Alþýðublaðið - 11.01.1944, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 11.01.1944, Blaðsíða 7
2>riðjudagur 11. janúar ÍBœrinn í dag.| -,»<jK3K*&0<*éo<»<><^OOO<X><^^ Wæturlæknir er í nótt í Lækna- varðstofunni, sími 5Ö30. Næturvörður er í Reykjavíkur- apóteki. ÚTVARPIÐ: 20.00 Fréttir. :20.30 Erindi: Kvöld hins róm- verska lýðveldis (dr. phil. Jón Gíslason). 20.55 Tónleikar Tónlistarskólans: Tríó.í B-dúr eftir Beethoven .21.20 Tónlistarfræðsla fyrir ungl- inga (Páll ísólfsson). 21.50 Fréttir. Xeikfélag Reykjavíkur sýnir Vopn guðanna annað kvöld og hefst sala aðgöngumiða kl. 4 1 dag. Xaugarneskirkjuhúsiff. í gærkvöldi hafði enn enginn :gefið sig fram, sem eigandi nr. 71264, námersins, sem reyndist svo happadrjúgt í happdrætti l.augarnesskirk j u. Húsaleiguvísitalan fyrir tímabilið 1. janúar til 1. apríl verður óbreytt frá síðasta tímabili 135 stig. Fermingarbörn í Laugarnessókn eru beðin að koma til viðtals í Xaugarnesskirkju (gengið inn í kirkjuna að austan) fimtudaginn næstkomandi kl. 5 e. h. -Jón Þorsteinsson hefur unnið skákmeistaratililinn fyrir Norðurland í þriðja sinn. Annar varð Hjálmar Theódórsson með 6% vinning. Barnaflokkar Handíffaskólans. Skólastjóri Handíðaskólans bið- :ur þess getið, að jólaskemmtun toarnaflokkanna verði endurtekin í dag kl. 514 síðdegis fyrir þau toörn í teikni og smíðaflokkum .•skólans, sem ekki gátu komið síð- ast. Jón Árnason héraðslæknir andaðist eftir stutta legu að heimili sínu, Ási við Kópasker, í ,gær. JF’ermingarbörn í Nesprestakalli komi til viðtals í háskólanum, gengið inn um norðurdyr, á laug- ardaginn kemur, 15. jan. kl. 2 síð- degis. Sóknarprestur. Tímaritið Jörff desemberheftið, er nýkomið út. Af efni ritsins má :nefna þetta Heillin, smásaga eftir Gunnar tGunnarsson, Nútíma byggingarlist eftir Hjörvarð Árnason, niðurlag á framhaldssögu, jólahugleiðing og Xeikhúsið eftir ritstjórann o. fl. Baoskir Qnisliagar. Frh. af 3. síðu. Sigrid Undset, norska skáld- konan, sem nú dvelur í Banda- ríkjunum, komst svo að orði um morðið á Kai Munk: „Loks hef áir nazistum tekizt að þagga nið ur í prédikaranum og skáldinu Kai Munk, hinum heiftúðuga ::mótstöðumanni þeirra, með því :að myrða hann. Enn einu sinni haía nazistar gert oss ljóst, að gagnvart þeim, sem mislíkar við þá, beita þeir ekki rökfærzl um, heldur styðjast eingöngu við leynilögreglu sína, Ge- stapo. Nú hefir allt andlegt líf í Þýzkalandi verið lagt 1 rúst- ir af Gestapo. — Gestapo hefir tekizt að stöðva gagnrýni Kai Munk á hinum svokölluðu verndurum Danmörku, í bili, , en ekki að fullu. Kai Munk var hugrakkur baráttumaður. Nú frekar en nokkurn tíma áður, er hann orðinn forystu- maður andstæðinga Þjóðverja í Danmörku. Barátta hans hefir gert hann ódauðlegan.“ Laxfossstrandið. Frh. af 2. síðu. undir stjórn E. L. House og Jóns Axels Péturssonar ut að skipinu, sem snéri stefninu að landi, en var lagzt á stjórnborðs hlið, og komst innrásarpramm- inn fyrstur að skipshliðinni. — Byrjaði hann þegar að taka , fólk um borð. Magni komst ekki að skipinu sökum grynn- inganna, en batt sig í aftur enda þess og var fólkið síðan selflutt af hafnsögumannsbátn- um frá innrásarprammanum og yfir í Magna. Allir hafnsögumennirnir, og margir aðrir starfsmenn hafnar innar og skólapiltar af Stýri- mannaskólanum tóku ásamt björgunarsveit Slysavarnafé- lagsins ötulan þátt í björgunar- starfinu. Varðskipið Ægir hafði einnig komið á vettvang og var stöðugt við strandstaðinn meðan á björgúnarstarfinu stóð. Var allt skipbrotsfólkið kom- ið í land klukkan 12.10 á mið- nætti heilt á húfi. En íslenzk- ir læknar og setuliðsmenn höfðu brugðið við og voru komnir á vettvang með sjúkra- bíl og annan útbúnað til að- hlynningar, ef með þyrfti. Var líðan fólksins talin góð, þegar síðast fréttist, og allir sagðir ó- meiddir. Um afdrif skipsins var allt í óvissu í nótt, að því er af- greiðslumaður skipsins tjáði blaðinu, en sagt var, að gat væri komið á skipið þá og mik- ill sjór í afturlestina. Mikill uggur var í bænum, sem vonlegt var, eftir að kunn- ugt varð um skipsstrandið, og linnti ekki hringingum á rit- tjórn blaðsins langt fram á nótt. Hitaveitan. Frh. af 2. síðu. bandi við skrifstofuna, því að hún hefir ekki nema einn síma — og ómögulegt að fá síma til viðbótar og þessi eini sími var alltaf á tali. En þegar ekki tókst að ná tiali af starfsfönnum hitaveit- unnar hringdi fólk í blöðin — hringdu símar Alþýðublaðsins nær viðstöðulaust í gær. Alþýðublaðið bað Helga Sig- ; urðsson forstjóra Hitaveitunnar j að skýra þetta mál í gær og sagði ! hann meðal annars: „Það er mjög margt, sem veld- j ,ur þessum skyndilegu vandræð- um og öll eru þau að mínu viti ó- viðráðanleg. Aðallega er hér um byrjunarörðugleika að ræða, þessi vandræði hefðu ekki komið fvrir, ef framkvæmdunum væri lokið. En aðalástæðunar eru þessar: Síðastliðinn föstudag átti að setja „stoppkrana á bæjardælistöð ina, en til þess að það væri hægt varð að loka fyrir aðra æðina til bæjarins. Þetta átti alls ekki að koma að sök, en þó tókst svo illa til, að þegar farið var að tæma æðina kom í ljós að annar kran- inn lokaði ekki -—• og vatnið flæddi út, sve að geymarnir nærri tæmdust. Reynt var að bæta úr þessu með öllum mögulegum ráð- um, en það reyndist erfitt. Frostið dundi yfir okkur og það hafði það í för með sér að raímagnsleysið ágerðist mjög og fólk lét vatn streyma um hús sín jafnt að nót.tu, sem degi — og athugaði ekki að vatnsþrýstingurinn er meiri. á nóttunni. Þá er það og enn til <-'ið - bótar að enn er verið að tengia við húsin og því ekki búið að stilla nákvæmlega. ALfrVOUBLAÐBÐ ff Svo sem kunnugt er, hefir það borið við, að ófriðarþjóðirnar hafa skipzt á þegnum, sem ekki komust heim í tæka tíð. Bandaríkjamenn og Japanar skiptúst þannig á þegnum í hlutlausri höfn, Mormugao í nýlendu Portúgal í Indlandi. Á efri myndinni sjást amerískir þegnar um borð í japanska skipinu „Teia Maru“, sem flutti þá þangað frá Japan, en sú neðri sænska skipið „Gripsholm,“ sem flutti japanska þegna þangað frá Bandaríkjunum. Þar var svo skipt um skip og fóru Bandaríkjaþegnar heim með „Gripsholm“ en Japanar heim með „Teia Maru“ Okkur hefir ekki tekizt að fyllu geymana enn. Á laugardagsmorg- un voru þeir ekki nema hálfir og um hádegi þann dag voru þoir tómir. Á sunnudag fór eins og þó er ástandið langverst í dag. Raí- magnið er svo lítið, að það er ekki hægt að dæla nema að nóttunni — alls ekki að deginum. Við erum nú að gera tilraun til að bæta úr þessu með því að tengja eina holu á Reykjum til viðbótar við kerfið og er sú telc- in, sem hægast er að ná til. Svo er nauðsynlegt að fóik dragi úr innstreyminu í hús sín að náttu til — og loks vonum við að nú fari að draga úr frostinu; svo að allt komist í lag' sem allra fyrst“. v S S s S s í s s s s s S s s \ s MÁLARINN) Glo-Coat kr. 7,50 flaskan ÚtbreiSið AlþýSublaðib. Virðnled hátíðahðld teiplara af tilefni sextin ára afmælisins. Guðsþjónusta og fjölmenn samsæti í Reykjavík og Hafnarfirði. HÁTÍÐAHÖLD Stórstúku ís lands af tilefni 60 ára af- rnælis Góðtemplarareglunnar á íslandi fóru fram hér í Reykja- vík og í Hafnarfirði og voru hin veglegustu. Slæmt veðurfar varð þess valdandi að hátíðahöldin gátu ekki farið fram alveg eins og j ætlast hafði verið til hér í höf j uðstaðnum. Um morgunin j gengu templarar til kirkju og 'hlýddu á 'guðsþjónustu, séra Árni Sigurðsson predikaði. Klukkan 8,30 um kvöldið hófst hóf templara í Listamannaskál anum og sátu það hátt á þriðja hundrað manna. Meðal gest- anna voru ríkisstjórahjónin, biskupinn, atvinnumálaráð- herra, fjármálaráðherra, borgar stjórinn og lögreglustjórinn. Pétur Sigurðsson erindreki setti samkomuna með stuttri ræðu, en síðan tók Brynleifur Tohíasson fyrrverandi stórtempl ar við stjórn hennar. Aðalræðuna1 flutti Kristinn Stefánsson stórtemplar og rakti hann sögu Reglunnar í stórum dráttum. Þá talaði ríkisstjóri. Þakkaði hann Reglunni vel unn in störf og árnaði henni allra heilla. Ennfremur fluttu ræður Sigurgeir Sigursson biskup, en faðir hans var eins og kunnugt er, einn glæsilegasti brautryðj- andi, sem Reglan hefir átt, Bjarni Benediktsson, Agnar Kofoed-Hansen lögreglustjóri Ben. B. Waage, forseti í. S. í.r sem færði Stórstúkunni að gjöf fagran veggskjöld með merki í. S. í., Guðgeir Jónsson, um- dæmisstórtemplar og Þorsteinn J. Sigursson þingtemplar. Fór samsæti þetta fram með hinni mestu prýði. Templarar í Hafnarfirði héidu afmælið há- tíðlegt með því að hlýða guðs- þjónustu og með hófi um kvöld ið. Við guðsþjónustuna predik- aði séra Jón Auðuns, en séra Garðar iÞorsteinsson þjónaði fyr ir altari, söngflokkar beggja kirknanna undir stjórn Friðriiks Bjarnasonar sungu. Samsætið um kvöldið var mjög fjölmennt og fór vel fram. Voru margar ræður fluttar. Dagsbrún. Frh. af 2. síðu. kvæmd og álítur, að afstaða verk- lýðssamtakanna til valdhafanna á hverjum tíma verði fyrst og fremst að miðast við það, hvemig þeir brégðast við þessum sjáti- sagða og óvéfengjanlega ,rétti launþeganna“. Kaupum tuskut* hæsta verði. fiúsgagnaviDnastof Baldursgo 39,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.