Alþýðublaðið - 05.01.1944, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 05.01.1944, Blaðsíða 6
ALJÞYÐMBLAÐSÐ Miðvikudagur 5. janúar 1944. 6 r rœv&itíTiimHiitiS SSSSSSSSS Hin nýja 31 GLERSLÍPU EGLA vor er nú iekin lil starfa Unnið er með fullkomnum glerslípunarvélum. - Höfum ágœtum fagmönnum á að skipa. Getum því tekið að oss allskonar gler» slípunarvinnu og speglagerð. VERZLI YNJA Laugavegi 29 Símar 4128 og 4160. ssssss sssassssssai ísland 1943. Frh. af 2. síðu. sækir ísland. Blaðadeilur byrja um það, hvenær sam- bandinu skuli slitið við Dan- mörku og lýðveldið stofnað. Vísitalan 245 stig. Nýi stúdentagarðurinn vígður. ÁGÚST: Níu menn deyja af áfengiseitrun í Vestmanna- eyjum. Samkomulag sex manna nefndarinnar (Fram- sóknarmanna, Sjálfstæðis- manna og kiommúnista) um vísitölu landbúnaðarins, hækkun afurðaverðsins og nýtt hlufall milli þess og kaupgjaldsins birt. Vísitalan 247 stig. Viðskiptasamningur undirritaður milli íslands og Bandaríkjanna til þriggja ára. SEPTEMBER: Stórkostleg verð hækkun á áfengi og tóbaki. Ný verðhækkun á kjöti og mjólk. Ríkisstjórnin ákveður að halda útsöluverði á hvorutveggja niðri með á- framhaldandi fjárframlögum úr ríkissjóði. Vísitalan 262 stig. 270 menntamenn skora á alþingi að ganga ekki frá sambandsslitum við Dan- mörku, að óbreyttum þeim aðstæðum, sem íslendingar og Danir eiga við að búa. OKTÓBER: Ríkisstjórnin af- hjúpar fáheyrð vinnubrögð olíufélaganna til að halda uppi olíiurverðinu. íÞingmenn úr öllum flokkum heimta rannsókn á olíufélögin. Al- þingi ákveður, að ísland skuli gerast aðili í hjálpar- og endurreisnarstofnun hinna sameinuðu þjóða. Vísitalan 260 stig. Nokkrir Framsókn- armenn og Sjálfstæðismenn hefja í sameiningu útgáfu blaðsins „Bóndinn.“ NÓVEMBER: Ríkisstjórnin lýs- ir yfir að hún muni fram- kvæma samþykkir alþingis í skilnaðarmálinu, hverjar sem þær verði og hvenær, sem þær komi. Eignarnáms- heimild fyrir Reykjavík á kvikmyndahúsunum felld á alþingi af Framsókn og Sjálfstæðisflokknum. Upp- víst verður að tugum smá- lesta af skemmdu kjöti hefir verið hent í Hafnarfjarðar- 'hraun.Samband ísl. samvinnu félaga fer í meiðyrðamál við blöðin út af skrifum þeirra í tilefni af því. Fjórtán þjóð- kunnir menntamenn skrifa á móti skilnaði við núverandi aðstæður íslendinga og Dana („Ástandið í sjálfstæðismál- inu) Skipabygginganefnd 'leggur fram tillögur um full- komna skipasmíðastöð við Elliðaárvog hjá Reykjavík. Vísitalan 259 stig. Deilur um hátíðahöldin á fullveldisdag- inni. Tiiraun gerð til að svipta stúdenta forystu þeirra T j arnarbíóhneykslið: Þrír prófessorar og fylgismenn hraðskilnaðarliðsins í stjóm i kvikmyndahússins hindíra að Árni Pálsson prófessor fái að flytja erindi þar á full- veldisdaginn samkvæmt beiðni stúdenta. Stúdentar svara með því að aflýsa hátíðarsamkomu sinni þar. DESEMBER: Þrír þingsflokk- ar, Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Kommúnistaflokkurinn, lýsa yfir því samkomulagi sínu, að skilnaðurinn við Dan- mörku og stofnun lýðveldis- ins skuli fara fram eigi síðar en 17. júní 1944, og að al- þingi skuli koma saman 10. janúar 1944 til að undirbúa hvorttveggja. Samtímis verð ur 'heyrinkunnugt að f jórtán þjóðkunnir menntamenn hafa lagt fram tillögur um samkomulagsleið í skilnað- armálinu, en þær verið hafð ar að engu af óðagotsflokk- unum. Dómsmálaráðherra, Einar Arnórsson, verður upp vís að' því, að hafa dæmt sjálfur í þremur málum í hæstarétti. Fjárlögin fyrir 1944 samþykkt á alþ'ingi: 10 milljónir króna veittar með atkvæðum Framsóknar- og Sjálfstæðismanna til verð- uppbóta á útfluttar landbún- aðarafurðir, en tillaga frá A1 þýðuflokknum um 9Vz mill- jón króna fjárveitingu til byggingar nýrra fiskiskipa, felld. Ríkisstjórninni veitt heimild til að greiða áfram verðuppbætur á landbúnað- arafurðir seldar á innlendum markaði, — auk verðuppbót- anna á útfluttar landbúnað- arafurðir, til þess að halda niðri vísitölunni. Fulltrúar hraðskilnaðarflokkanna í út- varpsráði neita Sigurði Nor- dal prófessor um leyfi til að flytja erindi um skilnaðar- málið í útvarpið. HafflÍDojDdepr beisa f Noregi. SIGRID UNDSET: Ham- ingjudagar heima í Nor- egi. Útg. Pálmi H. Jóns- son, Akureyri. Þýdd af Brynjólfi Sveinssyni. [BÓK þessari lýsir Sigrid Undset blátt áfram og heillandi lífinu heima í Noregi á árunum fyrir stríðið, er þjóð- in lifði í friði og með fullu frelsi við störf sín í hinum friðsælu dölum Noregs og snyrtilegu bæj um. Bókinni er skipt í þrjá kafla, Heilög jól, Sautjándi maí og Sumarleyfi. En jaetta má segja að séu hinar þrjár aðal- hátíðir þjóðarinnar. Jólin, hin kristna fornmannahátið, sem svo margar gamlar, góðar, venj ur og fagrar endurminningar eru tengdar við, er mjög ánægju legur kafli. Frásögn höfundarins er í senn lifandi og innileg, þeg- ar hún lýsir þessari hátíð f jöl- skyldunnar á hennar heimili í hópi ástríkra barna. En nú er þar öðruvísi umhorfs. Heimili hennar lagt í rúst af Þjóðverj- um, dóttir hennar dáin, eldri sonur hennar féll fyrir innrás- arhernum. En sjálf komst hún undan á flótta ásamt yngri syni sínum til Svíþjóðar, og þaðan fóru þau síðan til Ameríku. Annar kaflinn er um þjóðhá- tíðardag Norðmanna. En engri þjóð hefir tekizt að gera þjóð- hátíðardag sinn þjóðlegri en Norðmönnum. Það er ekki að- eins hátíðisdagur fámennrar yfirstéttar, heldur tekur þjóðin öll þátt í hátíðahöldum hans af lífi og sál. Loks er síðasti kaflinn um sumarleyfið, þennan indæla tíma, þegar hver og einn leitast við að njóta sem bezt unaðs- semda náttúrunnar í skóginum, fjöllunúm eða við vötnin og sjóinn. Norðmenn eru börn náttúrunnar, sem elska land sitt, kunna að meta fegurð þess og njóta þeirrar íegurðar sem það hefir upp á að bjóöa. Þessu lýsir Undset hér dásam- lega með hinni fögru frásögn af lífi og störfum fjölskyldu sinnar. — Bókin er skemmtilega þýdd, en óþarflega maigar prentvillur hafa orðiö eftir. Gl. R. Hámarksverð á bókum. Frh. af 4. síðu. hygli, einhver launvizka, sem dylst mér og kannske fleirum viðskiptalegum óvitringum. En það var þessi ráðstöfun, sem kom mér til að pára þessar lín- ur, því að sannarlega gæti helzt litið þannig út, að þarna væri verið að verðlauna þá, sem hafa sett hæst verð á útgáfu- bækur sínar, en refsa hinum, sem hóflega hafa farið í sak- irnar. Já, það er eins og Við- skiptaráð segi við hina síðar- nefndu: Sleikið af ykkur! Ykkur var nær að hafa verðið nógu hátt! En við hina segi það: Þið eruð menn, sem kunn- ið að lifa. Nú uppskerið þið umbun ykkar vizku! Hvort það sé sérlega heppi- legt, að menn þykist sjá til- gangi verðlagseftirlitsins snúið við. .. . ? O, ég veit ekki mað- ur! En ég er nú svo gleyminn, að ég man það ekki einu sinni, hverjir eiga sæti í hinu háa ráði. Mér þætti reyndar nógu gaman að sjá þeirra auglit, at- huga þá svolítið til augnanna og yfir ennið. Kannske fleiri hefðu gaman af að renna á þá aug- um? Nú, þeir væru hreint ekki ofgóðir til að kosta af þeim myndamót handa Alþýðublað- inu, þeir, sem hafa gefið út dýrustu bækurnar. Guðmundur Gíslason Hagalín.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.