Alþýðublaðið - 11.01.1944, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 11.01.1944, Blaðsíða 2
ALÞVÐUBLAÐIP Þriðjudagur II. janúar 1944. Laxfoss strandaði i manns innanborðs við 01l3i fólkinu hafði verið bjargað, þrátt fyrir verstu skilyrði um miðnætti fi nótt um Þingsetoing i gær. illmaroir þingmenn eru fjar- verandi og forsetakjðr fór eltki fram. AL Þ I N GI vav sett í £ser. Hófst athöfitin með messu í Dómkirkjunni kl. 2 síðdegis. Biskupinn, herra Sigurgeir Sig urðsson predikaði. Lagði hann útaf þessum orðum 2. Korintu bréfsins: „Drottinn er andi. En þar sem andi drottins er, þar er frelsi.“ Að guðsþjónustumii aflokinni gengu þingmenn í alþingishúsið. Ríkisstjóri las bréf það, frá 30. f. m., sem stefndi alþingi saman til reglulegs fundar í gær. Að því búnu mælti ríkisstjóri eftirfar- andi orðum til þingheims: „Samkvæmt bréfi því, er ég hef nú lesið, ■ lýsi ég yfir því, að al- þingi íslendinga er sett. Er þetta 63. löggjafarþing og 47. aðalþing í röðinni, en 78. samkoma frá bví er alþingi var endurreist. Ég vil biðja alþingismenn c.g ríkisstjórn að minnast fósturjarð- ar vorrar, íslands, með því að rísa úr sætum sínum“. Þingheimur stóð þá upp, og ald- ursforseti, 1. þ. m. S.-M. (Ingvar Pálmason) mælti: „Lifi ísland'". Var tekið undir þau orð með fer- földu húrrahrópi. Kosningar fóru ekki fram í gær, með því að allmargir þingmenn eru enn fjarverandi, meðal þeirra eru flestir norðanþingmenn. Sam- kvæmt 1. grein þingskapanna ber nú aldursforseta að stjórna íundi, þar til kosinn hefir verið forseti sameinaðs þings. En þá var gat komið á skip- íð og mikill sjór i afturlestina. VÉLSKIPIÐ LAXFOSS, sem gengur milli Reykjavíkur og Borgarness, strandaði í blindbyl og öskuroki með um áttatíu manns innanborðs við suðvesturhornið á Örfiris- ey, á að gizka aðeins 300—400 m. frá landi, laust eftir kl. 7 í gærkveldi. Voru björgunarskilyrði ákaflega erfið sökum ofviðris- ins og hríðarinnar, en fyrir frækilega framgöngu björgun- arliðsins hafði þó tekizt að bjarga öllu fólkinu í land laust eftir kl. 12 á miðnætti og var líðan þess sögð furðu góð. >Skipið var þá farið að brotna, komið gat á það og mikill sjór kominn í afturlestina. Var talið vafasamt, hvort mögu- legt yrði að ná því út aftur. Laxfoss var að koma frá Akranesi, þegar hann strand- aði og munu um sjötíu farþeg- ar hafa verið innan borðs, auk skipshafnarinnar, þar á meðal margar konur og einn sjúk- lingur í sjúkrakörfu. Þrír þing- menn voru einnig í farþega- hópnum, þeir Pétur Ottesen, Skúli Guðmundsson og Þor- steinn Þorsteinsson. Blindbylur var og öskurok, er skipið tók niðri, enda var það þá komið út af leið, því að það strandaði við suðvesturodda Örfiriseyjar, í mesta lagi 300— 400 metra frá landi. Var þá út- fall og björgunarskilyrði ákaf- lega erfið sökum veðurofsans, þó tók veðrið heldur að lægja, er á leið kvöldið. Fyrstu mennirnir, sem kom- ust í land, komu í skipsbátnum og lentu í Ánanaustum. En skömmu síðar brutust dráttar- skip hafnarinnar, Magni, undir stjórn Einars Jónassonar hafn- sögum. og Ingólfs Möllers, hafn- sögumannsbáturinn, undir stjórn Þorsteins Finnssonar og amerískur innrásarprammi Framh. á 7. síðu. Heita-vatas geymarnir hafa nær tæmzt undanfarna daga, Aðalástæðan eru byrjnnarðrðalelhar en ank pess urðu mistðk á tðstndag. Sðmu menuogífjrrra úthlnta lannnnnm til rithðfnndanna. Rithöfundafélagið hélt fund á sunnudaginn og kaus nefnd til að úthluta upphæð þojirri til rithöfunda, sem Menntamálaráð hefir áætl að því til rithöfundalauna. Samþykkti fundurinn að fela sömu mönnum og höfðu þetta starf í fyrra með höndum að gera það einnig nú, en það eru þeir Magnús Asgeirsson, Barði Guðimundsson og Kristinn And- résson. Þá lá fyrir fundinum bréf frá Viðskiptaráði, þar sem það fór fram á að félagið tilnefndi mann í nefnd til að vera með í ráðum um ábvörðun á verði bóka. Samþykkt ifundurinn að verða við þessari beiðni og fela Tómasi Guðmundssyni að taka sæti í nefndinni. Bóksalafélagið hefir og feng- ið mann £ nefnd þessa og er Gunnar Einarsson forstjóri ísa fúldarprentsmiðju fulltrúi þess. 1 Reynt að bæta úr þessu með bráðabirgðalausn. ■— .■■■ ♦ .■ — Samtal vlð Helga Sigiirðsson, forstjóra hitaveitnnnar. TJ ITAVATNSGEYMARNIR á Öskjöhlíð hafa tæmst á hverjum sólarhring undanfarið — og dælurnar hafa ekki getað fyllt þá. Aðalorsök þessa eru slæm mistök, sem urðu á vinnu við hitaveituna á föstudaginn, frostið undanfarna daga, raf- magnsleysi og tilhneiging fólks til að láta vatn streyma um híbýli sín Ótakmarkað um nætur. Þetta hefir haft þær afleiðingar að varla hefir verið líft í fjölda mörgum hitaveituhúsunum undanfarna daga og þó sérstak- lega á sunnudag og í gær. Þetta eru byrjunarörðugleikar, sem talið er að almenningur þurfi ekki að óttast — og fullyrt er, að ef ekki hefði orðið slys við framkvæmdirnar á föstudag, þá hefði vatnsleysið ekki komið að sök, þrátt fyrir óvenjulegan kulda og rafmagnsleysi. Fólk, sem búið er að fá heita | ing;i um það, hvernig á því Rðntgendeild Landspltalans lokað vegna ftnldal Ef engar usnbætur verða gerðar verð- ur ekki hægt að starfa í spítalanum. Samtal við Gaðmnnd Thoroddsen prófessor. D ÖNTGENDEILD Landspítalans hefir verið lokað vegna * kulda í spítalanum. Tilkynning um þetta var birt í há- degisútvarpinu í gær og sneri Alþýðublaðið sér til forstöðu- manns spítalans, Guðmudar Thoroddsen prófessors, og spurði hann hverju þetta sætti. „Við höfum síðan nokkru fyrir jól barist við kuldann. Hann hef- ir skapað okkur geysimikla örð- ugleika. En nú hefir alveg keyrt um þverbak. Fyrsta afleiðingm af þessu er svo sú, að við höfum neyðst til að loka Röntgendeild- inni, því að þó að venjulegir sjúkl- ingar geti haldist við í rúmunum, þá er öðru máli að gegna með ljósasjúklinga, sem verða að liggja naktir. Annars höfum við all lengi undan farið ekki getað tekið Röntgenmyndir vegna raf- magnsskorts, nema kl. 9—11. á kvöldin, en nú er það heldur ekki hægt. Landsspítalinn hefir heitt vaín frá gömlu Laugaveitunni og hún hefir verið í stakasta ólagi undan- farið. Við höfum farið fram á að spítalinn yrði settur í samband við hitaveituna nýju, en ekki fengið. — Nýlega mun Austur- bæjarskólinn hafa verið tekinn af Laugaveitunni og settur í sam- band við hitaveituna, en það hefir ekkert bætt um hjá okkur. Ef áframhaldandi kuldar verða hjá okkur og hitaskilyrði í Lands- spítalanum batna ekki, þá er ekki annað fyrirsjáanlegt en að ekki verði hægt að starfa í spítalan- um“. Þá átti blaðið tal við Helga Sig- urðsson forstjóra Hitaveitunnar. Sagði hann, að starfsmenn hans hefðu gert allt sem í þeirra valdi stæði til að bæta um í Landsspítal anum, hefði til dæmis heill sekúndulítri verið tekinn af Sund höllinni og Sundlaugunum lokað, en það hefði ekki borið tilætlað- an árangur fyrir spítalann. Jafn- framt hefði verið rannsakað hvort um bilun væri að ræða og hefði nú fundizt bilun inni við Tungu á Laugavatnsleiðslunni og myndi nú verða unnið að því að lagfæra þetta. _ a..._ ... ■ Samþybtir Dagsbrúa ar ð socnndag. Um nppsögn samninga og atvinnumál. vatnið í hús sín hringdi við- stöðulaust í gær í skrifstofu hitaveitunnar tit að leita upplýs stæði, að vatnið væri að hverfa. En það var erfitt að ná sam- Frh. á 7. síðu. Hibiil fjðidi á sbiðnm nm beigina MIKILL FJÖLDI marma var á skíðum og skauí- um um helgina. Hér í bænum var margt manna á skautum á sunnudags kvöld og, það sem sjaldan hef ir sést hér áður, mjög margir unglingar voru á skautum á götum úti. Talið er að um 500 manns hafi verið á skíðum við Skíða- skálann í Hveradölum og við Kolviðarhól. En au'k þess voru smærri hópar við hina ýmsu skíðaskála íþróttafélaganna. Skíðafæri mun hafa verið sæmi legt víðast hvar, og þó að kuld- inn iværi miikill undi fól'k sér hið bezta. VERKAMANNAFÉLAGIÐ Dagsbrún helt fund á sunnudaginn og ræddi um upp- sögn samninga við atvinnurek- endur. Eftirfarandi samþykktir voru | gerðar á fundinum: ) „Fundur í Verkamannafélaginú 1 Dagsbrún, haldinn 9. jan. 1944, skórar á alla félagsmenn að beita sér af alefli fyrir því, að þáttíaka í atkvæðagreiðslunni um uppsögn á samningum félagsins við at- vinnurekendur verði almenn. Með því veita þeir bæði sjálf- um sér og félaginu sem heild þann styrk, sem það þarf á að halda til þess að leiða til fullnað- arsigurs þær kröfur, sem enaan- lega verða fram bornar fyrir félagsins hönd“. »} „Fundur í Verkamannaíélag- inu Dagsbrún, haldinn 9. jan. 1944, álítur nauðsynlegt, að af hálfu hins opinbera séu gerðar öflugar ráðstafanir til.að koma í veg fyrir, að hér verði atvinnu- leysi. Fyrir því skorar fundurinn á bæjarstjórn Reykjavíkur að hefja þegar í stað framkvæmd á þeim tillögum, sem atvinnumálanefnd hennar gerði um atvinnufram- kvæmdir“. jf Fundur í Verkamannafélaginu Dagsbrún, haldinn 9. jan. 1944, álítur, að sérhver verkfær maður og kona í landinu, eigi skilyrðis- lausan rétt til öruggrar atvinnu og lífsafkomu og að þessi réttur byggist á þeirri alviðurkenndu staðreynd, að auðsuppsprettur landsins eru nægar tíl þess að all- ir landsmenn geti búið við at- vinnulegt öryggi. Vegna reynslu verkamanna á árunum 1930—1940 og vegnd' þess, að valdhafarnir hafa látið undir höfuð leggjast að tryggja verkamönnum og öðrum lauu- þegum þennan óvéfengjanlega rétt, skorar fundurinn á stjórn Alþýðusambands Islands að skipu leggja alísherj arbaráttu launþeg- anna og samtaka þeirra fyrir bví, að íslenzkri alþýðu verði tryggð örugg vinna í framtíðinni og að komið verði á fullkomnum at- vinnuleysistryggingum, í því til- felli, að atvinna skyldi bregðast um lengri eða skemmri tíma. Fundurinn heitir Alþýðusam- bandi Islands hverjum þeim stuðn ingi, er félagið má veita til þess Frh. á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.