Alþýðublaðið - 10.10.1943, Blaðsíða 6
ALÞYÐUBLAÐIÐ
Sunnudagur 10. október 1943.
Sextugur á morgun:
Kristján Ó. Skagfjðrð, skíðagarp-
urinn og fjallgðngnmaðurinn.
UINN ÁHUGASAMASTI og
■®“‘í vinsælasti íþróttamaður
jfif/cfid ekki ácfiancfi
ad fieiaéatcM /
TRYGGIÐ ÖRUGGA LIFSAFKOMU
fjölskyldu yðar með því
aö kaupa líftryggingu.
DragiÖ ekki lengur
jafn sjálfsagðan hlut.
Sjóvátrgqqi
aq íslandsi
8
Inna Inovarsdðttlr frá
tsalírði látio vestan hafs
EINN af sjúklingum þeim,
sem fluttir hafa verið loft-
leiðis vestur um haf, frú Anna
Ingvarsdóttir, kona Jónasar
Tómassonar bóksala og tón-
skálds á ísafirði, er látin.
Það var heilasjúkdómur, sem
að henni gekk.
HANNES Á HORNINU
Prh. af 5. síðu.
(Morgunbl., Vísis og Þjóðviljans)
að iþora ekki að birta nöfn þeirra
manna, sem skrifuðu undir áskor-
unarskjalið til Alþingis viðvíkjandi
sjálfstæðismálinu svokallaða. En í
stað þess að birta nöfnin, senda
þessi blöð undirskrifendum hnútur
og brígslyrði, og segja að á þeim sé
ekkert mark takandi. Ó, jæja! Svo
það er ekkert mark takandi lengur
á t. d. séra Bjarna Jónssyni vígslu-
biskup og Matth. Einarssyni lækni,
svo að aðeins tveir séu nefndir.
Sjálfstæðisflokkurinn biður þá lík-
lega ekki oftar að vera á lista sín-
um við kosningar.“
ÞAÐ ER ALVEG ÓHÆTT að
-segja sjálfstæðisblöðunum það, að
það er gífurlega stór hópur af sjálf-
stæðismönnum, sem hefir sömu
skoðanir á þessu máli og þessir
mætu menn, og hefðu verið fúsir
til að skrifa undir áskorunarskjal-
ið ef til þeirra hefði verið komið.
Og það er óhætt að segja blöðun-
um það, sérstaklega Morgunblað-
inu, að fólk er orðið hundleitt á
öllu kjaftæði þess um þetta mál.“
„SANNLEIKURINN ER SÁ, að
við íslendingar erum alfrjálsir, og
getum gert hvað sem við viljum,
og erum megnugir til, án þess að
spyrja nokkurn að, og það dettur
engum í hug, að á þessu verði breyt
ing, hvort sem við „skiljum“ við
Dani „að lögum“ fyrr eða síðar.
Við erum nú þegar skildir við þá,
og engum manni með fullu viti
kemur til hugar, að sambandslaga-
samningurinn verði gildandi fram-
ar, hvort sem við stofnum „lýð-
veldi“ fáum árum fyrr eða síðar.
Lýðveldisnafnið eitt út af fyrir sig
er ekki mikils virði. Nú erum við í
raun og veru lýðveldi, og ef Bretar
og Bandaríkjamenn efna loforð
þau er þeir gáfu okkur, er annar
hertók okkur, en hinn tók þjóðina
undir sína vernd — og engin á-
stæða er til að efa það — er sjálf-
stæði okkar borgið, hvort sem yið
erum „lýðveldi“ eftir okkar eigin
Jiögum, eða ekki.“
„f STAÐINN FYRIR“ lýðveldis-
gasprið ættum við að sýna það í
verki, að við séum því vaxnir að
vera lýðveldi. En meðan hver
höndin er upp á móti annarri, og
nærri stappar að hér ríki stjórn-
leysi, sýnum við það gagnstæða.
Þegar að því kemur, að við setjum
laga-„stimpilinn“ á lýðveldi okkar,
eigum við að sníða það sem mest
eftir öruggasta lýðveldi heimsins,
Bandaríkjunum. Forsetinn okkar á
að hafa sama vald og forsetinn þar,
t. d. synjunarvald, og vald til að
velja sér ráðuneyti. Þetta má telja
hornstein lýðveldisins. En ég hefi
aldrei séð á þá minnzt í sambandi
við stofnun lýðveldis 17. júní 1944.
Hefir það kannske gleymzt?“
BLESSUÐ SENDIÐ MÉR EKKI
fleiri bréf um þetta rifrildismál.
Hannes á horninu.
HVAÐ SEGJA H3N BLÖÐIN?
/ (Frh. af 4. síðu.)
„Þjóðstjórn sú, sem nú starfar,
getur orðið brú úr upplausn yf-
irstandandi tíma til hins stéttar-
lausa, réttláta framtíðarlands.“
Af greinum Jónasar í „Degi“
nú undanfarið hefir það ekki
beinlínis orðið ráðið, að „hið
stéttlausa þjóðfélag“ væri
markmið hans. Þvert á móti
hefir boðskapur hans snúizt um
það, að stéttabaráttan skyldi
hert og fylkt liði til úrslitaá-
taka milli stéttanna í landinu.
Hafið bngfast. . .
' — Það er sagt að lélegir bíl-
stjórar noti mikið flautuna.
— Sérhvert smábarn á veg-
inum, er lifandi aðvörun um
að aka varlega.
— Gangið þvert yfir götuna,
skáskerið hana ekki, og dveljið
ekki á, akbrautinni lengur en
nauðsynlegt er, það minkar
hættuna fyrir yður og óþægind
in fyrir umferðina á akbraut-
inni.
— Eftir umferðas’lys, getur
hækja verið þér til stuðnings,
en ekki til stuðnings fjölskyldu
þinni.
— Hjólreiðamenn! Munið að
rétta hendina út og gefa stefnu
merki, þegar þið beygið til
viristri eða hægri, og að rétta
hendina upp, til merkis um að
þið ætlið að stanza.
— Það er hættulegt að aka
bílnum allt í einu út frá gang-
stéttinni út í umferðina. Munið,
um leið og þér farið af stað, að
gefa stefnumerki og líta í kring
um yður.
— Allir, sem búnir eru að fá
ökuskírteini og nýbyrjaðir að
aka bíl, takið eftir! Einnar sek
úndu kæruleysi getur valdið
slysi. Ilorfið aldrei eftir kunn-
ingjum yðar á gangstéttunum.
Heðal Eskimóa....
Frh. af 5. síðu.
þess að kveðja okkur. Gamla
konan, sem fyrr getur, kom og
tók undir hönd mér, hvort það
hefir verið mér eða henni til
stuðnings veit ég ekki, að
minnsta kosti var það ég, sem
rann og datt.
Loksins komumst við af stað.
Tveir drenghnokkar fylgdu okk
ur á leið. Þegar við höfðum
farið tæpa mílu sagði annar
snáðinn: „Þessá leið,“ og benti.
Við námum staðar, og báðir
kvöddu þeir okkur með handa-
og íþróttafrömuður landsins
verður sextugur á morgun,
Kristján Ó. Skagfjörð stórkaup-
maður.
Hann hefir um langan aldur
— og löngu á undan flestum
öðrum haldið uppi heiðri skíða-
íþróttarinnar hér í höfuðstaðn-
um og lagt hina miklu krafta
sína fram í Skíðafélagi Reykja
víkur. Var hann ásamt L. H.
Miiller og ýmsum öðrum aðal-
hvatamaðurinn að byggingu
Skíðaskálans í Hveradölum, en
bygging hans markaði tímamót
í sögu skíðaíþróttarinnar hér í
Reykjavík.
Kristján var og er ekki að-
eins hvatamaður í íþróttalíf-
inu heldur og bjartsýnn og
djarfur þátttakandi — og hef-
ur hann oft lagt fyrstur af stað
á fjöll og fyrnindi, en unga
fólkið runnið í slóðina.
Þá hefir Kristján og um
fjölda ára skeið, verið fram-
kvæmdastjóri Ferðafélagsins og
þekkja allir hinn frábæra dugn
að hans og útsjónarsemi í því
starfi.
Kristján Skagfjörð á marga
vini — og aðdáendur, ekki að-
eins ineðal þeirra, sem farnir
eru að hærast heldur jafnvel
miklu fremur meðal unga
fólksins, sem hann hefir leitt
til öræfanna um fannbreiður
og jökla.
Reykvíkingar munu á morg-
un hylla þennan léttstíga, grá-
hærða — og sólbrenda unga
mann, sem allstaðar flytur sól-
skin með sér þar sem hann fer
— jafnvel þó, að svartasta
skammdegi sé.
V. S. V.
bandi, fyrst manninn minn,
síðan mig. Sá yngri var mjög
hátíðlegur og tók kveðjuathöfn-
ina mjög alvarlega. Á leiðinni
til baka veifuðu þeir til okkar
og hrópuðu, unz við sáum þá j
ekki lengur. ■
Herbergi til leigu
fyrir stúlku, sem vill fara í
formiðdagsvist á fámennu
heimili. Tilboð merkt „666“
leggist inn í afgr. Alþbl. fyrir
mánudagskvöld næstkomandi.
Sá, sem fann ÚR
í Sundhallarklefa 27 í
gær milli kl. 6 og 7, er
vinsamlegast beðinn að
gjöra aðvart í síma 17 2 0
(B. S. R.).
TAFLA yfir rekstrarfíma Sundhallarinnar veturinn 1943-'44.
(11. okt. til 1. maí).
Kl. 7,30—10 K1 .10—1,15 Kl. 1,15—2,20 Kl. 2,20—5 Kl. 5—8 o rH 1 co f-H
Mánud. Bæjarbúar og yfirmenn úr hernum Skólafólk og bæjarbúar (fullorðnir) Herinn • Skólafólk Bæjarbúar Bæjarbúar (9—10) Sundfél.
Þriðjud. Hérinn.
>> >>
Miðvikud ‘ ' 5 5 >> >>r Bæjarbúar (9—10) Sundfél.
Fimtud. Bæjarbúar og yfirmenn úr hernum Bæjarbúar
' )> >> )) >>
Föstud. Bæjarbúar Bæjarbúar
>> >> (5—6) konur (9—10) Sundfél.
Laugard. >> Bæjarbúar Bæjarbúar Bæjarbúar Bæjarbúar Herinn
Sunnud. (8—10) >>' 10—3 ” 10—3 >> (3—5) Herinn
ATHS. Á helgidögum og lögskipuðum frídögum er opið eins og á sunnudögum, nema annað sé auglýst. Á stórhátíð-
um er lokað allan daginn. Aðgöngumiði veitir rétt til 45 mín. veru í Sundhöllinni og er þar í talinn tími til að af-
klæðast og kláeðast. — Börn, 12 ára og yngri, fá ekki aðgang eftir kl. 7 e. h., nema þau séu í fylgd með fullorðnum.
Miðasalan hættir 45 mín. fyrir skóla-, hermanna- og lokunartíma.
GEYMIÐ AUGLYSINGUNA.
SUNDHÖLL REYKJAVÍKUR.