Alþýðublaðið - 15.01.1944, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 15.01.1944, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ Laugardagur 15. janúar 1944 fUþijÍtabUðið Otgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pétursson. flitstjórn og afgreiðsla í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar ritstjórnar: 4901 og 49.02. , Símar afgreiðslu: 4900 og 4906. Verð í lausasölu 40 aura. Alþýðuprentsmiðjan h.f. 1 fótspor meist aranna. ÞEIR eru trúir þeirri hug- sjón sinni, hraðskilnaðar- flokkarnir, að kæfa þennan „hljóm“ í skilnaðarmálinu, sem ekki má heyrast, þ. e. raddir þeirra mörgu, er vilja slíta sambandinu við Danmörku á grundvelli laga og réttar. Hin óhrjálega barátta þeirra fyrir því, sem þeir kalla endurheimt íslenzks þjóðarsjálfstæðis er öll mörkuð sömu einkennum: yfir- troðslum, ofbeldi við hið frjálsa orð og takmarkalausri fyrirlitn- ingu fyrir frjálsri hugsun og almennum mannréttindum. . Hraðskilnaðarmenn færðust verulega í aukana með ofbeldis- tiltektir sínar í sambandi við hátíðahöldin í tilefni af 25 ára fullveldisafmæli íslands. Þá var það, sem þeir skáru upp herör í þeim tilgangi að varna Árna 'þrófessor Pálssyni máls á sam- komu, er stúdentar boðuð til í Tjarnarbíó. Ástæðan var sú ein, að þessi vinsæli og vel metni fræðimaður og fyrirlesari hafði tjáð sig fylgjandi því, að skiln- aðarmálinu yrði ráðið til lykta samkvæmt gerðum samningum. Atburður þessi, sem almennt hefir gengið undir nafninu „Tjarnarbíó-hneykslið“, vakti þegar andúð og fyrirlitningu allra hugsandi manna, hvar sem til spurðist. En hraðskilnaðarmenn voru fjarri því að breyta vinnubrögð lun sínum hið minnsta. Strax eftir áramótin var uppvíst um það, að hraðskilnaðarmenn í út- varpsráði, undir forustu Einars Olgeirssonar, hefðu synjað Sig- urði Nordal prófessor, um að flytja í útvarp erindi um skilnað íslands og Danmerkur. Áður hafði það þá verið látið óátalið af útvarpsráði, þó að menn á borð við Carl Tulinius og Gunn- ar Benediktsson flyttu einhliða áróðurserindi fyrir hinum van- hugsaða málstað hraðskilnaðar- manna. Enn undraðist þjóðin, enn fylltust menn fyrirlitningu á hinni tilbúnu „sjálfstæðisbar- áttu“, sem sækir meginstyrk sinn í ofbeldi og réttindaskerð- ingar. Sagan er þó ekki öll sögð enn. Ármur ofbeldisins hefir nú teygt sig inn í sjálft alþingi. í fyrradag gerðust þar þau fá- heyrðu tíðindi, að hraðskilnað- arflokkarnir, undir forustu Gísla Sveinssonar, höfðu í frammi kúgunartilraun og hót- anir við Álþýðuflokkinn. Þeir kröfðust þess, að fá sjálfir að tilnefna menn í þingnefndir af hálfu Alþýðuflokksins, og höfðu í hótunum, ef ekki yrði að þessu gengið. Alþýðuflokkurinn hafði að sjálfsögðu þessa fyrirlitlegu framkomu að engu, en áreiðan- lega er atburður sem þessi, al- gert einsdæmi á þingi, og lýsir vel innræti og vinnubrögðum hinna giftulausu hraðskilnaðar- flokka. En það þarf engan að undra, þó að Einar Olgeirsson og Gísli Sveinsson verði berir að fram- ferði eins og því, sem hér hefir verið lýst. Fyrir þá eru þetta Alþýðusambandið um áramótin; Yfir 20 þúsundir meðlima eru nú i sambandinu. Samfal við Jén Signrðsson frain^ kvæififidasf|éra Saisifoaudsiias. Alþýðusamband is- LANDS er stærsta fé- lagsheildin á landinu og tel- ur nú innan sinna vébanda yfir 20 þúsundir vinnandi manna. AlþýSublaðið sneri sér í gær til Jóns Sigurðssonar fram- kvæmdastjóra sambandsins, og spurði hann um starf þess á s.l. ári og stöðu þess nú. Fer samtalið hér á eftir: ,,í Alþýðusambandi íslands eru nú um áramótin 116 stétt- arfélög með um 18950 virka meðlimi, og þar að auki ca. 1500—2000 manns sem eru á aukaskrá hjá félögunum, svo segja má, að skrásett séu hjá fé- lögum innan vébanda Alþýðu- sambandsins um 20—21 þúsund manns, Þar af í Reykjavík 27 félög með um 8 þús. meðlimi. Til samanburðar má geta þess, að í janúar 1942 voru í sambandinu 97 félög með sam- tals um 13 þúsund meðlimi. Árið, sem leið, gengu í sam- bandið 6 félög með samtals um 450 meðlimum. Félögin eru þessi: Múrarafélag Reykjavíkur/ Félag garðyrkjumanna. Iðja, félag verksmiðjufólks, Hafnarf. Ymf. Þríhyrningur, Rangár- vallasýslu. Vkf. Aldan, Sauðárkróki. Vmf. Fljótamanna, Haganes- vík. Þótt Alþýðusambandið sé nú þegar, langsamlega stærsta og sterkasta samtakaheildin í land- inu, vantar mikið á, að innan vébanda þess séu öll þau stétt- arfélög, sem þar eiga raunveru lega að vera, en þetta kemur óðar en varir, eins og sést bezt á þeirri miklu aukningu, sem orðið hefir á tveim s.l. árum. Félögin sjá það, að hag þeirra er bezt borgið innan allsher j arsamtakanna. “ — Hafið þið ekki samband við önnur samtök launþega? ,,í desember s.l. gerðum við samning við Verkstjórafélag Reykjavíkur um gagnkvæman stuðning í kjara- og launamál- um, og nú fyrir nökkru höfum við lítils háttar átt tal við stjórn Farmanna- og fiski- mannasambands íslands um sams konar samning, og virtist mér þeir taka vel í þá mála- leitan, enda gæti báðum sam- böndunum orðið mikill styrkur að slíkum samningi. Hins vegar er það mitt álit, að þróunin eigi og hljóti að verða sú, að launþegar allir, — einnig þeir, sem eru starfs- menn hins opinbera — eigi að vera í einu og sama sambandi, því allir launþegar hafa sam- eiginlegra hagsmuna að gæta.“ — Það voru ekki miklar launa deilur á árinu? „Árið, sem leið, var óvenju friðsamt hvað launadeilur snerti, og má rekja orsakir þess til þeirrar miklu kaup- hækkunar og samræmingar kaups, sem varð síðari hluta ársins 1942. Það má segja, að samtökin ættu ekki í nema aðeins einni deilu, en það var Sandgerðis- deilan er háð var í janúar í fyrra, deilan, sem hinar mörgu málshöfðanir Claessens risu út af. Árangur af þeirri deilu varð mjög mikill fyrir allt verka- fóík í Garði o'g Sandgerði, því atvinnurekendur voru neyddir til að verða að mestu við þeim kröfum, sem fram voru settar. Hins vegar hafa nokkuð mörg félög sagt upp samningum og fengið fram komið allmiklum kjarabótum fyrir meðlimi sína. T. d. má geta þess, að Iðjurnar þrjár, félög verksmiðjufólks- ins hér í Reykjavík, Hafnar- firði og Akureyri, fengu mjög verulega lagfæringu á samn- ingum sínum, og þá sérstak- lega Iðja á Akureyri. Flest hinna annarra félaga, er sögðu upp og gerðu samn- inga, höfðu við lágt kaup að búa og fengu lagfæringu til samræmis við aðra náiæga staði. Einn þýðingarmesta sigur samtakanna á þessu sviði, tel ég hiklaust vera það, þegar samkomulag náðist við ríkis- stjórnina um kaup og kjör við vega- og brúagerðir, svo og vitabyggingar. Þar með viðurkenndi ríkis- stjórnin raunverulega verka- lýðsfélögin og gerðist aðili að þeim samningum, sem þau, hvert um sig, höfðu gert við atvinnurekendur hinna ýmsu staða, og þá þar með ákvæðið um 8 stunda vinnudag, er flest- öll félögin höfðu fengið ákvæði um í samningum þeim, er þau gerðu árið 1942. Þá má og telja það merkan viðburð í sögu ársins og sam- takanna, er lögin um orlof verkafólks gengu í gildi, en ég vil geta þess, að það var Alþýðuflokkurinn, sem átti frumkvæði að, og sinn stóra þátt í að þau lög komust 4 þótt verkalýðssamtökin, fyrst og fremst, og svo aðrir, legðu ríflegan skerf þar til.“ -— Innra starfið? „Samstarf félaganna við Sam bandið hefir verið ágætt, og er alltaf að verða nánara og beíra, og mér virðist það bera vott um aukinn félagsþroska og vaxandi skilning á gildi sam- takanna, að greiðsla á gjöldum til Sambandsins hefir aldréi verið betri en nú, því segja má að nær öll félögin séu skuld- laus nú um áramót, en á það hefir mikið vantað að undan- förnu að svo væri, þ. e. a. s., þau árin, sem Sambandsþing var ekki. Að tilhlutan Alþýðusam- bandsins var haldin sjómanna- ráðstefna hér í haust, þar sem mættir voru fulltrúar frá sjó- mannasamtökunum hér í Rvík og víðsvegar utan af landi. Árangur af Sjómannaráð- stefnunni tel ég mjög góðan. Ráðstefnan gerði athyglisverð- ar ályktanir á öryggis-, skipu- lagningar- og dýrtíðarmálum. Þá var og mikið unnið til samræmingar á kjörum sjó- manna, eins og sjá má á þeim töxtum, sem mörg sjómanna- félög Sambandsins auglýstu, Jón Sigurðsson. nú fyrir áramótin, um kaup og kjör á veiðum með dragnót og botnvörpu, svo og á ísfisk- flutningaskipum og skipum, sem stunda vöruflutninga inn- anlands. Útgerðarmenn hér vildu ekki viðurkenna þessa taxta, og standa nú yfir samningaum- leitanir um kjörin fyrir milli- göngu sáttasemjara. ,,í haust var haldið náms- skeið á vegum Alþýðusam- bandsins. Námskeiðið sóttu um 30 verkamenn og -konur, aðallega héðan úr bænum. Kenndar voru þessar námsgreinar: Saga verkalýðshreyfingarinnar, saga vinnu og framleiðslu, vinnu- löggjöf, alþýðutryggingar og félagsstarf. Kennslan var í fyrirlestra- formi og voru fengnir sem kennarar hinir færustu menn, hver á sínu sviði. Ég tel að árangur megi telj- ast góður af námsskeiðinu,, þegar litið er á allar aðstæður, og munum við að sjálfsögðu: efna til námskeiðs eða náms- skeiða á hausti komanda, því nauðsynlegt er, að halda náms- skeið víðar en hér í Reykjavík, ef því verður við komið. Þá má og minnast þess sem merkisviðburðar í sögu Al- þýðusambandsins, er hafizt var handa um útgáfu tímarits þess, Vinnunnar, í marzmán- uði 1943.“ — Hvað segirðu um framtíð- ina? „Það er ekki gott um það að segja, á þessum hraðbreyti- legu tímum, hvað framtíðin ber í skauti sér, jafnvel þótt. ekki sé litið lengra en til enda þess árs ,sem nú er nýbyrjað, en Alþýðusambandið mun að sjálfsögðu áfram, eins og ætíð áður, vera á verði og vinna að auknum réttindum og bæitum kjörum fyrir alla alþýðu lands- ins. Það má búast við, að á bessu ári verði meira um deilur og kauphreyfingar heldur en á því liðna, því . telja má víst, að> Verkamannafélagið Dagsbrún segi upp samningum sínum og geri kröfur um hækkað kaup, enda eiga verkamenn til þess fullkominn og ótvíræðan rétt, ef ' litið er til þess kaups, sem greitt. er á öðrum sambærilegum. stöðum, svo • og með tilliti til hinnar gífurlegu dýrtíðar sem er, en vísitalan sýnir hvergi nærri rétta mynd af, hvað sem hinir skriftlærðu segja þar um. Ég vona bara að þátttakan £ atkvæðigreiðslunni, sem fram, fer þessa daganá, verði nógu: almenn, því ég er alveg viss- um, að eftir því sem menn eru meir ákveðnir og einhuga um að segja samningum upp, þv£ meiri árangur um kjarabætur- geta þeir gert sér vonir um.“ þau vinnubrögð, er koma skulu. Gísli Sveinsson var einn þeirra manna, er 1933 lét dátt að naz- istunum hér á íslandi. í hans augum voru þeir vorgróðurinn í Sjálfstæðisflokknum. Einar Olgeirsson og Gísli Sveinsson dá ekki aðeins vinnubrögð Hitl- ers og Stalins. Þeir hafa líka til- einkað sér þau og láta ekkert tækifæri ónotað til að beita þeim. En er þjóðin þeirrar skoð- unar, að það séu þau, sem koma skulu? Sí Ð A S T A alþingi sætir víða gagnrýni. Blaðið Al- þýðumaðurinn á Akureyri skrif ar rétt fyrir áramótin á þessa leið: „Það vantar svo sem ekki að fjórlögin eru ,,stórmyndarleg“. Langhæstu fjárlög í sögu landsins. En þrátt fyrir þetta og þrátt fyrir það að tekjur ríkissjóðs eru að mjög miklu leyti byggðar á því að þjóðin svelgi miklu meira ágengi en nokkru sinni fyrr og púi eign- um sínum í milljónatali út í loft- ið, þá fyrirfinnst ekkert, sem ætl- að er til tryggingar atvinnu og ör- yggi þjóðarinnar í nóinni framtíð. Allt sem ríkissjóði er ætlað við sig að losa fyrir utan daglegan rekstur ríkisins, er fyrirfram á- kveðið til greiðslu á landbúnað- arafurðum, sem borgaðar skulu niður til þess að halda kaupgjaldi launastéttanna niðri. Fiskiskipum hefir faekkað. Hin eru flest orðin gömuh úr sér geng- in og léleg. Alþýðuflokkurinn vildi fá 9y2 milljón til kaupa á nýjum fiskiskipum og til nýbygg- inga skipa, eftir því sem hægt væri að framkvæma innanlands. Þetta var ómögulegt. Þetta fé þurfti til að verðbæta landbúnaðaraf- urðir. Til vegagjörðar og vita- bygginga var talið nauðsynlegt að ætla meira fé en nokkru sinni fyrr. Hinir ráðandi flokkar sáu sér ekki fært að verða við þessu. Féð þurfti til að lækka gangverð á innlendum vörum, svo framfærslu vísitalan hækkaði ekki, og þar með kaup launþega. Talið var nauðsynlegt að eiga fé í varasjóði til að grípa til, ef atvinnuleysið héldi innreið sína í landið í stór- um stíl. Ekki var þetta hægt- Fénu var fyrirfram róð'stafað til þeirra bænda, sem undanfarið hafa mest grætt á stríðinu. Þannig má rekja feril þingsins- frá einu máli til annars. Ekkert hefir verið gert til þess að bægja voða og vanda frá þjóðinni í framtíðinni. Alþingi hefir gefist. upp við það hlutverk, sem því var ætlað.“ Þá skrifar Vísir í gær á þessa leið: „Nýverið hefir blað eitt hér £ bænum birt greinarflokk mikinn um afrek alþingis hins síðasta, og er ekki nema gott eitt um það að segja, þótt ekki verði því neit- að að þjóðinni finnst fátt um af- rekin. í lok þessa greinarflokks; er veitzt hastarlega að fjármála- ráðherra fyrir' að talca við fjár- lögum þeim, sem afgreidd' voru £ þeirri mynd, er þingið skapaðí þeim. Jafnframt sér greinarhöf- undur ástæðu til að bera sakir af formanni fjórveitinganefndar,, sem hann telur hinn bezta rnanni og samvizkusamasta í starfi sínu. En sá, sem afsakar sig ásakar sig’ stundum. Ekki skal í efa dregið að formaður fjárveitinganefndar sé grandvar maður til orðs og æðis, eins og nefndarmenn allir, einir og út af fyrir sig, en sagt er að versn- að geti allur vinskapur og jafnvel vizka er menn hittast fleiri, og engu er líkara, en að fjárveitinga- nefnd, sé þeim endemum haldin. Það er alþjóð kunnugt að Sjálf- stæðisflokkurinn og Framsóknar- flokkurinn hafa algeran meiri (Frh. á 6. síðu.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.