Alþýðublaðið - 11.01.1944, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 11.01.1944, Blaðsíða 5
jÞriðjudagur 11. janúar 1944. ALÞYDUBLAÐJÐ 9 í Moskva. ÁSur en þeir Churchill, Roosevelt og Stalin hittust í Thehéran, höfou utanríkismálaráð- herrar þeirra setið þýðingarmikla ráðstefnu í Moskva. Þar var þessi mynd tekin. Á henni sést Molotov (snýr baki að myndavélinni), lengst til hægri Cordell Hull, næstur honum Averell Harriman, sendiherra U. S. A. í Moskva. Anthony Eden sést við borðið lítið eitt til hægri. Unöir oki lapana. í REIN ÞESSI, er útvarps- ] erindi eftir John Mor- , ris, sem dvalizt hefir lengi í Japan. Fjallar það um kjör þjóða þeirra landa, sem Japan ar hafa hernumið. Lýsir höf- ' undurinn mjög vel baráttuað- ferðum og áróðri Japana, en gerir einnig það að umræðu- j efni, hvað bandamenn hygg- ist gera fyrir þessar þjóðir eft ! ir stríð. Erindið er hér þýtt ! úr útvarpstímaritinu „The j Listener.“ STYRJÖLD þá, sem nú er háð, má með sanni nefna Reimsstyrjöld, enda þótt menn gefi mun meiri gætur atburðum þeim, er gerast,í Norðurálfu en hinum fjarlægari heimshlutum. Um þessar mundir lúta alls þrjú hundruð milljónir manna yfir- .ráðum Japana. Þetta er ömurleg ■staðreynd. Fimmtungur mann- kynsins þjáist undir oki Japana. Hvaða sögu er að segja um þess- ar þrjú hundruð mililjónir? Nær þriðjungur þeirra eru kristnir, en hinn hluti þeirra eru nýlendu búar, — fólk af ýmsum þjóð- ílokkum. Meðal ];eirra eru Fil- ippseyjamenn, sem margir hverjir eru á líku menningar- stigi og Norðurálfubúar og þjóð ir eins og Burmabúar og Malaj- ar, sem flestir eru illa menntir bændur. En í löndum þessum elur og aldur sinn fjölmargt fólk, sem alizt hefir upp í Norð- urálfu og Vesturheimi og er því brotið af bergi mestu menningai’ þjóða heims. Áður en styrjöldin hófst liiði fólk þetta kyrrlátu og annríku lífi. Iiinir innfæddu lögðu mikla áherzlu á að auka menntun sina og 4nenningu alla. Þeir áttu að sönnu langt í land að komast á sama menningarstig og jvióðir hins menntaða heims, en þeir sóttu eigi að síður örugglega fram að því marki. Þegar Japan- ar hernámu lönd þeirra, komust þeir þrátt að raun um það, að hér var um að ræða framtaks- samt og stórhuga fólk. Þeir vissu og fyrir um viðhorf öll í löndum þessum. Japanar höfðu fimmtu herdeild að störfum í öllum þeim löndum, er þeim lék gimd á, löngu áður en styrjöldin hófst. Við höfðum ekki geíiö mikinn gaum að hinum hljóð- látu japönsku ljósmyndurum og ferðalöngum, sem lögðu leiðir sínar um Austurlönd. Við hlóg- um að þessum gleraugnaglám- um fremur en að okkur stæði ótti af þeim. En hláturinn hljóðn aði á vörum okkar. Upplýsingar þær, er þeir höfðu safnað, reyndust Japönum ómetanlegar, er þeir hófu hina miklu herför sína. En hver er hlutur hinna þrjú hundruð milljóna eftir .að Ja- panar hernámu lönd þeirra? Við vitum fátt eitt um það, hversu högum þeirra er háttað. Okkur berast fáar fregnir af þessu fólki. Þó getum við gert okkur nokkra grein fyrir því, við hvaða kjör fólk þetta muni eiga að þúa eftir að yfirráð Japana komu til sögu. Við höíum ýmis- legt lært um það, hversu Japan- ar haga skipulagi sínu, eftir árás þeirra á Pearl Harbour. Ég dvaldi í Tokyo átta mánuði eftir að styrjöldin milli Bandaríkj- anna og Japana hófst, en bau f jögur ár, er ég dvaldist bar fyr- ir styrjöldina, varð ég margs var, sem bar þess vitni, hvað verða vildi. En við komumst ekki að raun um það, hversu japanska leyniþjónustan var raunverulega rekin, fyrr en flest ir Bandaríkjamenn, sem dvöld- ust í Japan, höfðu verið teknir höndum í desembermánuði árið 1941. Ég ætla að segja hér frá kunningjakonu minni, til þess að færa ykkur heim sanninn um það, hvernig japanska leyni- þjónustan hagaði störfum sín- um. Þegar hún var handtekin, sýndi lögreglan henni ljósmynd af sérhverju bréfi, sem hún hafði sent frá sér óg henni bor- izt um þriggja ára skeið. Það er ekki aðeins á styrjaldartímum, sem Japanar hafa eftirlit með útlendingum þeim, er gista land þeirra. Mér var um. það kurmugt að japanska lögreglan gerði iðulega húsrannsóknir hjá mér löngu fyrir styrjöldina og las öll bréf mín, þegar ég var fjarver- andi. Japanar leyfa sér og að handtaka fólk, þótt ekki séu stríðstímar. Oft halda þeir föng um í dýflissum langa hríð, án þess að rannsókn sé hafin í mál- um þeirra. Fyrst réttvísinni er þannig háttað heima í Japan, á hvaða stigi skyldi hún þá vera í hernumdu löndunum? Lönd þau, er Japanar hafa hernumið, eru mjög víðáttumik> il. Milli þeirra og Japan eru óra- leiðir um höf og hauður. Japan- ar verða að taka mikið tillit til þessara staðhátta. Áróður þeirra ber mjög blæ hins þýzka áróð- urs Þeir beita gífurlýgi óspart í málflutningi sínum. Eigi að síð- urs. Þeir beita gífurlýgi óspart í hrifa, einkum meðal þeirra þjóða, þar sem lífskjörin hafa lítt breytzt við hernámið. Mestur hluti þjóða landa þeirra, er Japanar nafa hernum ið, er fáfróður og verður því bezt til þeirra náð á vettvangi hins talaða orðs. Japanar reka áróður sinn af miklu kappi gegnum útvarpsstöðvarnar í Singapore, Rangoon, Bangkok, Sumatra, Java og á ýmsum öðr- um stöðum. Eigi alls fyrir löngu hélt japanskur áróðursmaður ræðu í útvarpið í Batavíu. Hann komst að orði eitthváð á þessa lund: — Það er sjaldgæft, að styrjaldir séu háðar af um- hyggju fyrir hag annarra. En sú er þó raunin um styrjöld þá, er nú geisar í Austurlöndum. Það hefir glögglega komið í ljós á liðnum árum, að Japanar hafa háð styrjöldina af umhyggju fyrir hag annarra þjóða. Japan- ar sáu, að grannþjóðir þeirra voru misrétti beittar. Þeir töldu það skyldu sína sem forustu- þjóð Austurlanda að firra þær böli ofríkis og ófyrirleitinnar yfirdrottnunar. Styrjöldin er því af þeirra hálfu menningar- barátta en ekki hagsmunabar- átta. Japanar munu aldrei hvika frá þeim ásetningi sínum að stökkva Bretum og Bandaríkja- mönnum á hrott úr Austurlönd- um og koma þar á nýskipun sinni, er horfir til mikilla fram- tíðarheilla. Japanar hafa lagt mikla á- herzlu á það í fréttum sínum að auka fréttafýsn þjóða hinna hernumdu landa. Eftir að Ma- lajalönd- féllu þeim í hendur, bárust íbúum þeirra langa hríð engar fréttir aðrar en þær, sem voru frá Japönum komnar. Sömu sögu er að segja úr öll- um þeim löndum öðrum, er þeir hafa hernumið. Japanar þurftu lengi vel ekki að ómaka sig við að ljúga upp fréttum. -— Styrj- öldin gekk þeim sem sé mjög að óskum. En þeir hafa þegár sýnt það, eftir að stríðsgæfan snéri við þeim þaki, að á vett- vangi fréttaflutningsins standa þeir samherjum sínum í Þýzka- landi lítt að baki. Frh. af 6. síðu. Enu sér ljóta yglibrún á „Honum“. Kuldinn knýr mig til að lesa skemmtilegar ferðasögur. Þegar Norðmenn- irnir fóru heim með jólagjafir. Hellisheiðarvegurinn. Hvar er snjóplógurinn? Þær eru svo dýrmætar —! EGAR ÉG leit út utn glugg ann minn á sunnudagsmorg- unin, þótti mér ,Hann‘ ekki frýni- legur til vesturs og norðurs. Það var liarka á brún ,,Ha.ns‘‘. þessa, sem ekki rná nefna á styrjaldar- og hernámstímum, og hann bauð sannarlega ekki til útferðar eða spásseringa. Og þó var enginn sældarvegur að dvelja inní, raí- magnsleysið lokaði fyrir útvarpíð mitt og kuldinn ætlaði allt að nísta, því að hitaveitan er enn ókomin hingað, og miðstöðin gefnr engan yl, þegar rafmagnið er of lítið. ÉG GREIP bókina, sem ég hefi ekki komist til að líta í fyrr, Sjö- mílnaskóna, eftir ferðalangirm og æfintýramanninn Richard Halli- burton. Hún kom út fyrir jólin og mér leizt ekki á nafnið, mér þótti það allt of æfintýralegt. En bókin svíkur mann ekki. Hún segir sög-' ur frá fjölda landa, af merkum mönnum, merkum byggingum, undarlegum hlutum og er sann- kölluð furðubók, skrifuð.af dásam legri mælsku og þýdd af mestu snilld af Jóhanni skáldi Frímann. HALLIBURTON er einn hinn mesti æfintýramaður, fullur af skringilegum uppfinningum og lætur sér ekki aldeilis allt fyrir brjósti brenna. Hann hefir kannað marga stigu og lýsir þeim. Hann hefur heimsótt munkaborgina, land kvenhataranna á Athosfjall- inu, hann hefur gist meðal hinna furðulegu Khevsára í Kákasus. Hann hefur farið ríðandi á fíl yf- ir Alpafjöllin eins og Hannibal og — já, það er alveg órnögulegt að telja allt upp, sem hann hefur gert og lýsir. Ég vil bara segja það, að þeim sunnudegi er ekki eytt til ónýtis, sem maður ver til að lesa þessa bók. OG SVO, þegar ég gat hlustað á útvarpið þá reyndi ég að ná sam- bandi við Norðmennina í London. þar var skemmtileg frásögn um það, er Norðmemi sendu jóla- pakka heim til Noregs. Þeir flugu í stórri flugvél á aðfangadag, hlaðinni af jólapökkum og létu þá detta við dyr bændabýlanna. Það var auðheyrt að gleði þeirra hafði verið óstjórnleg. Röddin titraði, er hún sagði frá því, að þeir hefðu flogið svo lágt yfir emum bænum, að þeir sáu pakkann sinn falla við dyr hans. — Um næstu jól ætlum við að heimsækja þessa bæi, sögðu þeir. Og þess óskum við íslend- ingar af heilum hug, að Norð- menn, sem nú eru landflótta, verði búnir að vinna land sitt aft- ur úm næstu jól. BIFREIÐASTJÓRI nokkur not- aði sunnudaginn til að skrifa mér bréf — hitaveitan er víst komin til hans! — Hann kvartar miög yfir því, að ekki sé hugsað uin að halda Hellisheiðarveginum auðum, og þó sé það hið léttasta verk. Hann segir að um daginn hafi ver- ið aðeins tveir tiltölulega litlir skaflar á heiðinni. Menn voru sendir til að moka þá, en þeir ruddu aðeins öðrum þeirra úr vegi. Hann segir ennfremur, að í fyrra hafi setuliðið séð um ruðning heiðarinnar, en nú geri það það ekki — og allt sé i vanrækslu. AÐ LOKCM spyr bifreiðastjór- inn: „Ég veit ekki betur en að vegamálastiórnin sé búin að fá snjóhefil einn forlátafagran, dýr- an og mikinn. Hvar er þessi tnjó- hefill? Hversvegna er hann ekki notaður? Er ekki sjálfsagt að noia hann á Hellisheiði, svo að flutn- ingar tefjist ekki? það hefur kom- ið fyrir, að mj ólkurfI u 1 ningar hafí teppst undanfarið, en ef snjóhefill- inn er notaður, þá er hægt að halda leiðinni opinni.“ „BÆJARBÚI var að skrifa mér um heilsufar og fatnað fólks hér á íslandi. Á suimúdaginn blés ég nokkrum sinnum gat á klakann og gægðist út. Það var segin saga, að ef ég sá stúlku úti, þá var hún hlaupandi, end.a býst ég við að Kári hafi ekki haft mikið fyrir því að smjúga gegnum silkisokkana — og litlu eyrun, hafi orðið heidur en ekki berskjölduð fyrir ástleitni þessa harðhennta skröggs. Annan búning nefni ég ekki, en vona bara að stúlkurnar hafi sem mest haldið sig innan dyra undanfarna daga. HÉGÖMASKAPUR hefnir sín allt af — og er auk þess einhver hvimleiðasti löstur á fólki. Fólk á að klæða sig, ef það getur, eftir náttúrunni, veðráttunni, landinu, sem það á heima í. Það gerum við ekki hérna í Reykjavík og síst af öllu stúlkurnar. Ég vona að þær hafi lært það þessa dagana, að það er óviturlegt og hættulegt. Við karlmennirnir viljum láta þær klæða sig vil — þær eru svo fallegar og dýrmætar — svo dýr- mætar! Hannes á liorninu. Unglingar óskast strax til að bera blaðið til kaupenda víðs vegar um bæinM. Talið strax við afgreiðsluna. Áskriítarsími Alþýðubiaðsins er 4900.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.