Alþýðublaðið - 10.10.1943, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 10.10.1943, Blaðsíða 8
8 ALÞYÐUBLAÐIÐ Sunnudagur 10. október 1943. HTJARNARBÍÚH „Storm sbnln neir upisbera“ („Reap the Wild Wind“) Sýning kl. 6,30 — 9. Bönnuð fyrir bi«n innan 14 ára. Takið undir! (Priorities on Parade) Amerískur söngva- og gamanleikur. Ann Miller. Betty Rohdes. Johnny Johhston. Sýning kl. 3 og 5. Aðgöngumiðasala hefst kl. 11. EFTIR JARÐARFÖRINA. JENS: „Nú er búið að grafa hans Lars þinn, Stína mín. Við ættum þá að geta bráðum farið að undirbúa gift- inguna okkar.“ EKKJAN: „Ekkert hefði mér nú verið kærara, Jens minn. En því er verr að þú skyldir ekki minnast fyrr á þetta við mig. Nú hefi ég lofazt honum Grími trésmið, sem bjó til líkkistuna fyrir mig.“ ♦ ♦ ♦ EFTIRMÆLI EFTIR STÓR- ÞJÓF. „Fyrirtaksduglegur var hann, hann vann, þegar aðrir sváfú. Og hirtinn var hann í bezta lagi. Það, sem aðrir misstu, var hjá honum vel geymt.“ ♦ ❖ ❖ SÁ, SEM ALDREI hefir elsk- að, hefir aldrei lifað. Gay. * * * SAGT TIL ERINDIS SVEITAMAÐUR átti erindi við yfirlækni geðveikraspítal- ans og gerði orð fyrir hann.„ Ég ætlaði að fá að tala við herra yfirvitfirringinn, sagði hann. ♦ * * V ANÞAKKLÆTI. — ÞÉR KREFJIÐ mig um 10 krónur, herra læknir, fyrir eina vitjun. Er það nú ekki heldur mikið? — Það er þó lægra en ég er vanur að taka. — Getur rétt verið. En mér finnst nú líka að þær mættuð sjá það við mig í einhverju, að, það var ég, sem kom með inflú- enzuna hér í héraðið. — Einmitt, sagði þjónninn. — Einmitt! Jæja sjáum til! Auð- vitað! Auðvitað! Það er enginn vandi að útvega það. En við berum engan mat fram án víns. Ef til vill má bera yður portvín eða sherry? Og svo geymum við kampavínið þangað til seinna. Málalyktir urðu þær, að ég gaf honum þjórfé, aðeins til þess að losna við þetta skrifta- föðurlega falskratanna bros, og andlitið á honum krapp saman eins og harmónikubelgur, sem öllum vindi hefir verið þjappað úr. Ég snaraði mér framhjá frúnni við skrifborðið og taut- aði eitthvað á þá leið, að ég mundi koma bráðlega oftur ,og fór út í Wahringerstrasse til þess að leita að stað, þar sem ég gæti fengið að borða í friði — — eitthvað, sem ekki vairi allt- of dýrt. Ég þorði ekki að fara inn í kaffihús eða veitingahús, án þess að vera í fylgd með karlmanni, en loks fann ég litla veitingastofu, sem hafði aðal- lega mjólk á boðstólum, og ég drakk nýmjólk og borðaði svart brauð með smjöri, sem átti að ve’a hið mesta kjör- meti og holl fæða, og hugleiddi á meðan, að ekki hefði ég nú þurft að hlaupa að heiman til þess að setjast við þetta borð og neyta þessa réttar. Farið var að líða á dag, þegar ég fór út úr mjólkurbúðinni. Á leiðinni til gistihússins hug- leiddi ég það, hvernig ég ætti að láta foreldra mína vita, að ég væri á lífi og mér liði vel. Ég svipaðist um eftir sendisveiní með rauða húfu, en enda þótt slíkir náungar væru vanir að sitja á hverju götuhorni var eng- inn sjáanlegur um þessar mund- ir. Auk þess hafði ég það á vit- undinni, að það yrði mér of dýrt, að senda mann alla leið úr ní- unda hverfi, þar sem ég var stödd og til fyrsta hverfis, þar sem ég átti heima. Ég varð að nota símann, og ég hafði aldrei símað fyrr. Síma til hvers? Og hvernig á að síma. Fjölskyldur og óbrotið fólk um þessar mundir í Vínar- borg hafði ekki síma. Það var ekki fyrri en árið 1912. Faðir minn hafði síma í skrifstofu sinni, en nú var skrifstofutími liðinn. Herra Krappl hafði síma, en herra Krappl hafði farið til Karlsruhe til lækninga Szim- anszki hafði síma, en til hvers myndi það vera. Hann myndi hella yfir mig flóði pólsk- frönsku. „ Shani hafði engan síma. Putsi hafði engan síma. Balbisfjölskyldan hafði engan síma. og nú mundi ég ekki eftir fleiri kunningjum. Reyndar gat ég hringt til leikhússins. Það virtist vonlítið og áhættusamt verk. — Eruð þér enn þá ein? spurði konan við símann, þeg- ar ég kom aftur til gistihúss- ins. Maður og kona, sem virtust í æstu skapi, en létu þó lítið yf- ir sér, höfðu komið inn um dyrnar um leið og ég, Há- vaðasamt fólk var að skrifa í bókina um leið og ég kom. Þar stóð „Meier og frú“. Þau horfðu bæði á mig. Það var sýnilegt, að það var fara aftan að sið- unum að vera ein síns liðs í 'Hótel Gami. Nú var kveikt á ljósunum og þau vörpuðu dauf- um bjarma fram í dimmt stræt ið. Himininn var skýjaður. Og þó að ekki væri aldimmt orðið, var dagurinn liðinn. Allt í einu áttaði ég mig á því, hvers konar hótel það var, sem ég hafði af ókunnugleika villzt inn í. Og um leið varð mér ljóst, að nú var allt orðið um seinan, og ég hafði ekki efni á því að útvega mér annað herbergi. — Má ég nota símann yðar? spurði ég frúna. — Tuttugu frankar sagði konan og banda- aði frá sér. Hún hefir ef til vill álitið, að ég ætlaði að hringja til þess að ná mér í félaga. Ekki var hlaupið að því, að finna númerið í símaskránni. Enn þá verra var að hringja og fá samband. Fyrst fékk ég skakkt númer, svo aftur skakkt númer, og loks náði ég í óper- una. Loks gat ég komið þeim í skilnig um, að ég vildi tala við Klöru Balbi. Því næst voru hróp og köll, og loks var lofað að reyna að hafa uppi á Klöru Balbi. Svo beið ég óendanlegan tíma, og alltaf spurði miðstöð: — Eruð þér enn á tali? Og frú- in stóð enn þá við skrifborðið og Franz og gamli þjónninn stóðu álengdar og hlustuðu á mig. Eg fann svitann streyma niður bakið á mér. En þegar ég ætlaði að fara að gefast upp, heyrði ég rödd Klöru í síman- um. , — Halló! Ert það þú? Eg áttaði mig ekki almennilega á nafninu, sagði hún ofureinfald- 'lega, eins og það væri hrist fram úr erminni að hringja í áíma. ( — Hlustaðu á mig, Klara, hrópaði ég inn í, símaáhaldið og stóð á tánum, og ég vildi seilast yfir þá fjarlægð, sem var milli mín og hennar. — Eg hefi hlaupizt að heiman. — Hvað hefirðu gert? spurði hún. Ég leit flóttalega á stúlk- una við símann. Hún gapti af áfergju og þjónarnir stóðu báð- ir með hendurnar bak við eyr- un til þess að heyra betur. — Eg hefi hlaupizt á brott að heim an, æpti ég í símann. —- Eg skal segja þér það allt seinna, en ekki núna. Hlustaðu á mig Klara! Sendu móður minni skilaboð. — Já, móður minni, og gerðu það starx. Segðu henni, að þú hafir talað við mig, og allt sé í bezta lagi, mér líði ágætlega. — Já, mér líður ágæt ■ NÝJA Blð Náninn liðnr. (The Moon is Down) Stórmynd eftir sögu John| Steinbeck. Aðalhlutverk: Sir Cedric Hardwicke. Dorris Bowdon. Henry Travers. Bönnuð börnum innan 16 áraj Sýning kl. 5, 7 og 9. Barnasýning kl. 3. „KÁTIR VORU KARLAR“I Aðgm. sala hefst kl. 11 f.h. f iGAMLA BfÖB Srökur ð möti bragði „The Chocolate Soldier“ M.G.M. söngvamynd. Nelson Eddy Rice Stevens. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Sala aðgm. hefst kl. 11 f.h lega sagði ég. — Vissulega. Og hún þarf engar áhyggjur að hafa mín vegna. Og hlustaðu nú ,á mig, bætti ég við. — Segðu þeim, að ef þau sendi lögregluna eftir mér, þá fremji ég sjálfsmorð. — Þú ert gengin af göflun- um, barn, var sagt í símann. — Gersamlega gengin af göfl- unum. Hvar ertu núna? Ertu í vinnustofu Duponts? — Nei, hrópaði ég. — Eg er í gistihúsi. Viltu skila þessu til móður minnar? Það er allt og sumt, sem ég bið um. — Jæja, þá, vinkona. Eg skal senda móðir mína til móð- ur þinnar, hvort sem henni finnst það ljúft eða leitt. En ég vildi, að þú hefðir ekki hlaup- ið á eftir þessum pipraða pá- fugli þínum. Hvað ætlarðu nú að gera? Eg vissi það ekki sjálf, en J mig langaði ekki til þess að I viðurkenna það. — Eg skal hitta þig á morgun og segja þér, hvernig í málinu liggur. Eg; hengdi heyrnartólið á snagann, þurrkaði svitann af enni mér og hné mín skulfu. — Það eru fjörutíu aurar í viðbót, sagði konan við skrif- borðið. — Þér töluðuð í tíu mínútur. Uppgefin og æst fór ég aftur til herbergis míns. Ég afklæddi mig, þvoði mér upp úr vatn- inu, sem eftir var í könnunni og fór að hátta. Ég slökkti ljósið, lokaði augunum og reyndi að sofna. En til þtess var ég of þreytt og loftið var svo þungt, að ég gat ekki and- að. Ég seildist fram úr rúm- inu og dró gluggatjöldin^ frá. Rauður bjarmi frá götuljósinu féll á rúmið mitt. Stafir frá götuspjaldi komu fram í speglinum, og ég starði á þá andartak. Ég lyfti handleggn- Hann læddist steinþegjandi ag mjög hljóðíega upp á þilfar. Síðan hélt hann áfram aftur eftir skipinu og gætti þess vandlega að vekja engan hávaða. Þegar hann nálgað- ist þilfarshúsið, barst honum til eyrna ómur af lágværu samtali. Hann þóttist þekkja rödd Stóra Toms og læddist því pær og hlustaði. Jafnframt magnaðist um allan helm- ing reiði- og hefndarhugur hans í garð þorparans. — Þegar skipstjórinn kemur upp í stjórnpallinn að fimm mínútum liðnum, náum við honum á vald okkar. Síð- an ráðumst við á þann hluta skipshafnarinnar, sem ekki tekur þátt í félagsskap okkar. Þegar við svo höfum náð skipinu á okkar vald, siglum við skipinu til einhverrar hafn- ar í baltisku löndunum, seljum skipið og farminn einhverj- um, sem ekki spyr of margra spurninga, og skiptum síðan fénu á milli okkar. Jack dró djúpt andann. Svo að þetta var þá ráðagerð Stóra Toms og kumpána hans! Þeir ætluðu að gera upp- reisn og taka skipið á vald sitt! —- Þá fer nú eitthvað að gerast, tautaði Steini sleggja. Þessi mannfýla er þá svikari! Hann hélt nú aftur eftir þilfarinu og kom nálega jafn- snemma og skipstjórinn upp á stjómpallinn. Skipstjórrpn þekkti þégar náungann, sem lokaður hafði verið inni og þreif í Steina sleggju. — Brotizt út! æpti hann Ég skal svei mér--------! AP features THIS’LL SPOIL THAT NICE VANKEE FACE, V r/W APRAID/ trtk YNDA- SAGA TODT: „Ég er hræddur um að þetta setji annan svip á þetta ameríska smetti.‘ andlit Arnar, en Öm hefur sig upp og slagsmálin byrja að nýju.) i (Hann ætlar að sparka stígvélahælnum í

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.