Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 25.10.1936, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 25.10.1936, Blaðsíða 3
ALÞÝÐ8BLASIÐ 3 Jaroslau Hasek: Svejk í Salmegötunni. J UNNUDAGSBLAÐ Alþýðublaðsins hefir tvisvar birt kafla * ur bókinni: Æfintýri góða dátans Svejk S heimsstyrjöld- inni, eftir Jaroslav Hasek. Hér birtist þriðji kaflinn og segir frá Svejk, er hann lenti á lögreglustöðinni í Salmegötunni, en þangað lenti hann vegna þess, að hann hafði gert upp- steit út áf því, að hann var rekinn af geðveikrahælinu án þess að fá hádegisverð. f klefanum í Salmegötunni kynnist Svejk manni, sem settur hefir verið inn fyrir fyllirí og ó- spektir; hann er mjög iðrandi og Svejk tekst ekki að hugga hann með neinu móti. ADAM var ekki lengi í Para- dís. Eftir hina áhyggjulausu daga, sem Svejk átti á vitfirr- ingahælinu, kom tími þrenging- anna. Braun lögreglufulltrúi tók Svejk til yfirheyrslu og handlék hann eins og rómversku böðlarnir fórnardýr sín á tímum hins á- gæta keisara Nerós. Að því loknu skipaði hann að fara með Svejk í fangaklefann. Svejk hneigði sig og sagði: — Ég veit, að það á að fara með mig í fangelsi, og það er hreint ekki það versta, sem fyrir mann getur kornið. — Þér ættuð ekki að gera yð- ur breiðan hér, sagði lögreglu- fulltrúinn, en Svejk svaraði: — Ég er ákaflega þakklátur fyrir alt, sem reynt er að gera fyrir mig. 1 klefanum, sem Svejk var fluttur í, sat maður í þungum þönkurn. Hann sat á rúmfleti og það var auðséð á svip hans, að hann átti ekki von á að vera látinn laus, þó að lykli væri snú- ■fið í skránni. — Frómum heilsan, sagði Svejk um leið og hann settist á fletið. — Hvað skyldi klukkan vera ? — Sigurverk og gler, svaraði heimspekingurinn. — Það er ekki svo bölvað hér, sagði Svejk. — Þessi bekkur er ,úr hefluðu tré. Hinn alvömgefni maöur anzaði 'þessu ekki, en í þess stað stóð ‘hann á fætur og fór að ganga um gólf, eins og fjandinn væri á hælimum á honurn. Eftir dálitla stund leit út fyrir að maðurinn væri búinn að vinna Maraþon-hlaupið, því að hann settist á fletið, greip höndunum fyrir andlitið og hrópaði: — Sleppið mér út! — Nei, þeir sleppa mér ekki :út, sagði hann svo við sjálfan sig. — Þeir sleppa mér aldrei út; ég hefi verið hér frá því klukkan sex ,f morgun. Alt í einu varð hann mjúkur á manninn, snéri sér að Svejk og sagði: — Þér hafið líklega ekki reim á yður, svo að ég geti gert enda á þetta? — Ég skal gjarnan hjálpa yður til þess, sagði Svejk og tók af sér beltið. — Ég hefi ekki enn þá séð mann hengja sig. Svo leit hann í kring um sig Og sagði: — Til allrar bölvunar er enginn snagi hér. Gluggakrókurinn held- ur ekki, nema þér krjúpið, eins og munkurinn í klaustrinu í Emaus; hann hengdi sig á kross- inum út af Gyðingastelpu. Ég hefi mikla samúð með sjálfsmorðingjum, svo að þér get- ið byrjað þess vegna. Hinn þunglyndi maður horfði á beltið stundarkorn, fleygði því svo út í hom, fór að gráta og hrópaði: — Ég á lítil börn og er tekinn fastur fyrir fyllirí og ósæmilega hegðun. Jesús-maría; veslings konan mín; hvað skyldu þeir segja á skrifstofunni. Að lokum varð hann rólegri, gekk að dyrunum og fór að sparka í hurðina. Það heyrðist fótatak á ganginum og varðmað- urinn sagði: — Hvað viljið þér? — Sleppið mér út, hrópaði fanginn. — Hvert ætlið þér að fara? spurði varðmaðurinn. ■— Á skrifstofuna, svaraði hinn ögæfusami faðir, eiginmaður, skrifstofumaður, drykkjumaður og ólifnaðarmaður. Það heyrðist hæðnishlátur á ganginum og fótatakið fjarlægð- ist. ' — Skyldi þessi maður hata yð- ur, fyrst hann hlær svona að yður ,sagði Svejk, en hinn von- lausi maður settist aftur við hlið hans. — Sitjið þér bara rólegur, fyrst þér viljið ekki hengja yður, sagði Svejk, — svo skulurn við sjá hvað setur. Fyrst þér eruð skrif- stofumaður, kvæntur og eigið börn, þá skal ég játa, að það lítur svart út fyrir yður. Þér eruð sennilega hræddur um, að yður verði sagt upp. — Það get ég ekki sagt um, því að ég man ekki sjálfur, hvað ég gerði. Ég inan bara, að mér var hent út af einhverri knæp- unni, og að ég ætlaði inn aftur til þess að kveikja mér í vindli. En þetta byrjaði alt svo veí. Skrifstofustjórinn okkar átti af- mæli og bauð okkur á vinknæpu, svo fómm við á aðra knæpu og þriðju, og svo á fjórðu og fimtu, sjöttu, sjöundu, áttundu, níundu,. — Á ég ekki að hjálpa yður að telja? spurði Svejk. — Ég er nefnilega vanur þess konar. Ég fór einu sinni á einni nótt í 28 knæpur, en ég drakk ekki nema þrjár bjórflöskur á hverri knæpu, takið eftir því. — i stuttu máli, hélt hin ó- gæfusama undirtylla áfram, — þegar við höfðum farið í tum 12 svona knæpur, tókum við eftir því, aö við vorum búnir að týna skrifstofustjóranum, enda þótt við hefðum bundið hann með segl- garni og teymt hann á eftir okk- ur, eins og hund. Svo snérum við aftur, til þess að leita að honum, og svo fóm hinir að helt- ast úr lestinni, og seinast var ég orðinn éinn eftir á næturknæpu einni á Vinohrady. Það er mjög virðingarvert öldurhús. Þar drakk ég einn líkjör beint af stútnum. Svo man ég ekki hvað ég gerði eftir það. Ég veit bara það, að. þegar komið var með mig hing- að, var ég ákærður fyrir að hafa verið fullur, að ég hefði barið stúlku, skorið í sundur hatt ó- kunnugs manns með vasahnífn- um mínum, hefði rekið hljóm- sveitina út, ásakað yfirþjóninn um að hafa stolið tuttugu krón- um, brotið marmaraplötuna á borðinu ,sem ég sat við og hrækt viljandi í kaffibolla hjá manni við næsta borð. Meira gerði ég ekki; að minsta kosti man ég ekki eftir að hafa tekið mér fleira fyrir hendur. Þar fyrir utan er ég ákaflega virðingarverður maður og hugsa aldrei úm annað en heimilið. Ég er þó enginn glæpa- maður, þó að þetta hafi hent mig. — Áttuð þér erfitt með að mölva mannaraplötuna? spurði Svejk, — eða fór hún við fyrsta högg? —- Við fyrsta högg, svaraði hinn ágæti heimilisfaðir. — Þá eruð þér glataður rnaður, sagði Svejk þunglyndislega. — Þeir sanna að þér hafið verið undir það búinn og hafið æft yð- ur kappsamlega. Og hvernig var það með kaffið, sem þér hrækt- uð í. Var romm í þvi, eða var ekkert romm í því? Og án þess að bíða eftir svari, hélt hann áfram: — Því að ef romm hefir verið í því, þá hefir það veriö dýrara. Þeir taka alt með í reikninginn, leggja það saman og reyna að fá glæpinn sem mestan. — Og veit fjölskylda yðar, hélt Svejk áfram, — að þér hafið verið tekinn fastur, eða fær hún fyrst að vita það, þegar það er komið í blöðin? — Haldið þér að þeir hlaupi með það í blöðin? spurði mað- urinn ,sem hafði hagað sér helzt til léttúðarfult í afmælisveizlu yfirnranns síns. — Já, það megiö þér hengja yður upp á, sagði Svejk strang- lega, því að hann var ekki van- ur að fara í launkofa með skoð- un sína á málunum. — Þetta mál er ágætur blaðamatur, og allir vilja lesa um það. Ég les æfinlegaa dálkinn um hneykslis- verk fullra manna. Nýlega kom fullur maður í „Bikarinn" og fann upp á því, heldur en að gera ekki neitt, að rota sig með flösku, sem hann henti upp í loftið og lét detta ofan í hausinn á sér. Þeir fóru burtu með þenn- an mann og næsta morgun stóð það í blöðunum með stórri fyrir- sögn. Og þar var nú ekki verið að draga úr því. Einu sinni gaf ég grafara nokkrum á snúðinn í Bendlovec, og hann gaf mér einn á snúðinn aftur. Svo varð að loka okkur inni, svo að við gæt- um samið frið og sæzt á málið, og um kvöldið stóð það í einu blaðinu. Eða þegar herramaður einn braut í ógáti tvo bolla á veitingahúsi. Haldið þér að hon- um hafi verið hlíft? Ég held nú síður; það stóð í blöðunum dag- inn eftir. Það eina, sem þér getið gert, er að gefa yfirlýsingu um það í blöðunum, að þér séuð ekki maðurinn, sem við var átt, og að hann sé ekkert i ætt við yður, enda þótt hann af tilviljun beri sarna nafn. Þannig hafa margir farið að. Svo skuluð þér klippa tilkynninguna út úr blöð- unum, hafa hana heim með yður og lesa hana, þegar þér eruð bú- inn að sitja af yður sektina. — Er yður kalt? spurði Svejk með mikilli samúð, þegar hann (Frh. á G. síðu.^

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.