Alþýðublaðið - 15.01.1944, Síða 8

Alþýðublaðið - 15.01.1944, Síða 8
8 ALÞYÐUBLAÐIÐ Laugardagur 15. jauúar 1944 ■TJARNARBIÖ! Yankee Doodle Dandy James Cagney. Joan Leslie. Walter Huston. Fyrir leik sinn í pessari mynd fékk James Cagney verðlaun í Hollywood. Sýnd kl. 6.30 og 9. Flotinn í höfn. (The Fleet’s In). DOROTHY LAMOUR Sýnd klukkan 3 og 5. BÆJARFRÉTTIR. Hreinlætisástandinu í Rvík var lýst svo í einu bæjarblað- anna fyrir rúmlega hálfri öld síðan: „Verið er að reyna að veita læknum upp í rennurnar í Austurstræti, en það hefir enn ekki tekist. Rennur vantar annars víða, einnig við aðalgöt- ur, og þær rennur, sem eru, eru litlu betri en engar, og sumar verri, því að það eru bara for- argryfjur, sem öllum óþverra er safnað í, en ekkert rennur úr, og hljóta því að vera til mesta óheilnæmis, því fremur, sem þær eru allar opnar fyrir áhrifum loftsins. Hér er heldur ekki skeytt um, þó opnar forir séu hafðar jafnvel í miðjum bænum, og við eina aðalgötu bæjarins hefir í mörg ár staðið mykjuhaugur, sem allir munu kannast við, er fylgja líkum til grafar. Það er vonandi að allur þessi óþrifnaður hverfi nú bráð um úr bænum með skörulegu fylgi bæjarstjórnar, og ef til vill með lögreglusamþykkt þeirri, sem nú er í smíðum.“ * * * * \ — Ég held þú hafir aldrei lokið upp munninum á þessu þingi“, saagði þingmaður enn, þótti nógu málhvatur á þing- inu við annan þingmann, er heldur þótti þegjandalegur. „Hvaða vitleysa“, sagði hinn. „Ég hefi lokið honum upp jafn- °9 þú, því ég hefi geispað í hvert einasta skipti sem þú hef ir talað.“ þungt öndinni, þegar sögunni var lokið. — Mér þykir líka vænt um föður minn, sagði Milky. — Mér þykir vænna um hann. Bngum í heiminum þykir eins vænt um föður minn og mér. Þegar hann hafði fengið kúlu í fótinn, hélt ihann áfram að ganga og ganga, og hann sagði: „Þetta er ekkert, íiðþjálfi. Mig kennir ekki til. Þetta er eins og flugnastunga. Honum þykir líka vænt um mig. — Hvernig veiztu, að honum þykir vænt um þig? spurði Mik- ael, sár yfir því, að það var ekki á hans færi að segja svona sög- ur. — Hann sagði mér það. Hann kom inn í herbergið og hann sagði: „Milky, mér þykir vænt um þig, þú ert hunangskrúsin mín.“ (Þetta var sótt í orðasafn Elísabetar.) — Þetta er ekki satt. — Jú, það er satt. — Hvenær kom hann inn í herbergið, Hann getur ekki kom ið, hann er dáinn — er hann það ekki, Pulke frændi? Ög þegar við erum orðnir stórir, förum við til hans og færum honum blóm, en hann getur ekki kom- ið til okkar. — Ég var í rúminu, þegar hann kom, og hann sagði, að honum þætti vænt um mig. — Þig hefir dreymt, sagði Martin sannfærandi, hreykin yfir því að hafa fundið skiljan- lega lausn á því óskiljanlega. — Mig dreymdi ekki. Mamma segðu honum, að mig hafi ekki dreymt þetta. Hann kom að rúm inu mínu og sagði — og Mikael naut nú hinnar snjöllu hug- kvæmni sinnar. — „Mér þykir miklu vænna um þig en Martin. Þetta kom Martin alveg að óvörum. Ég sá hann kreppa hnefana og vissi, að nú myndi draga til tíðinda. — Sjáðu nú, Martin. Hann er svo mikill ó- viti, flýtti ég mér að segja. — Hann veit ekki enn hvort hann er að dreyma eða efcki. Mantin stilltist, en Mikael varð ólundarlegur. — Mamma, viltu gera svo vel að banna honum að láta sig dreyma, að pabba þyki vænna um hann en mig, bað Martin. — Faðir minn gefck og gekk með kúlu í fætin- um, og hann sagði: „Þetta er eins og flugnastunga.“ En Milky er vælukjói, og þegar hann rak sig á, skældi hann svo mikið, að Hellmuth frændi varð að löðrunga hann. Nú varð það Mikaels að laum ast burtu d ólund, því að það var sannleikur, að honum var mjög grátgjarnt. Hann grét ekki aðeins, ef hánn rak sig á, heldur einnig yfir ótal smáatburðum, sem Martin með sitt grófgerða eðli hefði ekki einu sinni veitt athygli. Af því að Manne var hryggur. Vegna músarinnar, sem Elísábet hafði veitt í gildru. Af því að prinsinum hafði ver- ið breytt í frtosk og bað nú um að íá að sofa í rúmi prinsess- unnar. Af því að það rigndi. Því var þó ekki þannig farið, að Mikael iléti undan veiklyndi sínu, heldur þvert á móti. Hanri háði harða baráttu við sjálfan sig. Einstaka sinnum sigraðist Tillmannseðlið á hinni framandi gyðinglegu viðkvæmni d fari hans. í því tilliti naut hann full- komins stuðnings frá Hellmuth frænda sínum. Hve djúpar ræt- ur áhrif Hellmuths áttu, komst ég ekki að raun um fyrr en löngu síðar. Ég vissi ekki, hvers konar sögur það voru, sem Heil- muth sagði drengnum. Þær voru ekki sagðar í viðurvist annarra og voru því leyndarmál þeirra þriggja. En ég sá litlu drengina mína koma út úr herbergi Hell- mut'hs rjóða í kinnum og með leifrandi augu. Þeir voru þá í luppreisnarhug, ófúsir á að hátta, lýstu því yfir, að þeir væru karlmenn og kváðust vilja fá einkennisbúning og riffla til að skjóta með á alla, bang, bang, bang. Við slík tækifæri fékk Mikael jafnan hita og grét í svefni. Ég talaði þá alvarlega við Hellmuth og bað hann að æsa ekki litlu snáðana svo mjög. — Hins vegar kjassar þú þá of mikið, svaraði hann hvat- skeytslega. — Þú og Elísabet gamla. Þið ætlið að gera úr þeim duglaus kjöltubörn. Þeir þarfn- ast leiðsögu karlmanns. Það þarf að herða þá og styrkja. Þeir eiga að verða sterkir og djarfir. Það er markmið, María frænka. Þeir eru hin komandi kynslóð. Þeirra bíður að bjarga Þýzka- landi. Þeir munu verða að heyja sína baráttu, og hún verð- ur hörð. Ef til vill hafði hann rétt fyr- ir sér, hugsaði ég. Ég hafði ekki heldur góða trú á of mifclu eftir- læti. En þrátt fyrir það, að Hell- muth vildi ala drengina mína upp að hætti Spartverja og ofreyna ibæði líkama þeirra og sál, þá lifði hann sjálfur í sljóu iðjuleysi.og virtist vera þess al- gerlega ómegn að taka sér nofck uð fyrir hendur. Það var látið heita svo, að hann hefði byrjað lagarnám sitt að nýju, sem styrj öldin hafði gert enda á í miðju kafi. En hann hélt sig í herbergi sínu eins og á eyju. Klukku- stund eftir klukkustund að deg- inum lá hann í rúminu sánu og lét fæturnar í hinum þungu her- mannasfígvélum hvíla á rúm- gaflinum. Lagabókin datt úr SSB NYJA BIO S 1 1 I S GAMLA BIO SS Varúlfur. Lævirki The Wolf Man). (Skylark) Claudette Colbert Dularfull og spennandi Ray Milland Brian Aherne mynd. Sýnd kl. 7 og 9. Claude Rains. Aðgm. seldir frá kl. 11. w Bela Lugosi. . LON CHANEY. Leopard-maðurinn Bönnuð börnum yngri en i ! (The Leopard Man). MARGO 16 ára. D'ENNIS O’ KEEFE Sýnd kl. 5, 7 og 9. [ Sýnd kl. 3 og 5. Böm innan 16 ára fá ekki Sala aðgöngum. hefst kl. 11.1 aðgang. hendi hans og hann féll í væran svefn. Þegar ég kom inn í her- bergið, hrökk hann hastarlega upp og starði á mig eins og ég væri svarnasti fjandmaður hans ‘Smám saman vaknaði hann þó til skilnings á umhverfinu, ann ar svipur þokaðist yfir andlit hans og hann settist upp og varð aftur háttví's og kurteis. Ég vor- 'kenndi honum. Það voru hnign- unareinkenni á löngu, mjóu and liti hans og grönnum, vanhirt- um höndunum, eins og þessi síðasta grein gaþnallar ættar væri sneydd ölllum safa og lífs- magni. Vissulega var seigara í afa hans, þrátt fyrir alla gigt- ina. Stundum minnti pilturinn mig á renglulegan haustgróður, um en^in lífsskilyijðá hefir. — Ertu þreyttur? spurði ég hann. — Viltu ekki, að ég opni gluggann fyrir þig? Hvers vegna gengurðu ekki ofurlítið í garð- inum? Það myndi hressa þig MEÐAL BLÁMANNA EFTIR PEÐERSEN-SEJERBO ! — Sjáðu umrótið hér, hvíslaði Wilson að Páli. Páll virti troðna gjárbrúnina fyrir sér. En í huganum sá hann fleira. Hann sá sundurtættan líkama drengs, sem þrátt fyrir allt var vinur þeira og félagi og hefði vissulega verðskuldað önnur örlög, en bíða hryllilegan bana af slys- förum. Hann horfði niður í gjána. Hann> sá þó ekki til botns, vegna sylla, er skagaði fram nær miðrar leiðar. Hvað skyldi raunverulega vera hátt niður í gjána? Undarlegan þef lagði að vitum þeirra. Hann minnti helst á hádegishitann úti á ströndinni. Hitinn hlaut að vera lítt bærilegur þarna niðri í gjánni. En Páll og Wilson 'hugsuðu um það eitt að finna Hjálmar og 'héldu því áfram hið fyrsta. Þegar þeir komust loks niður í gjána fundu þeir hann þar brátt. Hann lá þar aftur á bak eins og hefði hann rotazt í fallinu og eigi komizt til meðvitundar eftir það. — Vesalings Hjálmar, varð Wilson að orði. — Áttu þetta þá að verða örlög þín? Páli vöknaði um augu, er hann heyrði orð þessi. En hvað gekk að Bob? Hann tók að gelta eins og tryllt- ur væri og þaut fram og aftur. Hvað gat haft þessi áhrif á hann? MYNDA- i- *A«A „JÁ, ÞARNA kemur sendingin mín frá Istanbul! Ég get ímynd að mér, að það geti orðið dálít- ið erfitt að handf jatla ha**. — Opnið strangann!“ FEITI MAÐURINN, sem við höfum enn ekki fengið að sjé framan í stendur upp, þegmr hann sér að það er Örn Eld- ing, sem liggur þarna meðrit- undariaus: „Hvert þó í heit- as*a! AmeríkaoiíMi a#tw!“ (Hver er þessi spikfeiti skugga- valdur? — Það fáum við ekki að vita fyrr en á þriðjudags- Mwrgwuinn!).

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.