Alþýðublaðið - 12.01.1944, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 12.01.1944, Blaðsíða 2
i'WfV ALÞYÐUBLABBB Miðvikudagur 12. janúar 1814,. Tvo vélMta vantar, — annan nr Reykiavíb, hinn fir Esjnm. Á þeim eru samtals eilefu menn. TVO VÉLBÁTA með ellefu manna áhöfn vantar. Leit hefir verið gerð að bátunum, en hún hefur ekki enn borið árangur. Bátar þessir eru Austri, héðan úr Keykjavík, 45 smál. að stærð með sex manna áhöfn. Fór hann í róður aðfaranótt sunnudags. í gær var flugvél fengin til að leita að bátnum. Leitarskilyrði voru slæm, enda bar leitin ekki árangur. Hinn báturinn er „Skúli íógeti“ úr Vestmannaeyjum. Um klukkan 3 aðfaranótt mánudags fóru ellefu bátar á sjó úr Vestmannaeyjum og komust nær allir við illan leik að Eiðinu, þar lágu þeir í fyrrinótt. Um miðjan dag í gær kom- ust þeir allir inn á höfn, , Til „Skúla fógeta“ hefur ekkert spurzt. Á honum eru fimm menn og er hann 22 smál. að stærð. Eitt óhappið enn! EltiðaáfstSðin ekki í sam- kandi vegna skafrennlngsl En auk þess er hitaveitunni nú kennt mu hinn mikla rafmagnsskort! EITT ÓHAPPIÐ enn hefir komið fyrir Rafmagnsveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Reykjavíkur. samkvæmt ]>ví, er segir í sameiginlegri yfirlýsingu, sem Alþýðublað- inu barst í gær frá forstjórum Rafmagnsveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Reykjavíkur. Alpinai: forsetar hinir sðmu og áöar. KOSNING forseta og fund- arskrifara fór fram á al- þingi í gær. Fóru þær kosning- ar á sömu lund og á síðasta þingi. Forseti sameinaðs þings var kjörinn Gísli Sveinsson, fyrsti varafors. Finnur Jónsson og ann ar varaforseti Bjarni Ásgeirs- son. Fundarskrifarar voru kosn- ir þeir Signrður Kristjánsson og Skúli Guðmundssoon. í efri deild var kjörinn for- ■seti tjteingrímur Aðalsteinsson, fyrsti varaforseti Þorsteinn Þor- steinsson og annar faraforseti Cuðmundur í. Guðmundsson. Fundarskrifarar voru kjörnir Eiríkur Einarsson og Páll Her- mannsson. Forseti neðri deildar var kjör ánn Jörundur Brynjólfsson, fyrsti varaforseti Emil Jónsson og annar varaforseti Sigfús Sig- urhjartarson. iSkrifarar voru kosnir Sigurður Hlíðar og Svein- kjörn, Högnasson. Kosning í néfndir fer fram á morgun. Enn eru ókomnir til |>ings þingmenn Skagfirðinga og :mgi‘ Jónasson. Nokkrir þingmenn eru forfallaðir vegna veikinda. * í gær var ekki hægt að hafa Elliðaárstöðina í sambandi, sam kvæmt því, sem stendur í þess- ari yfirlýsingu, vegna þess að stíflur höfðu orðið í Elliðaár- vatni vegna skafrennings. Má því segja að hvert óhappið reki annað — og fer þetta varla að verða einleikið. Báðir forstjór- arnir heita eindregið á bæjar- búa að spara rafmagnið og að spara heita vatnið fyrst og fremst að nóttu til. Yfirlýsing sú, sem forstjór- arnir sendu út í gær er næstum því eins og neyðaróp til fólks um aðstoð í vandræðum. Vill Alþýðublaðið vekja athygli á upphafi yfir-lýsingarinnar, þar sem segir að erfjðleikar með rafmagnið stafi af eriiðieikum með heita vatnið. í gær lásum við hins vegar að erfíðleikarnir með heita vatnið væru afleið- ingar af erfiðleikum með raf- magnið. Yfirlýsing forstjóranna er á þessa leið: „Undanfarna daga hefir raf- magnið verið venju fremur dauft. Byrjaði það á laugardag inn. Mun orsökin einkum vera erfiðleikar hjá Hitaveitunni og svo kuldakastið um helgina. Á sunnudaginn var svo mikil raf- magnsnotkun ,að full spenna komst eigi á fyrr en undir mið nætti og stafaði það af rafhit- úri. Mánudaginn var einnig erfiður og þriðjudagsmorgún- inn var ekki hægt að hafa Ell- iðaiárstöðina í sambandi sökum vatnsþurðar, er stafaði af stífl- unum í Elliðavátni vegna skaf- rennings. Hafði vatnið hlaupið úr árfarveginum út á flatirnar bæði fyrir ofan Elliðavatn og Frh. á 7. síðu. Ekki 'talið vonlaust, að hægt verði að bjarga Laxfossi. — ■■■♦ — ,¥ið Musínðam á nær alla kvðMdagskrá útvarpslns klædd bJSrgunarvestana4 Frásögn Skúla Guðmundssonar alþingismanns. ENN HAFA EKKI farið fram sjópróf út af strandi Lax- foss í fyrra kvöld. Skipstjórinn, Pétur Ingjaldsson, tel- ur sig því ekki geta, að svo komnu, gefið blöðum skýrslu um strandið og aðdraganda þess. Skipstjórinn fór í gær um borð í skipið til að athuga það og gera tilraunir til að bjarga einhverju af farangri fólks úr því. Skipið er heilt öðru megin, en ekki verður með vissu sagt, hversu mikið það er brotið á þeirri hliðinni? sem niður snýr, en vitað er að það er allmikið laskað, enda er flóð og fjara í því. .Kunnugir menn, sem athugað hafa allar aðstæður, telja ekki alveg vonlaust um að takast megi að hjarga skip- inu af klettunum, þar sem það stendur, en það er komið undir veðri. Ef veður stillist má telja líldegt að hægt verði að ná skipinu út, en ef rok verður og slæmt veður er það talið vonlaust. Möx'gum ber saman um það, að það hvernig stóð á sjávar- föllum hafi ráðið miklu um það hversu giftusamlega tókst til um björgun þeirra mörgu manna, sem í skipinu voru er það strandaði ,en háfjara var klukkan 12 á miðnætti og þá tókst líka að ná nær öllum svo að segja í einu, þó að nokkrir hefðu komist til lands áður. En þessi ágæta björgun mun og eigi síður að þakka hinni ágætu framkomu starfmanna Keykja- víkurhafnar, sem nær allir tóku þátt í björgunarstarfinu undir stjórn hafnsögumanna — og að auki þakka menn ekki síst því ágæta samstarfi, sem var milli starfsmanna hafnarinnar og Slysavarnafélagsins, sem frá upphafi lagði sig fram við starf ið. Þess skal getið að Slysa- varnafélagið á ekki björgunar- hát hér í Reykjavík. Hins vegar vekur það athygli hversu mik- inn hlut hinn erlendi innrásar- prammi átti í björguninni í samvinnu við Magna og lóðsbát inn. Virðist okkur vanta bát, sem hægt er að beita við slík slys. Tæki þau sem Slysavarna- félagið á hér eru ákaflega mik- ilsvirði og sást það bezt er bjargað var skipverjunum í Rauðarárvík í hitteð fyrra. Þegar farið var út 1 Laxfoss í gærmorgun náðist lítið af farangri farþega eða skipshafn- ar og munu ýmsir hafa orðið fyrir eignatjóni. Hins vegar mun skipsskjölum og nauðsynleg- ustu plöggum hafa verið bjarg- að. Meðal farþeganna á Laxfossi Var Skúli Guðmundsson alþingis maður. Var hann einn af þeim stóra hóp er kom að norðan og tók skipið í Borgarnesi. Alþýðu blaðið bað Skúla í gærkveldi að skýra því frá því, hvernig strandið hefði borið að í augum farþeganna og sagði hann meðal annars: „Klukkan var eitthvað á : áttunda tímanum Ég var í saln- um niðri í skipinu og þar var margt manna. Sumir gengu um gólf, eða hölluðust upp að veggjunum, aðrir sátu á bekkj- um eða á stólum. Á göngunum var fólk á rjátli, en nokkrir voru á stjórnpalli, eða þar í grend. Allt í einu hægði skipið á sér og við héldum, að nú væri það að fara inn um hafnarmynn ið. En allt í einu tók skipið mik- inn kipp, svo að þeir, sem sátu, hrukku fram á gólfið og allir komust á hreyfingu. Um leið tók skipið töluvert að hallast. Við hröðuðum okkur þegar í stað upp, án þess þó, að nokk- ur felmtur væri að heyra eða að sjá á fólki. Ég og margt far- þega lentum inni í reykskálan- um og fengum við öll tafar- laust björgunarbelti, en nóg virt ist vera til af þeim í skipinu. Menn héldu sig nú einna mest Framh. á 7. síðu. Mjólkin sat fist I Svíiiahraoni. En setoliðsmenn bofðn mokað fjallið! O EYKJAVÍKURBÆR mjólkurilaus í gær, var í gær, ekM vegna þess að fjallið væri ó- fært heldur vegna þess að> Svínahraun var ófært. Bandarískir setuliðsmenn höfðu mokað fjallið og gert það fært, eftir tilmælum vegamála- stjóra, en þeir mokuðu ekki í Svínahrauni — og þá varð aillt stopp! Svona eiga hlutirnir að vera! áastarb ^jarsfeólsn- u lolrð Inlda! B ARNASKÓLA AUSTUR- BÆJAR hefir verið lokað í tvo daga vegna kulda — verð- ur hann að minnsta kosti einnig lokaður í dag. Alþýðublaðið spurðist fyrir um það í Miðbæjarskólaanum í gær, hvernig ástandið væri þar og fékk þau svör að þar væri nægilegur hiti. Hann býr nefnilega enn við gömlu upphit unaraðferðina og þarf ékki á rafmagni að halda. 45 vélskip handa ísleoð Ingum frá Svlpjói Tllraiaailr, s©m AlpýðaafiokkiBrlaiiB kéf9 Isafa ;bor!é igéMsim áraBByrar* O ÆNSKA RÍKISSTJÓRN- ^ IN hefir veitt íslendingum leyfi til að láta byggja 45 fiski skip í Svíþjóð. Það skilyrði fylgir þó þessu leyfi, að ís- lenzka ríkisstjórnin verði samn ingsaðili um smíði þessara skipa. — Skip þessi verða smíð uð úr tré. Um þessar mundir er sendi- fulltrúi íslands í Stokkhólmi að reyna að útvega leyfi fyrir fleiri skipum. Þessum tíðindum ber að fagna, því að okkur ríður á miklu að geta fengið eins fljótt og unnt er ný skip til fiskveiða okkar. En upphaf þessa máls er það að Alþýðuflokkurinn hó f þessar tilraunir í fyrra og tókst að fá fyrir því vilyrði að við gætum ef til kæmi fengið slík skip byggð í Svíþjóð. Frá þessu skýrðu Alþýðuflokksmenn á síð asta alþingi og lögðu til í sam- bandi við fjárlögin, að ætlaðar væru 9,5 milljónir króna til þessara skipakaupa, en sú til- laga var felld. Hinsvegar var samþykkt tillaga frá meirihlutæ fjárveitinganefndar um að veita 5 milljónir króna til kaupa á nýjum fiskiskipum og hefir ríkisstjórnin sjálf snúið sér til Svíþjóðar og fengið það tryggt að hægt verði að fá þar smíðuð 45 tréskip handa okkur. Það er vægast sagt broslegt að þegar ,,Vísir“ sagði frá þess- ari fregn, þá lét hann svo sem 'hér væri um nýja uppgötvun að ræða, þó vissi blaðið vel, að Alþýðuflokkurinn hóf þetta mál fyrir löngu og þingmenn flokks ins upplýstu það á síðasta al- þingi að hægt væri að fá skipin í Svíþjóð. Þetta er þó ekki nema lítii byrjun á stóru verki. Brýn nauðsyn er á því að fleiri skip verði fengin og að gérðir verði ráðstafanir til þess að hægt verði að byggja skip í stórum stíl innanlands. Leikfclug Reykjavíkur sýnir Vopn guðanna eftir Davíf Stefánsson frá Fagraskógi kl. 9 í kvöld. — Aðgöngumiðasalan er opin frá kl. 2 í dag.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.