Alþýðublaðið - 22.12.1943, Síða 4

Alþýðublaðið - 22.12.1943, Síða 4
4 ALÞYÐUBLAÐBÐ Miðvikudagur 22. des. 194$ Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn og afgreiðsla í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar ritstjórnar: 4901 og 4902. Síxnar afgreiðslu: 4900 og 4906. Verð í lausasölu 40 aura. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Er það petta, sem mest kaltar að? Fyrir örfáum dögum var fundum alþingis slit- ið eftir eitt hið ömurlegasta þing, sem haldið hefir verið á landi hér um langan aldur. Aldrei hafa sundrungin, óheil- indin og ábyrgðarleysið lamað þimgið eins átakanlega og í þetta sinn, þegar máske hvað mest reið á þvi, að það sýndi sam- heldni og dug. Aldrei hefir meiri ihluti þingsins brugðist eins ger- samlega skyldum sínum við þjó- ina. Það, sem fyrst og fremst lá fyrir þessu þingí, var að ráða fram úr hinum vaxandi vanda dýrtíðarinnar og afstýra yfir- vofandi hruni atvinnuveganna af hennar völdum: Og hvernig leystu svo þingflokkarnir þetta hlutverk sitt af liendi? Ekkert var gert annað en það, að sam- þykkja, að halda áfram að ausa tugum milljóna króna úr ■ríkissjóði í hina botnlausu hít verðuppbótanna á landbúnað- arafurðir. Sjálf heldur dýrtíðin áfram að vaxa hröðum skrefum og grafa ræturnar undan at- vinnuvegum þjóðarinnar. Það er aðeins vísitalan og kaup- gjaldið, sem haldið er niðri. Framleiðslutæki aðálátvinnu vegarins, sjávarútvegsins, grotna niður án þess að nokkuð sé gert til að endurnýja þau; og hefir þó ekki vantað, að fjálglega væri talað um nauð- syn þess, að endurnýja skipa- stólinn. En þegar Alþýðuflokk- urinn bar fram tillögu um að verja 9Vá milljón króna til hyggingar nýrra fiskiskipa, var hún felld, og fjármunum þjóð- arinnar ausið í staðinn í verð- uppbætumar. Eftir stendur ríkissjóður slyppur og snauður, þegar í eitthvað þarf að ráðast, skipastóllinn úreltur og geng- ixm saman, og atvinnuleysið þegar farið að berja. að dyrum. * Sjaldan hefir öngþveitið, úr- ræðaleysið og ábyrgðarleysið komizt á annað eins stig hjá okkur, hvort heldur í stjórn- málum, fjármálum eða atvinnu málum þjóðarinnar. Sjaldan hefir verið meiri nauðsyn þess, að flokkamir settust við sátta- horð og mynduðu með sér nefnd í því skyni, að reyna að bræða sig saman um raunhæf- ar og varanlegar ráðstafanir til þess að bjarga fjávhag og at- vinnuvegum þjóðarinnar frá yfirvofandi hmni. En um þá brýnu þjóðarnauðsyn næst ekk ert samkomulag. Hins vegar hafa þrír stærstu þingflokkarnir, Sjálfstæðis- flokkurinn, Framsóknarflokkur inn og Kommúnistaflokkurinn, komið sér saman um annað: að mynda með sér nefnd til þess að — skilja við Dani fyrir 17. júní næstkomandi. Það er mál- ið, sem þeim finnst vera mest aðkallandi! * Vissulega er það gott og bless að að skilja við Dani, og það Ný ævisaga Jörundar hundadagakonungs. Rhys Davies: Jörundur hunda dagakóngur...... Hersteinn Pálsson íslenzkaði. Bókfells- útgáfan. Reykjavík 1943. JÖRUNDUR hundadagakon- ungur hefir orðið mjög hugstæður Íslerídingum um nærri hálfrar aldar skeið, og er íþað að vonum. Svo miklu um- róti olli hin skarmnæja stjórnar- bylting hans í hugum þessarar afskekktu og bágstöddu-þjóðar, þórtt ekki sé hún rúmfrek í st j ór nmálasögu Stór-Br et a- lands, sem leiddi hana til lykta. Allt fram á þennan dag hafa íslendingar rætt um það sín á milli, hvort stjórn Jörundar rnundi hafa orðið þjóðinni til far sældar til frambúðar, og til munu vera þeir menn, sem held- ur kysu stjórnarfar hundadaga- ikonungsins en þá stjórn, sem nú höfum vér. Fyrir nokkrum árum sámdi Helgi Briem doktorsritgerð mikla um byltingu Jörundar og er þar flestar staðreyndir að finna um hana. Nú fyrir nokkrum dögum kom út á íslenzku ný og stór bók um Jörund og lífshlaup hans, og er hún allmjög með öðrum hætti en rit H. Briem. Hún er ekki fræðirit fyrst og fremst, heldur ævisaga í skemmtistíl, eins og nú tíðkast mjög að rita. Söguhetjunni er fylgt frá vöggu til grafar, reynt að skýra sálarlíf Jörundar og or- sakirnar, sem ollu furðulegum tiltækjum hans á umhleypinga- samri æví. Meginsálfræðiskýr- ing höfundar er sennileg. Allt bendir til þess, að Jörund hafi kalið á hjarta í óblíðri æsku og óræktarsemi móður hans hefir orðið honum afdrifarík. I Bókin er skemmtileg, enda er ekki vandi að skrifa þannig, þeg ar viðfangsefnið er jafnævin- týraríkt og Mfsferill Jörgens Jörgensens, 'háseta, skipstjóra, konungs á íslandi, skottulæknis í Perú, tukthússlims og spila- falsara, njósnara, útlaga og lög- regluþjóns, ekki sízt, þegar á það er litið, að maðurinn var sjáifur sískrifandi. Enginn vafi er á því, að mörgum mun þykja fróðleiksauki að bókinni, því að margír vita lítið um Jörund ann að en það, að hann kom hingað eins og skollinn úr sauðarleggn- um og setti hér allt á annan endann í nokkrar vikur. Ekki er þess kostur hér að þessu sfnni að kryfja áreiðan- leik bókarinnar og sannfræði til mergjar. En ekki ber kaflinn um Is'land höfundinum vitni um það, að hann hafi lagt mikla stund á að kynna sér sögu ís- lands í upphafi 19. aldar. Hann lýsir íslendingum sem illa sið- uðum vesælingum, sljóum og ó- sjálfstœðum. Ánnar hver maður er með kláða og ódaunninn er svo mikill af fólkinu, að útlend- ingarnir geta ekki komið ná- lægt því. Oll afskipti íslendinga af byltingunni eru hin aumkun- arlegustu, og hafa sannarlega ekki öll kurl komið til grafar við lýsingu byltingarinnar; því að svo virðist sem höf undur hafi ekki kynnt sér neinar íslenzkaf beimildir um þessi efni. Bókin er myndarleg að ytra frágangi og eru í henni nokkrar teikningar ©ftir Jörund sjálfan, en hann lagði á margt görva hönd. Þýðingin er dáHtið þung- lamaleg á köflum, einkum í upphafi. Prófarkalestur er góður R. Jóh. |g sbal segja þér..‘ „Ég skal segja þér..Bréf til pabba og mömmu frá Reykavíkurbörnum í sveit. Valið hefir Vilhjálmuv S. Vil- hjálmsson. Revkjavík 1943. AÐ ER vandasarnt að skrifa fyrir börn. Þau eru vand- látir lesendur. Margir mætir rit- höfundar hafa flaskað á því að reyna að skrifa á rnáli barnanna, en hafa ekki verið því nægilega kunnugir hvernig börn tala og hugsa. Þeim er því nauðsvnlegt aö kynna sér gaunigæíilega hvernig hinir ungu lesendur tala og skrifa sjálfir. Þetta litla kver, sem hér um ræðir, er prýðileg heimild í því efni. Þar eru bréf frá fimmtán börnum, sem dveljast í sveit um sumarmánuðina og eru nú að skrifa pabba og rnömrnu. Sá, sem safnað hefir bréfunum og búið til prentunar, en það er Vilhjálmur S. Vilhjáhnsson, blaðamaður, hefir látið bréfin halda sér, að öðru leyti en því, að ritvillur hafa verið lagfærð- ar. Það er furðulega margt, sem ber á góma hjá börnunum í þessum bréfum, og hljóta allir, sem eiga börn og þekkja börn, að lesa þau með áhuga og á- nægju. Þarna er sagt frá áhyggj- um og gleðifregnum, sambúð- inni á sveitaheimilunum, sem börnin dveljast á o. s. frv. Og frá öllu þessu er sagt á lifandi máli og hispurslausu. en þó furðulega hreinu. Víða er frá- sögnin svo Ijós og snjöll, að hinir smávöxnu j#höfundar gera skömm til mörgum þeim stærri, sem halda sig vera að skrifa á máli og tungutaki barnanna. en skrifa í rauninni bragðlaust mál, sem hvergi er til. „Ég fór með böggul á næsta bæ um daginn. Og veiztu hvað? Ég fann hreiður. Það voru lítil egg í því, en ég hreyfði þau ekki, elsku mamma mín, því að það var fugl þar rétt hjá og það var mamman og hún var að passa hreiðrið og eggin voru voða lítil og dröfnótt, eða með eins og freknur, eins og eru á riefinu á mér, þú veizt. Það má ekki hreyfa hreiður, því að ef þau eru hreyfð, þá verður fuglinn vondur og vill ekki hreiðrið.“ Svona skrifar enginn nema barn, sem lifað befir atburðinn, sem það segir frá. Þetta er vafalaust ein bezta barnabókin, sem kemur út fyrir þessi jól. En myndirnar, sem í bókinni eru. eru fremur léleg ar, og hefði þetta efni þó átt skilið að betri myndir fylgdu. Forsíðumyndin er þó mjög falleg. R. Jóh. viljum við allir gera, þegár réttur og heppilegur tími er til kominn. En ætli okkur væri ekki skammar nær, að reyna að ráða fram úr því öngþveiti, sem nú ríkir hjá okkur á öllum sviðum, og sýna á þann hátt, að við séum færir um að standa á eigin fótum og eigum það skilið að verá sjálfstæð þjóð, áður en við förum að flagga með skilnaðinum við Dani og stofnun lýðveldisins hér á landi? En sem sagt: Um hraðskiln- ! aðinn hafa þeir getað orðið sammála,.pó að nver höndin sé upp á móti annarri í öllu öðru og hrunið nálgist með risa- skrefum! Leikfélag Reykfavíkur. "VOPN GUÐANNA" eftir Davfö Stefánsson frá Fagraskógi. Frumsýning á annan í jóium klulikan 8. Frumsýningargestir eru beðnir að sækja aðgöngumiða sína frá klukkan 4 til 7 í dag. / Jólatrésfagnaður °g Árshátfö Stýrimannaíélags Islands verður haldin 30. desember í Tjarnarkaffi. Nánar auglýst síðar. * Skemmtinefndin. __L________' 7 __________________J Þ A K K A hjartanlega öllum, sem heiðruðu mig á einn eða annan hátt á 80 ára afmæli mínu. Guðmundur Eggertsson, Freyjugötu 10 A, ALBEBT EMGSTBÖIVl Endurminnángar frá IslancSsferÓ' REYKJAVÍK 1943 — ÁRSÆLL ÁRNASON Hlæjum öll með Engsfröm I

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.