Alþýðublaðið - 05.01.1944, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 05.01.1944, Blaðsíða 2
2 ALÞlfÐUBLAÐI® Miðvikudagur 5. jap uar 1944. „HljémnrlnM, §em parg að kæfa“ 5 Sigurði Nordal neitað um að flytja erindi í útvarpið um skilnaðarmálið S SkaðabétaBBiál íslend- tnga gegn s@tuliðinu. Tvær neftsdir, skipaðar ísiendingum og Ameríkumönnum, gera út um pau. » ISLENZK-AMERÍSKA MATSNEFNDIN, sem skipuð er þremur íslendingum og tveimur fulltrúum hersins, boðaði blaðamenn á sinn fund rétt fyrir áramótin til þess að gefa þeim kost á að fylgjast með störfum hennar, sem eru viðamikil og mjög vanda- som. í nefndinni eiga sæti Gunar Guðjónsson stórkaupmaður, -Ámi Jónsson frá Múla og Ólafur Jóhannesson lögfræðingur, og Witkowski kapteinn og Weeks liðsforingi. Nefndin var stofnsett sam- kvæmt ósk herstjórnarinnar í aprílmánuði 1942 og er hlut- verk hennar að taka ti'l með- ferðar og reyna að ráða til úr- slita kröfum, sem boma á her- stjórnina frá íslendingum um foætur fyrir spjöll á lóðum og 'iendum og mannvirkjum. Heyra undir nefndina öll slík mál, en þó ekki þau, sem stafa af bif- reiðaárekstrum eða bifreiða- slysum. Gunnar Guðjónsson, sem er formaður nefndarinnar hafði Orð fyrir henni. Sagði hann að mefndinni hefði borizt fjöldi mála og langflestum eða nær öllum hafi verið hægt að ráða til úrslita með fullu samkomu- lagi. Kvað hann herstjórnina nær ætið taka til greina tillög- ur nefndarinnar. Hins vegar kvað hann það bafa komið fyr- ir, að menn hafi komið með svo ósanngjarmar kröfur að ekki hefði verið hægt að ná sam- tkomulagi, en það væri mjög sjaldgæft sem betur færi. Sagði hann að það væri sameiginlegt álit ’hins íslenzka nefndarhluta að ailar sanngjarnar kröfur hefðu verið teknar til greina og myndu verða teknar til greina af hprstjórninni. Sum mál kvað hann mjög erfið við- fangs og nefndi hann sem dæmi ifcjón á æðarvarpi og tjón af hernaðaraðgerðum á afréttum bænda. í slíkum tilfellum væri mjög erfitt að meta til fjár tjón, sem menn teldu sig hafa orðið fyrir. Þá kallaði matsnefnd sú, er hefir með höndum kröfur vegna bifreiðaárekstra, bifreiðaslysa og fleira, blaðamenn á fund sinn í fyrradag. í nefnd þessari eiga sæti: Af -hálfU dómsmálará'ðuneyt- isins Þórður Eyjólfsson, hæsta- réttardómari og Ragnar Jóns- son, fulltrúi sakadómara. Af hálfu amerísku herstjórnarinn- ar Edward Roberts liðsforingi, Nefndin skýrði þannig frá störf um sínum: Starfið hefir verið í því fólgið að athuga skaðabóta- kröfur, er gerðar hafa verið á hendur amerísku herstjórninni af borgurum hér og ameríska herstjórnin hefir óskað umsagn Framh. á 7. síðu. Samkeppsii iam sveita- býll af meðalstærð. Tilraun tii að fá hið bezta, sem hægt er, segir Pórir Baldvinsson. Teiknistofa land- BÚNAÐARINS hefur ákveðið að efna til sam- keppni um uppdrátt að sveitabýli. Hefir til þess verið valið býli af meðal- stærð, enda er langmest byggt af slíkum húsum, sem hvorki eru mjög stór né mjög lítil. í slíkum húsum er stofa, þrjú svefnherbergi, snyrtiherb., eldhús, þvotta- hús og geymsla. Alþýðublaði snéri sér í gær til forstöðumanns Teiknistof- unnar, Þóris Baldvinssonar, og spurðist fyrir um þessa sam- keppni. „Höfuðtilgangur ofckar með þessari samkeppni er sá að fá það bezta, sem völ er á í þess- uim efnum“, sagði Þórir. „Það er alltaf hætta á, að starf eins og þetta trénist í höndum fárra manaa eða skrifstofu. Vinnu okkar, sem störfum hér á Teiknistofunni, er þann veg farið, að við urðum að hafa okkur alla við til að fullnægja eftirspurninni eftir uppdráttum að sveitahýlum.“ — Ilefir áður verið efnt til samkeppni sem þessarar? „Já, tvívegis. Árið 1929 var efnt til samkeppni um upp- drjátt að sveitalhýli. En þátt- taka varð þá lítil. Byggingar í sveitum voru þá í byrjun og arkitektar fáir. 1938 var svo efnt til samkeppni um upp- drætti að húsbúnaði í sveita- býlum. En það er líkt um það að segja og samkeppnina 1929. Þá var Mtt farið að hugsa um hús- búnað fyrir sveitirnar og hús- gagnaarkitektar voru raunveru lega efcki nema tveir.“ — Hvaða vonir gerið þið ykk ur um þessa samkeppni? „Við gerum okkur vonir um mikla þátttöku, enda eru arki- tektar nú orðnir margir. En til- gangur ofckax er sem sagt sá að leita þess bezta, sem völ er á í þessum efnum.“ Tvelmosr eriiadsflEfii laafiis visa^frá af israásMIiaaliarsfiieaBSfiaiii eftir tillHga Eiaars IMgelrssoiaar. Fundur útvarpsráðs dagion fyrir gamlaársdag. SÍÐASTA AFREK HRAÐSKILNAÐARLIÐSINS á ár- inu sem leið var það, að neita einum þekktasta, vitr- asta og vinsælasta menntamanni og menningarfrömuði þjóðarinnar, Sigurði Nordal prófessor, um leyfi til þess að flytja tvö erindi í útvarpið um skilnaðarmálið í þessum mánuði. Tillaga um að Sigurður Nordal fengi tækifæri til að flytja- þessi erindi lá fyrir fundi útvarpsráðs daginn fyrir gamlaársdag, en var vísað frá af fulltrúum Sjálfstæðis- flokksins og Kommúnistaflokksins í ráðinu, samkvæmt til- lögu Einars Olgeirssonar. Mál þetta bar þann'ig að, að framkvæmdanefnd sú, sem kos- in hafði verið á fundi reyk- vískra og hafnfirskra kjós- enda í Kaupþingssalnum fyrir no’kkru síðan, þar sem skilnað- armiálið var rætt og samþykkt gerð um það, ritaði útvarps- ráði bréf og fór þess á leit að það féllist á að 5 erindi yrðu flutt í útvarpið í þessum'mán- uði um skilnaðarmálið áf þar til nefndum fulltrúum þess menntamannahóps, sem að fundinum stóð og opinberlega hefir tjáð sig mótfallinn því að gengið verði frá formlegum samibandsslitum við Danmörku og lýðveldisstofnun hér á landi meðan íslendingar og Danir eiga við núverandi aðstæður að búa. Þeir menn, sem erindin áttu að flytja, voru Sigurður Nor- dal prófessor, Árni Pálsson pró- fessor, Jóhann Sæmundsson, yfirlæknir, Pálmi Hannesson rektor og Lúðvíg Gpðmundsson skólastjóri. Yar málaleitun þessi lögð fyrir fund útvarpsráðs daginn fyrir gamlaársdag og snérust fylgismenn hraðskilnaðarmanna í ráðinu, þeir Magnús Jónsson, Fáll Steingrímsson og Einar Olgeirsson þegar öndverðir gegn henni, en báru það þó fyr- ir sig, að ekki væri unnt að fcoma þessum erindaflutningi við. Var málaleitunin þá borin undir atkvæði og felld með at- kvæðum þessara þriggja manna. Er svo var komið , bar Pálmi Hannesson fram til- lögu þess efnis, að útvarps- ráð samþykkti, að Sigurður Nordal flytti tvö erindi um skilnaðarmálið í þessum mánuði og þar við yrði látið sitja. Komu þá miklar vöfl- ur á þremenningana, því að nú var ekki lengur hægt að bera því við, að ómögulegt væri að koma erindunum fyr ir á dagskránni. En „þennan hljóm varð að kæfa“ — og að síðustu fann Einar Olgeirsson upp á því að bezt væri að vísa tillögu Pálma rektors frá með „rök- studdri dagskrá“ þess efnis, að útvarpsráð ætlaði ekki að taka upp umræður í útvarp- inu um skilnaðarmálið að svo komnu. Sigurður Nordal prófessor Var þessi frávísunartil- laga síðan samþykkt af Ein- ari Olgeirssyni, Magnúsi Jóns syni og Páli Steingrímssyni og Sigurði Nordal þar með synjað um leyfi til að tala um sjálfstæðismál þjóðar- innar í útvarpið, þó að hrað- skilnaðarmennirnjir hefðu hins vegar ekki hug til þess að fella tillögu Pálma rektors formlega. Þessi tíðindi mun vekja fyr- irlitningu hvers einasta þjóð- legs og frjálst hugsandi íslend- ingþ, lijó að þau ihlins vegar kami mönnum ekki algerlega á óvart eflir það, sem á undan er gengið — eftir yfirlýsingu Bjarna Benediktssonar um „hljóminn, sem þarf að kæfa“, eftir Tjarnarbíóhneykslið þeg- ar Árni Pálsson var hindraður í því að tala á fullveldisdegi iþjóðarinnar, og eftir að ítrek- aðar tilraunir hafa verið gerð- ar til að bæla niður Mutlaus- an ifréttaflutning útvarpsins um' það, sem gerst hefir í skiln- aðarmálinu, og reynt að kúga það í þjónustu hraðskilnaðar- liðsins. Það mun flestra manna mál, að iþa eigi fáir rétt á því, að segja þjóðinni álit sitt á því, sem nú er að gerast í sjálfstæð- ismálum hennar, þegar Sigurði Nordal prófessor er meinað það; og er slíkt hneyksli ömur- legur vottur þess Ofheldishug- arfars og þess siðleysis, isem nú veður uppi tmeðal oklcar undir yfirskyni þess, að verið sé að berjast fyrir frelsi og sjálf- stæði þjóðarinnar. ísland 1943. JANÚAR: Viðskiptaráðið stofiu að til að annast úthlutun gjaldeyris og innflutnings skiprúms, verðlagseftirlit og skömmtun. Fjórir af fimm meðlimum ráðsins valdir á vegum Landsbankans, Verzl- unarráðsins og Sambandsins. Innflutnings- og gjaldeyris- nefnd og dómnefnd í verð- lagsmálum lögð niður. Vísi- talan 263. Atvinnumálaráð- herra upplýsir: 25 milljónir hafa farið í verðuppbætur á útfluttar landbúnaðarafurðir á tveimur árum. Samninga- umleitanir hefjast um mynd- un vinstri stjórnar. FEBRÚAR: Bæjarstjórn Rvíkur samþykkir, að taka rekstur kvikmyndahúsanna í bænum í sínar hendur. Frumvarp Alþýðuflokksins um 12 daga lágmarksorlof fyrir alla laun þega samþykkt á alþingi, Vísitalan 262 stig. Vélskipið „Þormóður.. ferst út af Garð; skaga með 31 manns innan- borðs. MARZ: Vélbáturinn „Ársæll“ ferst á Faxaflóa með 4 mönn- um. Stjórnin skipar nefnd til að undirbúa tillögur um al- mannatryggingar (íslenzka Beveridgeáætlun). Vísitalan aftur 262 stig. APRÍL: Sex manna nefnd falið með lögum að finna vísitölu landbúnaðarins og ákveða hlútfallið miili afurðaverðs og kaupgjalds til ófriðar- loka. Vísitalan 261 stig. Jó- hann Sæmundsson félagmála ráðherra biðst lausnar. Laug arnésspítalinn brennur til kaldra kola. Sveinn Björns- son endurkosinn ríkisstjóri. Stjórnarskrárnefnd skilar uppkasti að lýðveldisstjórn- arskrá og leggur til að húu gangi í gildi 17. júní 1944. Kommúnistar slíta samninga umleitunum um myndum vinstri stjórnar. MAÍ. Andrews, yfirmaður alls Bandaríkjahersins í Evrópu ferst við flugslys yfir Reykja nesi. Vísitalan fer niður í 2á9 stig. Bæjarstjórn Reykjavík- ur samþykkir að skora á þingmenn bæjaring að flytja á alþingi frumvarp til laga um eignarnámsheimild fyrir bæinn á kvikmyndahúsun- um. íslendingar í Kaup- mannahöfn samþykkja áskor un til ríkisstjórnar og al- þingis, að fresta sambands- slitum við Danmörku þar til hægt hefir verið að tala við Dani. Togarinn „Garðar“ ferst við Englandsstrendur með 3 mönnum. JÚNÍ: Bonesteel hershöfðin-gi lætur af störfum sem yfir- maður setuliðsins á íslandi. Key hershöfðingi tekur við. Bylting við Tímann; Jónas Jónsson hættir að skrifa í blaðið. Þýzk loftárás á ,,Súðina“, tveir . rpenn bíða bana. Vísitalan 246 stig. JÚLÍ: Stimson, hermálaráð- herra B^ndaríkjanna heim- (Frh. á 6. síðu.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.