Alþýðublaðið - 08.09.1943, Síða 4
4
4
ALÞYÐUBLAÐIÐ
. Miðvikudagur 8. sept. 1943..
fU|rijðtibUðið
lltgefandí: AlþýðuflokkuriaH.
Kitstgéjri: Stefán Pétiu-sson.
Ritstjórn og afgreiðsla í Al-
þýðuhúsinu við Hverfisgötu.
Símar ritstjórnar: 4901 og
4902.
Símar afgreiðslu: 4900 og
4906
Verð í lausasölu 40 aura.
Alþýðuprentsmiðjan h.f.
Alnrðaverð, tóbaks-
verð oo konmðnistar
FYRSTU lögin hafa nú verið
verið afgreidd frá alþingi
eftir að það byrjaði fundi sína
á ný. Það eru heimildarlög um
mikla verðhækkun á tóbaki.
Heyrzt hefir, að sams konar
hækkun muni vera fyrirhuguð
á áfengi. En til hennar þarf
enga lagaheimild. Og er talið að
verðhækkunin á hvorutveggja
muni færa ríkissjóði um 9 millj-
ónir króna í aðra hönd.
Heimildarlögin um verðhækk
un tóbaksins voru keyrð í gegn
um báðar deildir alþingis á ein-
um degi, eins og venja er um
slíkar lagasetningar til þess að
hindra. að einstökum mönnum
eða verzlunum vinnist txmi til
birgðasöfnunar. Og ekkert var
látið opinberlega uppi um það
af ríkistjórninni, sem lagði heim
ildarlagafrumvarpið fyrir þing-
ið, til hvers það fé væri ætlað,
sem ríkissjóður fengi við verð-
hækkunina. En það er hinsveg-
ar opinbert leyndarmál, að mein
ingin er að nota það til þess að
koma í veg fyrir að samkomulag
sex manna nefndarinnar svo
nefndu um hækkun afurða-
verðsins til bænda hafi í för
með sér nýja dýrtíðaröldu og
þar með stórkostlega hækkun
vísitölunnar, Það á, með öðrum
orðum, að halda útsöluverði af-
urðanna niðri á vissu stigi með
áframhaldandi fjárframlögum
úr ríkissjóði og þar með vísi-
tölunni.
*
Það eru vafalaust mjög skipt-
ar skoðanir um það, hvort nokk
urt vit sé í að halda áfram á
þessari braut. En eitt virðist
mönnum þó augljóst,: að þeir,
sem þátt áttu í bindandi sam-
komulagi sex manna nefndar-
innar um stórkostlega hækkun
afurðaverðsins á þessu hausti,
hafi sízt ástæðu til þess, að
verða forviða, þótt það sé gert.
Því að vissulega var sú nefnd
ekki sett á laggirnar til þess að
auka dýrtíðina og vandræðin,
sem af henni hljótast, heldur til
þess að koma í veg fyrir frekari
vöxt hennar.
Alþýðuflokkurinn átti engan
fulltrúa í sex manna nefndinni.
Hins vegar áttu kommúnistar
að minnsta kosti einn fulltrúa
þar. Það var fulltrúi Alþýðusam
bandsins, sem þeir fengu til leið
ar komið, að valinn var úr
'þeirrahópi — Þorsteinn Péturs
son. Kommúnistar eru því full-
komlega meðábyrgir um þá
hækkun afurðaverðsins, sem á
kveðin hefir verið; og það því
fremur sem nægilegt hefði ver-
ið, að fulltrúi þeirra einn hefði
gert ágreining, til þess að sam-
komulagið hefði ekki orðið
bindandi fyrir alþingi. En hann
gerði engan ágreining; hann
sagði já og amen við verðhækk
unarkröfum Framsóknar og
Sjálfstæðisforkólfanna, þó að
augljóst væri, að hækkun af-
urðaverðsins til bænda hlyti að
hafa í för með sér nýja dýrtíð-
aröldu og vísitöluhækkun, svo
fremi, að útsöluverði afurðanna
Jón Blðndal:
Hver er tainn réttarlegi grnndvðllnr
fyrir sambandsslitnm 17. júni 1944?
IGREM, sem Bjarni Bene-
diktsson borgarstjóri og
fyrrverandi prófessor í lögum
ritaði í Andvara 1940 um sjálf-
stæðismálið, ko'mst hann svo að
orði:
„Má þar fyrst og fremst
benda á, að þar sem íslend-
ingar eru varjaarlausir og
vopnlaus þjóð, verða þeir að
GÆTA VEL ÞEIRRAR EINU
VARNAR, SEM ÞEIR HAFA,
en það er að ganga hvergi
á rétt annara og STYÐJA
ALLAR GERÐIR SÍNAR
VEÐ STRÖNGUSTU RÉTT-
ARÁKVÆÐI. Svo var gert í
þeim ályktunum, sem sam-
þyktar voru (þ. e. ályktanirn
ar 1940), en frekari aðgerðir
hefðu orði umdeilanlegar, þó
að styðja hefði mátt þær við
nokkur rök.“
Ég tel vel farið, ef raunveru-
lega hefði tekist að fara eftir
þessum gullvægu reglum
Bjarna Benediktssonar í öllum
síðari aðgerðum okkar x sjálf-
stæðismálinu. En því miður
virðast önnur sjónarmið hafa
orðið ofan á síðar, bæði í huga
Bjarna og annarra. Ég ætla þó
ekki að fjölyrða um það að
sinni.
En það sem ég vildi vekja
athygli á með þessari grein, eru
nokkur atriði, sem alþjóð á
heimtingu á að vita áður en
gengið verður endanlega frá af-
greiðslu sambandsmálsins á
alþingi.
Þjóðin á heimtingu á að vita
á hvaða réttargrundvelli á að
byggja sambandsslit 17. júntí
1944, ef horfið verður að því
ráði, í samræmí við framkomn-
ar tillögur í því efni.
*
Bjarni Benediktsson borgar-
stjóri hefir í ræðu, sem flutt
var á Þingvöllum 18. júní 1943
(sbr. Mgbl. 20. júní 1943) skýrt
frá því, að hann hafi svo að
segja frá upphafi verið hinn
fræðilegi ráðunautur þings og
stjórnar í sambandsmálinu, eft-
ir að hið nýja viðhorf skapaðist
í málinu með hernámi Danmerk
ur. (Virðist, að hann hafi verið
til kvaddur eftir að aðrir lög-
fræðingar (hverjir?) hafi hliðr-
að sér hjá að láta í té rökstudda
greinargerð um það, hvort rift-
ingarréttur á sambandslögun-
um væri fyrir hendi og sagst
ekkert geta ábyrgzt um að svo
væri. Hefir verið til getið, að hér
væri um að ræða dómara Hæsta-
réttar, og væri fróðlegt að vita
hvort sú tilgáta væri rétt.) Auk
hinnar fyrrnefndu ræðu hefir
B. B. ritað tvær ítarlegar grein-
ar um hina lögfræðilegu hlið
málsins í Andvara, og eru þetta
svo að segja hinar einu skoð-
anir, sem fram hafa komið um
hina lögfræðilegu hlið máls-
ins hér á landi, þar til nýlega,
að Jón Ólafsson lögfræðingur
hefir ritað tvær greinar í blað-
ið Island, þar sem hann gagn-
rýnir mjög kenningar Bjarna
og telur valt að byggja nokkuð
á þeim. Af þessum ástæðum tel
ég rétt að snúa mér til Bjarna
Benedikstsonar til þess að fá
svör við spurningum, sem fara
hér á eftir.
Aðalkjarnimx í kenningum
Bjarna Benediktssonar er sá, að
íslendingar hafi öðlast rétt til
sambandsslita vegna- vanefnda
á ákvæðum sambafidslaganna
af hálfu Dana. Það er kunnugt
að í ráði var að ganga frá form-
legum sambandsslitum 1942 á
þessum grundvelli, en að horfið
var frá því vegna mótmæla af
hálfu Bandaríkjanna, en Bretar
höfðu áður, samkvæmt upplýs-
ingum Bjarna Benediktssonar í
fyrr nefndri ræðu, ráðlagt ís-
lendingum að „halda sér alveg
að ákvæðum sambandslaganna"
(Morgunblaðið, 29. júní s. 1.).
Ýmsir þafa af þessu ályktað,
að þar meS væru þingflokkarn-
ir horfnir ofan af því að nota
hinn vafasama „vanefndarétt“
sem grundvöll fyrir sambands-
slitum, en í stað þess væri nú
tilætlunin, hjá þeim, sem nú
berjast fyrir sambandsslitum á
næsta ári með einhliða ákvörð-
un íslendinga, að halda sér ná-
kvæmlega að ákvæðum sam-
bandslaganna. M. a. kemur þessi
skilningur (eða misskilningur?)
greinilega fram í, eftirminni-
legri grein sem ritari Norræna
félagsins hefir (frá sjónarmiði
norrænar samvinnu) birt ný-
lega í Tímanum.
Ég vil því biðja Bjarna Bene-
diktsson að svara eftirfarandi
spurningum:
1. Byggist tillagan um að
sambandinu við Danmörku
skuli slitið 17. júní 1944 á því
að íslendingar hafi öðlast rétt
til sambandsslita vegna van-
efnda á sambandslögunum af
Dana hálfu?
2. Eða eiga sambandsslitin að
fara fram samkvæmt sambands
lögunum og í samræmi við þau?
*
Ef Bjarni Benediktsson svar-
ar síðari spurningunni játandi,
er vert að hafa í huga 18. gr.
danskúslenzku sambandslag-
anna frá 1918, en hún er svo
hljóðandi: :
„Eftir árslok 1940 ge*tur
Ríkisþing og Alþingi hvort
um sig, krafist að byrjað
verði á samningum um end-
ur skoðun laga þessara.
Nú er nýr samningur ekki
gerður innan 3 ára frá því
að krafan kom fram, og getur
þá ríkisþing eða alþingi hvort,
um sig samþykkt að samn-
ingur sá, sem felst í þessum
lögum, sé úr gildi felldur. Til
þess að ályktun þessi sé gild,
verða að minnsta kosti 2/3
og þar með vísitölunni yrði ekki
haldið niðri með áframhaldandi
fjárframlögum úr ríkssjóði.
•
Það þarf því meira en litla
hræsni til, þegar kommúnistar
eru að láta vandlætingu sína í
ljós yfir þeim ráðstöfunum,
sem alþingi verður nú að grípa
til í því skyni, að afstýra mand-
ræðum af völdum þess sam-
komulags um hækkun afurða-
verðsins, sem þeir sjálfir eru
búnir að gera við Framsókn og
Sjálfstæðisflokkinn í sex manna
nefndinni og hafa verið að hæla
sér af dag eftir dag í Þjóðvilj-
anum! Fyrr má nú bjóða al-
menningi upp á blekkingar, en
reyna að villa honum þannig sýn
um þann þátt, sem kommúnist-
ar sjálfir eiga í því, sem nú er
verið að gera!
Eða var það máske meining
þeirra með hrössakaupum sín-
um við Framsókn og Sjálfstæð-
isflokkinn í sex manna nefnd-
inni, að draga lokur frá dýr-
tíðarflóðinu á ný til þess að
flýta fyrir hruninu, atvinnuleys
inu og neyðinni, sem þeir
byggja allar sínar vonir á?
þingmanna í hverri deild
Ríkisþingsins eða í sanmein-
uðu alþingi að hafa greitt
atkvæði með henni, og hún
síðan að vera samþykkt við
atkvæðagreiðslu kjósenda
þeirra, sem atkvæðisrétt hafa
við almennar kosningar til
löggjafarþings landsins. Ef
það kemur í ljós við slíka at-
. kvæðagreiðslu, að 3/4 at-
. kvæðisbærra kjósenda að
minnsta kosti hafi tekið þátt
í atkvæðagreiðslunni og að
minnsta kosti % greiddra at-
kvæða hafa verið með samn-
ingsslitum, þá er samningur-
inn fallinn úr -gildi.“
Með öðrum orðum: Til þess
að sambandslögin verði feld úr
gildi samkvæmt ákvæðum
þeirra sjálfra þarf þrertt:
1. Krafa þarf að koma fram
um endurskoðun þeirra eftir,
árslok 1940.
2. Fara eiga fram samningar
um endurskoðun sambandslag-
anna.
3. Ef ekki er gerður nýr
samningur innan 3 ára frá því
krafan um endurskoðun kom
fram, er hægt að samþykkja
sambandsslit . með . atkvæða-
greiðslu á alþingi og á meðal
kjósenda eftir ákveðnum regl-
um.
Anglýsingar,
sem birtast eiga í
Alþýðublaðinu,
verða að vera
komnar til Augiýs-
ingaskrifstofunnarí
Alþýðuhúsinu,
(gengið inn frá
Hverfisgötu)
fyrir kl. 7 að kvðldi.
Síml 4906.
4. Atkvæðagreiðsla um upp-
sögn . sambandslaganna. getur
samkvæmt þejim ekki farJS
fram fyrr en á árinu 1944 (og
þó aðeins, ef framangreind skil-
yrði eru uppfyllt), hvorki á al-
þingi né meðal kjósenda.
Nú vil ég spyrja Bjarna Bene
diktsson:
1. Hefir íslenzka stjórnin eft-
ir árslok 1940 sett fram kröfut
um að samningar um endur-
skoðun færu fram samkvæmt
ákvæðum sambandslaganna?
2. Hafa slíkir samningar farið
fram?
3. Er það tilætlim þeirra, sem
standa að tillögunum um sam-
bandsslit 17. júní 1944, að farið
verði eftir ákvæðum sambands
laganna um þjóðaratkvæða-
greiðslu, þannig að sambands-
(Framh. á 6. síðu.)
ORGUNBLAÐIÐ leggur
nú til, að við notum okk-
ur sárustu neyðarstund dönsku
þjóðarinnar til tafarlausra, ein-
hliða sambandsslita við hana,
án þess að virða hana svo mik-
ils sem viðtals, og telur, að við
værum þar með að vinna eitt-
hvert hervirki á móti þýzka
nazismanum! Morgunbl. skrifar
í aðalritstjórnargrein sinni í
gær:
,,Síðast á laugardag birtist for-
ustugrein í Alþýðublaðinu um það,
að einmitt vegna síðustu atburða
í Danmörku, væri okkur óviður-
kvæmilegt að hreyfa uppsögn sam-
bandslagasamningsins. Með öðrum
orðum, þegar nazisminn hefir setzt
að valdastóli í Danmörku í nafni
kúgunar, ofbeldis og ofríkis, — þá
á okkur Íslendingum að vera óvið-
urkvæmilegt að segja við hina nú^
verandi nazistisku kúgara: Sam-
bandslagasamningin, sem við vor-
um jafnvel ákveðnari í að segja
upp gagnvart frjálsri og vinveittri
frændþjóð okkar, Ðönum, ætlum
við sannarlegá að segja upp þegar
þið hafið kúgað þessa þjóð með of-
beldi og heraga.“
Svo mörg eru þau hetjulegu
orð Morgunblaðsins. Og halda
menn nú ekki, að dönsku þjóð-
inni finnist við rétta henni skel-
egga hjálparhönd í baráttunni,
með því að nota tækifærið með-
an hún er undir oki hans til
þesá, að segja þegjandi og hljóða
laust skilið við hana Morgun-
blaðinu má segja það, að við
gerðum ekki sambandslagasátt-
málann við þýzka nazismann og
höfum ekkert undir bann að
sækja, þó að við frestuðum
formlegum skilnaði við Dan-
mörku þar til hin danska þjó®
er aftur frjáls. Og það er áreið-
anlega enn satt, sem Morgun-
blaðið sagði fyrir meira en þrem
ur árum, þó að það vilji ekki
kannast við það nú, að „ís-
lenzka þjóðin er því andvíg a‘ö
hafa sjálfstæðismálið á oddin-
um meðan frændþjóð okkar„
Danir, eru í sárum“.
*
Tíminn skrifar í gær:
„Þrátt fyrfr reynslu þá, sem
Sjálfstæðisflokkurinn fékk af
samstarfi við kommúnista á fyrra
ári, eru foringjar hans enn að
reyna að efna til svipaðs samstarfs.
Ástæðan til þess, að Sjálfstæð-
isflokkurinn hefir sett á oddinn
að lýðveldisstjórnarskráin sé sam-
þykkt á þessu þingi, en ekki á
þinginu .1944, þótt það sé eðlilegra,
þar sem hún á ekki að taka gildi
fyrr en 17. júní það ár, er eingöngu
sú, að flokksforustan heldur að nú-
verandi rríkisstjórn muni eigi una
þeim vinnubrögðum og biðjast
lausnar. Það hefir nefnilega fregn-
azt, að sumir ráðherranna telji
rétt, að sambandsslitin verði alveg
byggð á ákvæðum sambandslag-
anna, en samkvæmt þeim getur al-
þingi ekki samþykkt lýðveldis-
stjórnarskrána fyrr en á þinginu
1944.
Ef það tækist, að koma núver-
andi stjórn frá með þessu móti, er
það ,,‘áætlun“ Kveldúlfsklíkunnar
að Sjálfstæðisflokkurinn myndi
minnihlutastjórn, er njóti hlutleys-
is kommúnista. Eiga kommúnistar
að rökstyðja hlutleysi sitt með því,
að þeir styðji stjórnina til að koma
fram sambandsslitum. í fyrra
veittu kommúnistar hlutleysi með
þeirri afsökun, að þeir styddu
Framhald á 6. síðu.