Alþýðublaðið - 10.10.1943, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 10.10.1943, Blaðsíða 2
w ALÞÝÐUBLAÐIÐ Sunnudagur 10. október 1943. Bíóhöllin á Akranesi. GJÖF SÚ er hjónin Har- aldur Böðvarsson út- gerðarmaður á Akranesi og kona hans Ingunn Sveinsdótt ir gáfu Akranesskaupstað ný lega, en hún var veglegt og vandað kvikmyndahús full- foúið og með öllum tækjum og vléfum, er tvímælalaust veglegasta gjöfin sem nokkur íslendingur hefir nokkru sinni gefið. KvikmyndahúsiS hefir feng- ið nafnið: Bíóhöllin og stendur það við Vesturgötu 29. Bíóhöllin var vígð í fyrra- kvöld og fór vígslan fram að viðstöddu húsfylli, sem frú Ingunn Sveinsdóttir og Harald- ur Böðvarsson höfðu boðið til að verá viðstatt vígsluna. Vígsluræðuna flutti séra Þor steinn Briem prófastur. Rakti hann sögu húsbyggingarinnar, og lýsti tilgangi þeirra hjóna með gjöfinni, sem væri sá, að þangað ættu Akurnesingar að sækja menntun og fróðleik, en reksturágóðanum að vera varið til stuðnings og uppbyggingu menningar- og mannúðarmál- um á Akranesi. Ólafur B. Björnsson forseti bæjarstjórnar þakkaði gjöfina fyrir hönd Akurnesinga og bæjarstjórnar Akraness með snjallri- ræðu, og Pétur Otte- sen alþingismaður flutti einnig ræðu í svipuðum anda. Karlakórinn Svanir, undir stjórn Inga T. Lárussonar, söng mörg lög, þar á meðal kvæði er nefnist Bíóhöllin, eftir Guð- mund G. Kaldbak, einnig var lesið upp kvæði eftir hann til frú Ingunnar og Haraldar. Þá var sýnd kvikmynd og að síðustu söng karlakórinn þjóðsönginn. Það vakti sérstaka athygli hversu hljóðbylgjur hússins hafa heppnast vel, því hvor- tveggja, mælt mál og söngur, nýtur sín sérstaklega vel um allt húsið. Hér fer á eftir lýsing þessa veglega húss: Teikningar að því hefir gjört Óskar Sveinsson byggingar- meistari. Var aðalteikningin gerð eftir sænskri fyrirmynd og er sérkennileg að öllu leyti miðað við íslenzkan bygginga- stíl, ekki síst framhliðin, en hún er í hreinum, léttum, form föstum en þó látlausum Íínum. — Húsið er „trektmyndað“, Gefendurnir. Ingunn Sveinsdóttir. Veglegasta gjðfin, sem Is- lendingnr hetar gefið. Bióhollin, sem Haraldur Böðvarsson og kona hans gáfu Akranesi. Sænsk blöð um sjálfstæðismálið: Öll Norðurlðnd myndu fagna þ¥í, að sambandsslltum yrði frestað par til Danmðrk er aftur frjáls. ... ♦ ■ - Það myndi auka virðingu fyrir íslandi. •y VÖ STÓRBLÖÐ í STOKKHÓLMI, „Dagens Nyheter“ og „Aftonbladet“, gerðu væntanlegan skilnað íslands og Danmerkur að umtalsefni í sambandi við afmæli Krist- jáns konungs tíunda þ. 26. september síðastliðinn. Bæði blöðin létu þá von mjög eindregið í ljós, að sam- bandsslitunum yrði frestað þar til Danmörk yrði aftur frjáls; sagði annað þeirra, að það myndi auka virðingu fyrir íslandi og því myndi verða fagnað allstaðar á Norðurlönd- um — sem drengilegum samúðarvotti við norrænt bræðra- land í neyð. Haraldur Böðvarsson. þannig að framhlið þess er 16.5 metra, en bakhlið 13.5 m. Lengd þess er 28,5 m. Loftið er hvelf- ing, en veggir eru í fjórum lóð- réttum bylgjum, sem ná frá gólfi í loft. I brotum bylgjanna eru ljósatækin falin og ofn- arnir eru greyptir í þær niður við gólf. — Öskar Sveinsson hafði yfirumsjón með bygging- unni, ásamt Haraldi Böðvars;- syni. Finnur Árnason húsameistari var aðalsmiður, Aðalsteinn Árnason, ásamt Erlendi Þ. Magnússyni, sá um múrsmíði, en Lárus Árnason annaðist málningu. Greta Björnsson og maður hennar, Jón Björnsson, skreyttu húsið, Sveinn Guð- Frh. á 7. síðu. Blaðið „Dagens Nyheter“ í Stokkhólmi segir í aðalritstjórn- argrein 26. september: „Það skiptir máske ekki miklu máli, að því er málefnið sjálft snertir, hyaða afstöðu ís- land tekur til sambandslaga- sáttmálans við Danmörku á alþingi því, sem nú er nýkomið saman. En frá sálfræðilegu sjónarmiði hefir það nokkra þýðingu, hvernig skilnaðurinn Verður framkvæmdur; hvort það verðúr gert með einhliða uppsögn sambandsins eða með samkomulagi beggja. Slíkt sam- komulag er sem stendur óhugs- anlegt af ástæðum, sem kunnar eru. Dannjörk hefir ekki frjáls- ræði til þess að hugsa og taka ákvörðun. Og þær ástæður, sem til þess liggja, eru jafn- mikið harmaðar af hinum æru- kæru, frelsisunnandi íslending- um og af Dönum sjálfum. Þess gerist tæpast þörf, að gera nánari grein fyrir því, hvernig litið er á málið í Sví- þjóð. Vér vonum, að íslending- ar forðist allt, sem gæti orðið til þess, að særa sjálfsvirðingu Dana og konungshollustu. Enda myndi það aðeins verða til þess að auka virðinguna fyrir ís- landi, að það tæki drengilegt tillit til bræðralands, sem er í nauðum statt, og til göfugs konungs, sem á í vök að verj- ast. ÖIl Norðurlönd myndu fagna slíkum samúðarvotti.“ „Aftonbladet“ í Stokkhólmi segir í aðalritstjórnargrein sinni 27. september: „Það er* eðlilegt, að hreyfing fyrir fullu sjálfstæði hafi vax- ið á íslandi á stríðsárunum. En bæði brezka stjórnin og amer- íska hafa reynt að koma í veg fyrir einhliða ráðstafanir a£ hálfu íslands, þar eð þær hafa verið þeirrar skoðunar, að það væri viðleitni til þess að skapa skilning þjóða í milli sízt til framdráttar, að fsland gerði slíkar ráðstafanir meðan þann- ig er ástatt, að Danmörk getur ekki látið álit sitt í ljós eða gert hagsmuni sína gildandi. Sé litið á málið frá þessu sjónar- miði, myndi einhliða ákvörðun af íslands hálfu ekki verða til þess að auka samúð með því. Frá sjónarmiði Norðurlanda- þjóðanna er sjálfstæðisbarátta fslendinga fullkomlega skiljan- leg. ísland á vitanlega að fá aðstöðu til þess að gerast aðili í norrænni og alþjóðlegri sam- vinnu, ef til kemur, á fullkomn um jafnræðisgrundvelli við önn ur norræn lönd. En með því, að liin fyrirhugaða lýðveldis- stofnun er aðeins falin í form- legum breytingum, virðast ósk- irpar um að henni verði frestað hafa mikið til síns máls. Frest- un hennar myndi afstýra ó- þarfa snurðu á sambúð nor- rænna þjóða.“ 70 ára er í dag frú Guðrún Þorleifsdótir Tjarnarbraut 15 Hafnarfirði. Timarft Norðlend- fnga, Stfgaidi, kon í gær. TÍMARIT Norðlendinga, Stígandi, fyrsta heftið hefir nú horizt hingað til Reykjavíkur. Ritstjóri tímarits- ins er Bragi Sigurjónsson, og segir hann í formálsorðum fyr- ir fyrsta heftinu: „Þær greinar, sem vér höfum hugsað oss að láta rit þetta mest fjalla um, eru bókmenntir og tunga þjóðarinnar, atvinnulíf og atvinnuhættir fyrr og nú, ferðalýsingar og landshættir og fræðslumál. Einnig er tilætlun- in að flytja ýmiss konar fróð- leik eftir föngum og nokkuð af þýddu efni. . . Vér höfum feng- ið loforð og ádrátt um efni í ritið frá fjölmörgum þeim hér norðanlands, sem fást nú við ritmennsku, og stuðnings ann- arra er vænzt. . . Hér verður Frh. á 7. síðu. Nanðsyn á aaktsum sbilyrðum At- vinnadeildarionar til vísindaiðkana ♦—*—— Þiogsályktunartillaga Emiis Jónssonar um auknar fjðrefnarannsóknir. M IKIL NAUÐSYN er á því að bæta skilyrði Atvinnudeildar báskólans til vísindaiðkana. Hefir Atvinnudeildin á undanförnum árum haft ým- iskonar vísindaiðkanir með höndum, meðal annars fjör- efnarannsóknir, en ónóg húsa kynni og slæmur aðbúnaður hefir staðið í vegi fyrir því að hægt væri að reka þessar vísindatilraunir í svo stórum stíl sem nauðsyn krefur. Nú hefir Emil Jónsson flutt á alþingi tillögu til þingsálykt- pnar um auknar fjörefnarann- sóknir við Atvinnudeildina og er tillagan svohljóðandi: „Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að greiða allt að 50 þús. kr. hvort árið 1943 og 1944 til þess að hæta og auka skilyrði Atvinnudeildar háskól ans til f jörefnarannsókna.“ í greinargerðinni fyrir tillög- unni segir Emil Jónsson. „Rannsóknarstoía háskólans hefir undanf. 5-6 ár annast rann sóknir á D-fjörefni í meðala- ■lýsi eða síðan þessar rannsókn ir hófust hér á landi. Hefir ár- angur rannsóknanna orðið hinn merkilegasti, og skortir það eitt á, að hægt sé að fjölga þeim, svo að þær nái til alls lýsis, sem út er flutt, eða því sem næst. Með núverandi dýrastofni og aðstöðu hefir ekki verið unnt að rannsaka nema 20—30 sýnis- horn á ái'i. og kemur þá ein rr.rpsó’in á hver 200 tonn út- flutt lýsis til jafnaðar. Þetta er mikils 'til of lítið, og þyrfti að fjölga rannsóknunum svo, að þær yrðu um 100 á ári. Nú hefir Rannsóknarstofa háskólans ekki treyst sér til vegna húsnæðis- leysis að auka starfsemina, en líkur eru til, að Atvinnudeild háskólans megi koma þessu fyr ir með nokkrum tilflutningi, enda eiga rannsóknirnar bezt heima þar. Er tillaga þessi flutt í trausti þess, að unnt verði að koma rannsóknunum þar fyrir án sérstakra bygginga nema „innréttinga“ fyrir tilraunadýr in. Að öðru leyti er ætlazt til, að fjárveitingin verði notuð til kaupa á nýjum dýrum og til rekstrarkostnaðar, þar ti'l til- raunirnar geta hafizt með þau, en ætla má, að það taki 1—2 ár. Að þeim tíma liðnum má ætla, að gjaldið, sem fæst fyrir rann sóknirnar, muni nægja til að standa undir rekstrarkostnaði. Mismunandi skoðanir hafa verið uppi um það, á hvern hátt skuli aflað tekna til þessarar rannsóknarstarfsemi, en þess er að vænta, að samkomulag geti orðið um þá leið, sem hér er stungið upp á, að ríkissjóður taki að sér greiðslu á stofnkostn aði og rekstrarkostnaði, unz rannsóknaraðstaðan er orðin nægilega trygg, en rekstrar- kostnaður verði hins vegar síð- an greiddur af þeim, sem ránn- sóknanna njóta. Aðalatriði þessa máls er, að aðstaða verði sköpuð til þess sem fyrst, að rannsóknirna'r geti farið fram, því að allir eru sam mála um þá þýðingu, sem þær geta haft fyrir meðalalýsisfram leiðsluna.“ L

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.