Alþýðublaðið - 05.01.1944, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 05.01.1944, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 5. janúar 1944. ALÞYÐUBLAÐIP JL 5 Habsborffarættin. GREIN ÞESSI, þar sem rakin er saga hinnar frægu Habsborgarættar, aust- urrísku keisaraættarinnar, sem hrökklaðist frá völdum í lok heimsstyrjaldarinnar fyrri, er eftir Rohert Neu- mann og þýdd úr „Picture Post.“ OTTÓ RÍKISARFI, sem gerir kröfu til keisaradóms í Austurríki hefir látið í ljós á- nægju sína yfir þeirri yfirlýs- ingu Moskvaráðstefnunnar, að Austurríki skuli endurheimta sjálfstæði sitt. Hann hefir kom- izt þannig að orði, að hann geri sér vonir um það að verða í Vín- arborg að nokkrum mánuðum liðnum. Róbert bróðir hans hef- ir átt viðtal við blaðamenn í Lundúnum og rætt um viðhorf- in í Austurríki af einurð og skörungsskap. Hann lét þar svo um mælt, að Habsborgararnir myndu fúslega hlíta úrskurði austurrísku þjóðarinnar um það, hvaða stjórnskipulagi skuli þar á komið eftir styrjöldina eins og raunar skylt sé sam- kvæmt reglum lýðræðisins. Það er tilkynnt, að Róbert hafi verið titlaður í Lundúnum sem „yðar keisaralega tign“, og að hefðar- konurnar hafi beygt kné sín honum til heiðurs í veizlu, er honum var haldin. Hvarvetna j þar, sem Habsborgararnir koma i í heimsókn, lætur fólk þá skoð- \ un í ljós, að þeir dagar muni j koma, er Vínarborg verði að j nýju höfuðborg austurrísks keis- i aradæmis og endurheimti hina \ fornu frægð sína sem slík. i Hverjir eru þessir Habsborg- | arar sem flúið hafa heimaland sitt, en eru þó jafnan tengdir því hugarböndum og festa hvergi yndi til langdvala? Lifa þeir ávallt í voninni um það, að þeim verði heimfarar auðið? Og hvers konar fólk er þetta -— þessir niðjar og arftakar stór- ættar, sem á sér nær þúsund ára sögu? Habsborgararnir rekja ætt sína allt til Guntrams hins auðga og hafa hlotið nafn sitt af kastalanum Habsborg, er stendur við ána Aar skammt þaðan, sem hún fellur í Rín. Þeim hafa safnazt geysileg auð- æfi gegnum aldirnar, einkum af brúðkaupum. Það er til aust- urrískur málsháttur, sem hljóð- ar á þessa lund: — Aðrar þjóðir auðgist af styrjöldum, en þú, iDglýslogar, sem birtast eiga í Alpýðublaðinu, verða að vera komnar til Auglýs- ingaskrifstofunnar í Alpýðuhúsinu, ('gengið inn frá Hverfisgötu) fjrrlr kl. 7 að kvðldi. ! Sfml 4906. Vínarborg. Vínarborg, var aðseturistaður keisaranna af Habsborgarætt- inni og var þar oft glabt á hjallá í kring um keisarahirðina. En Vín var líka vel byggð borg og á enn margar minjar þess. Þar á meðal er Stefánskirkjan, sem sést út um glugg ann á myndinni. . Úlbreiðið Albýðublaðið. gæfusama Austurríki, af brúð- kaupum. Maximilian I, sem uppi var frá 1459 til 1519, kvæntist Maríu af Burgund og hlaut með henni í heimanmund Niður- lönd, Artois og Franche Comte. Sonur hans, Filippus I., kvænt- ist dóttur Ferdínands og Isa- bellu af Spáni, en sonur Filipp- usar var Karl V., sem nefndur var hinn mikli og krýndur var sem keisari hins heilaga róm- verska ríkis og ríkti auk heima- landsins yfir Niðurlöndum, Spáni og spánsku nýlendunum í Suður-Ameríku, Sardiníu, Na- poli, Sikiley og Mílano. Veldi Habsborgaranna hnignaði mjög að loknu þrjátíu ára stríðinu og karllegg hennar þraut með Karli VI., sem lézt árið 1740, Næst kom svo María Theresa fram á .sjónarsvið sögunnar sem fulltrúi hennar. — Hún neyddist til þess að láta Slesíu af hendi við harðstjórann Frið- rik mikla Prússakonung, er fór um löndin sveipanda sverði og Göbbels dáir mest, énda sízt að undra, þótt hann sé nazistunum að skapi. Enn misstu Habsborg- ararnir lönd og veldi þeirra hnignaði, únz Franz I. afsalaði sér titlinum „keisari hins heil- aga rómverska ríkis“ árið 1806. Franz Jósef, sem tók við ríki af Ferdínand frænda sínum eftir byltinguna árið 1848, varð að láta Langbarðaland og Feneyja- ríki af hendi við Ítalíu og hafði misst öll lönd önnur en Austur- ríki árið 1915 — ári fyrir dauða sinn. — Þá kom til ríkis faðir Ottó þess, er nú krefst keisara- dómsins, en hann varð síðasti keisari Austurrkis svo sem al- kunna er. Habsborgararnir eru hver öðrum líkir að yfirbragði og framgöngu allri. Þeir ganga dá- lítið álútir, hafa lítinn brjóst- kassa og eru bláeygir. Þeir eru langleitir, hafa hvasst nef og neðri vör þeirra skagar dálítið fram. Þeir hafa löngum kyn- sælir verið. Geðveiki hefir nokk uð gætt í ætt þeirra og saga þeirra greinir frá ýmsum hneykslismálum. Karl V. er raunverulega eini Habsborgar- inn, sem vi^ðist hafa verið gæddur frábærum hæfileikum sem stjórnmálamaður, þótt und- arlegt kunni að virðast. En flestir hafa þeir verið skyldu- ræknir jafnframt því, sem þeir hafa verið gefnir fyrir viðhöfn og fastheldnir á forna siði. — Þeir hafa og haft mikið orð á sér fyrir ráðvendni og rétt sýni og hafa þótt kunna vel með fé að fara. Það hefir ef til vill einkennt þá eigi hvað sízt. Habsborgararnir halda jafnan tryggð við kaþólsku kirkjuna. Hún mátti sín mikils í löndum þeim, er þeir réðu forðum daga. Flestar jarðir voru í eigu henn- ar, og vald hennar var geipi- mikið. Sálufélag Habsborgar- anna og Jesúítánna var mjög á orði haft. Keisaradæmið Austurríki og Ungverjaland var næsta van- máttugt stórveldi árið 1914. Það var byggt mörgum óskyldum þjóðflokkum. Her þess var illa úr garði gerður, og floti þess mátti sín næsta lítils, enda þótt yfirmenn hers þess væru mikil- hæfir við dans og leiki og reið- garpar miklir. Yfirstétt þess voru Austurríkismennirnir og Ungverjarnir, er mæltu á þýzka tungu. Yfirstéttin, auk klerk- anna, var aðallinn, hinir glæsi- legu og háttprúðu 'hertogar, greifar og barónar, er áttu þær jarðir flestar, sem ekki voru í eigu Habsborgaranna sjálfra eða kirkjunnar. Greifar þessir og hershöfðingjar ólu þá von í brjósti, að þeim tækist að vinna Serbíu keisaradæminu til handa, og þess vegna var efnt til heimsstyrjaldarinnar hinnar fyrri. Franz Jósef keisari var heiðvirður og ráðvandur emb- ættismaður, sem þar mjög hag Austurríkis fyrir brjósti, en hafði hins vegar litla velþóknun á Prússum, sem urðu þó vopna- bræður hans. Styrjöldin var hafin í ógn sinni og ægileik, og þar með hafði örlagadómurinn verið Habsborgurunum kveð- inn. Anna frá Moldnúpi skrifar um dagskrá ríkisútvarpsins annan jóladag — og er ekki ánægð. Sjómaður skrifar um skipun ræðismanns í Hull — ræðismenn yfirleit og sjómenn. ANNA FRÁ MOLDNÚPI skrif- ar mér eftirfarandi bréf um útvarpið annan jóladag: „Þaff hef- ir löngum þótt notalegt aff fá sína ögnina af hvoru, eins og stundum var sagt í gamla daga, þegar minna var um allsnægtir en nú á tímum. En stundum getur þó veriff gengiff of langt í því aff hræra saman ó- samkynja efni og getur þaff átt viff um andlega hluti ekki síffur en cfniskennda.“ „ÉG HEF EKKX, það ég muni til, orðið vör við annan eins andstæðu samsetning í andlegum efnum, eins og kom fyrir í útvarpinu annan jóladag. Ég var heima í sveit minni, eins og minn er vandi um jólin. Mér var sagt að Magnús Jónsson hefði lofað því, að dag- skrá útvcarpsins á annan í jólum skyldi verða sérlega góð. Við sát- I um þess vegna í hljóðri eftirvænt- ' ing.“ „VIÐ URÐUM heldur ekki fyrir vonbrigðum þegar við þekktum rödd prestsins, sem byrjaði að lesa í hinni helgu bók. Allir settu upp andaktarsvip, jafrivel þó saga Hákonar Aðalsteins fóstra kæmi innan um sjálf guðspjöllin ógnaði okkur ekki í fyrstu. Það er hvort sem er, að maður er orðin svo van ur höfðingjum, sem hugsa meira um eiginhagsmuni og völd, en sína andlegu heill og samræmi af frið sál^rinnar. En það var eins og að eftir því sem lengra leið á kvöldið skolaðist æ meir og meir, þar til allt lenti í hinu fáranleg- asta smekkleysi." „MÖRGUM MUN minnisstætt, þegar hið ynaisiega iag við sákn- in: „Víst crt þú Jesú kcngur klár“ var Icikiö cííir lcstur sögunnar af Óiaíi MuS. Alveg cinS óg það væri það sjálfsagðasta að þessi atriði fylgdust að. Og síðast klikkt út með Gilsþakkaþulu, sem líklega er eitt hið ómerkilegasta í íslenzkri ljóðagerð." ÉG ÞARF EKKI að gjöra mig svo úrelta eða gamaldags í þetta ; sinn, að sega að þetta sé ósamboð- ið kristnum mönnum. Þetta er ósamboðið hverjum hugsandi manni, sem nokkuð skyn ber á andleg verðmæti eða bókmennta- gildi.“ „ÉG ÆTLA að lokum a3 krefj- ast þess fyrir hönd íslenzkrar al- þýðu, sem ég þekki svo vel, að sjálft ríkisútvarpið verði ekki í annað sinn til þess að vanhelga jólahugleiðingar hennar með ó- samstæðu rugli, sem ekki á neitt skylt við anda kristinna jóla.“ „SJÓMAÐUR SKRIFAR: „Ég hefi verið að taíða hvort enginn mundi láta frá sér heyra um sér- stakt mál en hvergi hefi ég orðið var við neitt.“ >4 „ÞANNIG ER MÁL MEÐ vextí, ég las í Mbl. fyrir mánuði að bú- ið væri að tilnefna ræðismann fyrir ísland í Hull. Mér til mikill- ar undrunar var það ekki íslend- ingur, sem var tilnefndur heldur útlendur maður sem ég ekki veit nein deili á. Mér þætti fróðlegt að vita hvort þessi skipaði ræðismað- ur í Hull hafi nokkurn tíma til íslands komið, og hvað þekkir hann yfirleitt okkar hagi?“ „MIG LANGAR að skýra málið betur, það veit enginn eins vel og við sjómennirnir hvað það getur komið sér vel að geta leitað til ræðismanns, sem er samlandi okk- ar og skilur okkar hagi. Fyrir stríð, þegar Danir fóru með okk- ar utanríkismál kom ég oft til Huli, ásamt mörgum öðrum lönd- um, bæði sjómönnum og öðrum er í siglingum voru. Það get ég full- vissað þig um, að ef íslendingarnir þurftu úr vanda að leysa, vissi ég ekki af neinum, sem fór til dansk- ísl. ræðismannsins, heldur fóru þeir allir til Guðmundar Jörgens- sonar, sem við þekkjum undir nafninu ,Matti‘ eða „Skip“, eins og flestir þekkja hann í Hull“. ÉG ætla að biðja þig, og ég veit að það eru margir aðrir sem mundu taka undir með mér, að færa Guðmyndi Jörgenssyni í Hull bestu þakkir fyrir allt sem hann hefir gert fyrir okkur sjómenn- ina. Mig langar líka til að biðja þið að grenslast eftir fyrir mig á réttum stöðum. 1. Hvernig stendur á því að Islendingur er ekki skip- aður í ræðismannsembættið í Hull? 2. Mundi Guðm. Jörgensson ekki vilja gegna því starfi? Ég spyr því Guðmundur var sama sem bú- inn að vera „konsúll" í Hull mörg ár fyri rstríð, því allir landar, jafnt sjómenn og aðrir leituðu til hans, og veit ég með vissu að hann hjálp aði öllum er til hans leituðu, alltaf með sama góða viðmótinu og hjálp-t aði okkur á allan hátt.“ „GÓÐI HANNES, reyndu að komast í botn í þessu. Af hverju Islendingur er ekki látin gegna ræðismannsstarfinu í Hull. Líka hvort það er satt að sá sem á að hugsa um okkar áhugamál í Hull hafi aldrei til íslands komið.“ „MÉR FINST ÞAÐ ekki ná nokkurri átt að íslendingar bú- settir erlendis, auðvitað sem eru í áliti heima, skuli ekki vera fengn- ir til að gegna ræðismannsstarfi fyrir okkur hver í sínum bæ.“ Hannes á horninu. Unglingar óskasí strax til að bera blaðið til kaupenda víðs vegar um i , bæinn. Talið strax við afgreiðsluna. \ ' Niðurlag í næsta blaði.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.