Alþýðublaðið - 05.01.1944, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 05.01.1944, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Miðvikudagur 5. janúar 1944» ÍJtgefandi: Alþýðuftokkuriun. Ritstjóri: Stefáu Péturssou. Ritstjórn og afgreiðsla í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar ritstjórnar: 4901 og 4902. Símar afgreiðslu: 4900 og 4906. Verð í lausasölu 40 aura. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Kákið við dýr- tiðarmáliu. ÞAÐ mun engum haía kom-, ið óvant, þó að lítill árang- ur yrði af störfum hinnar svo- nefndu síðari sex manna nefnd ar, sem skipuð var í september í haust með því ætlunarverki, að draga úr dýrtíðinni með ein- Miða lækkun kaupgjalds og af- urðaverðs. Slík tilraun 'var fyrirfram dæmd til þess að mistakast, jafn vel þótt fulltrúar bænda hefðu ’látið í það skína, að þeir gætu fallizt á einbverja lækkun af- urðaverðsins eftir að búið var að hækka það hlutfallslega miklu meira en kaupgjaldið eða nokkuð annað, ef kaupgjaldið yrði þá laakkað samtímis um jafnháan hundraðshluta. Að fulltrúar verkamanna vildu iganga með til slíks, var engin von, jafnvel þótt kommúnistar, sem fóru með umboð fyrir launastéttirnar í sex manna nefndinni í sumar, víluðu ekki fyrir sér að fórna hagsmunum verkamanna fyrir ímyndaðan flokkslegan ávinning, og segja já og amen við einni hækkun- ínni enn á afurðaverðinu og yfirleitt flestu því, se mbænda- fulltrúarnir fóru fram á. * í sex manna nefndinni síðari, sem nú hefir nýlega lokið störf- um, voru kommúnistar, því het- ur, ekki einir um umboð verka- lýðsins. Af þremur fulltrúum Alþýðusambandsins, sem sæti áttu í nefndinni ásamt þremur fulltrúum Búnaðarfél., var einn Alþýðuflokksmaður; og hann dró enga dul á það við umræður hennar, að bann teldi afurða- verð það, sem ákveðið var af sex manna nefndinni fyrri, of hátt, samanborið við kaupgjald ið í landinu, og því fyrst liggja fyrir, að leiðrétta það misræmi milli afurðaverðs og kaupgjalds sem skapast hefði við það; og þangað til slík leiðrétting hefði farið fram, bæri að stöðva niður greiðslur á dýrtíðinni með f jár- framilögum úr ríkissjóði, enda væri þá fyrst, og að reyndum öðrum dýrtíðarráðstöfunum, og alls ekki fyrr réttl^etanlegt að verja stórum upphæðum af opinberu fé í því skyni, að kaupa niður afurðaverðið. * Undir þetta sérálit Alþýðu- flokksmannsins, Sæmundar Ól- afssonar, gátu kommúnistar í sex manna nefndinni síðari að sjálfsögðu ekfci tekið, vitandi upp á sjálfa sig þau svik við málstað verkalýðsins í landinu, að hafa í fyrri sex manna nefnd inni lagt blessun sína yfir þetta nýja misræmi milli afurða- verðsins og kaupgjaldsins launastéttunum í óhag. Þeir höfðu ekki annað til málanna að leggja, en að tollum á nauð- synjavörum yrði af létt í því skyni að draga úr dýrtíðinni, og var Alþýðuflokksmaðurinn í nefndinrii þeirri tillögu að sjálfsögðu sammála, þó að hann teldi hana ekki vísa neina leið til varanlegrar lausnar á vanda- málum dýrtíðarinnar. Um hitt, Guðmundur G. Hagalín: Hámarksverð á bókum. ÞAÐ var eitt kvöld fyrir skemmstu, að ég heyrði í útvarpinu tilkynningu frá Viðskiptaráði um það, að allar bækur, sem út hefðu verið gefnar eftir 1. október 1942, ættu að lækka frá og með 15. des. um 20%, og ennfremur væru bókaútgefendur ekki skyldir til að greiða bóksölum meira en 20% af verði bók- anna í sölulaun í stað 25% áð- ur. Þó að ég sé nú svo sem ekki fróður um verzlun og viðskipti af neinu tagi, þá datt mér í hug, að framkvæmd lækkunar- innar kynni að verða nokkrum vandkvæðum bundin, þar sem hún ætti að ná til alls þess urmuls af bókum, sem út hefir komið síðustu 14V2 mánuð. Ég hitti svo að máli bóksala og spurði hann um það, hvernig honum litist á. Hanp sagði: — Þetta er alveg ótækt. Ef við eigum að fylgja þessum á- kvæðum, þá verðum við bara að loka búð — minnsta kosti tvo, þrjá daga — svona í mestu viðskiptaösinni, getum ekki einu sinni haft opið til að selja þær vörur, sem við höf- um auk bókanna. Grunaði ekki Gvend! Merki- ; legt að jafn þaulvanir og bráð- ■; vitrir verzlunarsnillingar — * eins og hlutu að eiga sæti í sjálfu Viðskiptaráði hins full- valda íslenzka ríkis, — skyldu ekki hafa komið auga á stað- reynd, sem jafnvel mig hafði órað fyrir.) En bíðum nú við: Daginn eft ir kemur svo tilkynning um það, að einungis bækur gefnar út eftir 1. október í ár, en ekki 1942, skuli lækka. Það, sem sem birzt hafði í útvarpi og blöðum daginn áður, hafði ver- ið markleysa. Hana nú! Gat þetta verið rit villa hjá skrifstofu verðlags- stjóra — 42 í stað 43? Að slíkt handahóf ætti sér stað — nei! Mundi það ekki heldttr vera þannig, að líkt hefði yfirleitt látið í bóksölum syðra, eins og lét í kunningja mínum hér? Og svo hefði þá Viðskiptaráð, sú göfuga stofnun, fljótlega séð, að bóksalarnir myridu hafa nokkuð til síns máls! Það hefir mjög verið , talað um hið geipilega 'verð á bók- um, og.þó að útgáfukostnaður hafi hækkað miklum mun meira en nokkrir þeir gera sér grein fýrir, sem ekki hafa nein af- síripti af prentsmiðjurekstri eða bókaútgáfu, þá er það deginum ljósara, að verð sumra bóka hefir verið svo hátt, að nærri hefir stapað okri. Það var því ástæða til, að Viðskiptaráð tæki í taumana. En nú spyrjum við, viðskipta glóparnir. Hefði ekki verið einna skynsamlegast að setja bókaverðinu einhverjar ákveðn ar skorður áður en aðalbóka- flóðið byrjaði á þessu hausti, t. d. 1. september? Síðan hefir meginþorri þeirra bóka, sem mest seljast, komið út, og bókamennirnir, þeir, sem geta ekki neitað sér um að kaupa góða bók strax og hún kemur í verzlanir, höfðu þegar gert sín kaup, þá er lækkunin kom. Hún kemur svo sérstaklega þeim í hag, sem kaupa bækur til jólagjafa, ágætt fólk og mér mjög kært, en fólk, sem vill géfa vini sínum varanlega gjöf og hugsar ekki sérstaklega um það, hvort gjöfin kostar krón- unni meira eða minni, síður en svo. Þá er það annað — sú hliðin, sem veit að sumum út- gefendum bóka: Munu nú ekki þeir bókaútgefendur, sem voru nýlega búnir að koma bókum sínum á markað fimmtánda desember — eða kannske alls ekki — mundu þeir ekki segja við háttvirt Viðskiptaráð — og það með nokkrum rétti: Hvers eigum við að gjalda, fremur en hinir? Hví gátuð þið ekki sett ykkar ákvæði fyrir 1. september — eða látið það þá bíða til áramóta, svo að þau gengju sem jafnast yfir? Loks er það svo ofurlítið, en þó nokkuð eftirtektervert at- riði í sambandi við ákvarðanir hins háa ráðs, atriði, sem veit bæði að útgefendum og kaupendum bóka. Þið hafið at- hugað það, þið öll, sem þetta lesið og hafið hlustað á tilkynn ingar Viðskiptaráðs um bóka- verðið, að þegar romsað var upp heilum bókaskrám, þá var ekki tekið til neitt ákveðið verð á neinni bókinni, heldur skyldu þær langflestar lækka um sama hundraðshluta þess verðs, sem útgefendur hefðu á þær sett -— eða um 20 af hundr aði. Við skulum nú athuga lítið eitt þessa ákvörðun Við- skitaráðs. Eins og öllum bókakaupend- um er orðið Ijóst af saman- burði á verði bóka, er það mis- jafnlega sanngjarnt frá hendi útgefenda. Nú skulum við segja, að bókin A sé jafnstór og bókin B og útgáfa beggja hafi kostað nákæmlega jafnháa upphæð. Sinn útgefandinn hef- ir gefið út hvora þessa bók, og A kostaði 60 krónur en B fimmtíu. Bóksalinn fékk 25% í sölulaun. Útgefandi A fékk því 45 krónur fyrir hvert ein- tak, en hinn 37 krónur og fimm tíU aura. Samkvæmt ákvörðun hins háa Viðskiptaráðs lækkar A niður í 48 krónur, en B nið- ur í 40 krónur. Þóknun bók- sala lækkar niður í 20%, og fár þá útgefandi A 38 krónur og 40 aura fyrir hvert eintak — eða 90 aurum meira en út- gefandi B fékk áður en sú bók var lækkað. Eftir læfckunina fær svo útgefandi B einungis 32 krónur fyrir eintakið. En þetta dæmi er að því leyti tekið úr lausu lofti, að ég hefi ekki sem Alþýðuflokkurinn telur frumskilyrðið fyrir nokkrum varanlegum árangri í barátt- unni gegn dýrtíðini úr því, sem komið er, — leiðréttingu mis- ræmisins, sem iskapast hefir milli afurðaverðsins og kaup- gjaldsins á verðbólguárunum, lækkun afurðaverðsins niður á það stig, sem kaupgjaldið er á, Iþannig að sama hlutfall sé milli hvors tveggja og áður var, svo og um stöðvun á öllum verð uppbótagreiðslum úr ríkissjóði þangað til — um það skild- ust leiðír með fulltrúum Alþýðusambandsins í nefnd- inni. Þar vildi feommúnistinn ÍÞóroddiur Guðmundsson ekki vera með. En það náðist ekki einu sinni samkomulag við fulltrúa Bún- aðarfélagsins um það litla, sem þó fulltrúar Alþýðusambands- ins voru allir saimmála um. Fulltrúar Búnaðarfélagsins eygðu, eins og áður, enga aðra leið en lækkun kaupgjaildsins. Hún hefir alltaf verið þeirra Kína-lífs-elixír við dýrtíðinni. Annað meðal hafa þeir ekki þekkt. Og þegar því hefír ekki orðið við komið, 'hefir allt verið látið sfeeika að sköpum. Þann- ig hefir enn farið í þetta sinn. Ein dýrtíðarnefndin enn hefir lokið störfum. En dýrtíðin heldur eftir sem áður áfram að að vaxa. Dömukragar nýkomnir. þarna fyrir mér ákveðnar bæk- ur, sem út hafa verið gefnar eftir 1. október í haust. Én hér hefi ég hjá mér á borðinu tvær þýddar skáldsögur. Báðar eru þær eftir nokkuð kunna er- lenda höfunda, báðar álíka við fangs fyrir þýðandann, og báð- ’ ar mjög sómasamlegar að frá- j gangi, en þó sín frá hverjum útgefanda. Önnur kostaði fyr.iv j lækkunina 25 krónur í kápu, hin 36. Sú fyrrnefnda er 151 blaðsíða, hin 358. Ef sú stærri hefði átt að kosta þeim mun meira en hin, sem hún er fleiri blaðsíður, þá hefði verð- ið á henni átt að vera ekki 36 krónur, heldhr 59 krónur og 26 aura. En svo kemur annað til. í minni bókinni eru aðeins 1175 bókstafir á hverri blað- síðu, en í hinni 1584. Lesmálið er þá alls í annari 177,425 bók- stafir, en í hinni 567.072. Ef verðið hefði svo átt að reiknast samkvæmt þessu, þ. e. eftir því, hvað lesandinn fær af les- máli í hvorri sögunni fyrir sig — og miðað hefði verið við 25 króna verði á þeirri styttri, þá hefði sú lengri ekki átt að kosta 36 krónur og ekki 59 krónur 26 aura, heldur 79 krónur og 90 aura! Nú er ekki sanngjarnt að ákveða, verðið svona, því að sá, sem gefur út styttri söguna og hefir minna á hverri blaðsíðu, þarf að kosta hlutfallslega meiru en hinn til pappírs, prentunar, heftingar og útsendingar. Segjum livorki kr. 59,26 né 79,90. Það mundi Unnur (horni Grettisgötu og Barónsstígs). VIKUR HOLSTEINN EINANGRUNAR- PLÖTUR Fyririiggjandi. PfiTUR PÉTURSSON filerslípnn & speglagerð Sími 1219. Hafnarstræti 7, verða sanngjarnt að fara bil beggja eða því sem næst. Við erum þá komin að þeirri niðurstöðu, að stærri bókin, sem kostaði 36 krónur, ætti að hafa kostað nokkuð nærri 70 krónum, ef verð hennar hefði átt að samsvara 25 króna verð- inu á hinni! Svo er verðið á báðum fært niður um 20%, 25 króna bókin ofan í 20 krónur,. hin, sú sem mætti vera nærri því þrefalt dýrari, niður í 28: krónur og áttatíu aura. ÞaS kann nú svo sem að vera, að £ svona ráðstöfun hins háa Við- skitaráðs, sem er vörður rétt- lætis og skynsamlegs jafnvæg- is í viðskiptum hér á voru landi, íslandi, felist einhver djúp- Frh. á 6. síðu. EYSTEINN JÓNSSON gerði í áramótagrein, sem út kom í Tímanum á gamlaársdag, meðal margs annars, þátt kommúnista í íslenzkum stjórn málum að umtalsefni og hina nánu samvinnu þeirra við Sjálfstæðisflokkinn í seinni tíð. Eysteinn segir um þetta: „Stefna Brynjólfs Bjarnasonar virðist vera alveg ráðandi í Só- síalistaflokknum með þeim afleið- ingum, að samtök verkamanna hafa engin — bókstaflega engin — áhrif á löggjöfina, enda virð- ist beint að því stefnt, að vinn- andi menn í landinu verði sem óá- nægðastir með alþingi og stjórn- arfarið. Til þess bendir meðal annars, að hvað eftir annað hafa sósíalistar á alþingi haft samvinnu við Sjálfstæðismenn um að koma fyrir kattarnef ýmsum þurftar- málum. Á móti fá þeir hjá Sjálf- stæðismönnum trúnaðarstöður, t. d. í síldarútvegsnéfnd og við end- urskoðun landsreikninga, er hvort tveggja skeði nú rétt fyrir jólin. Það mun vaka fyrir þeim, sem þessari stefnu ráða hjá sósíalist- um, að með þess konar vinnu- brögðum verði verkamönnum tryggð völdin með byltingu, þegar öngþveitið er orðið nógu mikið og óþolandi. Það mun vaka fyrir Sjálfstæðis- mönnum mörgum, að rétt sé að tylla heldur undir kommúnista á kostnað Alþýðuflokksins og Fram sóknarflokksins, því að þessir flokkar séu líklegastir til þess að hafa forustu um hagnýta stjórn- arstefnu, sem eigi verði hentug stórgróðamönnum landsins. Er þetta í samræmi við vinnubrögð þeirra innan verkalýðshreyfingar- innar, þegar kommúnistar voru að ná þar völdum. Þá munu þeir á hinn bóginn álíta, að eflist komm- únistar enn, þá muni eflast ahd- staðan gegn þeim meira en að; sama skaþi, aðstaða umbótamanna versna og mikill þorri manna þrýstist í fylkingu geg'n kommún- istum, þar sem þeir íhaldssöm- ustu muni ráða mestu. Þessi mun grundvöllur viðskipt- anna og er eigi ófagur: Báðir £ gróðahug, en þjóðin tapar leikn- um, ef eigi verður í taumana gripið. Fái kommúnistar að ráða innaix verkalýðshreyfingarinnar, munu þeir halda áfram að vera klókir og reikna út „t"aktik“, þangað til þeir hafa kallað yfir þjóðina harð- snúna hægristjórn. Þann endi hafa klókindi þeirra haft í öðrum lönd- um, og svo mun hér fara, ef al- menningur í bæjum landsins, og: sérstaklega í verkalýðsfélögunum, tekur ekki málin í sínar hendur £ stað þess að hlíta forustu komm- únistanna.“ Það er víst alveg óhætt að- undirstrika það með Eysteini Jónssyni, að hér verði verka- lýðsfélögin og almenningur yf- irleitt að taka til sinna ráða, ef ekki á illa að fara. Því að for- sprakkar kommúnista hér hafa bersýnilega ekkert lært af hinu ömurlega fordæmi flokks- bræðra sinna erlendis; það sýna öll vinnubrögð þeirra, svo ekki verður um villzt. Það verður ekki fyrir þeirra dyggð, ef hér tekst að afstýra afturhaldi og harðstjórn, svipaðri þeirri og gengið hefir yfir verkalýðs- hreyfinguna víðast hvar á meginlandi Evrópu fyrir til- verknað hinna kommúnistísku skýjaglópa.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.