Alþýðublaðið - 15.01.1944, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 15.01.1944, Blaðsíða 7
Laugardagur 15. janúar 1944 ALS»VÐUBLAÐ1Ð 7 iBœrinn í dag.í Næturlæknir er í Læknavarð- varðstofunni, sími 5030. Næturvörður er í Reykjavíkur- apóteki. ÚTVARPIÐ: 20.00 Fréttir. 20.25 Útvarpstríóið: Einleikur og tríó. 20.45 Leikrit: „Truflanir“ eftir Dunsany lávarð (Lárus Pálsson, Haraldur Björnsson ,8- f1-)- 21.45 Hljómplötur: Ýms lög. 21.30 Upplestur (Ævar R. Kvaran leikari). 21.50 Fréttir. 22.00 Danslög'. 24.00 Dagskrárlok. Liaugarnesprestakall Messa í samkomusal Laugarnes- kirkju á morgun kl. 2 e. h. (gengið ínn í kirkjuna að austan. Séra Friðrik Hallgrímsson, dómprófast- ur predikar. Barnaguðsþjónusta kl. 10 f. h. Hallgrímsprestakall. Kl. 2 e. h. messa í Austurbæjar- skólanum, séra Sigurbjörn Einars- son, kl. 11 f. h. barnaguðsþjónusta séra Jakob Jónsson, kl. 10 f. h. sunnudagaskóli í Gagnfræðaskól- anum við Lindargötu. *____________________ Skemmtifundur Alþýðuflokksfé- lagsins óskar tekið fram, að af sérstök- um ástæðum verður fræðslu- og skemmtikvöld Alþýðuflokksfélags- ins, sem átti að verða í kvöld, ekki fyr en næsta laugardag. INNBROT OG ÞJÓFNAÐIR Frh. af 2. síðu. imaður til lögreglunnar og kærði ránið. Auk þessa hefir svo komist upp um 6 stráka 9—16 ára gamla, sem hafa orðið uppvisir að 11 smáþjófnuðum. . AHs hefir rannsóknarlögregl an haft 43 þjófhaðarmál, fyrir utan reiðhjólaþjófnaði, til með- ferðar í þessum mánuði. Félagslff. Valur HANDKNATTLEIKSÆFING í kvöld klukkan 9. Áríðandi að sem flestir mæti. — Nefndin. Skíðaferð klukkan 8 í kvöld og á sunnudagsmorgun kl. 8.30 frá Arnarhvoli. Farmiðar í Herrabúðinni, Skólavörðu- stíg. KR-SKÍÐAFERÐIR. — Farið verður til skíðaskála félags- ins í kvöld klukkan 8. Far- seðlar eru seldir hjá Skó- verzlun Þórðar Péturssonar, Bankastræti. Farið frá Kirkjutorgi. Juilar- ©eorgeiie nýkomið. Éinnig Palletiur í mörgum litum. H. Toft, Sbólavoröustio 5. Sími 1035 Ræða Stefáns Jóhanns um skilnaðinn á alþingi í gær. Frh. af 2. síðu. hvika í engu frá grundvelli laga og réttar í skilnaðarmál- inu). Það er sannarlega þess vert, að hafa varnaðarorð þessara tveggja merku manna í huga, sagði Stefán Jóhann, þegar al- þingi ætlar að taka ákvörðun um þetta mál. Og í því sambandi vil ég benda á það, sem margir virð- ast ekki gera sér fullkomlega ljóst, en í þessu máli er þó að- alatriði — að sambandslagasáttmálinn er enn í gildi, þó að framkvæmd hans hafi fallið niður að mestu leyti um nokkurt skeið. Þar af leiðandi er 18. gr. S.K.T. DANSLEIKUR í G.T.-húsinu í kvöld klukkan 10. — Aðeins gömlu dansarn- ir. — Aðgöngumiðar seldir frá klukkan 2.30. — Sími 3355. Dansinn lengir lífið. AUGLÝSIÐ í ALÞÝDUBLAÐINU Prjár kesmmggaia hrad skSinaðatrsaiiaiBna. Ýmsar kenningar hafa komið fram um það, hversvegna við ættum nú þegar að fella sam- ibandslagasáttmálann úr gildi, án nokkurs tillits til uppsagri- arákvæðanna í 18. grein hans. En aðallega eru þær þrjár: Sú fyrsta er, að réttur þjóða til sjálfstæðis sé ofar Öllum samningum, eins og Einar Ol- geirsson hefir sagt í grein, sem hann skrifaði nýlega í Andvara. Slíkt kann að láta vel í eyrum. En ég vil spyrja: Hvar væri ís- lenzka þjóðin á vegi stödd, ef hún lýsti yfir þeirri skoðun, að hún gæti í viðskiptum sínum við aðrar þjóðir, vikið til hlið- ar öllum gerðum samningum með skírskotun tií réttar, sem stæði ofar slíkum skuldbinding- um? Er það ekki einmitt þetta, að þjóðir eða ríki skuli hafa tek- ið sér rétt til þess að rjúfa gerða samninga, þegar þeim hefir sýnst, sem nú hefir leitt hinar ægilegu blóðsúthellingar yfir ge.rvallt mannkynið? Ég vil vona, að alþingi búi ekki niður- fellingu sambandslagasáttmál- ans í hendur þjóðarinnar með slíkum forsendum. Önnur kenningin er hin svo- nefnda vanefndakenning — að hægt sé að fel-la sambandslaga- sáttimálann úr gildi vegna van- efnda danskra stjórnarvalda og þar með dönsku þjóðarinnar á honum. Sú kenning er í fyrsta lagi svo um deild, að hæpið er að tryggja sambandsslitin á henni. Og þó að alþingi hafi í ályktunum sínum 1941 áskilið okkur vanefndaréttinn til rift- ingar sambandslagasáttmálans til þess að vera við öllu búið, sem að höndum kynni að bera, er þar með ekki sagt, að nauð- synlegt sé, að tefla á tæpasta vaðið, þegar um aðra örugga leið er að velja. Það er og vitað, að núverandi ríkisstjórn hefir ekki viljað skírskota til vanefndarétt afins, enda hefir vanefndakenn ingin mælst illa fyrir meðal þjóð arinnar svo að ekki sé minnst á afstöðu dönsku þjóðarinnar til hennar; og tvö vinsam- leg stórveldi hafa ráðið okk- ur ákveðið til þess, að fella sam- ibandslagasáttmálann ekki úr gildi á grundvelli neins van- efndaréttar, heldur þá fyrst, þeg ar sáttmáiinn er tvímælalaust út runninn, eins og það var orð- að af öðru þeirra, eða að við skyldum halda okkur stranglega að ákvæðum sáttmálans sjálfs, eins og sagt var af hinu. Eg á- lít því, að við eigum ekki að ibyggja neitt á vanefndarétti. Þriðja kenningin, sem fram kom í yíirlýsingu ríkisstjórnar- innar 1. nóvember síðastliðinn, er sú, að það ástand, sem skap- aðist 9. apríl 1940 og síðan hef- ir haldizt óbreytt, veiti okkur rétt til sambandsslita. Engin rök hafa verið færð fyrir þess- ari staðhæfingu hingað til, og ég get ekki séð, að það veiti okkur neinn slíkan rétt. Sambandslagasátt« málinn enn i cgildi. Nú vita þingmenn hinsvegar, að við höfum rétt til sambands- slita samkvæmt sambandslaga- sáttmálanum sjálfum, ef lög- lega er að farið. hans, þ. te. uppsagnarákvæð- in einnig í gildi. Og sambands lagasáttmálinn sjálfur verð- ur því ekki löglega úr gildi felldur nema því aðeins, að , fylgt sé uppsagnarákvæðum hans — þar að lútandi, þar á meðal við þjóðaratkvæða- greiðsluna um málið. En þar sem engin aðkallandi þörf knýr til þess ,að ganga nú þegar formlega frá sam- bandsslitum, hefði ég langhelzt kosið, að sambandsslitunum yrði frestað þar til frjálsar við- ræður hefðu farið fram milli sambandsþjóðanna; það teldi ég eðlilegustu, öruggustu og drengi legustu leiðina og algerlega á- hættulausa fyrir okkur, ekki sízt þegar á þau loforð er litið, sem tvö vinsamleg stórveldi hafa gefið okkur í sambandi við sj álfstæðismálið. Samhonmlag aðeins ntn loglegp og sóma- safinle$ga iansn. En nú er svo að sjá sem þrír flokkar þingsins telji það þjóð- hættulegt, að bíða þess, að hin ágæta bræðraþjóð okkar fái aft ur frelsi sitt. Og því myndi ég vilja vinna það til samkomu- lags, að fallast á að sambands- slitunum yrði ekki frestað svo lengi, heldur aðeins þar til eftir 19. maí 1944, þegar löglegt má teljast að fella sambandslaga- sáttmálann niður með því að þá eru þrjú ár liðin frá því, að dönskum stjórnarvöldum bár- ust ályktanir alþingis 17. maí 1941, eins og til skilin eru í sam bandslagasáttmálanum frá því að uppsögn hans er boðuð og þar til hann er úr gildi felldur. Eftir 19. maí 1944 er því hægt að ákveða á lögformlegan hátt á alþingi að fella sambandslaga- sáttmálann úr gildi og láta fara fram um það þjóðaratkvæði — fyrr ekki. Hinsvegar vildi ég leggja á- herslu á, að lýðveldisstjórnar- skráin yrði ekki afgreidd fyrr en á eftir og ekki látin taka gildi fyrr en konungi hefði gef- izt tækifæri til þess að segja af sér. Gerði hann það ekki, teldi ég unnt að láta lýðveldisstjórn- arskrána ganga í gildi, engu að síður á löglegan hátt. Ég vil í þessu sambandi minna á þá miklu virðingu sem Danakonungur nýtur nú, ekki aðeins meðal þjóðar sinnar, heldur og um allan heim. Og þó að við skuldum honum máske ekkert, þa skuldum við sæmd íslands að koma drengi- lega fram við þennan virðu- lega þjóðhöfðingja. Mér er fullkomlega ljós nauðsyn þess, að þjóðin standi saman um lokaþátt þessa máls. En til þess að þjóðin geti staðið saman verður samkomulag um málið að takast á grundvelli ótvíræðs réttar og fullkomins velsæmis. Enda væri það eng- inn gróði og enginn vegsauki fyrir íslenzku þjóðina, þótt hún stæði saman um óréttlæti og vafasamar ákvarðanir. Nú er vitað, að menn úr öll- um flokkum beita sér fyrir samkomulagi um skilnaðarmál- ið á þeim grundvelli, sem ég hefi áður lýst og allir ættu að geta við unað. Ef slíkt sam- 'komulag næðist þyrfti enginn að kvíða því, að ekki fengist sá meirihluti við þjóðaratkvæða greiðsluna um skilnaðinn, sem tilskilinn er í 18. grein sam- bandslagasáttmálans. Og þar með væri jafnframt réttarheiðri okkar í sambandi við afgreiðslu málsins fullkomlega borgið. ISrssðskiltaadarmÖBMi- viBSfi varó rakafátt. A eftir Stefáni Jóhanni töl- uðu Ólafur Thors fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins, Eysteinn Jónsson fyrir hönd Framsóknar flokksins og Einar Olgeirsson fyrir hönd Kommúnistaflokks- ins. Lýstu þeir allir yfir óskiftu fylgi flokka sinna við þings- ályktunartillöguna um niður- felling sambandslagasáttmálans og deildu. allhart á Stefán Jóh. Stefánsson, þó að enginn þeirra reyndi að mótmæla með svo miklu sem einu orði því, sem var þungamiðjan í ræðu hans, að sambandslagasáttmálinn væri enn í gildi og yrði þar af leiðandi ekki á löglegan hátt úr gildi felldur nema með því að fylgt yrði uppsagnarákvæðun- um í 18. grein hans, þar á meðal um þj óðaratkvæðagreiðsluna. Fleiri höfðu þegar kvatt sér hljóðs, en umræðunni var frest- að eftir að einn þingmaður hafði talað af hálfu hvers flokks og verður ekki haldið áfram fyrr en eftir helgi. Fjallaþorp. (Frh. af 5. síðu.) ins var stolið, svo að við vorum tóbakslausir í þrjár vikur. Þýzk flugvél fórst í fjöllunum skammt frá þorpinu með allri áhöfn. Nokkrir Þjóðverjar komu í heimsókn skömmu síðar til þess að rannsaka flakið og taka skýrslu af fólkinu í grenndinni um atburð þennan. Þeir komu til þorpsins, en höfðu þar skamma viðdvöl og voru hljóðir og hógværir menn. Þorp þetta hafði sem sagt ekkert af hernáminu að segja. Engir Þjóðverjar höfðust þar við og þorpsbúarnir voru því fegnari en frá verði sagt. Þjóð- Verjum hafði þó eigi tekizt að hneppa gervallt Frakkland í fjötra hernámsins. Þorpsbúarn- ir nutu skoðanafrelsis og voru sjálfráðir gerða sinna. Og bænd ur þeir, sem þorp þetta byggðu, biðu þeirrar stundar, er þeir ættu þess kost að hverfa til bar- áttu fyrir ættland sitt með vopn í hönd. Já, vissulega var ég gagn- kunnugur fjallaþorpi þessu, sem ber við himin. Þorpsbú- arnir una glaðir við sitt. Þeir telja sig ekki hafa ástæðu til þess að óttast vetrarkuldana, því að þá skortir ekki brenni. Þeir vefa sér klæði úr ull sauð- kinda sinna og gera sér tréskó. Þeir hlæja að bjálfunum í Vichy og draga dár að Þjóð- verjum. En íbúar þessa kyrrláta og af- skekkta fjallaþorps munu taka sér vopn í hönd einhvern góðan veðurdag og halda niður á sléttuna til þess að reka innrás- arherinn burt úr Frakklandi, þegar borgarstjórinn gefur fyr- irskipun sína. Borgarstjórinn mun sem sé verða foringi þeirra jafnt á vígaslóð sem heima fyrir. KAUPHÆKKUN Á BLÖNDÓSÍ - Frh. af 2. síðu. eins og eftirfarandi saman- íburður á kaupgjaldinu áður og nú^ sýnir: I almennri vinnu verður kaup ið þetta, en í svigum er sýnt hvað kaupið var áður: Dag- vinna kr. 2,19 (kr. 1,80), eftir- vinna kr. 3,15 (kr. 2,20), Nætur og helgidagavinna kr 4,20 ('kr. 2,40). í skipavinnu verður kaup ið þannig: Dagvinna kr. 2,45 (kr. 2,35;) eftirvinna kr. 3,3il (kr. 2,75) Nætur og helgidaga- vinna 4,17 (kr. 3,15). M lifa sjðlfan sig... Frh. af 3. síðu. „krambúðina,“ með öllu þvr skrítna, sem vakti forvitni unglingsins, þar ægir saman öllum vörum, tóbaki, ostx veiðarfærum, brauði og tjöru. Þessu lýsir Hamsun í snilldarlegan hátt. Hann á til að lýsa smáþorpi eitt- hvað á þessa leið: Þar var bryggja, póststofa, brenni- vínssamlag og flaggstöng. — Með þessu er allt sagt. Mað- ur sér fyrir sér litlu húsin uppi í brekkunni, krókóttan stíginn upp að kirkjunni og rauðmálaðar sjóbúðir niðri í flæðarmálinu. EN EFTIR ÞVÍ sem hróður hans óx, minnkaði manngildi hans. Honum fannst hann vera hafinn yfir fólkið, sem hafði alið hann. Fyirlitning hans á alþýðu manna fór dagvaxandi og hann fór að hafa yndi af því að sveipast einhverri fjarrænni hulu mikilmennisins. Kenningar Nietzsches virðast hafa fengið sterkan hljómgrunn í sálu hans og þegar Hitler birtist á sjónarsviðinu, verð- ur Hamsun aðdáandi hans. Ekki alls fyrir löngu gengust nazistar fyrir einhvers kon- ar rithöfundamóti í Wien. — Þar var mættur Knut Ham- sun og virtist kunna mæta vel við sig innan um böðla þjóðar sinnar, Þar var lesin upp ræða Hamsun, sjálfur treystist hann ekki til þess, þar sem hann sagði m. a.: — Styrjöldin gengur vel. Kaf- bátarnir sökkva æ fleiri skipum. Lengra gat Ham- sun ekki komist í hinni hörmulegu niðurlægingu sinni á gamalsaldri, en að fagna því, að þúsundir norskra sjómanna láti lífið í miskunnarlausum kafbáts- árásum. — Knut Hamsun lifir sjálfan sig. Skíðafélag Reykjavíkur ráðgerir að fara skíðaför næst- komandi sunnudagsmorgun kl. 8 frá Austurvelli. Farmiðar seldir hjá Muller í dag kl. 10 til 5 til fé- lagsmanna en til utanfélagsmarma kl. 5 til 6 ef óselt er.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.