Alþýðublaðið - 12.01.1944, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 12.01.1944, Blaðsíða 4
ALÞYÐUBLAÐIÐ Miðvikudagur 12. jamiar 1944» Otgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn og afgreiðsla í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar ritstjórnar: 4901 og 49.02. Símar afgreiðslu: 4900 og 4906. Verð í lausasölu 40 aura. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Þjóðareining um hvað? BLÖÐ ÓÐAGOTSLIÐSINS i skilnaðarmálinu skrifa nú í sambandi við hið nýbyrjaða íþing af miklum fjálgleik um nauðsyn þjóðareiningar og má þar varla milli sjá Morgunblaðs- ins og Þjóðviljans, enda engu liíkara en að ritstjórargreinar þeirra um skilnaðarmálið séu nú skrif aðar á sömu ritstjórnarskrií stofunni; svo vel er vakað yfir því, að þeim verði enginn fóta- skiortur á hraðskilnaðarlínunni. Morgunblaðið minnir í aðal- ritstjómargrein um skilnaðar- análið síðastliðinn sunnudag með hjartnæmum orðum á einhug Íslendinga í sjálfstæðisbarátt- unni á síðustu öld og segir: ,,A þjóðfundinum 1851 tóku allir undir með Jóni Sigurðssyni, er konungsfulltrúi vildi beita ólög- um, og sögðu: „Vér mótmælum allir!“ Hitt er okkur svo ætlað að lesa milli línanna, að eins eig- um við nú að taka undir hrað- skilnaðarheróp þeirra Ólafs Thors, Jonasas frá Hriflu og Einars Olgeirssonar! * En það er bara svolítil skekkja í þessum samanburði á afstöðu Jóns Sigurðssonar 185il og hrað- skilnaðanliðsins 1944, eins og raunar ofurlátill munur er líka ó mönnum — Jóni Sigurðssyni annarsvegar og Ólafi Thors, Jón asi frá Hriflu og Einari Olgeirs- syni hinsvegar. Morgunblaðið segir að Jón Sigurðsson og allir íslendingar með honum hafi mótmælt 1851, „er konungsfulltrúi vildi beita ólögum“. Það er alveg rétt; og vissulega myndu allir Islendigar rísa upp sem einn maður og mót mæla á ný ef reynt væri að toeita þá ólögum á einn eða ann- an hátt í sambandsmálinu við Ðanmörku. En nú er því bara ekki til að dreifa. Nú er það engin konung's fulitrúi, sem viil beita clögum, heldur forsprakkar hraðskiln- aðarliðsins í hópi okkar sjálfra, þeir Ólafur Thors, Jónas frá Hriflu og Einar Olgeirsson. Þeir hvetja nú þjóð okkar til þess að ganga á gerða samninga við sambandsþjóð okkar og meira að segja, að nota til þess sárustu neyðarstundina í allri sögu henn ar! Og það er þetta sem Morgun- tolaðið og Þjóðviljinn heimta nú þjóðareiningu um — Morgun- tolaðið meira að segja í nafni Jóns Sigurðssonar, þótt það viti vei, nð •. a n n hvikaði í baráttu sinni aldrei frá grundvelli rétt- arins og drengskaparins! ❖ Þjóðareiningu um skilnaðar- málið er vissulega hægðarleikur áð skapa, ef hraðskilnaðarmenn- imir hindruðu það ekki með of- stopa sínum. Þeir þurfa ekki annað en að ganga það langt til móts við lögskilnaðarmennina, að sambandsslian og lýðveldis- sfofnunin geti farið fram á hin- um örugga grundvelli réttarins og að öilu á sómasamlegan hátt fyrir okkur. Upp á slíkt sam- Jénas Guðmnndssons Sáttmálinn við „villidýrið.“ i. HÖFUÐMÁLGAGN utanrík- is- og leyniþjónustu Rússa hér á landi, „Þjóðviljinn“, gerir í ritstjórnargrein s.l. föstudag, morðið á Kaj Munk, hinum danska presti og rithöf- undi, að umræðuefni. Ekki vant ar að grátið sé hinum venjulegu krókódílstárum hipnar komm- únistisku tvöfeldni yfir morðinu á þessum spámanni dönsku þjóð arinnar, sem nú einnig er orðinn píslarvottur fyrir málstað henn- ar. Kaj Munk var einn þeirra, sem þorði að segja sannleikann og nú hefir hann — eins og svo margir á undan honum — upp- skorið launin, sem heimurinn geldur slíkum mönnum. En mál- gagni Rússa er ekki nóg að gráta krókódílstárum sínum, það reyn ir að setja morð þessa manns í samband við eitt af blöðunum 'hér —- Alþýðublaðið ■— og inn- an skamms má vænta þess að sjá það í dálkum Þjóðviljans, að íslenzkir Alþýðuflokksmennn hafi „látið Þjóðverja“ myrða Kaj Munk. Þa.ð væri a. m. k. alveg í fullu samræmi við fyrri skrif blaðsins og háttarlag allt. Og eftir nokkrar vikur mun svo aðstoðarmálgagn hinnar rúss- nesku utanríkisþjónustu hér, —- Morgunblaðið —taka undir þær lygar. Samstarfið milli þessara tveggja málgagna Sovietríkis- ins, hefir verið það náið síðustu missirin, að nokkurn veginn má með fullkomnum sanni segja þetta fyrir. Kaj Munk er fallinn í valinn sem píslarvottur sannleikans og með dauða sínum mun hann leggja meira af mörkum til að sameina þjóð sína um málstað sannleikans en með nokkru öðru, sem hann hefir fórnað og unnið henni. Af því að „Þjóð- viljanum“ finnst ekki enn þá kominn tími til þess beinlínis að kenna Alþýðuflokknum um morðið á Kaj Munk — það þarf að undirbúa jarðveginn betur með lygum og rógburði á bak við tjöldin og sækja frekari „ráðleggingar11 til samherajnna við Morgunblaðið — kennir hann enn þá nazistunum „þess- um brynjuðu villidýrum nútím- ans‘“, eins og hann réttilega kallar þá, um morðið. Um hina föllnu dönsku hetju, sem nú hefir látið lífið , fyrir hina „lífshættulegu trú á sann- leikann“ eins og hann orðaði það sjálfur, skal ekki rætt hér meir. Af blóði hans mun ekki vaxa upp slíkur grimmdar- og haturshugsunarháttur, sem ein- kennir svo mjög þetta skrif Þjóð viljans, heldur það eitt, sem þeim manni er samboðið, er var „málsvari sannleikans með full- um drengskap, meðan aðrir lugu og enn aðrir þögðu“ eins og stendur í einni af ræðum hans. Að hinu skal vikið nokkuð með hverjum rétti málgagn hinnar rússnesku utanríkis- og leyni- þjónustu leyfir sér að minnast þessa píslarvotts hinnar dönsku þjóðar, með brígslun til þeirra, > sem sífellt hafa barizt gegn allri kúgun, hvort sem hún birtist í þýzkum villidýrsham eða rúss- neskum. II. Við skulum láta hugann hvarfla til ársins- 1939. Hið „brynjaða villidýr nútímans“, mazisminn, hafði innlimað Aust urríki, látið myrða suma for- vígismenn þess og hneppa aðra í fjötra ,,Villidýrið“ hafði ráðizt á hina friðsömu þjóð, Tékka, og innlimað nokkurn hluta lands þeirra í Þýzkaland, en gert hinn hlutann að leppríki sínu. Við skulum minnast ágúst- mánaðar 1939. Þá fór eitt af „villidýrunum“ á laun til Moskva og hvað gerðist? Vin- áttu og griðasáttmáli var undir- ritaður með mikilli viðhöfn í Kreml. Sá sáttmáli varð upphaf núverandi styrjaldar. Hinn 1. september var ráðizt á Pólland í skjóli þessa sáttmála — og Rússar neituðu þeim um hjálp vegna hins nýja vináttusáttmála við „villidýrið“. Pólska þjóðin varðist eins og ljón. — En hvað gerðist þá? Rússneski rýtingur- inn er lagður í bak henni meðan hún berst gegn ofureflinu. Pól- land var myrt af þýzkum naz- istum og rússneskum kommún- istum í sameiningu. Þeir eru ó- taldir Pólverjarnir, sem þá og síðar voru myrtir af Rússum og Þjóðverjum í sameiningu. Og enn skulum við halda áfram. Lítil Þjóð, Finnar, á enga ósk heitari en að ygrðveita frelsi sitt og menningu og fá að lifa í friði. Rússar, sem ráða yíir Vs hluta af yfirborði jarðar, krefj- ast hluta af hennar litla landi, og hún neitar kröfu hins vold- uga nágranna. Og hvað gerist enn? ,Rússar ráðast á smáþjóð- ina og kúga hana til að láta hluta af landi sínu eftir fræki- lega vörn. Þegar Rússar og Þjóðverjar — bæði „villidýrin11 — voru nú orðin sæmilega södd, gáfu þeir út sameiginlega yfirlýsingu þar sem segir að „fullt samkomulag hafi náðst milli þýzku stjórnar- innar um það hvernig Póllandi skuli skipt og telja þær eftir betta enga ástæðu til að stríð- inu verði haldið áfram.“ Þau. lýsa því einnig yfir sameigin- legá, að ef stríðinu yerði nú okki 'hætt sé „þar með sannað, að Eng land og Frakkland bera ein á- byrgðina á því“, og að þau muni „sameiginlega taka það til írek- ari athugunar hvað gera skuli, ef England og Frakkland neiti að semja frið.“ Og þau neituðu að semja frið. ,,Villidýrið“ með vináttusátt- málann við Sovétríkin réðst á Danmörku og Noreg — myrti bau —- með aðstoð Rússa — og Sovíetstjórnin sleit stjórnmála- sambandinu við norsku flótta- stjórnina, sem hún kallaði þá ,,svikara-stjórn“ af því hún hafði orðið að flýja land. Og enn studdu kommúnistarnir rússnesku ,,'vi.llidýrið“, sendu því vistir og olíu í stórum stíl, allt samkvæm t - vináttusáttmál- anum. — Þá voru. danskir kommúnistar aðalstuðnings- menn nazistanna í Danmörku, samherjar morðingja Kaj Munks. Þá hétu Bretar „sví- virðileg auðvaldsþjóð“ og „allt var betra en auðvaldið“ á þeim dögum. Og enn höldum við á- fram. „Villidýrið“ ræðst á Hol- land, Belgíu og Frakkland í maí 1941 — og hinn „svívirðilegi brezki innrásarher“ — hernem- ur ísland — og ,,svívirðileg“ var innrásin af því einu, að með henni var komið í veg fyrir að „villidýrið“ kæmist hingað. Ekkert athæfi hafði til þessa gerzt, jafn hábölvað að dómi ísl. komulag hefir hraðskilnaðar- postulunum verið boðið, en þeir hundsað það. Og það skal því meira en venjulega hræsni til, þegar Morgunblaðið og Þjóðvilj- inn þykjast vera að berjast fyrir þjóðareiningu í skilnaðarmál- inu. Þ?ð mun ek * standa á þjóð- areiningu í þessu máli, ef í því verður staðið á grundvelli ótví- ræðs réttar og fullkomins dreng- skapar við hina nauðstöddu frændþjóð okkar og sambands- þjóð. En þjóðareining um órétt- inn og ódrengskapinn mun, því betur, aldrei fást hjá íslending- um. nazista og ísl kommúnista. Og enn — 1940 — styður Rússland „villidýrið‘“, — enn ber það á- byrgð á morðum villidýrsins", kúgun þess á smáþjóðunum og hvers konar hryðjuverkum. Og Frakkland gefst upp og Belgía og Holland og „vernd“ „villi- dýrsins‘“ tekur við á meginlandi Evrópu studd af Rússum. Stór- kostleg veizla er haldin í Berlín , því Molotoff utanríkis- ráðherra Rússa er í heimsókn hjá „villidýrinu“. Hakakross- fánar og Hamar og sigð-fánar blakta eftir endilöngum aðal- götum Berlínar. Hið ,,hlægilega“ Bretland neitar enn að gefast upp. „Villidýrið“ staðnæmist við Atlantshafið. Meðan sundur- molun allra þessara ríkja fór fram var vináttu- og griðasátt- máli Rússa og Þjóðverja í gildi. Rússum var þá sama þó þessar þjóðir yrðu lagðar í fjötra og sviptar frelsi — myrtar. Þetta eru aðeins fá dæmi um „menn- ingar-afrek“ bandalagsins við villidýrið. III. Meðan allt þetta gerðist, hamaðist utanríkis- og leyni- þjónustumálgagn Sovíet-stjórn arinnar hér, að Bretum og öðr- um lýðræðisþjóðum. Það gerði allt sem það gat til að skapa á- rekstra við hið brezka setulið hér og rægði og svívirti hvern þann mann, sem tók málstað Breta. En kommúnistunum hérna er vorkunn. Þeir eru ó- frjálsir menn. Þeir verða að Anglýsingar, sera birtast eiga í Alþýðublaðinu, verða að vera komnar til Augíýs- ingaskrifstofunnar í Alþýðuhúsinu, (gengið inn frá Hverfisgötu) fyrlr M. 7 að kvðldi. Sfeal 4906. fara í einu og öllu eftir því sem. gerist í Rússlandi. Þegar Rúss- ar eru með „villidýrinu“ era þeir líka með því. Þegar Rúss- ar eru með Bretum eru þeir- líka með þeim. Þegar Rússar kalla norsku stjórnina „svikara- stjórn“ gera þeir það líka, og þegar Rússar hætta að kalla hana svikastjórn, þá hætta þeir því líka. Þegar Rússar láta myrða einhvern þá er það á- gætt, rétt og sjálfsagt, því um. var að ræða „bölvaðan svikara við verkalýðinn“. Þegar Rúss- ar eru með einhverri flótta- stjórn eru kommagreyin hérna líka með þeirri sömu stjórn, og: ef Rússar skipta um flótta- stjórn, þá skipta þeir hér um líka. Meðan Rússar ekki viður- kenndu Badoglio-stjórnina á Ítalíu hét hún fasista- eða svik- arastjórn í Þjóðviljanum en síð- an Rússar viðukenndu hanar Frh. á 6. síðu. GÖGNIN Á BORÐIÐ heitir grein, sem Jóhann Sæ- mundsson yfirlæknir skrifar í fyrsta tölublað ,,Varðbergs“, hins nýja blaðs lögskilnaðar- manna og fjallar hún um hina hneykslanlegu leynd sem höfð hefir verið á öllum skjölum og skilríkjum varðandi skilnaðar- málið. Jóhann Sæmundsson skrifar: „Eftir yfirlýsingu þriggja stærsiu flokkanna 1. des. a3 dæma, er það ætlunin, að ganga frá sambandsslit- um á sérstöku bingi, er komi sam- an 10. janúar, og stofna lýðveldið 17. júní JL944. Þar sem það fellur í hlut þjóðar- innar, en nvorki alþingi né hand- hafa konungsvaldsins, að setja kon- unginn af, skvldi maður ætla, að allt væri gert tii þess að fræða þjóð ina um þessi rnál, og hversu langt þeim væri komið, svo og að hver kjósandi gæti myndað sér rökstudd ar skoðanir um þau. Til eru í fórum stjórnarinnar ýmis skjöl, er farið hafa á milli í þessu máli, sem enn hafa ekki verið birt, hvorki almenningi né þingmönnum almennt. Meðan ég átti sæti í stjórninni, átti ég þess kost aþ' kynna mér þessi skjöl, og ég get ekki talið, að neitt sé þar, sem ekki megi koma fyrir augu almennings. Stjórn arskrárnefnd fékk skjölin lánuð sem trúnaðarmál á útmánuðum 1943, nokkru áður en hún gekk frá tillögum sínum. Öðrum þing- mönnum vovu ekki send skjö!in, og hafa þeir ekki átt þess kost að kynnast þeim af eigin sjón. Samt sem áður láta þrír stærstu þing'- flokkarnir sig ekki muna um að lýsa yfir því 1. des., hvenær þeir ætli sér að ráða málinu til lykta á alþingi, þó að meginþorri þing- manna hafi enn ekki . svo mikið- sem rennt augunum yfir gögn. málsins, og ég verð að segja íyi.ir mitt lgyti, a.ð þetta finnst mér vanefnd af hálfu þingfulltrúanna á skyldum þeirra við þö kjósend- ur, ér háfa falið þeim umboð. Vera má, að einhver gögn hafí komið í dagsins ljós eftir að ég fór út stjórnipni í apríl s. 1., gögn, sem ekki sé hægt að birla. En ef svo er, var það skvlda þingmanna og stjórnar að halda lokaðan fund á alþingi um rnálið, áð'ur en gefin væri út yfirlýsing um iausn pess. Þetta var ekki gert heldur, og er því ljóst, uð yfirlýsing flokkanna frá 1. des. hefnr ekkert giid;, því að þingmönnurn ber að fara eftir sannfæringu sinni einni saman samkvæmt stjórnarskránni, og sannfæringu getur enginn öðlazt að órannsökaðu máli. Vcra má, að þingmenn na£i gijúpnað fyrir orð- um Bj. Benédiktssonar, að peir væru ólánsmenn, sern brygðust foringjum sínum (sjá Lýðveldi á íslandi, bls. 23) en mörgum ó- breyttum Isléndingi niun þykja sem fulltrúarnir bregðist þjóðinni, ef þeir gera mikilvægar samþykkt ir án þess rð hafa kynnt sér máls- atvik. Krafa óbreyttra kjósenda er því sú, að öll gögn, er má birta og farið hafa milli islenzkra stjórnar- valda og annarra um sambands- slit og stofnun lýðveldis, verði tafarlaust hirt » „hlárri ‘ cða ,,hvítri“ bók, en aui' þess, að hald- inn verði lokaður fundur á alþingi, þar sem þingmönnum verði kynnt öll gögn, er ekki raá birta i l '. «nn- ingi, ef bau, mót vonum, r-ru þá nokkur. Allt pukur er íslendingum fjarri (Frh. á 6. síðu.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.