Alþýðublaðið - 05.01.1944, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 05.01.1944, Blaðsíða 7
1! Miðvikudagux 5. janúar 1944. ®®®®<®0®0®<><®<>®<><3>®®®<><í>®<í><3><>®« ÍBœrinn í dag*| *^<^>®<>®<3K&<3>^<^®®<^<2KÍ><>&<j>®®®®®<! Næturlæknir er í Læknavarð— stofunni, sími 5030. Næturvörður er í Laugavegs- apóteki. ÚTVARPIÐ: 112.lð(—13.00! Hádegisútvarp. 15.30—16.00 Miðdegisútvarp. 18.30 íslenzkukennsla. 1. fl. 19.00 Þýzkukennsla, 2. fl. 19.25 Hljómplötur: Söngvar úr ó- perum. 19.40 Ávarp um 60 ára afmæli góðtemplarareglunnar á ís landi (Pétur Sigurðsson er- indreki). 20.00. Fréttir. 20.30 Kvöldvaka: a) Sverrir KJristjánsson sagnfræðing- ur: Stjórnarskráin 5. jan. — Erindi. b) 21.05 Bene- dikt Sveinsson bókavörður: Um Skúla Thoroddsen (f. 6. jan. 1859); 85 ára minn- ing. — Erindi. c) Söngur: Tvöfaldur kvartett karla. 20.50 Fréttir. Leikfélag Keykjavíkur sýnir „Vopn guðanna“, eftir Davíð Stefánsson, kl. 8 í kvöld. Aðgöngumiðasalan er opin frá kl. 2 í dag. Minningarguðsþjónusta. í dag gangast íþróttasamband íslands, Knattspyrnufélag Reykja- víkur og Knattspyrnufélagið Vík- ingur fyrir minningarguðsþjón- ustu um þá Anton B. Björnsson og Hreiðar Þ. Jónsson, sem fór- ust með vélbátnum ,,Hilmi“, en þeir voru báðir ágætir íþrótta- menn. Mininingarguðsjþ;jónu,stan fer fram í dómkirkjunni, og hefst kl. 2 e. h. séra Bjarni Jónsson flytur minningarræðuna. Flöskumjólkin hækkar. Mjólk í flöskum hefir aftur ver- ið hækkuð í verði. í maí s.l. var ákveðið að öll mjólk skyldi seld sama verði, en þessu var breytt nú um áramótin. Kostar flöskumjólk nú kr. 1.35. Bálför Ingvars . Guðjónssonar. Frá Edinborough Crematorium hefir borizt tilkynning um, að bál- för Ingvars Guðjónssonar, út- gerðarmanns, hafi farið fram þ. 29. desember. 1460 Mbíirí stolið úr hlléðféraverzL Lækjargito l. IFYRRINÓTT var framið innbrot í hljóðfæraverzl- un Sigríðar Helgadóttur, Lækj- argötu 2, og stolið þaðan um 1400 krónum í peningum. Inn- brotið hafði verið framið með þeim hætti, að farið hafði verið inn um glugga á bakhlið húss- ins. ST. EININGIN nr. 14. Fundur ikl. 8 s.d. í dag. Inntaka. Afmæl jsfundur. Kaffisamsæti. Dans. Aðgöngumiðar afhentir frá kl. 4 fyrir stúkufélaga, gesti þeirra og aðra templara. FREYJUFUNDUR í kvöld kl. 8,30 í G.-T.-húsinu, uppi. Inntaka nýliða. Br. Helgi Sveinsson: Ára- mótahugleiðingar. Br. Pétur Pétursson: Fram- haldssagan, sögulok. Fjölmennið stundvíslega með marga innsækjendur. Æðstitemplar. firæanetisverzlanÍB og Aborðareinke - salan tjðifstæðar stofnanir. Árni 6 Eylands hættir síörf- im. Jón ívarson tekur við Grænmetisverziunianl. Atvinnumálaráðu- NEYTIÐ • hef ir breytt rekstri grænmetisverzlunarinn ar og Áburðarsölunnar. Hefir Samband íslenzkra samvinnu- félaga rekið þessar stofnanir, en Árni G. Eylands verið for- stöðumaður þeirra. Grænmetis verzlunin hefir verið gerð að sjálfstæðri stofnun, og Jón ívarsson, fyrrverandi kaupfé- lagsstjóri að Höfn í Hornafirði verið ráðinn forstöðumaður hennar. Árna G. Eylands hefir verið sagt upp starfi. Enn er ekki kunnugt um, hvernig Áburðarsalan verður rekin. Sbattstjðraembættisi veiða elfei veitt að svo stiddn. EINS • OG KUNNUGT ER, ákvað ríkisstjórnin fyrir áramótin að stofna sérstök skattstjóraembætti í kaupstöð- unum Hafnarfirði, Vestmanna- eyjum, Akureyri og ísafirði. Þessar nýju stöðvar voru auglýstar til umsóknar og var umsóknarfrestur útrunninn 1. þessa mánaðar. Allmargir sóttu um stöðurn- ar. en samkvæmt upþlýsingum, sem Alþýðublaðið fékk í gær í fjármálaráðuneytinu, verða embættin ekki veitt að svo komnu. Ný mpd frð fait Disnejr sýad innan sbamms. Myndin nm Bambi, litla skós arhjðrtinn. GAMLA BÍÓ bauð blaða- mönnum í gær að sjá nýja Walt Disney teiknimynd, sem það hefir fengið til sýningar. Walt Disney er fyrir löngu orð- inn heimsfrægur fyrir teikni- myndir sínar —- og þó mun ,,Fantasia“, teiknimyndin, sem síðast var sýnd hér við meiri að sókn en nokkur önnur kvik- mynd, hafa aukið mest á frægð hans. Þessi nýja teiknimynd er gerð eftir sögunni um ,,Bambi“, litla skógarhjörtinn, en sú saga hefir náð geysilega miklum vinsældum í Vesturheimi og hvað eftir annað verið gefin út. Þetta er ákaflega vel gerð mynd. Hún lýsir skógarlífi dýranna, en þó fyrst og fremst lífi unga hjartarins, sem vakn- ar til lífsins við hlið móður sinnar, umkringdur af fuglun- um, sem skoða hann í krók og kring og árna móður hans allra heilla með soninn. Sýnt er hvernig farið er að því að kenna honum að ganga og tala og síðan uppeldi hans og bar- átta hans fyrir lífinu, hætturn- ar, sem að steðja frá mannin- um, sorgum hans og gleði og vaknandi ást. Myndin er gullfalleg, eins og sagan og mun verða sýnd inn- an skamms. ALÞÝÐUBLAÐIÐ OKKUR KR-inga setti hljóða við þá harmafregn, að An- ton Björnisison hefði verið far- þegi á véibátnum Hilmi, sem fórst á Faxaflóa aðfararnótt 26. nóv. síðastl. Oft hefir dauðinn höggvið í hóp vina og vanda- manna, en sjaldan hefir hel- fregn snortið oss eins djúpt og þessi. Af Antoni höfðum við vænzt mikilla afneka fyrir mál- efni vort, en grimrn forlög hafa nú snúið rás- viðburðanna. Anton var kornungur er hann tók að iðka íþróttir, Var hann mjög áhugasamur og stundvís og flestum til fyrirmyndar í því efni. Lagði hann aðallega stund á fimieika og frjálsar íþróttir og var löngu íandskunnur fyrir afrek í þessum íþróttagreinum. í fimleikum hefir hann um fjölda ára skeið verið bezti mað ur K.R. og sumir héldu því fram að hann væri snjallasti fimleika maður landsins, en aldrei f'ékkst úr því :skorið„ því miður. í frjáls um íþróttum var hann allra ís- lendinga fjölhæfastur og það sem meira var um vert, stíllinn var í öllum greinum svo ágætur, að allir dáðust að, jafnt félagar hans sem andstæðingar á hinum íþróttálega vettvangi. Anton var þrúðmenni í hví- vetna og stilltur hversdagslega, en þó hinn glaðasti í vinahóp. Hann var allra manna hjálp- samastur og áttu bvrjendur á æfingavellinum hauk í horni þar sem hann var, qg hafa sumir ■beztu íþróttamenn okkar fengið -fyrstu tilsögnina hjá honum, enda var hann alltaf boðinn og búinn til að leiðbeina ef til hans var leitað. Hann var mjög rétt- sýnn og mátti ekki vamm sitt vita, og voru því verstu keppi- nautar harís á leiikvellinum um leið beztu vinir hans. Anton hét fullu nafni Anton Björn, og var sonur Björns Jónissonar skipstjóra úr Ána- naustum og feonu hans, Önnu Pálsdóttur. Hann var fæddur 6. júní 1921 og því aðeins 22ja ára, er hann hvarf svo sviplega fyrir aldur fram. Anton var bakara- isveinn, að iðn, en hvarf frá því starfi á næstliðnu hausti og fór á íþróttakennaraskólann á Laug arvatni, til að helga líf sitt mesta hugðarefni sínu fyrr og síðar — íþróttunum. Hann útskrifaðist þaðan á síðastiliðnu vori og tók þegar í haust að kenna á vegurn íþróttasamibands íslands. Anton var einmitt að ferðast á vegum sambandsins er dauðann bar að. Stjórn sambandsinis var mjög á- nægð með störf Antons og er ekki að efa, að hann hefði unnið íþróttunum mikið gagn sem íþróttakennari, ef honum hefði orðið lengri aldurs auðið. Anton er öllum vinum hans og kunningjum mikill harm- dauði og íþróttunum er missir þessa efnilega kennara lítt bær. En sárust er þó sorg foreldranna og annarra ástvina, sem vérða á bak að sj á góðum og mannvænlegum dreng, sem við voru tengdar glæstar vonir. Konan mín, móðir okkar og tengdamóðir Steinunn IViargrét Þorsteinsdóttir, andaðist aðfaranótt 4. þ. m. Guðjón Björnsson. Guðmundur Guðjónsson. Þorsteinn Guðjónsson. Anna María Gísladóttir. Hér með tilkynnist ættingjum og vinum, að systir okkar Siguriaug (Silia) Þórðardóttir, andaðist í Kaupmannahöfn 24. desember s. 1. Friðlín Þórðardóttir. Sigursteinn Þórðarson. Axel Þórðarson. Sara Þórðardóttir. Ingiríður Þórðardóttir. Ingvar Þórðarson. liueislustólka óskast nú þegar í Vefnaðarvöruverzlun. Tilboð sendist blaðinu merkt „Lipur“ á- samt mynd fyrir föstudagskvöld. En bjartar minningar og hreinar munu verða ástvinum hans huggun í hinum mikla harmi. Anton Björnsson. Við vinir þínir og fólagar í K. R. söknum þín isárt og fáum seint bætt þann missi, sem við urðum fyrir, er þú hvarfst okkur sjónum. Þótt dagur þinn hafi ekki orðið lang- ur, var hann þó heiður og bjart- ur og mun lengi lifa í minning um vorum. Við hrósum happi yfir að hafa kynnzt þér og að hafa verið vinir þínir. Við þökk um þér fyrir það, sem þú gerðir fyrir málefni vort — og það, sem þú ætlaðir að gera. -— Ef íþróttirnar eignast marga dygga og trúa þjóna á borð við, þig, er þeim visisuilega borgið. Vertu sæll, vinur þa-kka þér fyrir samveruna. Sigurður S. Ólafsson. Sfeaðabótafflði Islend !o®a og setHliösins. Frh. af 2. síðu. ar um. Hefir nefndin gert tillög ur til herstjprnarinnar um greiðslu bóta. Mál þau, er herstjórnin hefir lagt fyrir nefndina hafa verið margs konar en langmest kveð ið að bifreiðatjónum. íslenzki hluti nefndarinnar hefir í tillögum sínum ávallt farið eftir íslenzkum réttar- reglum og venjum, en auk þess hefir hann og skrifstofa saka- dómara leiðbeint fólki, sem eft- ir hefir leitað, um að koma kröf um sínum á framfæri við her- stjórnina á réttan hátt. Með bréfi, dags. 3. nóv, sl., skipaði dómsmálaráðuneytið ís- lenzka nefndarhlutann til að vera fulltrúum herstjórnarinn- ar til ráðuneytis vegna skaða- bótakrafna út úr hinum alvar- legu slysatilfellum, er orðið hafa (svo sem mannsláta af völdum skotvopna). Hefir nefndin þegar afgreitt frá sér eitt slíkt mál, er hefir verið sent til stjórnar Bandaríkjanna í Washington. Mál þau, er komið hafa fyrir nefndina hefir oft verið örðugt að upplýsa, einkum bifreiða- slysin. Hefir nefndin í starfi sínu jafnan stuðzt bæðP við rannsóknir íslenzku lögreglunn ar og hernaðaryfirvaldanna, svo og myndir, uppdrætti og aðrar athuganir staðhátta. Kem ur það mjög oft fyrir, að skýrsl- um beri ekki saman. Óskar nefndin að hvetja bifreiða- stjóra til þess, er þeir verða fyrir ökuslysi, að tryggja sér öll þau sönnunargögn, sem föng eru á og m. a. taka upp nöfn allra fáanlegra vitna. Þá skýrði íslenzki nefndar- hlutinn frá því, að samstarfið í nefndinni hefði alltaf verið hið ákjósanlegasta, og tók Roberts liðsforingi undir það. Sagði hann enn fremur, að herstjórn- in legði mikla áherzlu á, að leysa hvert mál á sem réttastan og sanngjarnastan hátt. K.F.D.M. á ísiandi 45 ára gimaií. ASÍNAN þessa mánaðar var K. F. U. M., hér á landi, 45 ára. Þá um kvöldið var af- mælið haldið hátíðlegt í húsi félagsins. Starfsemi K. F. U. M. er mjög víðtæk, og starfa í félaginu menn á næstum öllum aldurs- skeiðum: Félagið rekur eins og kunn- ugt er, kvöldskóla, og hefir gert það í fjölda mörg ár. Er hann vel sóttur. — Á annað þúsund manns sækja samkomur félags- ins vikulega. léfir, sem stal frá sofandi mðnnnn haidtekino I gær. EINS OG skýrt var frá í blaðinu í gær, var stolið peningum frá tveimur sofandi mönnum, sem sváfu sinn í hvoru herbergi í sama húsi. Var stolið um 60 krónum frá ö.ðrum, og vasaúri hans, og um 170 ltrónum frá hinum. Rannsóknarlögreglan hefir nú haft upp á manni þeim, sem framdi þennan þjófnað. Er hann um tvítugsaldur, og hefír áður gerzt brotlegur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.