Alþýðublaðið - 04.11.1943, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 04.11.1943, Qupperneq 7
Fimmtudagur 4. nóv. 1943. ALÞYÐUBLAÐIÐ {Bœrinn í dag. I Næturlæknir er í nótt 1 Lækna- varðstofunni, sími 5030. Næturvörður er í Ingólfsapóteki ÚTVARPIÐ: 20.30 Útvarpshljómsveitin (Þór- arinn Guðmundsson stjórn- ar): a) Forleikur: „Konung- ungur einn dag“ eftir Adam. b) Lagaflokkur úr óperettunni „Geisha“ eftir Sidney Jones. 20.50 Frá útlöndum (Axel Thor- steinsson). 21.10 Hljómplötur: Lög leikin á celló. 21.15 Lestur íslendingasagna (dr. Einar Ól. Sveinsson há- skólabókavörður). 21.40 Hljómplötur: íslenzk söng- lög. 21.50 Fréttir. Líkn Templarasundi 3. Ungbarnaverndin er opin þriðju daga, fimmtudaga og föstudaga kl. 3,15—4. Skoðun barnshafandi kvenna kl. 1—2 á mánudögum og miðvikudögum. Bólusetning barna gegn barnaveiki hefst nú aftur og verður framvegis á föstu- dögum kl. 5.30—6. Þeir, sem vilja fá börn sín bólusett, hringi í síma 5967 milli 9—1-0 sama dag. Tvö bifreiðaslys. í fyrradag urðu tvö bifreiðaslys hér í bænum. Ingimundur Benediktsson Ásvallagötu 51 var á reiðhjóli við Suðurpól, er hann varð fyrir herbifreið. Meiddist hann á höfði og var fluttur í her- spítala. Lítil telpa varð fyrir ís- lenzkri bifreið í Kirkjustræti, meiddist hún á fæti og fékk heila- hristing. Félagslff. Sálarrannsóknarfélag íslands heldur fund í Guðspekifélags- húsinu í kvöld klukkan 8.30. Fundurinn helgaður minningu látinna. HAUKAR f HAFNARFIRÐI: Æfingar í fimleikahúsi barna' skólans veturinn 1943—1944 verða sem hér segir: Þriðju- daga: kl. 7.30—8.15, A-kven- flokkur. Kl. 8.1g—9, B-kvenfl. Kl. 9—10, karlar. — Mið- vikudaga: kl. 8—9, drengir 14—16 ára. — Föstudaga: kl. 7.30—8.15, A-kvenflokkur. Kl. 8.15—9, B-kvenflokkur. Kl. 9—10, karlar. — Laugar- daga: kl. 8.30—9.30, drengir 14—16 ára. <— Stúlkur, sem vilja láta innrita sig í félag- ið, tilkynni það Margréti Pétursdóttur, c/o. Verzl. Jóhannesar Gunnarssonar Strandgötu 19, sem gefur nán- ari upplýsingar. — Karlar og drengir láti innrita sig í fé lagið hjá Jóni Egilssyni, c/o Verzlun Gísla Gunnarssonar. Kennd er leikfimi og hand- knattleikur og er kennari Garðar S. Gíslason. Stjórnin ÆFING í KVÖLD klukkan 8.30 í Austurbæjarbarnaskólanum, Kennari: Baldur Kristjónsson Séra Jakob Jómsson: Fyrirspurn til bæjarráðs og hugleiðing um setuliðið. SÁ er drengur, sem viðgeng- ur“, má segja um yfirlýs- ingu borgarstjórans í gær í Al- aýðublaðinu. Það er augljóst, að hann vill, að aðfinnslum út af hljóðfæraleiknum á sunnu- daginn verði stefnt að ráða- mönnum bæjarins, en ekki her- stjórnarinnar, „ef (leturbreyt- ing mín.) um einhverja sök er að ræða“. En nú langar mig að gera í fullri vinsemd eftirfar- andi fyrirspumir til bæjarráðs: 1. Finnst bæjarráði, að hér hafi ekki verið um neina sök að ræða? 2. Á að skilja orð borgar- stjórans svo, að hljómsveitinni væri leyft að spila um miðjan dag, hvernig sem á stæði í kirkj unni? 3. Ef svo var ekki, hvernig átti' að tryggja það, að hljóm- sveitin vissi, að messa stæði yfir? Var ættlast til, að hún spyrði lögregluna í hvert sinn eða áttu prestarnir að tilkynna setuliðinu, að þeir hefðu í hyggju að messa? 4. Hafði hljómsveitarstjórinn spurst fyrir um það nefndan sunnudag, hvort guðsþjónusta færi fram á þessum tíma? Eitt atriði í grein minni í fyrradag þarf leiðréttingar við. Ég þakkað'i amerísku herstjórn inni það, að þjóðleikhúsinu hefði verið skilað aftur í hend- ur löglegra yfirráðamanna. En nú hefi ég fengið upplýst, að Bretar hafi aldrei látið Þjóð- leikhúsið af hendi við Ameríku- menn, svo að það séu Bretar, sem eigi þakkirnar fyrir að skila því. Hitt vissu allir, að þeir áttu skömmina af því að halda því óforsvaranlega lengi í blóra við leikunnendur og list elskandi fólk í landinu. Ég gat um afhendingu Þjóð- leikhússins sem dæmi um vax- andi skílning hernaðaryfirvald- anna á íslenzkum kröfum. Það hefði mátt nefna ýms fleiri dæmi um greiða hjálp, sem setuliðið hefir veitt Islending- um. Sjálfsagt er ekki nema lítið af þessum atvikum gert heyrum kunnugt, en einmitt á þeim og ennfremur á heilbrigð- um f járhagslegum og stjórnar- farslegum viðskiptum byggist vinátta Bandaríkjamanna og íslendinga. En það er tvennt, sem þó má aldrei gleymast í þessu sambandi. í fyrsta lagi það, að með því að veita Bandaríkja- mönnum frjálsan aðgang að ís- lenzkri jörð og leyfa afnot landsins í hernaðarþarfir hafa Islendingar gert Bandaríkja- mönnum greiða, sem þeir geta aldrei að fullu launað, svo framarlega sem þeir metá ein- hvers sigur í þessu stríði. Auð- vitað var það líka okkur í hag, að bandamenn náðu á undan þýzkum nazistum að berja að dyrum. Og sigur bandamanna er líka okkur í vil. En ég er vantrúaður á, að jafnvel hin frelsisunnandi Bandaríki hefðu farið að taka langa lykkju á leið sína með milljóna tilkostnaði til þess eins að vernda þetta útsker, ef þeir hefðu ekki talið það nauðsynlegt fyrir sjálfa sig. Þegar 'bandaríkski herinn gerir eitthvað í raunverulega þágu íslendinga, skoða ég það því sem viðurkenningu þeirra á skuld, sem þeir standi í við ísland. En ég vil, að íslending- ar séu menn til þess að taka slíkum . vináttumerkjum með fullri virðingu fyrir Banda- ríkjamönnum, og helst sjálf- um sér líka. Og þess vegna krefst ég þess réttar fyrir mína hönd og samborgara minna að mega setja út á sitt af hverju, sem kemur af hálfu setuliðsins, án þess að þurfa að búast við að nokkur verði veiklaðri á taugum fyrir bragðið. Hitt atriðið, sem ég tel, að ekki megi gleymast, er það, að þó að við höfum leyft erlendri stórþjóð landvist um stundar- sakir, eigum við ekki að leyfa neitt, sem hjálpar til að sljóvga þjóðernistilfinningu okkar sjálfra. Sú tilfinning er okkur líka nauðsynleg gagnvart Banda ríkjamönnum. Við vitum, að allar stórþjóðir halda uppi ýmis konar áróðursstarfsemi og eru Bandaríkjamenn engin undan- hekning. Mér hefir oft fundizt að sumt í áróðri þessara gesta okkur sé barnalegt og óþarft. Eins þykist ég geta fært rök áð að því, að áhrif setuliðsins á skemmtanalíf æskulýðsns hafi orsakað ýmsa þá harmleiki, sem þeir vita gerzt um, er vinna að félagsíegum vandamálum. Ef til vill má þar líka skella) skuldinni að einhverju leyti á íslenzk yfirvöld og eftirlits- menn, en eitt er þó víst, — að hér verður engu um þokað til góðs, nema ákveðnari spor séu stigin til umbóta. Og meðal annars er það mín skoðun, að viss atriði í starfsemi setuliðs- ins þurfi að taka algerðum stakkaskiftum. „Sá er vinur, sem til vamms segir.“ Jakob Jónsson. Minn hjartkæri sonur og bróðir, Haukur Jónsson, andaðist í Landspítalanum 2. þessa mánaðar. Friðlín Þórðardóttir og systkini. Hjartanlega þökkum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og jarðarför litla drengsins okkar, Guðjóns Elíasar. Ingibjörg Guðjónsdóttir. Sigurbjörn Elíasson. Þökk fyrir auðsýnda hluttekningu við fráfall og jarðarför móður minnar, Vigdísar Einarsdóttur Maack. Fjmir mína hönd og annarra vandamanna. Pétur Maack. Minn ingarorð: Gísli Gíslason Tvær sfúlkur óskast til aðstoðar á bókbandsvinnustofu. Afgreiðsla Alþýðublaðsins vísar á. Syrgjum við þig sonur og bróðir — Sölna blóm. — Hljóðir vinir höfðum drjúpa. Herrans dóm enginn flýr, nær engill drottins að fer rótt, kallar’ ann til hærri heima helga nótt. Hlustum gegnum heljar drungann, hvíslar von: Gott er æ hjá Guði að eiga góðan son, minningar um mæta drengsins manndóms þrá. Dvelja eftir dægurskiptin drottni hjá. M. G. Kjötnðman. Frh. af 2. síðu. En það verður ekki þolað, að ekki verði upplýst hið rétta í þessu máli. Hér er um svo furðulegt mál að ræða, að þjóðin verður að fá að vita hið rétta. Hver hefir borgað þetta kjöt? Hver hefir tapað á því að því var hent? Hefir þetta kjöt verið verðupp- bætt úr ríkissjóði? Svör við þessum spurningum verða að koma nú þegar. Dppbætnrnar. Frh. af 2. síðu. það mikla áherzlu, að uppbætur væru mjög yarasamar og óhugs andi nema aðeins sem bráða- birgðaráðstöffun. Milljónaupp- bætur, án nokkurrar niður- færslu á hinni raunverulegu dýrtíðin, eru fjássóun. Umræðunni var ekki lokið í gær. Alþýðusambandið, flutt af Þor- steini Péturssyni. . .Verkalýssamtökin. og . sam- vinnuhreyfingin, flutt af Guð- geiri Jónssyni forseta Alþýðu- sambandsins. . .Verkalýður og millistéttir* flutt af Finni Jónssyni alþing- ismanni. Lýðræði og stéttaþjóðfélög, flutt af Karli ísfeld blaða- manni. Stórveldastefna og styrjaldir, flutt af Stefáni Ögmundssyni prentara. Alþýðan og þjóðemisbarátt- an. flutt af Einari Olgeirssyni alþingismanni. Baráttuaðferðir og markmið. flutt af Sigurði Guðmundssyni blaðamanni. Ennfremur mun verða flutt erindi um stéttasamtök og stjórnmálabaráttu, en enn er óráðið hver flytur það. Sálarrannsóknarfélag íslands heldur fund í kvold kl. 8.30 í húsi Guðspekifélagsins. Fundur- inn er helgaður minningu látinna. Ný bók eftir dr. Helga Péturss, Sannýall er komin út. Er þetta fimta bindi Nýals, hins mikla rit hans um framhaldslíf. Mæðrastyrksnefndin heldur aðalfund sinn annað kvöld. AIMöÐfræðsla AlþýðBsambaDdsins. Frh. af 2. síðu. er Sverrir Kristjánsson sagn- fræðingur. A miðvikudöigum: Saga vinnu. og . f ramleiðsluhátta, kennarar verða Björn Franzson og Gylfi Þ. Gíslason dósient. A fimmtudögum: Alþýðu- og félagsmála|löggjöf j kennarar verða Guðmundur Kr. Guð- mundsson tryggingarfræðingur og Guðmundur I. Guðmunds- son lögfræðingur. A föstudögum: Félagsstarf- semi og verða kennarar þeir Jón Sigurðsson framkvæmda- stjóri og Jón Rafnsson erind- reki. Akveðið hefir verið að flytja þessi erindi á mánudögum: . . Stéttasamtök verkalýðsins og Tveir vitar. Frh. af 2. síðu. Ljósmagn 200 HK. Ljósmál 9,5 sm. fyrir hvíta Ijósið, 6,5 fyrir rauða ljósið og 4,5 sm. fyrir það græna. Vitahúsið er 3 m. hátt, hvítt með svörtum láréttum röndiun. Lqgtími 15. júlí til 1. júní. Awlýsingar, sem birtast eiga í Alþýðublaðinu, verða að vera komnar til Auglýs- ingaskrifstofunnarí Alþýðuhúsinu, (gengið inn frá Hverfisgötu) fyrir hl. 7 aö kvöldi. Sfml 4906.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.