Alþýðublaðið - 15.01.1944, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 15.01.1944, Blaðsíða 5
Laugardagur 15. janúar 1944 ALÞYÐUBLAÐIÐ 5 Fjallaþorp í Frakklandi Amerískur flugbáiur. Á mynd þessari sést einn hinna stóru ílugbáta ameríska flotans. Flugbátar þessir hafa bæki stöð si'na á hinum stóru flugvélamóðurskipum fiotans, en fara í langa og árangursríka leið- angra. Maðurinn, sem stjórnar flugbáti þessum, heitir Glenn L. Martin og er ættaður frá börginni Baltimore. EG ÞEKKI sveitaþorp í Frakklandi, er ber við himin. Það er sjón, sem verður manni rík í minni, að virða tré þess, læki og hús fyrir sér neð- an af sléttunni. Þar er borgar- stjóri, læknir, nýlenduvöru- verzlun, smiðja, steinlagðar göt ur og vatnsveita. Á sumrin fjöl- menna borgarbúarnir þangað í leyfum sínum ásamt börnum sínum. Á vetrum er skíðaíþrótt- in mjög iðkuð þar. Sveita- þorp þetta er mjög áþekkt öðr- um fjallaþorpum á þessum slóðum. Þorpsbúarnir hafa heyrt Par- ísar getið, því að Julien er sölu maður í þjónustu Galeries La- fayette. AÍÍt frá því að styrjöld- in hófst, hefir fólk hans öðru hverju sent honum böggla, er hafa að geyma egg, smjör, ost og grænmeti. Það hefir, lagt fast að honum að flytjast heim til föðurgarðsins og taka við stjórn búrekstursins af bróður sínum, sem er stríðsfangi. En konu hans mun óljúft að flytjast brott úr borginni. Þeim berast og fréttir frá Tou louse með Maríu dóttur Cor- bards gamla og frá Marseilles með dætrum konu nýlendukaup mannsins, Hermine og Oppor- tune, sem eru báðar giftar þar í borg. Victorin var liðþjálfi í styrjöldinni 1914—18. Hann getur talið upp helztu borgir allra héraða Frakklands reip- rennandi, og þeg’ar maður hlust ar á hann, hlýtur maður að undr ast það, hversu margar þær eru. Ungu mennirnir, sem börðust 1939—40 eru betur að ,sér í landafræði en eldra fólkið, en þeir eru fámæltir um kunnáttu sína. Þó hafa margir þeirra kom izt alla leið til Belgíu. Ungu mennirnir eru þegjandalegir. Þeir lesa líti,ð og hlusta sjaldan. á útvarp. Hvað munu þeir hugsa um styrjöldina og harmsögu Frakklands? * EGAR ÞJÓÐVERJAR gerðu ** innrás sína í Suður-Frakk- land, sá ég ungu mennina grafa á náttarþeli gryfjur úti á ökr- unum, sem voru dýpri en svo, að plógar myndu ná til þeirra. Næsta kvöld fóru þeir á veiðar eins og vandi þeirra hefir jafn- an verið um helgar. En þeir komu byssulausir heim aftur. JHIREIN þessi, sem er eftir Sadi de Gorter og hér þýdd úr „World Digest“, birt ist upphaflega í „La France Lihre‘“, málgagni stríðandi Frakka í Lundúnmn. Lýsir hún lífinu í fjallaþorpi nokkru í Suður-Frakklandi, þar sem hernáms Þjóðverja hefir lítt gætt. Jafnframt má glöggt af henni ráða það, að Frakkar eru óðfúsir þess að taka sér vopn í hönd og hrekja Þjóðverja af höndum sér. Ég gat ekki varizt brosi, er ég varð þessa var. Þetta er sveitaþorp áþekkt svo mörgum öðrum, með skóla, minnisvarða um fallna hermenn og eigulegan búpening. Skólinn er illa í sveit settur og minnis- merkið hefir kostað mikið fé. í þorpi þessu er margt í ósam- ræmi við kröfur nútímans. Borg arstjórinn og læknirinn eru menn undarlegir í útliti og háttum. Sömu sögu er að segja um póstmeistarann. Kona hans er vitfirrt. Konan, sem rekur tóbaksbúðina, er ekkja og á sér næsta flekkaða fortíð að sögn. Klerkurinn í þorpinu er gáfað- ur maður en viðsjárverður. Járn smiðurinn í þorpinu er fyrrver- andi liðþjálfi, sem var einu sinni sakaður ‘ um peningafölsun, Vichy-stjórnin á aðeins einn stuðningsmann í þorpi þessu. Hann er þar í litlu áliti, enda mun hann hafa fátt til síns á- gætis. * ÞORP ÞETTA nýtur mjög f jarstöðu sinnar. Þjóðveg- urinn er sjö mílur í burtu firá því. Þorpið er hið bezta í sveit sett að því leyti, að miklum erf- iðleikum er háð fyrir innrásar- herinn og málalið hans að láta þar áhrifa sinna gæta. Þjóð- verjar hafa líka allt til þessa látið það afskiptalaust. Þetta er sveitaþorp í göml- um og góðum stíl. Þar skiptist á meðlæti og mótlæti í búskap eins og jafnan vill verða. Þorps- búarnir hafa lítt af auðsöfnun að segja, en þeir una glaðir við sitt. En þrátt fyrir allt er þar meiri matur á boðstólum en í hinum fornfrægu veitingahús- um Parísarborgar. Fyrir styrj- öldina framleiddu þorpsbúarnir meira af kartöflum, eggjum og mjólk en þeir gátu komið í lóg. Þorpsbúarnir hafa lítið af styrjöldinni að segja. Þegar heldri maður frá Parísarborg bauð þeim nokkrar þúsundir franka fyrir svínslæri, er hann dvaldist þar, varð þeim aðeins að orði: — Hvílík dýrtíð. — Það er nóg um peninga og almenn hagsæld í borgunum, mælti þá þessi eini stuðnings- maður Vichystjórnarinnar með- al þorpsbúanna hróðugur í bragði og yppti öxlum. ■— Þeir svelta nú samt í borg-' unum, þrátt fyrir hagsældina, svaraði ég. Þá varð honum svara fátt. ■r VIÐ SÁTUM nokkrir saman inni í veitingahúsi þorpsins kvöld eitt og hlustuðum á Lundúnaútvarpið. En drykkjar- föngin voru af skornum skammti. Dag nokkurn miðlaði borgarstjórinn nokkrum vinum sínum áróðursritum Vichystjórn arinnar. Hann lét engin fyrir- mæli fylgja um það, að við þyrftum að lesa þau, en gerði þetta auðsýnilega af Skyldu- rækni sem opinber embættis- maður. Okkur var það kært að geta svo hæðzt að málflutningi þeim, sem þar var boðaður, þegar við efndum til næsta sam- fundar og reyktum pípur okkar í makindum. En það duldist ekki, að þorpsbúarnir voru allt of mjög í önnum við búskapar- i störfin til þess að þeir teldu sig hafa tíma til þess að lesa slíka blekiðjuframleiðslu í framtíð- inni. Skömmu síðar barst frétt um það, að maður Opportune hefði verið dæmdur til dauða í Mar- seilles. Þorpsbúunum hafði ekki getizt sem bezt að þessum borg- arbúa, sem jafnan gagnrýndi allt og alla. En nú naut hann ó- skiptrar aðdáunar þeirra allra, og minningarathöfnin um hann var svo fjölmenn, að eindæmi. máttu heita. Nú bar ýmislegt fleira til tíð- inda. Tóbakssendingu til þorps Nú verður að hefjast handa — göturnar bíða. Fjárhags- áætlunin og framkvæmdirnar. Hefjum látlausa baráttu öll í sameiningu. Orðsending til bréfritara. ¥[> RÁÐUM er hitaveitan búin og þar með fer hitaveitu- skurðunum að fækka. Um leið hef- ur ýmislegt færst til batnaðar í bænum, breytingar hafa orðið, svo að við ættum að fara að geta hugs- að til hreyfings um umbætur í borginni — og þá fyrst og fremst um umbætur á götunum. Atvinnu- Ieysi gerir núna svolítið vart við sig og auk alls þess er nú farið að ræða um fjárhagsáætlun Reykjavíkur í bæjarstjórninni. ÞAf) ER LANGT SÍÐAN ég sagði það hérna í pistlum mínum, að það þýddi eiginlega ekkert að vera að rífast út úr götunum og heimta umbætur á þeim meðan allt væri á tjá og tundri. En ég hét því jafnframt að koma aftur að þessu máli, þegar tækifæri gæfist. •— Og nú finnst mér að tækifærið sé komið — eða að minnsta kosti að byrja. Við verð- um að hefja strax og fært er stór- kostlegar umbætur á götunum hér í bænum. ÞÓ AÐ BÚIÐ SÉ að moka ofan í hitaveituskurðina er ekki búið að koma götunum í samt lag þrátt fyrir það. Nær alls staðar eru lægðir í þeim eftir skurðina og hættulegastar1 eru þessar rennur fyrir farartækin, þar sem þær liggja þversum yfir göturnar. Enn- fremur eru djúpar holur víða á gatnamótum, við hornin og síga farartækin mjög í þær. Veldur þetta stórkostlegum skemmdum á þeim og auk þess hættum fyrir farþegana og vegfarendurna. Hef- ur mig oft furðað á því hversu fá umferðaslys hafa orðið og er það áreiðanlega að þakka hinum ágætu bifreiðastjórum okkar. Vil ég skjóta því hér inni í, að þó að finna megi að því að margir bif- reiðastjórar séu ekki kurteisir eða þjónustuliprir og að stundum reyni einstöku þeirra að svína á farþegum, þá verður þeim aldrei brugðið um kunnáttuleysi í akstri. Á því sviði eru þeir hreinir lista- menn. ÉG VIL VÆNTA ÞESS að ráða- mönnum bæjarins sé það ljóst hversu nauðsynlegt það er að efna til stórkostlegra umbóta á götum Reykjavíkur. Við samningu fjár- hagsáætlunarinnar verður að' ætla milljónir króna til gatnagerða. Það þarf að lagfæra nær allair göt- ur í 'bænum. Það þarf að slétta þær og það þarf að malbika göt- ur, sem áður hafa ekki verið mal- bikaðar. Það þarf að steypa Banka stræti og Austurstræti og Hverfis- götu að Lækjargötu frá Ingólfs- stræti. Einnig þarf að steypa allt umhverfis Lækjartorg. förnum árum. Svo verður að halda áfram að vinna að fegrun borgar- innar, en skilningur á nauðsyn Iþess hefur aukist mjög meðal Reykvíkinga á síðast liðnum ár- um. Vig þurfum aftur að fara að sýna grasblettunum rækt. Og ég krefst þess að settar verði ein- hverjar reglur um meðferð þeirra. ÞAÐ ER ÓTÆKT að ekki skuli vera hægt að sekta þá menn sem gera sér leik að því að eyðileggja þau mannvirki, sem bæjarstjórn reynir með ærnum kostnaði að koma upp. Það er blóðugt að horfa upp á það, að menn aki bif- reiðum sínum og reiðhjólum um þessa grasbletti og ah hugsa sér það um leið, að ekki sé hægt að koma fram ábyrgð á hendur þess- um siðlausu skemmdarvörgum. ÉG MUN KOMA oftar að þessu efni á næstú mánuðum og ég heiti á alla lesendur mína, sem unna fagurri borg, greiðri umferð og umgengnismenningu að taka upp áróður með mér fyrir þessu. Ræð- ið um þetta við kunningja ykkar, skrifið mér bréf um þetta og talið um þetta á mannamótum, skrifið stíla um þetta í skólunum. Mér finnst sannarlega að bifreiðaeig- endur og bifreiðastjórar eigi að taka þetta mál til umræðu í sam- tökum sínum og senda bæjarstjórn áskoranir hér að lútandi. „GAUKUR TRANDILSSON!“ Þetta er ekki hægt oftar af ástæð- um, sem ég vona að þú viðurkenn- ir. Annars vil ég segja það við þig að þú skrifar svo skemmtileg bréf að ég vildi gjarnan fá þau mörg frá þér um ýms mál, sem þú hefur í huga. „X—6“ SKRIFAR mér þetta b(réf: Ég h^fi aldrei drukkið brennivín, þó nóg sé til af því, og aldrei farið á fyllirí, en samt hefi ég fengið „ídeu“, sem ráða mun bót á rafmagnsleysinu og hita- veituvandræðunum“. „LÁTUM LAUN rafmagnsstjór- ans lækka með spennunni á raf- straumnum, þannig að falli spenn- an um helming einhverntíma mán aðarins |þá fái rafmag* *nsstjórinn aðeins hálf laun þann mánuðinn. Sömu útreið skal forstjóri hita- veitunnar fá, hans laun skulu mið- ast við þrýstinginn á heita vatn- inu. Taktu þessa „ídeu“ og settu hana strax í „funktion“ og þú munt sjá að hún ber fljótlega á- vöxt, það kemur voðalegt fát á verkfræðingana og jafnvel þeir fara ófullir að fá „ídeur“ um end- urbætur á þessum verkfræðilegu ástandsmálum.“ ÞAÐ VERÐUR að ráða hundruð verkamanna í þessar framkvæmd- ir, taka þá sem unnið hafa í hita- veitunni í þessá vinnu og aðra sem orðið hefur að' vanrækja á undan- ÞETTA ER FRUMLEG tillaga, en ekki trúi ég á hana. Hinn eini kostur við hana er sá, hvað hún er ákaflega einföld. Hannes á horninu. Unglingar óskasí strax til aS bera blaSiS til kaupenda víSs vegar um bæinn. TaliS strax viS afgreiSsluna. Alþýðublaðið, sími 4900.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.