Alþýðublaðið - 13.01.1944, Page 7
Jfimmtuctógur 13. janúar 1Í44.
ALÞÝDUBLAÐIÐ
1
iBœrinn í dagÁ
Næturlæknir er í nótt í Lækna-
varðstofunni, sími 5030.
Næturvörður er í Reykjavíkur-
apóteki.
ÚTVARPIÐ:
20.00 Fréttir.
20.20 Útvarpshljómsveitin (Þór-
arinn Guðmundsson stjórn-
ar).
20.50 Um Mai Munk: Bjarni Jóns-
son, vígslubiskup.
21.10 Hljómplötur: Lög leikin á
cello.
21.15 Lestur íslendingasagna (dr.
Einar Ól. Sveinsson).
21.40 Hljómplötur: Útvarpskór-
iim syngur íslenzk þjóðlög.
21.50 Fréttir. — Dagskrárlok.
Leikíélag Reykjavíkur
sýnir Vopn guðanna eftir Davíð
Stefánsson kl. 8 annað kvöld og
ihefst aðgöngumiðasala kl. 4 í dag.
LJppIýsingastöð
þingstúku Reykjavíkur, um
bindindismál er opin í kvöld kl.
6—8.
Alsherjaratkvæðagreiðslan
í Dagsbrún hefst á morgun og
stendur þann dag, á laugardag og
sunnudag. Fer hún fram í skrif-
stofu félagsins og stendur kl. 10—
22 hvern dag.
fræðslskvðld Isei-
félags Alpýðnflokbs-
íhs.
' \
Þrjú erindi verða flntt um
heilsnvernd.
Kvenfélag alþýðu-
FLOKKSINS efnir til 6.
fræðslukvölds síns á þessum
vetri næstkomandi mánudags-
Lvöld klukkan 9 í fundarsal Al-
þýðubrauðgerðarinnar.
Aðalefni þessa fræðslukvölds
verða erindi um heilsuvernd,
sem þeir flytja Jónas Kristján^
son læknir, Björn L. Jónsson
veðurfræðingur og Helgi
'Tryggvason kennari. Verða
skuggamyndir sýndar með er-
indunum til skýringar þeim.
Aðgöngumiðar fást hjá hverf-
isstjórum félagsins, afgreiðslu
Alþýðublaðsins og í Alþýðu-
brauðgerðinni.
Minniuparkvðld nm
Xai Mnnk í úívarp-
ÍBH.
félao ísienzkra leikara genyst
fsrrir pví.
Félag íslenzkra leik-
ARA hefir ákveðið aí
efna til minningarkvölds um
Mnn myrta danska leikritahöf-
und og skáld, Kai Munk, annað
laugardagskvöld í útvarpinu
og mun dagskráin standa í
.1%—2 tíma.
Formaður Félags íslenzkra
leikara, Þorsteinn Ö. Stephen-
sen skýrði Alþýðublaðinu svo
frá í gær að ákveðið væri að
dagskránni yrði hagað þannig,
að fyrst yrði erindi flutt -—
og hefir félagið farið þess á
leit við Davíð Stefánsson skáld
að hann flytti þetta erindi, en
enn mun þetta þó ekki hafa
verið ákveðið. Þá fer flokkur
leikara með kafla úr ,,Nils
Ekkesen“, ennfremur verður
lesið úr ýmsum öðrum verkum
skáldsins. Milli þáttanna verð-
ur dönsk hljómlist.
Stjórnarskrárfrumvarpið.
Frh. af 2. síðu.
í öðrum kafla frumvarpsins
segir:
,,3. gr. Sameinað alþingi kýs
forseta lýðveldisins.
4. gr. Kjörgengur til forseta
er hver 35 ára gamall maður,
sem fullnægir skilyrðum kosn-
ingaréttar til alþingis, að frá
skildu búsetuskilyrðinu.
5. gr. Til þess að kosning for-
seta lýðveldisins sé lögmæt,
þurfa meira en 3/4 hlutar þing-
manna að vera á fundi og skila
þar gildu atkvæði. Réttkjör-
inn forseti er sá, er fær meira
en helming greiddra atkvæða,
þeirra sem á fundi éru. Ef sá
atkvæðafjöldi næst ekki, skal
kjósa að nýju óbundinni kosn-
ingu. Ef enginn fær þá heldur
nógu mörg atkvæði, skal kjósa
um þá tvo er flest fengu at-
kvæði í síðari óbundnu kosn-
ingunni. En ef fleiri hafa þá
hlotið jafnmörg atkvæði, ræð-
ur hlutkesti, um hverja tvo
skuli kjósa. Ef þeir fá báðir
jafnmörg atkvæði í bundnu
kosningunni, ræður hlutkesti,
hvor þeirra verður forseti.
6. gr. Forseti lýðveldisins
skal kosinn til 4 ára. Kosning
nýs forseta skal fara fram á
síðustu 6 mánuðum áður en
kjörtímabili hans er lokið.
7. gr. Nú deyr forseti eða læt-
ur af störfum, áður en kjör-
tíma hans er lokið, og skal þá
kjósa nýjan forseta til næstu
4 ára. Alþingi skal koma saman
1 því skyni innan mánaðar.
8. gr. Nú verður sæti forseta
lýðveldisins laust eða hann get-
ur ekki gengt störfum um sinn
vegna dvalar erlendis, sjúk-
leika eða af öðrum ástæðum, og
skulu þá forsætisráðherra, for-
seti sameinaðs alþingis og for-
seti hæstaréttar fara með for-
setavald. Forseti sameinaðs al-
þingis stýrir fundum þeirra. Ef
ágreiningur er þeirra^ á milli,
ræður meiri hluti.
9. gr. Forseti lýðveldisins má
ekki vera alþipgismaður né
hafa með höndum launuð störf
í þágu opinberra stofnana eða
einkatvinnuf yrirtækj a.
Ákveða skal með lögum
greiðslur af ríkisfé til forseta
og þeirra, sem fara með forseta-
vald. Óheimilt skal að lækka
‘greiðslur þessar til forseta kjör-
tíma'bil hans.
10. gr. Forseti 'lýðveldisins
vinnur eið eða drengskaparheit
að stjórnarskránni, er hann
tekur við störfum. Af eiðstaf
þessum eða heiti skal gera tvö
samhljóða frumrit. Geymir al-
þingi annað, en þjóðskjala-
safnið hitt.
11. gr. Forseti lýðveldisins er
ábyrgðarlaus á stjórnarathöfn-
um. Svo er og um þá, er störf-
um hans gegna.
Forseti verður ekki sóttur til
refsingar, nema með samþykki
alþingis.
Sameinað alþingi getur sam-
þykkt, að forseti lýðveldisins
skuli þegar láta af störfum,
enda beri 10 þingmenn hið
fæst fram tillögu um það, %
hlutar þingmanna séu á fundi,
og sé tillagan samþykkt með a.
m. k. 3A gildra atkvæða þeirra,
sem á fundi eru.
12. gr. Forseti lýðveldisins
hefir aðsetur í Reykjavík eða
nágrenni.
13. gr. Forseti lýðveldisins
lætur ráðherra framkvæma
vald sitt.
Ráðuneytið hefir aðsetur í
Reykjavík.
14. gr. Ráðherrar bera ábyrgð
á embættisrekstri sínum. Ráð-
herraábyrgð er ákveðin með
lögum. Alþingi getur kært ráð-
herra fyrir embættisrekstur
þeirra. Landsdómur dæmir þau
mál.
15. gr. Forseti lýðveldisins
skipar ráðherra og veitir þeim
lausn. Hann ákveður tölu þeirra
og skiptir störfum með þeim.
16. gr. Forseti lýðveldisins og
ráðherrar skipa ríkisráð, og
hefur forseti þar forsæti.
Lög og mikilvægar stjórnar-
ráðstafahir skal bera upp fyrir
forseta í ríkisráði.
17. gr. Ráðherrafundi skal
halda um nýmæli í lögum og um
mikilvæg stjórnarmálefni. Svo
skal og ráðherrafund halda, ef
einhver ráðherra óskar að bera
þar upp mál. Fundunum stjórn-
ar sá ráðherra, er forseti lýð-
veldisins hefur kvatt til for-
sætis, og nefnist hann forsætis-
ráðherra.
18. gr. Sá ráðherra, sem mál
hefir undirritað, ber það að
jafnaði upp fyrir forseta.
19. gr. Undirskrift forseta
lýðveldisins undir löggjafarmál
eða stjórnarerindi veitir þeim
gildi, er ráðherra ritar undir
þau með honum.
20. gr. Forseti lýðveldisins
veitir þau embætti, er lög mæla.
Engan má skipa embættis-
mann, nema hann hafi íslenzk-
an ríkisborgararétt. Embættis-
maður hver skal vinna eið eða
drengskaparheit að stjórnar-
skránni.
Forseti getur vikið þeim frá
embætti, er hann hefir véitt
það.
Forseti getur flutt embættis-
menn úr einu embætti í annað,
enda missi þeir einskis í af
embættistekjum sínum, og sé
þeim veittur kostur á að kjósa
um embættaskiptin eða lausn
frá embætti með lögmæltum eft
irlaunum eða lögmæltum elli-
styrk.
Með lögum má veita ákveðn-
um embættismannaflokkum
sömu réttindi, sem veitt eru dóm
urum þeim, er ekki hafa um-
boðsstörf á hendi.
21. gr. Forseti lýðveldisins
gerir samninga við önnur ríki.
Þó getur hann enga slíka samn-
inga gert, ef þeir hafa í sér fólg-
ið afsal eða kvaðir á landi eða
landhelgi, eða ef þeir horfa til
breytinga á stjórnarhögum rík-
isins, nema samþykki Alþingis
komi til.
22. gr. Forseti lýðveldisins
stefnir saman Alþingi ár hvert
og ákveður, hvenær því skuli
slitið. Þingi má eigi slíta fyrr
en fjárlög eru samþykkt. For-
seti lýðveldisins ‘ kveður Al-
þingi til aukafunda, þegar nauð
syn er til.
23. gr. Forseti lýðveldisins
getur frestað fundum Alþingis
tiltekinn tíma, þó ekki lengur
en tvær vikur, og ekki nema
einu sinni sama þingi. Alþingi
getur þó veitt forseta sam-
þykki til afbrigða frá þessum
ákvæðum.
24. gr. Forseti lýðveldisins
getur rofið Alþingi. Skal þá
láta nýjar kosningar fara fram
svo fljótt sem föng eru á, enda
komi Alþingi saman eigi síðar
en 8 mánuðum eftir þingrof.
25. gr. Forseti lýðveldisins
getur látið leggja fyrir Alþingi
frumvörp til laga og annarra
samþykkta.
26. gr. Ef Alþingi hefir sam-
hykkt lagafrumvarp, skal það
lagt fyrir forseta lýðveldisins
til staðfestingar, og veitir stað-
festingin því lagagildi. Nú
synjar forseti lagafrumvarpi
staðfestingar og fær það þó
engu að síður lagagildi, en
leggja skal það þá svo fljótt sem
kostur er undir atkvæði allra
kosningarbærra manna í land-
inu til samþykktar eða synjun-
ar með leynilegri atkvæða-
greiðslu. Lögin falla úr gildi, ef
samþykkis er synjað, en ella
halda þau gildi sínu.
27. gr. Birta skal lög. Um
birtingarháttu og framkvæmd
laga fer að landslögum.
28. gr. Þegar brýna nauðsyn
ber til, getur forseti lýðveldis-
ins gefið út bráðabirgðalög
milli þinga. Ekki mega þau þó
ríða í bága við stjórnarskrána.
Ætíð skulu þau lögð fyrir næsta
I alþingi á eftir.
Jarðarför móðursystur okkar,
i ' / \
Kristínar Einarsdóttur,
fer fram frá dómkirkjunni föstudaginn 14. janúar, og hefst frá
Elliheimilinu Grund klukkan 1.30.
Guðrún, Ingveldur og Kristín Jóhannsdætur.
Nú samþykkir alþingi ekki
bráðabirgðalög, og falla þau þá
Bráðabirgðafjárlög má ekki
úr gildi.
gefa út, ef alþingi hefir sam-
þykkt fjárlög fyrir fjárhags-
tímabilið.
29. gr. Forseti lýðveldisins
getur ákveðið, að saksókn fyrir
afbrot skuli niður falla, ef rík-
ar ástæður eru til. Hann náðar
menn og veitir almenna uppgjöf
saka. Ráðherra getur hann þó
eigi leyst undan saksókn né
refsingu, sem landsdómur hefir
dæmt, nema með samþykki
alþingis.
30. gr. Forseti lýðveldisins
veitir, annaðhvort sjálfur eða
með því að fela það öðrum
stjórnvöldum, undanþágur
frá lögum samkvæmt reglum,
sem farið hefir verið eftir hing-
að til.“
í sjöunda og síðasta kafla
frumvarpsins segir:
80. gr. „Með stjórnarskipun-
arlögum þessum eru úr gildi
numin stjórnarskrá konungs-
ríkisins íslands frá 18. maí 1920
og stjórnarskipunarlög frá 24.
marz 1934 og 1. sept 1942.
81. gr. Stjórnarskipunarlög
þessi öðlast gildi 17. júní 1944,
enda hafi meiri hluti allra kosn
ingarbærra manna í landinu
með leynilegri atkvæðagreiðslu
samþykkt þau. Þó getur alþingi
ákveðið, að stjórnarskipunar-
lög þessi taki gildi fyrr, að fram
farinni þeirri allsherjaratkvæða
greiðslu, er getið var.
Ákvæði um stundarsakir:
Kosningarrétt og kjörgengi t.il
alþingis, svo og embættisgengi,
halda, að öðru jöfnu, þeir menn
er þann rétt hafa, þegar stjórn-
arskrá þessi kemur til fram-
kvæmda, þótt eigi séu þeir ís-
lenzkir ríkisborgarar.“
Kosið í fastaeefndir
alÞingis i gær.
U UNDIR voru haldnir í
sameinuðu þingi og báð
um deildum alþingis í gær. Fór
þá fram kosning fastra nefnda
þingsins. Kosningar þessar fóru
sem hér segir:
SAMEINAÐ ÞING.
Fjárveitinganefnd: Finnur
Jónsson, Jónas Jónsson, Helgi
Jónasson, Lúðvík Jósefsson,
Þóroddur Guðmundsson, Pétur
Ottesen, Þorsteinn Þorsteins-
son og Sigurður Kristjánsson.
Utanríkismálanefnd: Stefán
Jóhann Stefánsson, Bjarni Ás-
geirsson, Hermann Jónasson,
Einar Olgeirsson, Ól. Thors,
Magnús Jónsson og Jóhann Þ.
Jósefsson.
Þingfararkaupsnefnd: Ásgeir
Ásgeirsson, Páll Zophoníasson,
Áki Jakobsson, Sig. Kristjáns-
son, Sig. E. Hlíðar.
Allsherjarnefnd: Ásgeir Ás-
geirsson, Páll Zóphoníasson,
Sigurður Þórðarson, Steingr.
Aðalsteinsson, Ingólfur Jóns-
son, Gísli Jónsson og Jón Sig-
urðsson.
Tryggingarráð: Kjartan Ól-
afsson, Helgi Jónasson, Brynj.
Bjarnason og Brynj. Stefáns-
son.
NEÐRI DEILD
Fjárhagsnefnd: Ásgeir Ás-
geirsson, Skúli Guðmundsson,
Áki Jakobsson, Jakob Möller
og Jón Pálmason.
Landbúnaðarnefnd: Emil
Jónsson, Bjarni Ásgeirsson,
Sig. Guðnason, Jón Sigurðsson
og Jón Pálmason.
Sjávarútvegsnefnd: Finnur
Jónsson, Eysteinn Jónsson,
Lúðvík Jósefsson, Sig. Krist-
jánsson og Jóhann Þ. Jósefs-
son.
Menntamálanefnd: Barði
Guðmundsson, Páll Þorsteins-
son, Sigfús Sigurhjartarson,
Gunnar Thoroddsen og Sig.
Bjarnason.
Samgöngumálanefnd: Barði
Guðmundsson, Sveinbj. Högna-
son, Lúðvík Jósefsson, Gísli
Sveinsson og Sig. Bjarnason.
Iðnaðarnefnd. Emil Jónsson,
Sigurður Þórðarson, Sig. Thor-
oddsen, Sig. E. Hlíðar og Jó-
hann Þ. Jósefsson.
Heilbrigðis- og félagsmála-
nefnd: Stefán Jóh. Stefánsson,
Páll Zóphoníasson, Sig. Thor-
oddsen, Sig. E. Hlíðar og Gunn-
ar Thoroddsen.
Allsherjarnefnd: Stefán Jóh.
Stefánsson, Jörundur Brynjólfs
son, Þóroddur Guðmundsson,
Garðar Þorsteinsson og Gunn-
ar Thoroddsen.
EFRI DEILD
Fjárhagsnefnd: Har. Guð-
mundsson, Bernhard Stefáns-
son, Brynjólfur Bjarnason, Pét-
ur Magnússon og Magnús Jóns-
son.
Samgöngumálanefnd: Ingv-
ar Pálmason, Steingrímur Að-
alsteinsson og Gísli Jónsson.
Landbúnaðarnefnd: Harald-
ur Guðmundsson, Páll Her-
mannsson, Kristinn E. Andrés-
son, Þorsteinn Þorsteinsson og
Eiríkur Einarsson.
Sjávarútvegsnefnd: Guðm.
I. Guðmundsson, Ingvar Pálma
son, Steingr. Aðalsteinsson,
Gísli Jónsson og Pétur Magn-
ússon.
Iðnaðarnefnd: Guðmundur í.
Guðmundsson, Páll Hermanns-
son og Gísli Jónsson.
Heilbrigðis- og félagsmála-
málanefnd: Haraldur Guð-
mundsson, Hermann Jónasson,
Brynj. Bjarnason, Bjarni Ben.
og Lárus Jóhannesson.
Menntamálanefnd: Jónas
Jónsson, Kristinn E. Andrés-
son og Eiríkur Einarsson.
Allsherjarnefnd: Guðmundur
í. Guðmundsson, Bernhard
Stefánsson, Steingrímur Aðal-
steinsson, Biarni Benediktsson
og Lárus Jóhannesson.
Hjónaefni.
Nýlega opinberuðu trúlofun.
sína frk. Gréta Leós, Reynimel 43
og Jóhann Júlíusson stýrimaður,
Uppsölum, ísafirði.
Til Noregssöfnunarinnar.
Frá Ingólfi Jenssyni á Seyðis-
firði kr. 10.00.
Séra Jón Auðuns
biður fermingarbörn sín £
Reykjavík koma til viðtals í Aust-
urbæjarskólanum á morgun kl. 6.
Fermingarbörn
séra Árna Sigurðssonar eru beð-
in að koma til viðtals í fríkirkjuna
á morgun, föstudag kl. 5.