og sagði:
-— Þú ert nákvæmlega eins
og þú varst, en svo áttaði hún
sig, brosið hvarf af vörum
hennar, og hún hélt áfrom: —
En að hvaða gagni kemur það-
okkur? Þú heyrir öðrum til.
— Þei, þei, Meta, sagði fað-
ir hans og hnyklaði brúnirnar.
— En mamma, sagði Herbert.
— fEg tilheyri engum. Engum.
Og það, að ,ég hefi ekki komið
heim svona lengi, stafar ein-
göngu af því, að ég hefi ekki
haft efni á að ferðast. En nú
aukast tekjur mínar og þá
skal ég láta verða skemmra á
milli heimsókna. Og þú verður
líka að koma til Central City.
— Já, ég skal koma til Cent-
HELMRSTÖKKIÐ '
samt fór það ekki svo, að Jói renpdi grun í hið sanna í
málinu, — að Torzó hefði haft skipti á kökunum og ávöxt-
unum.
,.Þetta er skrýtið. Einhver hefur tekið eplin úr pokan-
um og sett kökur í staðinn," sagði hann, vandræðalegur á
svipinn „Torzó! Það er áreiðanlegt, að við eigum óvini, sem
vilja fyrir alla muni draga úr líkamsþrótti þínum. Veiztu,
hvað ég ætla að gera við kökumar ? Eg ætla að henda þeim.
Það er bezta meðferð, sem þær eiga skilið.“
Að svo mæltu hóf hann pokann á loft og þeytti honum
út yfir gjárbarminn.
Hann hafði krafta í kögglum og henti miklu lengra en
hann varði. Pokinn fór alls ekki í ána, eins og til var ætlazt,
heldur sveif hann yfir gljúfrið og féll niður rúma alin frá
bakkanum hinum megin.
„Allar farnar!“ sagði Torzó bljúgur og hristi höfuðið.
„Já, fari þær' vel,“ sagði Feiti Jói glaðklakkalegur.
„Og ef einhvern langar í kökurnar, þá verður hann að
stökkva yfir gljúfrið eins og sjómaðurinn gerði.“
Feiti Jói bjóst til að fara, en Torzó staldraði við.
„Fær sá kökurnar, sem stekkur yfir?“ spurði hanri.
„Já, hann er vel að þeim kominn,“ sagði Jói hlæjandi.
í sama mund heyrðist hávaði ekki langt í burtu. Stór
bíll kom þjótandi eftir veginum. Fjórir menn, háværir og
óðamála, stigu út úr honum.
„Líttu nú á, Torzó“, sagði Feiti Jói og horfði rannsak-
andi á komumennina „Sjáðu, hver kominn er. Eysteinn Örn,
langstökkskappinn víðfrægi. Það er eitthvað meira en lítið
á seyði. í fylgd með honum er blaðamaður, Vilmúndur
MYNDA-
SAG A.
j §)COO.CCy l.EACn* -N
; THAT THENAiS. -
j INTSND TC' ma<e
U'SE OF HIS BCVNBEÍ2
| ,..|V' A BUCPís>SE *
, MCVE. HE CST% TO AN
! AUTOMATlC C'iFLE
ANP FlCiC THCOUCH
r>-iB VVINPOV OF
TODT'B OFFCE AT A
CASOLINS TCUCK
VvHICH IS REFUEUNC
THS PLANg . . .
Örn sér að nazistarnir ætla sér
að nota flugvél hans . . . hann
reynir að hindra það og tekst að
ná í hríðskotabyssu og kveikja í
benzínbifreið, sem verið að dæla
benzíni úr í flugvélina . . .
En meðan Örn lætur skothríð-
ina dynja á bifreiðina, þá raknar
Fodt úr rotinu og þrífur skamm-
byssu sína og skýtur á Örn. .