Alþýðublaðið - 10.10.1943, Side 5

Alþýðublaðið - 10.10.1943, Side 5
Sunnudagur 10. október 1943. ALÞYÐUBLAÐIO ÞAÐ vekur jafnan talsverða eftirvæntingu að koma til mannabústaða. En ég verð að kannast við það, að eftir langt ferðalag með nesti af skornum skammti, hlakkaði ég gríðarlega til hlýjunnar og hvíldarinnar. Dyrnar flugu upp á gátt, menn komu út á skyrtunni einni sam- an, og börn og konur hópuðust kringum okkur. Margar hendur gripu um sleðann, til þess að leiðbeina okkur. En hve þetta fólk tekur hjartanlega í hönd- ína á manni. Aðkomumönnum er alltaf heilsað með handa- bandi. Glaðleg kona gekk fram úr hópnum og með tignarlegri bendingu bauð hún mér inn í hús sitt. Gestum er alltaf boðið inn í beztu íbúðina. Til þess eru ívær orsakir, býzt ég við. Höfð- ínginn á alltaf að hafa heiður- inn af því að taka á móti gest- um. Og sé um einhver greiða- laun að ræða, er það hann, sem á að taka á móti þeim. Ég elti förunaut minn, og er ég hafði farið gegnum tvö hlið, var ég stödd í húsi einu. Hjálp- fúsar hendur tóku af mér utan- yfirfötin, og mér var boðið sæti. Þar inni var hreinlegt og snyrti legt, og líkt mætti segja um fólkið. Báðum megin hvílunnar voru litmyndir í ramma af kon- ungsíjölskyldunni, og á öðrum veggjum voru myndir úr biblí- unni. Að öðru Ieyti voru vegg- irnir fóðraðir dagblöðum. Brátt kom Thomas inn, og því næst var komið með farangur okkar. Hlífðarföt okkar voru verkuð, og við fengum þau hlý og þurr morguninn eftir. Thomas spurði, hvort hann gæti fengið mat handa hundunum sínum og fékk það svar, að þegar væri búið að gefa þeim. Við fengum þurrt á fæturna og húsráðend- urlétu fara þægilega um okkur. Mér þótti gaman að því, að Thomas fékk aðhlynningu á undan mér. Að því búnu var farið að sinna mér. Teið var bráðlega fram borið, og húsmóðir okkar kom með sykur, en hann höfðum við ekki séð lengi. Því næst var komið með tímarit handa okkur til þess að lesa, og voru sum þeirra orðin ársgömul. Bráðlega komu allir þorpsbúar inn. Þegar öll sæti voru skipuð, stóðu þeir, sem seinna komu. Börn gægðust inn, en fóru strax aftur, sumir eldri mannanna spiluðu á spil. Svitinn rann niður um mig inn- an í loðfeldinum mínum, og þegar ég fór úr honum til þess að hátta, loddi hann við mig. Karlmennirnir sátu umhverfis okkur í loðfeldum. Tveir lamp- ar, sem brenndu sellýsi, lýstu stofuna, en auk þess var kveikt á tveimur ljóskerum. Bæði prím usinn okkar og prímus húsráð- andanna voru notaðir til þess að sjóða súpu og hita te. Auð- séð var, að húsráðandi var efna- maður á mælikvarða þessa fólks. Unter den Linden. Loftsókn Bandamanna gegn Þýzkalandi fer ávalt harðnandi og hafa miklar skemmdir orðið í borgum landsins og' héruðum, sem hafa mikla hernaðarlega þýðingu. Berlín hefir mjög látið á sjá, og er trúlegt, að hið fagra stræti „Unter den Linden“ hafi nú breytt um svip frá því á dögum friðarins. Meðal Eskimóa i Baffinslándi. E ittrfakandi grein, sem fjallar um Baffins- land o geskimóana, sem þar þúa, er eftir frú To mMann- ing og þýdd hér úr Warld Digest. Þegar við höfðum komið okk- ur fyrir, tók Thomas upp upp- drætti sína, og karlmennirnir þyrptust kringum okkur. Okkur var sagt, að við værum í Igg- arakshuk austan megin við Gor- donflóa. — Hversu margir búa við Rorset? spurði Thomas. — Enginn, sögðu þeir. Okkur var enn fremur sagt, að ef við færum á fætur klukkan hálf sex að morgni, værum við kom- in til Dorset milli klukkan fimm og sex að kvöldi. Gestgjafi okk- ar, sem hét Pootoogug (Stóra tá) kvaðst ætla þangað daginn eftir, og skyldi hann vísa okkur veg- inn. — Me too, sagði sonurinn So- lomonie, til þess að viðra ensku- kunnáttu sína. — Kanntu ensku? spurði Thomas vongóður. — Nei, sagði hann og hristi höfuðið. Blindraheimili Blindravinafélags Islands. Merkjasalan er ekki í dag, en næsta sunnu- dag, þ. 17. október. — Nánar auglýst síðar. Blindravinafélag fslnads. Það er leiðinlegt, að engin til- raun skuli hafa verið gerð til þess að kenna þessum Eskimó- um ensku. Sýnilegt er, að þang- að leggja leiðir sínar fleiri og fleiri hvítir menn, og enginn vafi er á því, að þessir hvítu menn munu mæla enska tungu. Svo er trúboðanum M. Peck fyrir að þakka, að Eskimóarnir hafa eins konar skrift, sem þeir nota, þegar þeir senda hver öðr- um bréf. Áður höfðu þeir ekk- ert ritað mál. Eina bókin, sem þýdd hefir verið á mál þeirra er biblían. Ef þeim væri aðeins kennt rómverska stafófið, gætu þeir lesið sér að gagni þær fjöl- mörgu bækur, sem Danir hafa þýtt á grænlenzka tungu. Ef til vill óttast menn það, að Eski- móarnir kunni að læra of mikið, svo að þeir standi jafnfætis hvít um mönnum, því að fjarri fer, því, að Eskimóarnir séu heimsk- ir að eðlisfari. Ekki hafa Eskimóum heldur verið kennd grundvallaratriði stærðfræðinnar. Fæstir þeirra kunna meira en að telja á tám og fingrum. Og það nægir þeim ekki nærri því, eins og kaup- sýsla þeirra er orðin margþætt nú orðið. * P JÖLSKYLDA Pootooguk’s var kona hans, sonur hans, Solomonie, kona hans og lítill sonur hans, enn fremur aðrir synir og dætur. Þegar háttatími var kominn fengum við rúm Solomonies. Thomas hreyfði mótmælum, en Pootooguk krafðist þess, að gestirnir fengju bezta rúmið. Berið þessa gestrisni saman við þá meðferð, sem Eskimóarnir sæta í Hvíta húsinu. Við hús flestra hvítra manna eru sér- stakir kofar fyrir Eskimóana. Þeir fá sjaldnast að koma einu sinni inn í eldhúsið. Eskimóar eru fljótir, að læra siði og háttu hvítra manna. * E' NGIR MENN eru fljótari A að sofna en Eskimóar. Um leið og þeir eru lagstir út af, eru þeir farnir að hrjóta. Því má bæta við, að þeir eru jafn- fljótir að vakna og rífa sig á fætur. En hve við öfunduðum gestgjafa okkar af hinum djúpa svefni. Mig minnir, að ég hafi sofið í tvo tíma, og Thomas svaf litlu lengur. Pootooguk var snemma á fót- um morguninn eftir, og var bú- inn að kveikja á prímus áður en við fórum á fæturna. Er við höfðum snætt morgunverð, skildum við fáeina muni eftir í þakklætisskyni fyrir veittan beina. En gestrisni húsráðanda var ekki þar með öll. Hann lét okkur fá átján óþreytta hunda í stað þreyttu hundanna okkar, og auk þess hafði hann tekið á sleðann sinn meginið af far- angri okkar. Það var dimmt, og við vorum ekki örugg að rata. Þá biðu þeir eftir okkur feðgar, hann og Solomonie. Þegar við komum loks til Dorsethafnar, fóru þeir til pósthússins og sögðu herra Dorset, að við vær- um komin. Aldrei hefi ég nótið meiri kurteisi og greiðasemi. Frá Dorset ætluðum við yfir Foxeskagann til Dorchester- höfða. Þar höfðust við fáeinir Eskimóar. Ég hefi sennilega ver- ið eina hvíta konan, sem þeir hafa séð, og þeir ákváðu að nota tækifærið. Gömul kona tók mig við hönd sér og leiddi mig inn í snjóhús. Þar skoðuðu þær mig í krók og kring og létu í ljós undrun sína. Ein þeirra þáði vindling og reykti hann með á- fergju. Mestri undrun voru þær þó slegnar, þegar ég tók fram saumaáhöld mín. :jí TVÖ börn, drengur og telpa fóru að dansa leifar áf gömlum, skozkum dansi. Ég býst við, að einhver skozkur hvalveiðimaður hafi sýnt Eski- móunum þjóðdans sinn ein- hvern tíma í fymdinni. Líkt og meðal margra frumstæðra þjóða er eina hljóðfæri þeirra trumba. Af grammófónum og af útvarp- ‘ inu hafa þeir þó lært marga nú- tímadansa. Á öðrum degi sóttu Eskimó- arnir óþreytta hunda og lánuðu okkur. Þann 20. janúar vorum við ferðbúin. Allir, sem vettl- ingi gátu valdið, komu út til Frh. á 6. síðu. Um gisti. og greiðasölustaði. Hverjar eru skyldur þeirra? Hvað líður löggjöfinni? Nokkur orð um hið svokallaða sj álfstæðismál. GISTIHÚSIN og gistihúsahaldið er umræðuefni meðal fólks. Ég hefi skrifað allmikið um þetta mál, og hvað eftir annað bent á það, að nauðsynlegt sé að hafa lög gjöf um réttinði og skyldur gisti- húsa. Engin slík löggjöf er til. Eitt sinn var þremur völdum mönnum falið að semja frumvarp um þetta efni. Þeir gerðu það og afhentu ríkisstjórninni, en síðan hefir ekk- ert verið gert. Frumvarpið lá lengi hjá póst- og símamálastjóra og vegamálastjóra, en nú kvað það liggja hjá atvinnumálaráðherra. ÞVÍ VAR LOFAÐ eitt sinn í sam tali við mig, að löggjöf um þetta efni skyldi sett á þessu ári, en ég hefi litla trú á því að svo verði úr þessu, því að ekkert bólar enn á frumvarpi um slíka löggjöf í þing- inu. Hvað veldur þessu? Hvers vegna má ekki afnema þann mold- búabrag, sem er á gistihúsarekstri okkar íslendinga? FYRIR FÁUM DÖGUM birti ég bréf frá ferðamanni um viðtökur, sem hann og ferðafélagar hans fengu um daginn í einum af gisti- stöðum landsins. Þessi staður mun vera Fornihvammur, — og hef ég fyrr fengið kvörtunarbréf um þetta gistihús. Mér er þó sagt, að það njóti' stuðnings hins opinbera, til þess að taka á móti gestum. En hvaða skyldur hefir gistihúsið? Er það yfirleitt skyldugt að taka á móti gestum? ANNAR FERÐAMAÐUR skrif- aði mér í gær og tekur undir fyrra bréfið. Segist hann hafa fyrir nökkru orðið að leita gistingar í öðru gistihúsi og lent þar í því versta, sem hann hafi orðið fyrir á ævi sinni. Þar var ekki ofn í neinu herbergi. Honum og félaga hans var vísað til herbergis, en það var ekki aðeins, að það væri óupphit- að, heldur voru á því tveir gluggar og hvorugum var hægt að loka, stóð því kuldagjósturinn inn á þá félaga. RUDDASÆNG VAR ofan á rúm botninum, sem var úr vírum, og þunnt lak þar ofan á. Þeir félagar urðu að fara upp úr rúmunum inn- an stundar, klæða sig í öll föt sín, að hlífðarfötum meðtöldum, og sofa með loðhúfur sínar á höfðun- um. Fyrir þennan glæsilega nætur- greiða urðu þeir félagar að borga 10 krónur hvor, meira en á beztu gistihúsum á Akureyri! SVONA LAGAÐ getur ekki átt sér stað, nema þar sem menning er á mjög lágu stigi. Það er alveg ó- skiljanlegt að það skuli geta talizt gististaður, sem ekki hefir her- bergi, sem hægt er að hita upp, eins og var þarna að sögn bréfrit- ara míns. Hann kom síðar í Stykkis hólm og gisti þá í gistihúsinu. Þar er hinn mesti myndarskapur á öll- um hlutum segir bréfritari minn. Ég vil fastlega vænta þess, að nú taki ríkisstjórnin rögg á sig og geri alvörif úr því, að setja löggjöf um greiðasölu- og gististaði.. Þetta sleifarlag má ekki ríkja lengur. Það er okkur til háborinnars skammar. „HANNES Á SJÓNARHÓLI“ skrifar eftirfarandi: „Alveg er ég orðlaus og undrandi yfir þeim aumingjaskap dagblaðanna þriggja Frh.. á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.