Alþýðublaðið - 12.01.1944, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 12.01.1944, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 12. janúar 1944. ALS»VÐUBLA01B 1 Bœrinm í dag. 3«^<><XXX>03Ki><>0<><><>^<^0*^^^000<^í^ Næturlæknir er í.riótt í Lækna- varðstofunni, sími 5030. Næturvörður er í Reykjavíkur- apóteki. ÚTVARPIÐ. 20.00 Fréttir. 20.30 Kvöldvaka: a) Gísli Guð- mundsson tollvörður: Veið- ar í vötnunum í Manitoba, I. erindi b) 21.00 Karl ísfeld blaðamaður: Úr gaman- kvæðum Jóns Helgasonar. c) 21.15 Gunnlaug Narfa- dóttir húsfreyja í Dalbæ: Frá hellisbúum. Frásaga (Þulur flytur). d) 21.35 Harmónikuleikur. 20.50 Fréttir. I*akkir Slysavarnafélagsins. Guðbjartur Qlafssón forseti bið- ur blaðið í nafni Slysavarnafélags íslands að flytja öllum þeim mörgu, erlendu og innlendu mönn um, sínar hjartanlegustu þakkir fyrir framúrskarandi ötula ,og fórn fúsa hjálp við björgun á farþegum og skipverjum af m/s Laxfoss í fyrrinótt. Fermingarbörn séra Árna Sigurðssonar eru beð- in að ltoma til viðtals í Fríkirkjuna Til Noregssöfnunarinnar frá G. G. 150 krónur. Hjónaefni. Trúlofun sína hafa opinberað nýlega urigfrú Anna Friðriksdótt- ir símamær frá Akureyri og Dag- ur Jónasson starfsmaður hjá amer- isku fréttastofunni í Reykjavík. HHaTeitan og raf- magi Frh. af 2. síðu. neðan Elliðavatnsstíf-lurnar. Varð úr þessu 2 klst. töf, er olli meðal annars því, að dælu- stöð Hitaveitunnar gat ekki starfað. Kom samskonar trufl- un á rekstrinum frá Elliðaán- um fyrir 10. febr. 1938, og þá í fyrsta sinni eftir að Elliða- vatnsuppistaðan var gerð. Verður ekki nógsamlega brýnt fyrir mönnum að spara rafmagn og nota ekki rafhitun. Sérstaklega skal á það bent, að í hitaveituhúsum munar margfallt, hvað dælustöðin þarf margfalLt minna af raf- magni til að dæla heita vatn- inu svo að nægur hiti fáist heldur en hitanir með rafmagns ofnum. Eins og kunnugt er, hefir Hitaveitan ekki getað haldið fullum þrýstingi á vatnsmagn- inu undanfarna daga, sem staf a raf því að geymarnir á Öskju- hlíðinni hafa ekki fengið að fyllast síðan'á föstudagsmorg- un. Ástand iþetta hefir enn versnað vegna stöðvunar þeirr- ar, sem varð á EHiðaárstöðinni í gær (þriðjudag). Eina ráðið til að bæta úr þessu og fá fullan þrýsting á vatnið aftur, er að fólk loki sem allra mest fyrir hitun yfir nóttina. Eru það því vinsamleg tilmæli til allra þeirra, sem hitaveitu hafa, að þeir loki fyrir vatnsrennslið að næturlagi. Ef almennt er lokað fyrir vatnið eina eða tvær næt- ur og síðan dregið hæfilega úr næturnotkun, mundi allt kom- ast í eðlilegt horf aftur. Meðan Hitaveitan er ekki fullgerð og stækkun Sogsstöðv- arinnar ekki lokið, er nauðsyn- legt, að' fólk spari bæði heita vatnið og rafmagnið.“' Útbreiðið AlhÝÉblatk Sklp strandaði við Lnadejr í fyrrinótt. Mennirnir blörooðust í eyna oy biðu imr morouns. SKIP STRANDAÐI í fyrri- nótt við Lundey (austur af Viðey). Mun skipshöfnin ekki hafa séð inrisiglingaljósin. Skipshöfnin bjargaðist við illan leik í land á eynni og beið þar morgunsins, en þá tókst dráttarbátnum Magna að bjarga mönnunum og kom hann með þá til lands kl. 11.30 í gær. Daítsbrúnarsíiórnin Mlsberjaraíkvæðagrölðslaa hefst á íösiudaoinn. ÐEINS einn listi kom fram við stjórnarkosningamar í Dagsbrún. Var framboðsfresturinn út- runninn í fyrradag og kom eng- inn annar listi fram, en sá, sem trúnaðarráð félagsins hafði [ lagt fram. Stjórn félagsins skipa því þetta nýja starfsár: Sigurður Guðnason, formað- ur. Hannes Stephenssen, vara- formaður. Jón Agnarsson, ritari. Árni Kristjánsson, gjaídkeri. Edvard Sigurðsson, fjármála- ritari. Allsher j aratkvæðagreiðslan um uppsögn samninganna við atvinnurekendur hefst á þriðju- dag og heldur áfram á laugar- dag og sunnudag. Frh. af 2. síðu. á ganginum, sem' öfar var, bak- borðsmegin, en sumir voru. í brúnni. Skipið blés ákaflega um stund, strax og það var etrand- að, en síðan var flugeldum skotið. Rétt í saWia mund var okkur.sagt, að náðst hefoi sam- band við loftskeytastöðir.a. Við hlustuðum á útvarp þarna, klædd í -björgunarvesí'.n, og gátum víð hlustað á n£.:r alla kvölddagskrána, en þegar ver- ið var að. leika síðasta- lagið tók skipið skyndilega viðbragð og hallaðist nú enn meira. Litlu síðar stöðvaðist vélin og ljósiri slokknuðu. Þegcr svo var komið klifruð- um við úr reikskálanum og út á ganginn bakborðsmegin, en sumir fóru alla leið upp í brú. Það var sannarlega þröngt í ganginum, en það kom ekki að sök. Þarna höfðumst við svo við þar til björgunin kom og ég get ekki sagt að líðan okkar hafi veríð slæm, og allir voru rólegir." — Ykkur var strax ljóst hvar þið voruð stödd? „Já, okkur var sagt það nærri því undir eins.“ Uadirbúaingar aiis herjaratkvæða- greiðslannar í Isgsijroíí. 25 manna oefnd sklpuð. TJÓRN DAGSBRÚNAR skipadi á fundi sínum í gærkveldi 25 menn■ í nefnd til þess að sjá um þátt- töku í allsherjaratkvæðagreiðslu þeirri um uppsögn samninga, er fram fer dagana 14.—16. janúar næstkomandi: 1 nefndinni eiga sæti: Ágúst Eiríkisson, Ari Finns- son, Árni Kristjánsson, Ástþór B. Jónsson, Björn Guðmunds- son, Eðvarð Sigurðsson, Eggert Guðmundssori, Einar Guðbjarts son, Emil Ásmundsson, Guð- bergur Kristinsson, Guðbjörn Ingvarsson, Guðmundur Guðna son, Gunnar Danielsson, Indriði Jóhannsson, Jón Agnarsson, Jón Sæmundsson, Karl Laxdal, Ólafur B. Þórðarson, Páll Bjarnason, Ragnar Jónsson, Sigurður Ólafsson, Sigurjón Jónsson, Sveinbjörn Hannesson Valgeir Magnússon, Vilmar Thorsteinsson. Foi-maður nefndarinnar er Eðvarð Sigurðsson, Nefndinni til aðstoðar verða allir trúnað- armenn .félagsins og aðrir á- hugamenn. Nefndín heldur fund n. k. fimmtudagskvöld. Hássar ofl Pólverjar. Fi-h. af 3. síðu. . ekki eins hratt yfir og áður. <— Miklar orustur geisa skammt frá járnbrautarlínunna, sem liggur milli Odessa og Varsjá. Frh. af 6. síðu. mikill. Kjöt og kartöflur eru ó- fáanlegar, brauð er sjaldgæft, en lítið eitt fæst af fiski. Auka- skammt um jólin fá nokkrir út- valdir. Samkvæmt blaðinu „Reveler Zeitung11 fá börn estneskra SS-manna og estneskra leynilögreglumanna, sem eru undir 10 ára aldri, auka skammt um jólin, 1 kg. af salt- fiski, eitt pund af kexi, 114 pund af maltextrakt. í Noregi er ástandið heldur skárra. I Bergen, sem fyrir stríð var ein mesta fiskútflutn- mgshöfn heimsins, fá allir bæj- arbúar eitt kg. af fiski milli 15. og 31. desember, samkvæmt op- inberri tilkynningu bar í borg þann 21. desember. Um allan Noreg berjast quislingar og norskar SS-sveitir gegn hátíða- höldum um jólin. í Danmörku er ekki eins lít- ið um matvörur og allir Danir fá auka-jólaskammt, 1 kg. af sykri, 1 kg. af hveiti. Jólagæsir og endur eru nú þegar til sölu í Danmörku, en talið er að þær nemi aðeins um þriðjungi þess, sem var fyrir stríð, en heldur meira en í fyrra. Ferðalög um jólin eru háð sérstöku lögreglu- eftirliti, á það sérstaklega við um farangur, en það hefir vald- ið röskun á áætlunarferðum. Póststjórnin danska hefir var- að menn við því að senda prent- að mál til útlanda, sér í lagi jólakort. í Finnlandi eru flestar jóla- gjafir ófáanlegar í búðum. Bæk- ur fást og miklir peningar eru í umferð. Dýrar útgáfur seljast meira en hinar ódýru. Jafnvel í Svíþjóð, sem er hlut laus og ástandið miklu betra, eru jólin langt frá því að vera með eðlilegum hætti. Vinsæl- ustu jólagjafirnar eru inniskór, en þeir eru ekki skammtaðir. Leðurskór eru stranglega skammtaðir. Konur og karlar fá 40 vindlinga aukalega um jólin (venjulegur skammtur er 10 vindlingar á dag), auka sápustvkki, p> und af sykri. Það mælist illa fyrir, að auka-áfeng- isskíftnmtur, sem er einn lítri af sterku víni, fæst ekki um jólin, svo sem venja er til. Fólk fær venjulega 3 lítra á mánuði, hver fjÖlskylda. Um gjörvalla Svíþjóð er unn- ið að því að safna jólabögglum handa börnum í Noregi, Finn- Iandí og Leningrad. I þessari viku borða 30.000 börn í Oslc eina sænska máltíð á dag. Frara að þessu hefir safnazt fé í Sví- 1 Maðurinn minn, faðir okkar og tengdafaðir, Hariiies Thorarensen, Laufásvegi 31, andaðist að heimili sínu í morgun. Reykjavík, 11. jan. 1944. Frú Louise Thorarensen, synir og tengdadætur. þjóð fyrir 45.000 jólagjafir, sem kosta 5 krónur hver. Fé hefir einnig verið safnað handa börn- um í Leningrad. Sic sentpðf tyrannis . Frh. af 3. síðu. Öryggið er . með þessum hætti í þeim löndum, þar sem „sterkir menn“, ein- valdar, fá að ráða. DE BONO, sem varð honum samferða yfir hið myrka Styx-fljót, sem enginn á afturkvænat yfir, var einn elzti og tryggasti fylgis- maður Mussolinis. í „göng- unni til Róm“, sem fræg er orðin,.gekk hanri fyrstur, á- samt þeim Bianchi, de Vecchi og Italo Balbo. Hinn síðast nefndi hefur einnig látið lífið með vofeiflegum og dularfullum hætti. Hann fórst í flugvél yfir Afríku- vígstöðvunum og er enn ekki ljóst, hvað olli því, að flugvél hans hrapaði til jarðar. En ekki er ósennilegt, að sömu öfl, sem nú hafa grandað þeim Ciano og de Bono, hafi orðið honum að fjörtjóni. HINN FJÓRTÁNDA APRÍL árið 1865 lét eitt mestá göfugmenni, sem 19. öldin ól, lífið á sviplegan hátt. Abraham Lincoln, forseti Bandaríkjanna var skotinn til bana, er hann s@t í stúku sinni í Fordsleikhúsi í Washington. —Morðinginn John Wilkes Booth að nafni, stökk úr stúkunni niður á leiksviðið og æpti um leið: ,,Sic semper tyrannis“ — þannig fer ávallt um harð- stjórana. Sjaldan hafa meiri öfugmæli orðið heimsfræg. Maðurinn, sem unni frelsi og mannréttindum, dreng- lyndi og mannúð, var kallað- ur harðstjóri af morðingja sínum. ÞESSI ORÐ hins ógæfusama Booths eiga betur við nú, þegar harðstjórar heimsins sjá fyrir örlög sín. Eltisr Iðns í pr í skrifstofom iiafaar- fjarðar. ■.. . ELDUR kom upp kl. 12,45 í gær í skrifstofum Hafn- arfjarðarbæjar, en fyrir snar- ræði slökkviliðsins tókst fljót- lega að ráða niðurlögum elds- ins og forða húsinu og innbúi frá skepimdum. Eldurinn kom upp í mið- stöðvarherbergi hússins, en það er niðurgrafið í Öðrum enda þess. Hafði kyndarinn mokað kolasalla á miðstöðina, áður en hann fór í mat, en ekki lokað upp úr lionum, en gas myndast sem olli sprengingu og fór eld- urinn þegar í stað upp í vegg- inn. Allar bækur og skjöl og einnig innanstokksmunir var borið út úr húsinu, en á þeccu urðu engar skemdir. Fæddist á herspítala mmj :wvsr; Hin unga ítalska móðir fæddi barnið sitt, litla stúlku, á amerísk- um herspítala á Ítalíu, en þangað hafði hún verið flutt særð af sprengjubroti. Tveimur dögurn síðar ól hún barnið. Amerísk hjúkrunarkona sést á myndinni stumrandi yfir þeim.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.