Alþýðublaðið - 05.01.1944, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 05.01.1944, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 5. janúar 1944. ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Rússar taka Byelya ^ Tserkov og fara inn I Póliand Þjóðverjar hafa nú aðeins borgina Berdichev á Kiev^svæðinu á valdi sínu RÚSSAR. hafa enn unnið einn stórsigurinn á Þjóðverjum. I gær tilkynnti Stalin í dagskipan, að hersveitir Vatutins hefðu náð á sitt vald borginni Byelya-Tserkov eftir f jögurra daga mannskæðar orustur. Eiga Þjóðverjar nú aðeins einn mikilvægan bæ á valdi sínu á Kiev-svæðinu, Berdichev, og segja fregnritarar, að aðstaða Þjóðverja á þessum slóðum sé nú nánast vonlaus. Kós- akkahersveitir hafa hrotizt inn yfir landamæri Póllands á mörg- um stöðum, en Þjóðverjar hafa orðið að hörfa undan á breiðu svæði. Frá öðrum vígstöðvum þar eystra eru litlar fregnir, en bersýnilegt er, að mikill þungi er í sókn Rússa á flestum vígstöðv- um. Fregnin um þaS, að Rússar* séu nú komnir inn yfir landa- Austurvígstöðvarnar. Dökka svæðið á kortinu sýnir það landflæmi, sem Þjóðverjar hafa enn á valdi sínu í Rússlandi. Þó ihafa Rússar nú brotizt þvert yfir það og inn í Pólland. Það er vestur af Zhitomir og Korosten. 11 ára for- heimskun. FYRIR réttum 11 árum stóð heldur ófrýnilegur maður við gluggann á kanzl- arahöllirini í Wilhelmsstrasse og horfði fjálgum augum á þúsundir brúnklæddra manna ganga fylktu liði fram hjá. Menn þessir voru sérmenntaðir í þeirri list, að berja nýja lífsskoðun inn í höfuðið á þeim, sem ekki reyndust nógu viðbragðsfljót ir til þess að taka hina nýju trú og höfðu átt verulegan þátt í vexti og viðgangi naz- istaflokksins með bareflum sínum, þegar rökin þraut. YFIR ÞEIM hvíldi einhver dul úð, þeir töluðu um, að Þýzkaland yrði að öðlast á ný einhvern hlut, sem þeir nefndu „Waffenehre,11 — vopnaheiður, sem friðsamir menn og sæmilega skynugir footna ekkert í. Þá var talað um „Blut und Boden,“ blóð og jörð, og eru hvort tveggja hugtökin næsta torskilin þeim, sem trúa á friðsamlega framvindu í heiminum. Þeg- ar maðurinn stóð þarna í glugganum, en hann hét, eins og að líkum lætur, Adolf Hitler, lék dularfullt bros um varir hans, ekki ósvipað því, sem Mona Lisa mun hafa sett upp, þegar vel lá á henni. Þettá var stærsta augnablik í lífi hins snauða og ofsafengna málara frá Vínarborg. NÚ SKYLDI tekið öðrum tök- um á málunum. Junkaralýð- urinn skyldi fá að kenna á því, og álfan öll, að nú hélt styrk hönd um stjórnvöl- inn. Enda var ekki langt að bíða, að sumir menn hyrfu af vettvangi dagsins með næsta vofeiflegum hætti. Sumir voru kunnir menn, svo sem von Schleich- er, hershöfðingi og kona hans, Röhm, dúsbróðir Hitl- ers, og maður nokkur, sem var svo óheppinn að heita Willi Schmidt og hafði helzt gert sér það til miska að vera listagagnrýnandi við folað eitt í Múnchen, en hafði aldrei nálægt stjórn- málum komið. Þeir Göring og Himmler fengu ærið verkefni næstu daga, en Hitler gerðist samvizka þýzku þjóðarinnar og hæsti- réttur í 24 klukkustundir, — við dynjandi fagnaðarlæti obbans af þýzku þjóðinni. OG SVO hefst landvinninga- ferill Hitlers, sem heiminum er- orðinn næsta ljós, og má ekki á milli sjá, hvor þátt- urinn er ríkari í stjórnmála- gáfu Hitlers, sviksemin eða frekjan. Hann kom á fót stærsta fangelsi, sem sögur fara af, því það var hvorki meira né minna en heil heims álfa, sem gerð var að fanga- búðum. Jafnframt var hafin vísindaleg útrýmingarstarf- semi á öllum þeim, sem ekki þóttu nógu ættgöfugir, svo mæri Póllands hefir vakið mikla athygli, en hins vegar hafa Rússar ekki staðfest hana opinberlega. Rússar beita ridd- araliði á þessum slóðum, eink- um Kósökkum. Vatutin hers- höfðingi virðist nú stefna að því, að hrekja Þjóðverja með öllu úr vésturhluta Ukrafnu. Nú þegar er meginh'luti járn- brautanna á öllu svæðinu milli Korosten og Novograd- Vol- ynski á valdi Rússa. Þá er einn- ig mikill hluti járnbrautarinn- ar milli Berdichev og Brest- Litovsk í höndum Rússa. Sumir telja, ,að Vatutin muni nú freista þess, að rjúfa brautina frá Odessa til Pól- lands og væri Þjóðverjum mik- ilil hnekkir í því. Norðar á vígstöðvunum, í Hvíta-Rússlandi, hafa Rússar enn sótt fram og eru nú í fárra kílómetra fjarlægð frá borg- inni Novosokoliniki, sem er rammlega víggirt og um 20 km frá Nevel. Mikill uggur er í almenningi á Balkan vegna hinnar hröðu sóiknar Rússa. Hafa rikisstjórn- ir sumra Balkanníkjanna setið á fundum. Rússar hafa varað Finna og Ungverja við afleið- inguim iþess, að ha'lda áfram hernaðaraðgerðum í bandalagi við Þjóðverja. Þjóðverjar verjast allra frétta í tilkynningum sínum um töku Byelya-Tserkov og sókn Rússa inn yfir pólsku landamærin, en greina enn sem fyrr frá hörð- um varnarbardögum og harð- fengilegri vörn hersveita sinna. sem Pólverjum, Gyðingum og Tékkum, sem ómögulega gátu komið auga á ágæti hins nýja fyrirkomuags und- ir forystu hins aríska „úber- mensch.“ Og Gestapolýður Himmlers reyndist svo ötull í starfi sínu við yfirheyrslur og uppeldisaðferðir sínar, að in- kvisitorar Filippusar annars urðu blátt áfram hlálegir í fáfræði sinni, og þóttu þeir þó vita lengra en nef þeirra náði í þeim efnum. EN HVERNIG er svo umhorfs í húsinu, sem Hitler byggði — eftir 11 ár? Því er fljót- svarað. í nær öllum löndum eru hlekkjaðir menn, bæði í andlegum og líkamlegum skilningi, menn, sem eiga á bak ástvinum að sjá vegna Sir Stafford Cripps segir: 1944 verðor ðrslita- ðrið. O IR Stafford Cripps, sem ^ hefir yfirumsjón með flug vélaframleiðslu Breta, hefir á- varpað verkamenn í flugvéla- smiðjum. Sagði hann, að Bretar mættu aldrei missa sjónar á því, að þeir verði að gjörsigra Japani, engu síður en Þjóð- verja, með aðstoð Bandaríkja- manna, Ástralíumanna og Ný- sjálendinga. Þá lét ráðherrann þá trú í ljós, að þetta ár myndi valda úrslitum í styrjöldinni, ef menn gerðu skyldu sína. MacArthur hershöfðingi. mannvonzku og drottnunar- stefnu þeirra, sem ætluðu að stöðva þróun mannsandans og setja grimmd í stað vin- samlegrar sambúðar, rétt í stað óréttar. EINN HLUTUR er ábyggileg- ur, þótt ljótt sé umhorfs: — Það vald, sem nú heldur miklum hluta íbúa álfunnar í helgreipum, hlýtur að hrynja, og hrun þess verður mikið. Og vera má, að það verði á því ári, sem nú fer í hönd, og er það vel farið. — Minnumst þess, að allir eig- um við sama tilverurétt, hverrar þjóðar, sem við er- um og órétturinn hlýtur að lúta í lægra haldi fyrir rétti og drengskap. .talia: Harðar árásir Bandarikja manna á kálnleonverk- smiðjnr bjá Torino. FRÁ Ítalíu eru þær fregnir helztar, að amerísk flug- virki hafa gert afar harða árás á kúluleguverksmiðjur í Villa Perosa, skammt suðvestur af Torino. Bandaríkjamenn hafa með þessari árás enn lamað hergagnaiðnað Þjóðverja, þar sem talið er, að í verksmiðjum þessum hafi verið smíðaður um áttundi hluti alls þess, sem her Þjóðverja þarfnast af kúluleg- um. Aðrar stórar sprengjuflug- vélar réðust á járnbrautarstöð og vöruskemmur í Torino. Um 100 sprengjur féllu á árásarstað inn og umferð um hann stöðv- aðist með öllu. Samtímis þess- um árásum, voru gerðar loft- árásir á hafnarborgirnar Split og Sibenik á Dalmatíuströnd, svo og liðssafnað Þjóðverja í Mið-Júgóslavíu. Minna kveður að bardögum á landi, þar sem veðurskilyrði hafa verið hin óhagstæðustu og hamlað hernaðaraðgerðum. — Mest er barizt við Ortona. Á Adríahafsströnd eru Kanada- menn tæpa tvo km. frá Arielli fljótið. í Cairofregn segir, að þeir hafi brotizt yfir fljótið á mörgum stöðum um 4 km. frá mynni þess. Á vígstöðvum 5. hersins er lítið barizt vegna hretviðra. Aðallega eigast þar við njósnaflokkar og framvarða sveitir. Frá Kairo berast þær fregnir, að talsvert beri á því, að Tito hershöfðinga vaxi fylgi meðal liðsforingja í her Péturs kon- ungs. Meðal annars hafa 17 þeirra lýst yfir því opin'ber- lega, að þeir muni ganga í lið með Tito. Japaoir missa tvð taeiti- skip og einn tnndnr- spilii á Kjrrrabafi. AKyrrahafi réðust amerísk- ar flugvélar úr lofther MacArthurs á tvö beitiskip Japana og einn tundurspilli í Kavieng-höfn á Nýja írlandi. Eldar kviknuðu í báðum beiti- skipunum og tundurspillirinn var laskaður. Japanskar orrustuflugvélar réðust á þær amerísku, og tókst mikil loftorrusta. 11 flugvélar Japana voru skotnar niður og fjórar sennilega að auki. Á Nýju Guineu halda Bandaríkja menn áfram að bæta aðstöðu sína á Saidor. — Á Nýja Bret- landi hafa hermenn úr land- gönguliði Bandaríkjaflotans enn sótt fram á Gloucester-höfða til þorps í um það bil 7 km. fjarlægð. Öðrum hersveitum bandamanna hefir einnig orðið nokkuð ágengt. Knox, flotamálaráðherra Bandaríkjanna lýsti yfir því í gær, að landgangan á Marshall- eyjum væri aðeins undanfari mikilla átaka. Þá sagði hann, að Japanir væri hvarvetna í varnaraðstöðu á Kyrrahafi. Knox hefir líka lýst þær yfirlýsingar Þjóðverja, að þeir hefðu sökkt 21 tundúrspilli bandamanna á nokkrum dög- um, staðlausa stafi. Bandamenn hafa misst 1 tundurspilli und- anfarna 11 daga, sagði ráðherr- ann enn fremur. HELDUR hefir verið minna um loftárásir á stöðvar Þjóðverja. í .Þýzkalandi. og Vestur-Evrópu undangengin dægur. Ráðist var á ýmsa staði á Frakklandsströndum, sér í liagi í grennd við Calais, svo og staði í Niðurlöndum. Það voru amerískar flugvélar af Marau- der-gerð, sem réðust á Calais- svæðið í gærmorgun.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.