Alþýðublaðið - 07.10.1943, Side 6

Alþýðublaðið - 07.10.1943, Side 6
ALÞÝÐUBLAÐIÐ FimiMtudagur 7. aktóher t$43. iri * r 4 f * Frjals a ny. Um fáa rithöfunda hefir staðið meiri styr síðustu árin en um Jan Valtin, öðru nafni Richard Krebs, hinn fyrrverandi þýzka kommúnista, sem við illan leik slapp úr neti og fangelsum þýzka nazismans og rússneska kommúnismans fyrir nokkrum árum, fékk friðland í Ameríku og skrifaði þar hina átakanlegu, frægu sjálfsævisögu sína, „Úr álögum“. Síðan hafa bæði nazistar og kommúnistar ofsótt hann á alla lund og reynt að gera hann tortryggilegan í augum amerískra yfirvalda. Varð það til þess að hann var tekinn fastur í fyrravetur, og ákveðið að svifta hann landvist' í Bandaríkjunum eftir stríðið. En nú segja síðustu fréttir, að hann hafi aftur verið látinn laus og sé genginn í Banda- ríkjaherinn til að berjast á móti nazismanum, sem komm- únistar hafa sagt, að hann væri njósnari fyrir. Myndin sýnir Valtin, eftir að hann var látinn laus, með hinni ungu amer- ísku konu sinni. Það er önnur kona hans eins og þeir vita, sem lesið hafa hina ágætu sjálfsævisögu hans. HANNES Á HORNINU Frh. af 5. síðu. irnir gerðust, sem bókin skýrir frá. KREBS SKÝRIR FRÁ mann- þjófnaði kommúnista, ofsóknum þeirra, bandalagi þeirra við naz- ismann, moldvörpustarfsemi, leik- araskap þeirra með verkalýðssam- tökin o. s. frv. Þetta þekkti ég sjálfur. Ég hafði kynnzt „moraln- um“ og frásögn Krebs kom mér því ekki á óvart. En sönnunina fyrir því, sem ég raunar vissi áður, að kommúnistar hafa ekki breytzt, fékk ég í þessum bæklingi norska Alþýðusambandsins og meðal ann- ars í frásögninni af ráni Ingvalds Haugens sumarið 1940. ..BLÖÐ KOMMÚNISTA hér á landi hafa notað allar blekkingar, sem þau hafa hafgt yfir að ráða í sambandi við þennan fyrrverandi þjón Alþjóðasambands þeirra. Þau hafa nokkrum sinnum lýst yfir því, að hann væri ekki til, en að bókin væri skrifuð af fyrrverandi þýzkum gyðingi, þá hafa þau nokkr um sinnum sagt að Jan Valtin væri undirróðursmaður þyzkra nazista, og að honum hefði verið varpað í fangelsi sem njósnara í Bandaríkjunum, en þegar það upplýstjst að hann starfaði fyrir stjórn Bandaríkjanna að sölu styrjaldarbréfa og ferðaðist í þeim tilgangi um ríkin, þá þögðu þau. o»- . SANNLEIKURINN ER SÁ, að Richard Krebs er fyrrverandi þýzkur kommúnisti, fyrrverandi starfsmaður Alþjóðasambands komúnista, fyrrverandi þjónn rúss nesku leynilögreglunnar, fyrrver- andi sonur þýzks Alþýðuflokks- manns, sem gengið hefur í gegn- um helvíti þeirrar lífslygi, sem kommúnistar hafa fyllt stéttabar- áttuna með og eyðilagt með árang- urinn af baráttu verkalýðsins fyrir réttlátu þjóðfélagi. FYRIR NOKKRU heiðraði Þjóðviljinn mig með því að kalla mig Jan Valtin nr. 2. Og þó að ég hafi ekki unnið jafnmörg skemmd- arverk í blindri trú á lífslygi kommúnista — og þó að ég sé ekki jafnsnjall rithöfundur og Richard Krebs, þá uni ég vel þess- ari nafngift. Ef ég væri maður til vildi ég gjarnan geta starfað í sama anda og Richard Krebs hefir starfað, með því að skrifa bók sína: „Úr álögum.“ Hannes á horninu. Danmörk. Frh. af 3. síðu. verja í ræðum sínum og rit- um. Christmas Möller, foringi frjálsra Dana í Lundúnum, hef ir flutt ræðu. þar sem hann gerði einkum Gyðingaofsókn- irnar í Danmörku að umræðu- efni. Kvað hann öllum sönnum Dönum það harmsefni hið mesta, að nokkur hiuti sam- landa þeirra skyldi verða að lúta þeim lögum, sem dönsk- um Gyðingum væru nú búin. Lét hann virðingarorð falla í garð Kristjáns konungs og frá farandi ríkisstjórnar, svo og sænsku þjóðarinnar fyrir að hafa boðizt til að taka við öllum dönskum Gyðingum, meðan her námið ríkti í Danmörku. Kvað hann þetta vináttubragð Svía hafa styrkt að mun tengslin milli þessara grann og frænd- þjóða. Frfc. at 4. si»u. Margt var mikilfenglegt og umfram allt Leníngrad, þessi borg, sem djarfhuga stórfurst- ar hafa mótað af svo mikilli snilli með breiðum strætum og voldugum höllum, og þó á sama tíma hin ömurlega Pétursborg Raskolníkovs og hinna „hvítu nótta“. Tíguleg er Einbúahöllin og ógleymanleg sjón mann- þröngin, verkamenn, hermenn, bændur, allir með hatta í hönd- um lotningarfullir frammi fyrir dýrlingamyndunum, bændurnir í þungum stígvélum þrammandi um hina fornu keisarasali og horfandi á málverkin með duldu drembilæti. Allt þetta er nú okkar eign, og þetta allt munum við læra að skilja. Kennarar með. hópa búldu- leitra barna í eftirdragi og sýna þeim málverkin. Listskýrendur túlka verk Rembrandts og Tizi- ans fyrir bændum, sem hlusta dálítið hjárænulegir og líta vandræðalega upp undan þung- um augnalokum, þegar bent er á eitthvað sérstaklega eftirtekt- arvert. Hér, eins og hvar- vetna annars staðar, var hún ekki laus við að vera brosleg þessi heiðarlega og vel hugsaða viðleitni, að skreppa í það á xnilli mála að hefja alþýðuna frá því að vera ólæs og til þeirrar upp- hefðar að skilja Beethoven og Vermeer. Þessi viðleitni, annars vegar að gera hin æðstu verð- mæti skiljanleg hverjum skegg- karli, og hins vegar hin þunga þraut: að skilja þau, reyndi til- finnanlega á þolgæði beggja að- ilja. í skólunum fengust bömin við að mála hin fjarstæðustu efni. Verk Hegels og Sorels (sem ég þekkti þá ekki sjálf- ur) lágu á borði 12 ára telpu- krakka. Illa læsir ökumenn héldu á bók á milli handa sér, einungis af því að það var bók, og bók jafngilti menntun, heiðri og vegsemd hinnar nýju öreiga- stéttar. Oft hlaut maður að brosa, þegar manni var sýnd stútungsverksmiðja og búizt var við undrun og aðdáun, eins og við hefðum ekkert þvílíkt séð í Vestur-Evrópu eða Ame- ríku. „Gengur fyrir rafmagni“, sagði verkamaður og var ekki lítið upp með sér. Hann benti á saumavél og bjóst við, að ég mundi falla í stafi. Af því að þetta fólk hafði aldrei haft neitt af tæktti áð segja, hélt það í einfeldni sinni, að byltingin og hnir vísu feður, Lenín og Trot- skí hefðu fundið þetta állt upp. Hvað var unnt að gera annað en brosa aðdáunarbrosi — og gera gaman að öllu með sjálf- um sér. Hversu dásamlegt, stórt, vel gefið og elskulegt barn, þetta Rússland — þannig kom það sífellt' fyrir sjónir, og maður spurði sjálfan sig: „Lær- ir það nú, eins fljótt og það ætlar sér, hina miklu lexíu, sem það hefir sett sér fyrir? Nær þessi fyrirætlun fram að ganga í öllum sínum mikilfeng- leik, eða á hún fyrir sér að stranda á hinu alkunna, alda- gamla skeri rússnesks hirðu- leysis og hálfverknaðar. Aðra stundina var ég trúnaðartraust- ið sjálft, hina stundina efaðist ég um allt. Því meira sem ég sá, því fjær varð ég því að kom ast að nokkurri niðurstöðu. (Niðurlag á morgun) Pétur Siaurðsson : Skálar fra 1,75 Sjómaköamir frá 1.75 Syknrsett frá..3.75 Vatnsglös frá 1M Vasar frá S.75 Mjólkursett % m 3MI Glerföt 3 hólf 11.2S Glerföt 4 hólf mm Öskubakkar 3.75 Salt og Pipar 14» K. ESnarsson & Bjðrnsson. Bjanl Jósefsson oo nantskan. ÞAÐ var eðlilegt, að Bjarni Jósefsson yrði vondur út í grein mína. Hún var ónotaleg, ég játa það. En mér fannst slíkt eiga bezt við það innræti, sem birtist í hinná frægu klausu hans, þar sem hann reynir að gefa í skyn, að við bindindis- og bannmenn séum orsök í manndrápum með því, að leit- ast við að koma sem sterkust- um hömlum á áfengisviðskipt- in. ' Egginni á vopni mínu í grein minni, reynir B. J. auðvitað að snúa að mér, þar sem ég tala um það, að værum við tvö stór- veldi, þá hefði hann fengið að finna, hvað það kostaði að níð- ast á saklausu fólki. Hann þyk- ist nú sjá þarna í opinn fall- byssukjaft og hrópar: sjáið inn ræti guðsmannsins. „Hvað þurf um við framar vitnanna við,“ hefði hann getað sagt ennfrem- ur. TILKY fil hlufhafa, Gegn framvísun sfofna frá hlufabréfum í h.f. Eimskipaféiayi íslands fá hluihafar afhenfar nýjar arðmiðaarkir í skrifsfofu féiagsins í Reykjavík. — Hlufhafar bú- seffir úfi álandi erubeðnirað afhenda sfofna frá hlufabréfum sínum í næsfu af- grelðslu félagsins sem mun annasf úf- vegun nýrra arSmiðaarka frá aðalskrif- sfofunni í Reykjavík. H.F. EIMSKIPAFELAG ÍSLÁNDS. En er ekki innræti það, sem. opinberaðist í hinni frægu klausu B. J. alltaf líklegt til að framkalla hið versta innræti í hverjum manni? Gamalt orð- tak segir: að illt sé að heita strákur og vera það ekki. Ef saklausum er brigzlað um mann dráp, getur farið svo, að jafn- | vel menn seinir til skilminga gætu óskað sér vopns í hönd.Og vissulega hefði ég skorað B. J. á hólm fyrir svívirðlegar að- dróttanir hans, ef slíkt væri ekki úr tízku. Ég lít enn svo á, að drengi- legri aðferð sé, að ganga fram- an að mönnum með vopn í hönd og kljúfa andstæðing sinn í. herðar niður, en að vega aö þeim, eins og B. J. gerði í klausu sinni. Það tel ég hina skítmann legustu bardagaaðferð.. Engin furða þótt hann tali hátt um „innræti11 mitt. Annað er grein hans í Vísi, 2. þ. m. að mestu leyti skamm- ir um mig persónulega og því lítt svara verð. Sennilega minnka ég lítið eða stækka í augum almennings við það, sem einn eða annar kann um mig að segja. Eg verð líklega að sætta mig við þann dóm, sem ég á skilið, hvað sem öllum illindum og skömmum annara líður. En B. J. finnst einhver svölun í því að líkja mér við naut, er mundi stanga, ef föng væru á. Mér er nú samt nær að halda, að væri okkar beggja ó- merkilega ævi kvikmynduð, þá mundi hann sjást oftar líkur | nauti í flagi, en ég. Einhvern veginn hefir mig dreymt það. Ég hef oft séð áfengisdýrkend- ur og fulla menn líkjast nauti í flagi, nema hvað styrkleikann snertir. Mig grunar, að B. J. hafi ekki alltaf þurft bann- land til þess að komast í eitt- hvert slíkt ástand, og mundu þær sögur sízt virðulegri ef rifjaðar væru upp, en það, sem hann með fyrirlitningu kallar „templaradæmisögur“. Meðferð hans, 1 áðurnefndri grein sinni, á tilvitnunum mín- um í slysfarir af völdum áfeng- is, ér ágætt sýnishorn af rök- semdafærslu hans og andstæð- inga okkar. „Ljóta krúðrið að það skyldi ekki vera tréspíri- tus, sem varð þessu fólki að bana“, hrópar hann. Var það ekki einmitt það, sem B. J. var að fárast um í klausu sinni, að ekki var nóg af góðu áfengi, þess vegna fór eins og fór í Vestmannaeyjum. Þannig færir hann sér í nyt rök mín fyrir því, að menn drsp.i sig ekkert síður á löglegu en ó- | löglegu áfengi. En við erum ' orðnir vanir þessari skilnings- skerpu andstæðinga okkar. | Neðanmáls heldur B. J., að ég kunni að hafa ruglast eitt- hvað á einum stað í grein minni En hafi hann ekki verið oftar með timburmenn en ég, má hann vel við una. Pétur Sicjurðsson, /

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.