Alþýðublaðið - 10.10.1943, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 10.10.1943, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Sunnudagur 10. oktciber 1943. fUf»ij$ttblaðið Útgefandi: Alþýðufiokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn og afgreiðsla í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar ritstjórnar: 4901 og 4902. Símar afgreiðslu: 4900 og 4906. Verð í lausasölu 40 aura. Alþýðuprentsmiðján h.f. HaðnrioD með rifsi vðndian og hefnd- arfiorstann. DAG EFTIR DAG verða nú reykvískar húsmæður að ganga frá einni m jólkurbúð- ínni til annarar með tóm mjólkurílátin — og alltaf er sama svarið): „Jingin mjólk“. „Öll mjólk búin“. „Óvíst hve- nær hún kemur aftur“. Þær verða því að hverfa heim aftur við svo búið til litlu grátandi mjólkurlausu barnanna. Stærri börnin verða að fara mjólkur- laus í skólann. í þessu sambandi er rétt að minnast þeirra umræðna, sem nú fara fram á alþingi um mjólkurmálið. Páll Zophoniasson sagði í svarræðu til Emils Jónssonar, að mjólkurleysið hefði aldrei verið minna en nú (að haustinu til). Hvað segja húsmæðurnar með tómu mjólkurílátin? Hvað segja börnin, sem árangur- laust biðja um mjólkina sína? Þau segja, að ástandið hafi aldrei verxð verra. Eflaust hef- ur Páll átt við það, að mjólkur- magnið sé það mikið, að það hafi oft verið minna á haustin. En hver hefur gott af því, ef ð til 10 þúsund lítrar á dag, eða um fjórðungur allrar mjólk urinnar fer í setuliðið? Sveinbjörn Högnason segir, að mjólkin sé seld til setuliðs- ins og sé það ekki síður verj- andi en það, að verkamenn láti vinnu sína til setuliðsins, á sama tíma sem vinnuaflið vanti til framleiðslunnar. Með öðrum orðum, að hér er um að ræða hefndarráðstafanir af hans hálfu á hendur verkamönnum, sem leyfa sér að láta setuliðið sitja fyrir vinnunni. Fyrst þið, góðir háslar, kom- ið ekki upp í sveitina og vinn- ið að framleiðslunni, þar sem vinnunnar er þörf, þá skulu börnin ykkar vera mjólkurlaus, en mjólkin í þess stað fara til setuliðsins. Þetta er ekki fyrsta kveðjan, sem iteykvíkingar fá frá kenni- manni þessum. Hann hefur áð- ur sent frá sér blessun guðs síns og sína, a. m. k. þegar hann neit aði að selja bæjarmönnum smjör, méðan hann sat með smjörið í smálesta-tali fyrir austan fjall eingöngu, að því er hann sjálfur sagði, til að skeyta skapi sínu á „kerlingun- um í Reykjavík“. Veit íSveinbjörn Högnason það ekki, sem allir aðrir vita, að sveitamennirnir fara sjálfir frá framleiðslunni, til þess að vinna hjá setuliðinu, ekki einn og einn, heldur í hópum. Það er jafnvel til, að bændur hlaupi frá búum sínum og skilji þau svo að segja mannlaus eftir, til þess að njóta þeirrar vinnu, sem verkamenn, sem ávallt stunda þessa vinnu, eru nú skammaðir, jafnvel refsað fyrir að stunda. Og tekur ekki Sveinbjöm sjálfur syni og dætur framleið- endanna frá framleiðslunni til laða Emlls Jénssaaar : Nlðnrlag. Ástandið i mjólkursölumálunun verður ekki þolað öllu lengur. AÐ yrði of langt mál að tala um allar þær verð- bætur, sem nú eru greiddar, en það er ein tegund verðbóta, sem ég get ekki látið hjá líða að minnast á, en það eru verðbæt- ur þær, sem eru greiddar á land búnaðarafurðir, sem setulíðið kaupir og neytir hérlendis. Við eram látnir borga in|élkima ofan í setuliðið. Það er vitað mál, að mjólkur- skorturinn hér í bænum stafar mikið af því, að setuliðið kaupir mikla mjólk. Samningarnir við setulið- ið eru þannig gerðir, á sum- um stöðum a. m. k., að því er tryggt visst og ákveðið magn af mjólk daglega, þannig að þegar mjólkflr- skortur verður, þá gengur það út yfir íslenzka borgara, en setuliðið missir einskis. Þessi mjólk er svo verðbætt eins og önnur mjólk, sem seld er hér út úr mjólkur- stöðinni. Ég veit ekki með vissu hve mikla mjólk setuliðið kaupir hér, en ég veit að það skiptir þúsundum lítra á dag. Við neytendur erum svo Iátnir borga þessa mjólk of- an í setuliðið, en fáum ekki nægilega mjólk sjálfir. Binræði framsáknar um mjólkurverðið. Ég verð að segja. að annað eins og þetta er ekki hægt að kalla fyrirmyndarskipulag. Ég ætla svo að víkja nokkr- um orðum að 2. hv. þm. S.-M. Hann talaði um, að það væri verið að reyna að hneppa bænd ur í ánauð, að þeir væru gerðir að þrælum með þessu frv., sem hér liggur fyrir. Ég kannast ekki við það. Ég hygg að hafi verið um þrælatok að ræða í þessu máli, hafi þau fyrst og fremst komið fram í einhliða ráðstöf- unum Framsfl. og því sé mál- unum nú komið í það óefni, sem raun ber vitni um. Ég hefi talað við fulltrúa neytenda í Mjólkurverðlags- nefnd og þeir hafa sagt mér. að það hafi aldrei verið tekið nokk urt tillit til þeirra krafna í sam- bandi við verðákvarðanir. Verð ið hefir raunverulega verið á- kveðið áður en þeir komu á fund ina, sem þeir voru aðeins kvadd- ir á vegna formsatriða, en ekki til þess að taka nokkurn raun- verulegan þátt í störfum þar vegna þess að þeir hafa æfin- lega verið þar ofurliði bórnir. Verðið hefir verið einhliða ákveðið af Framsfl., sem hef- ir haft öll völdin í sínum höndum, þetta eru þrælatök- in, sem bændur hafa verið beittir! Nei, neytendur hafa alltaf verið látnir afskiptir um þeSsi mál, og þeim ráð- ið til lykta með einhliða hagsmuni bænda fyrir aug- um, þvert ofan í það sam- komulag, sem upphaflega var gert. En ég hefi alltaf talið, að hér næðist ekki árangur nema að höfð væri samvinna um málið. Og það var vissuiega á sinni tíð reynt að ná samvinnu. Árið 1934 var með sam- þykkt afurðasölulaganna rétt fram höndin til þess að fá samvinnu og ég get sagt það fyrir mitt leyti, að ég tók á mig margskonar óþæg- indi til þess að freista að ná góðum árangri. En það hef- ir aldrei verið nein sam- vinna. Á þessa útréttu hönd hefir alltaf verið slegið í undanfarin 9—10 ár. Þessi samvinnutilraun hefir mis- tekizt, en við það verður ekki unað öllu lengur, að málunum verði haldið í þessu horfi. Það hlýtur að draga til þess að neytendur taka til sinna ráða, ef þessu á að halda áfram. Framsóknarmenn hafa í orði kveðnu tilnefnt fulltrúa neyt- enda til þess að ákveða verð- lagið, en þeir hafa þar engu ráðið. Þet.ta eru öll þrælatökin, sem bændur hafa verið beittir. Ég hefi útaf fyrir sig ekkert á móti því, að bændur fái hátt kaup og hátt verð fyrir sínar afurðir, en er nokkurt vit í því, að fulltrúar neytenda fái engu að ráða um þessi mál. Það getur reyndar vel verið, að sumir full- trúar launþega hugsi sem svo, að það gerí ekkert til þótt bænd- ur fái hækkað verð fyrir af- urðir sínar, því að yið það hækki bara vísitalan og þá fái þeir sjálfir hækkað kaup. En þetta ber í sér hættu fyrir þjóðfélagið, hættu, sem sumir hafa ef til vill ekkert á móti, vegna þess vinnu hjá Mjólkursamsölunni í stað þeirra, sem hann flæmir þaðan burt, ef þeir eru ekki fá- anlegir til að taka þátt í hans þokkalegu hefndar- og skemmd arráðstöfunum gagnvart neyt- endum þessa bæjar. Það er vissulega kominn tími til þess fyrír alþingi að taka hér í taumana og er það vel, að þessi mál eru á dagskrá þess um þessar mundir. Hinn stóri hópur mjólkurneytenda, sem refsiráðstafanir Sveinbjarn ar bitna nú á, fylgjast af at- hygli með því, sem .gerist á alþingi í þessu máli. Verður ein ræði hans brotið á bak aftur eða fær hann að halda þessum og þvílíkum refsiráðstöfunum áfram? Það verður ekki herinn, sem kaupir mjólkina til frambúðar. Það er ekki hann, sem greiðir verðuppbæturnar, hvorki nú né í framtíðinni. Hann er ekki til að kaupa offramleiðsluna á vor- in* með( rándýrum ostum og verðuppbótum á þá, sem út eru fluttir með gjafverði. Það eru mjólkurneytendur bæjanna, er hafa þesgar skyldur á herðum og eru hinir varanlegu við- skiptamenn. Neytendurnir, sem nú eru látnir taka út refsingu fyrir að vera ekki atvinnulausir Og það er Sveinbjörn Högnason, sem heldur á refsivendinum. Alþingi ber að skera úr því, hvort hann fær að halda á vend inum til lengdar. að þeir vilja ekkert fremur en þá upplausn, sem af þessu leiðir. Ástand, sem ekki verð nr þolað lengnr. En frá mínu sjónarmiði séð, er það óhollt, að vísitalan hækki mikið. Útvegurinn og aðrir at- vinnuvegir geta ekki staðið undir því til lengdar, að, bændum sé greitt fyrir smjörið 21.00 kr. þegar hægt er að fá það frá S.-Ameríku fyrir 7.00 kr. kg. og að kart- öflur séu greiddar með 1.00 kr. kg. þegar þær fást í ná- lægum löndum fyrir 0.30-0.40 kr. kg. Það getur aldrei stað- izt til lengdar, að afurða- verð hér sé miklu hærra en í löndunum í kringum okkur, því að söluverð okkar aðalút flutningsvöru ber ekki þann tilkostnað Hv. 2. þm. S-M. sagði, að hér kæmu fram sjónarmið þeirra, sem vildu byltingu, en ekki eðli- BLAÐIÐ Alþýðumaðurinn á. Akureyri gerir að umtals- efni undirtektir óðagotsblað- anna í sambandsmálinu undir þá málaleitun hinna 270 menntamana og áhrifamanna í öllum flokkum, er vilja haga lausn þessa máls í samræmi við gerða samninga. Alþýðu- maðurinn skrifar m. a. á þessa leið: „Og ástæðurnar til þessa til- tækis eru ótæmandi ráðgáta hinna víðsýnu blaða. Eitt þeirra gerir alla þessa menn að Alþýðu- flokksmönnum, af því að þeir vilja viðhafa siðaðra manna vinnu brögð í viðskiftunum við ná- grannaþjóð vora. Annað telur að hulin rök hljóti að því að liggja að menn skuli gefa upp óskir sínar og álit á máli, sem er á dag- skrá þjóðarinnar. Enn eitt blaðið heldur fram að ekki beri að taka tillit til óska hinna 270 af því að þeir séu hvorki verkamenn eða bændur. Og enn er því haldið fram að þetta sé fram úr máta óþjóðlegt eins og vænta megi af . þessum óforbetruðu mennt^mönn- um.“ Kommúnistaforingjunum svell- ur móður við að sjá framan í þessa 270. Nú segir flokkurinn taka forustuna í sjálfstæðismál- inu — í anda Jóns Sigurðssonar —-------ef Stalin lofar. Og for- ysta Sjálfstæðisfl. lætur prenta ræðu, sem Bjarni Ben. hélt á halelújasamkomunni á Þingvöll- um, og hlýtur ag hafa „geysileg" áhrif með þjóðinni af því hún var haldin á þessum stað.“ Og enn skrifar Alþýðumað- urinn: Auðvitað kaus flokkurinn með Sjálfstæðis-nnfninu sér það hlut- sí'ifti a3 núa sér upp við hina lega þróun, Ég verð nú að segja það, að ef það er nokkuð, sem framkallar byltingu, þá er það það ástand, sem flokkur hans og „hinir fjórtán“ í Sjálfstfl., hafa skapað með hinni ósanngjömu, einhliða misbeitingu meirihluta valds síns. Það er hann sjálfur, sem hefir stýrt inn á þessa braut, þó að nokkru valdi hér einnig um þau lausatök, sem Al- þingi hefir tekið á þessum mál- um og sem það hlýtur að taka meðan það er svo ósamstætt sem það nú er. Ég er ekki í nokkrum vafa um, að það ber að skoða þetta frv. sem eðlilega „reaktion" af hálfu neytenda, en það er þann- ig byggt upp, að ég hygg að lítið græðist á því, því miður. En Al- þýðuflokkurinn mun síðar koma fram með sínar tillögur, ef ekki tekst nú að ráða á viðunandi hátt fram úr þessum málum, nú mjög bráðlega. Hv. flm. lagði til að frv. yrði vísað til allsherjarnefndar, en ég tel að landbúnaðamefnd eigi að fjalla um þetta mál og það væri mjög æskilegt að hún gæti fundið viðunandi úrlausn fyrir báða parta, neytendur og fram- leiðendur, því að ástandið er óþolandi mikið lengur. dönsku þjóð og konung hennar við þetta tækifæri. (Á afmælisdegi konungs 26. f. m.) Einn að æðstu- prestum flokksins kafaði öldur ljósvakans þennan dag upp að stóli konungsins í stofufangelsinu, til að úthella hjarta sínu og sinna. Og það heyrðist hvergi í máli hans að „kúgunarbönd“ eða „aldagamlir fjötrar" heftu tungu guðsmanns- ins eða athafnir aðrar. Vart höfðu skjallyrði guðs- mannsins í útvarpinu yfirgefið hlustir áheyrendanna þegar tal- kór sjálfstæðishetjanna góðu hóf sinn boðskap eitthvað á þessa leið: 270 menn hafa gerzt liðhlaup- ar í sjólfstæðisbaráttunni. Stefna þeirra, sú að útkljá sambandsmál- ið með vinsemd og viðræðum við þessa merku þjóð oð hinn ást- sæla konung hennar, er van- sæmandi fyrir „vinaþjóðina“. Við kveðjum hvorki kong né prest og virðum hvorugan viðtals. Við slítum hina aldagömlu „fjötra" við kúgarana við Eyrarsund á næsta þjóðhátíðardegi vorum. Þetta er vinarhöndin, sem vér réttum hinni stríðandi þjóð og konungin- um í stofufaangelsi — og erum hreyknir af.“ Það eru víst fleiri en Alþýðu maðurinn, sem eiga erfitt með að átta sig á málflutningi óða- gotsblaðanna. Enda kemur það ávallt betur og betur í Ijós, hversu gersamlega þessum blöðum er rakafátt, þegar þeir leitast við að verja hinn van- hugsagða málstað sinn. * * * Jónas frá Hriflu endar síð- ustu grein sína í „Degi“ á næsta kynlegan hátt. Greinin eir vörn fyrir sjónarmið ríkis- stjórnarinnar í dýrtíðamálun- um (uppbótagreiðslurnar) og endar hún á þessa leið: Frh. á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.