Alþýðublaðið - 12.01.1944, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 12.01.1944, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 12. janúar 1944. ALÞYÐUBLAÐBÐ 8 Um gfagnrýni á hitaveitunni. Nokkur orð að gefnu til- efni. Rafmagnið of litla. Suðurnesin og Reykjavík. Hið of litla — og Iiitt of mikla. Sérfræðingar okkar og út- koman hjá heim. Hlýjan og hirtan frá brennivíninu. Á mynd þessari sýnir ástralskur hermaður list sína sem reiðgarpur í borg í Ástraim að við- stöddum 60.000 áhoríendum. En reiðskjóli hans er uauí eitt mikið. Óneitanlega ber knap- inn sig mennilega á sprettinum, og áhorfendur virÖast skemmta sér hið bezta. Má með sanni segja, að margt er sér tíl gamans gert. Kiosiien GREIN þessi er eftir Ric- hard Lindström, rit- stjóra sænska Social-Demo- kraten og birtist í blaði hans hinn 14. okt. s. 1. Fjallar hún um hók eftir Otto Kuusinen, finnska föðurlandssvikarann, er var stjórnarforseti lepp- stjórnar Rússa í Terijóki. Hrekur R. L. staðleysur Kuus inens og ræðir jafnframt um hinn óviðurkvæmilega áróð- ur Rússa í garð Finna. OTTÓ KUUSINEN var forð- um finnskur verklýðs- leiðtogi. Hann lét mjög hina 'harmsögulegu borgarastyrjöld árið 1918 til sín taka. Eftir það lagði hann leið sína • til Rúss- lands, þar sem hann hefir dvalizt í aldarfjórðung, án þess að vera í nokkrum tengsl- um við finnsku þjóðina og mál hennar. Þegar vetrarstyrjöldin milli Rússa og Finna var háð eftir árás Ráðstjórnarríkjanna á hina fámennu en mikilhæfu grannþjóð síná árið 1939 lék Kuusinen lítið gestahlutverk á vettvangi stjórnmálanna. Hann varð stjórnarforseti hinnar svo nefndu „finnsku ríkisstjórnar“, í Terijoki, sem er bær skammt innan við hin fornu finnsk- rússnesku landamæri. Stöðu þá átti hann engan veginn hæfni sjálfs sín að þakka held- ur því, að Rússar tefldu hon- um fram á þennan reit skák- borðs stjórnmálanna. Finnlandi voru ætluð nákvæmlega sömu örlög og Eystrasaltslöndunum voru síðan búin -— skilyrðis- laus innlimun í ríkjasamband Ráðstjórnarríkjanna. Vegna hetjulegrar baráttu Finna, rausnarlegra framlaga annarra þjóða þeim til handa, svo og þess, að Rússar sáu fram á það, að þeim ægði árás af hálfu Þýzkalands, lauk vetrarstyrj- öld þessari þannig, að að- eins Mtill hluti Finnlands var sviptur sjálfstæði sínu. Kuus- inen hvarf af sjónarsviðinu. Kuusinen, hinn þekkti Quisling ur Stalins, sem látin var mynda stjórn í Terijoki að baki rúss- nesku hersveitunum í Finnlandi 1939, eftir að Rússar réðust á landið. Því næst gerði þessi „stjórn“ samninga fyrir Finn- lands hönd við sovétstjórnina rétt eins og Quisling hinn norski við Hitler, og var þessi mynd tekin af þeirri samningsgerð. Við hlið Kuusinens stendur Stalin, en Molotov er að skrifa undir samninginn, sem gerður var til 99 ára, en varpað í papp- írskörfuna eftir 3 mánuði!! EN NU hefir Kuusinen aft- ur komið fram á hið op- inbera svið. Hann hefir ritað bók, er hann nefnir „Hið grímu lausa Finnland“. Tímaritið „Stríðið og verkalýðsstéttin“ hefir skýrt ítarlega frá bók þess ari, svo og útvarpið í Moskva, sem ekki hefir látið sitt eftir liggja að kynna hana umheim- inum. Það að bók Kuusinens hefir verið sýnd slík ræktar- semi í tímariti þessu og langur fyrirlestur verið haldinn um hana í útvarp rússneska ríkis- ins, sannar það gleggst, að valdhafar Rússlands hafa vel- þóknun á skoðunum þeim, er hún hefir að flytja um stjórn mál Finnlands og örlög þess í komandi framtíð. Þess má og geta þessu til sönnunar, að Pravda hefir hinn 7. okt. s. 1. komizt þannig að orði, að bók þessi væri hin ágætasta heim- ild um Finnland nútímans og látið í ljós velþóknun sína á niðurstöðum Kuusinens. Hverjum þeim, er les lýsingu Kuusinens á stjórnmálaferli Finnlands síðasta aldarfjórðung hlýtur að bregða í brún. Jafn- vel þeir, sem vita, að mistaka hefir gætt í stjórnmálum þess, fá ekki varizt undrun. Hann neitar því ákveðið, að.lýðræð- isstjórn sé þar að völdum. Hann kveður þannig að orði, að þingmenn séu alls ekki kjörnir samkvæmt frjálsu vali kjósendanna. Stjórnin hefir einræðisvald um það, hvenær þing sé kvatt saman, sem sagt — eins og þar er svo smekklega að orði komizt — ,,í landinu ríkir hið ógnlegasta á- stand.“ Nú er það að segja, að því fer fjarri, að fullkomið lýð- ræði rdki í Finnlandi. Því mun enginn bera á móti. En allir, sem þekkja eitthvað til í Finnlandi, vita jafnframt, að lýsing Kuusinens er hneyksl anleg og fjarri því að vera sannleikanum samkvæm. Finn- landi hafa verið búin kröpp kjör af völdum styrjaldarinn- ar, en eigi að síður nýtur al- menningur þar í landi meira frelsis en flestar aðrar þjóðir, sem í styrjöld eiga. Síðustu mánuði hefir það hvað eftir annað komið í ljós, að meðal finnsku þjóðarinnar hefir verið efnt til samtaka, er vilja að Finnland hverfi frá þátttöku sinni í styrjöldinni. Þessir aðil- a'r hafa í hvívetna átt þess kost að lcoma skoðunum sínum á framfæri við ríkisstjórnina, án þess að komið hafi til „ógn- legs ástands.11 Þegar Kuusinen ræðir um forustumenn finnsku þjóðarinn- ar er hann ekki spar á stóryrði: „Rándýr“ „siðleysingjar“, „arð- ræningjar,“ „ódrengir,“ „svik- ar,“ „hræsnarar,“ ,,ræningjar.“ Þetta eru nokkrar þær nafn- Frh. af 6. síðu. AÐ GEFNU TILEFNI frá nokkr- um fcréfriturum vil ég segja þetta: Við megum ekki örvænta um liitaveituna, þó að ýmsir örð- ugleikar og óhöpp komi i’yrir tii að byrja með. Ég hygg, að það sé alveg rétt, sem Alþýðublaðirf htf- ur í gær eftir forstjóra hitaveit- unnar, að þetta slys með tóma geymana stafi eingöngu af því að verið sé enn að vinna að hitaveitu- framkvæmdunum, eftir a'ó’ fólkið er farið að nota heita vaínið. Ef ekki hefði verið búið að hleypa vatni á liúsin, þá hefði enginn orð- ið var við þetta slys. EN HITAVEITAN vill hafa fcrað- an á að tengja húsin við heiía vatnið. Það veldur að sjálfsögðu einhverjum hættum, og þaö hefði verið öruggara að hleypa ekki heita vatninu á fyrr en búið var að ganga örugglega frá sem allra mestu við þessar framkvæmdir, en ég þekki fólk mitt illa, ef því hefði líkað það. Gagnrýni er nauð- synleg og sjálfsögðþ.en það er okki nema til þess að ergja sjálfa sig og skapa eríiðleika að vera með gagnrýni og getsakir í tím.a og ótíma. Við skulum vona aö vel takist til með hitaveituna og hún verði eins góð og við höfum von- að og við skulum ekki liggja á gagnrýni gegn verkfræðingunum, þegar hún á við. ÉG GET EKKI neitað því, að mér finnst að gagnrýni eigi miklu fremur við um þessar mundir á þeim, sem stjórna rafmagnsmáium Reykjavíkur, því að þar er allt í hönk. Þetta er bæjarráði líka Ijóst, því að á síðasta fundi sínum, áður en búið er að ljúka við viðbótar- virkjun Sogsins, er rafmagnsstjóra falið áð efna til rannsóknar á við- bótarvirkjunum. í þessum efnum ‘ hefir fyrirhyggjan verið sáralítil og sannarlega verið sofið á verðin- um. Það er hart að þurfa að þola það að við skulum þurfa að búa við ljósleysi og allskyns vandræði vegna rafmagnsskorts í heilt ár. VEL MÁ VERA að sérfræði.ngar í þessum rafmagnsmálum þykist geta afsakað sig og taennt á fram- bærilegar ástæður fyrxr því að þessi 40 þúsunda borg þarf nú að þola kulda og myrkur og erfiðleika með matargerð vegna rafmagns- skortsins, en við leikmennirnir get- um ekki komið auga á slíkar af- sakanir. Það þýðir ekkert að segja við okkur, að engan hefði getað grunað að aukning raforkunnar yrði svona mikil, því að þetta áttu og gátu sérfræðingarnir séð fyrir, Það þýðir heldur ekki að segja við okkur að setuliðið eyði svo miklu rafmagni frá okkur nú. Varla eyðir það meira en í fyrra um þetta leyti. FYRIR NOKKRU síðan lauk miklum blaðadeilum um raforku til Keflavíkur og Suðurnesja. Mér er nú spurn: Hvaðan eiga þessi byggðarlög að fá raforku? Ekki geta þau fengið hana frá Sogs- virkjuninni, því að vafamál er að viðbótarvirkjunin geri meira en að duga handa okkur Reykvíkingum. Þá hafa verið uppi raddir um raf- orku til þorpanna í neðanverðri Árnessýslu. Hvaðan eiga þau að fá raforku? Það virðist sannarlega eins og sérfræðignarnir séu litlir sérfræðingar, eða að roikingslistin sé eitthvað bágborin. ANNARS ER ALLT þetta ástancl okkur til háborinnar skammar og setur á okkur hálfgerðan skræl- ingjabrag. Við fáum of litla mjólk, of lítinn rjóma, of lítið smjör, of fáa strætisvagna, of lítinn sam- göngukost yfirleitt innanbæjar, o£ lítið rafm.agn, o£ lítinn hita, of lít- ið vatn, of fáa síma — allt er of lítið. Flest stafar þetta af kunn- áttuleysi og fyrirhyggjuleysi. ÞAÐ EINA, sem við fáxxm alveg nóg af eru bækur og brennivín. Það getur náttúrulega verið gott að orna sér á brennivínsflöskunni í kuldanum, en varla getur maður lesið bækurnar í myrkrinu og hætt er við að sjónin taki að daprast þegar búið er að sækja mikinn yl í brennivínið. Það er sagt að menn fai hins vegar „ideur“ á fylliríi. Væri ekki reynandi að fylla sér- fræðingána — og sjá hvort andi þeirra skerpist ekki svo við það, að þeir geti útungað einhverri not- færri hugmynd, sem leiði okkur út úr þessurn óþolandi vandræðum á nær öllum sviðum? Hannes á horninu. Unglingar óskast strax til að bera blaðið til kaupenda víðs vegar um bæinn. Talið strax við afgreiðsluna. Álþýðublaðið, sími 4900. AUGLÝSIÐ í ALÞÝDUBLAÐINtf „Eg berst á fáki fráum“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.