Alþýðublaðið - 15.01.1944, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 15.01.1944, Blaðsíða 6
ÆkLÞYÐ li B LAÐIÐ Laugardagur 15. jaitúar 1944 I E R I N D I um lýðveldis- oq sambandsmálið flytja Árni Pálsson prófessor. Jóhann Sæmundsson yfirlæknir. Lúóvig Guðmundsson skólastfóri. Pálmi Hannesson rektor. SigurÓur Nordal prófessor. í Iðnó á morgun (sunnudaginn 16. þ. m.) klukkan 2 eftir hádegi. Aðgöngum. fást við innganginn frá kl. 1. Hæstaréttardómur út af banaslysi í desemb. 1942 Hemlarnir voru í ólagi og var hifreiðarstjór inn fundinn sekur um vanræksfiu. |J[ ÆSTERÉTTUR kvað í morgun upp dóm í máli, sem reis út af bifreiðarslysi, er varð á Suðurlandsbraut 17. desember 1942, en þá var Sveinn M. Sveinsson bakari fyrir fólksbifreiðinni R. 2047 og beið samstundis bana. Níðurstöður og dómur hæsta- réttar eru á þessa leið: „Ár 1944, föstudaginn 14. janúar, var í hæstarétti í mál- inu nr. 86/1943: Réttvísin og valdstjórnin gegn Lúðvík Dal- berg Þorsteinssyni upppkveðinn svohljóðandi dómur: Slys það, er í máli þessu greinir, varð á Suðurlandsbraut gengt Hálogalandi. Ákærði var á leið til Reykjavíkur í bifreið- inni R. 2047. Hann ók, að því er hann sjálfur og vitni telja, á vinstri vegarbrún með 35-40 km. hraða, miðað v-ið klukku- stund. Er vegurinn þarna stein- steyptur. Var veður þurrt og færi gott. Kom þá á móti á- kærða herbifreið með mjög skærum ijósum. Lækkaði á- kærði sín ljós og ætlaðist til, að það yrði bifreiðastjóranum á herbifreiðinni merki um, að hann lækkaði einnig ljós bif- reiðar sinnar. Af því varð þó ekki, og blindaðist ákærði af ljósum herbifreiðarinnar. Á- kærði telur, að um 3 bifreiða- lengdir hafi verið milli fram- enda herbifreiðarinnar, þegar hann fékk skæru ljósin í aug- un. Sté hann þá af benzínleiðsl unni, en hemlaði ekki strax. Ók hann þannig lítinn spöl og fram- hjá bifreiðinni, en varð þá skyndilega þess var, að maður, er hann telur hafa verið á hraðri ferð suður yfir veginn, var fyrir framan bifreið hans. Skipti það engum togum, að vinstri framhluti bifreiðarinn- ar rakst á manninn, og varð hann undir henni, en ákærði beitti hemlum um leið og á- reksturinn varð. Tókst 'honum ekki að stöðva bifreíðina fyrr en hún hafði runnið yfir mann- inn og allt að 10 metra frá slys- staðnum. Hlaut maðurinn svo mikil lemstur, að hann andað- ist þegar. Það er leitt í ljós af skoðunarmanni bifreiða, að hemlar á bifreið ákærða voru ekki í fullkomnu lagi, er slys- ið varð. Var þetta brot gegn ákvæði 5. gr. 2. mgr. laga nr. 23/1941. Ákærða var skylt að hemla bifreið sína, þegar hann blindaðist af ljósum herbifreið- arinnar og sá ekki veginn fram- undan. Vanræksla þessarar skyldu hans er brot á 26. gr. 4. mgr. greindra laga. Þá verð- ur og telja, að hann með þess- um gálausa akstri hafi valdið slysinu. Greind brot ákærða ber að heimfæra til refsingar undir 38. gr. laga nr. 23/1941 og 215. gr. hegningarlaga nr. 19/1940. Þykir refsing hans hæfilega ákveðin 60 daga varð- hald. Svo ber og samkvæmt 39. gr. laga nr. 23/1941 að svipta ákærða ökuleyfi 1 3 ár. Ákærði skal greiða allan kostn að sakarinnar, bæði í héraði og fyrir hæstarétti, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs tals- raianns hann í héraði, 300 krón- ur, og málflutningslaun skip- aðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, 350 krónur til hvors. Slys þetta varð 17. des. 1942. Framkvæmdu lögreglumenn þá Iþegar bráðabirgðarannsókn, en réttarrannsókn mólsins hófst ekki fyrr en 8. febrúar 1943. Verður að átelja þann drátt, þar sem málið va rsvo aívarlegs eðlis og þarnaðizt ksjótrar og rækilegrar rannsók'nar. Því dæmist rétt vera: Áfcærði, Iiúðvák Dalberg Þor- steinsson. sæti 60 daga varð- haldi og skal sviptur ökuleyfi 3 ór frá birtiiigu dóms þessa. Ákærði greiði allan kostnað sakarinnar, þar með talin máls- varnarlaun skipaðs talsmanns hans í héraði, Baldvins Jónsson- ar héraðsdómslögmanns, 300 krónur, og málflutningslaun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, hæstarréttarlög manna Guðmundar í. Guð- mundssonar og Jóns Ásbjörns- sonar, 360 krónur til hvors. Dóiminum ber að fuilnægja með aðförum að lögum.“ Fríkirkjan: Barnaguðsþjónusta klukkan 2 á morgun, séra Árni Sigurðsson, síðdegismessa kl. 5 séra Árni Sig- urðsson. Benedikt S. Gröndal: Islenzka bréfið og flótt- inn frá Noregi. New York í ok*t. AÐ ÞESSU SINNI ætla ég að segja ykkur mjög ein- kennilega sögu. Hún er um það, hvernig íslenzkt bréf var einu sinni þátttakandi í áhrifa- miklum atburðum, sem hefðu getað kostað líf manna, sem í hlut áttu. Sagan er um flótta tveggja Ameríkumanna af norskum ættum frá Oslo, og baráttu þeirra við hinn hataða óvin norsku föðurlandsvin- anna, Gestapo. Áður en ég segi ykkur sög- una sjálfa, ætla ég að segja ykkur hvar ég komst yfir hana. Það var á blaðamannafundi, sem Ameríska Norræna félagið hélt í New York, en þar voru danskir, norskir og sænskir blaðamenn og ég frá íslandi. Ég mun sennilega segja ykk- ur frá þessu félagi og fundin- um seinna, en það var þar, sem ég hitti Frank Nelson. Hann spurði mig, hvort ég væri ný- kominn frá íslandi og ég sagði svo vera. Tókust með okkur samræður, og brátt sagði hann mér söguna okkar í stórum dráttum. Frank Nelson, sem er Ame- ríkumaður af norskum ættum, var kennari í Oslo, þegar stríð- ið brauzt út. Nazistar vissu, að hann var andstæðingur þeirra og höfðu gætur á honum. Einn góðan veðurdag ákváðu hann og einn kunningi hans að flýja frá Noregi. Frank hafði með sér mörg bréf, sem hann ætlaði að skila, auk ýmissa alvarlegri skjala. Meðal þessara bréfa var eitt frá íslenzkri stúlku, í Oslo, til syst- ur hennar á ísafirði. Frank varð að eyðileggja bréfin öll á síðustu stundu, áður en Gestapo næði í þau. En hann man, að íslenzka bréfið var til stúlku á ísafirði, sem Málfríður nefnist. Mér þykir ótrúlegt, að það sé nema ein Málfríður á ísafirði, sem á systur í Oslo. Ef þetta er rétt með farið, átti ég að segja henni þessa sögu og skila kærri kveðju frá Frank. Nel- son. Hann man eftir því, að systirin í Oslo bað Málfríði um að skrifa sér í gegnum Rauða Krossinn, og að hún hafði lokið prófi við háskólann í Oslo. Nú skulum við heyra söguna af flótta Nelsons, sem bréfið var með á, enda þótt það væri eyði- lagt. Frank Nelson var sendikenn- ari í ensku við háskólann í Oslo, þegar Þjóðverjar réðust inn í Noreg. Leið ekki á löngu áður en hann og annar Ame- riíkumaður. Ivan Jaeobsen að nafni, stóðu í sambandi við ýmsa, sem unnu gegn innrásar hernum. Var svo um hríð eða þar til þeir félagar ákváðu að fara frá Noregi. Þar eð þeir voru Ameríkumenn og Banda- ríkin enn ekki í stríðinu, fengu þeir fararleyfi sín og lagði Ja- cobsen fyrst af stað í járnbraut arlest áleiðis til sænsku landa- mæranna. í tösku sinni hafði hann allmikið af meinlausum bréfum, en mikilvæg bréf faldi hann innan á skyrtunni, sem hann var í. Auk þess var hann með 1000 dollara, sem faldir voru í raksápuhulstri. Jacobsen var handtekinn í lestinni og fluttur til Oslo til yfirheyrslu. Þegar Nélson heyrði það, vissi hann hvað verða mundi, og tók að búa sig undir heimsókn nazista, því að hann hafði skrifað sum af bréf- um Jacobsens. Var þá fyrst fyrir að brenna bréfin, en sum þeirra voru hin mikilvægustu, og fóru þau öll inn í ofninn, hrert á fætur öðru, en með Iþeim bréfið frá íslenzku stúlk- unni, til Málfríðar systur henn- ar á ísafirði. Að þessu loknu, settist Nelson niður og beið I eftir Gestapo. Hann þurfti ekki að bíða lengi, því að um miðnætti gengu Herr Sigmund Fehnar, Gestapoforingi, og nokkrir menn með honum, inn í íbúð hans og sögðu, að hann væri tekinn fastur. Skömmu áður en þeir komu, höfðu nokkrir Norð- menn lagt til, að Nelson gengi á skíðum til Svíþjóðar, en hann vildi ekki hætta á það, enda þótt hann vissi hvað biði hans í Oslo. Nelson var viðbúinn heim- sókn þeirra Fehnars og lézt vera einn af hinum þekktu pró- fessorum, sem eru utan við heiminn og allt, sem fram fer. Þegar Þjóðverjarnir voru byrj- aðir að leita í íbúðinni, mundi hann skyndilega eftir bók í bókaskápnum, þar sem geymd- ar voru mikilvægar upplýsing- ar. Fehnar var að skoða skáp- inn, þegar Nelson mundi eftir því. Nú var um að gera að starfa fljótt og beina athygli nazistanna frá skápnum. Hann gekk upp að hliðinni á Fehnar og tók út bók — næstu bók við hina mikilvægu. Þessi bók var „Á hverfanda hveli“, og Nelson tók að spyrja Þjóð- verjann, hvort hann hefði lesið hana. Sá þýzki kvaðst ekki hafa gert það, en sagði að konan sín hefði lesið hana sér til mikillar ánægju. Skyndilega var eins og Þjóðverjinn myndi eftir því, að hann var Gestapomaður að gera húsrannsókn, og hann rétti úr sér, en bókahillan var gleymd. \ Sigmund þessi Fehnar er einn grimmasti Gestapoforing- inn í Noregi, skýrði Nelson mér frá. Hann hafði í pyntingum brotið alla fingurna á einum af beztu vinum Nelsons, og eitt sinn heyrði hann Þjóðverjann hóta gömlum manni með pynt- ingum. Þegar Nelson var tekinn fast- ur, sagði Fehnar: „Þú ert merki lega rólegur af manni að vera, sem hefir rétt sent bezta vin sinn á höggpallinn.“ Mun hann þar hafa átt við Jacobsen. Lengi vissi Nelson ekkert, hvað orðið hafði um Jacobsen. Sjálfur var hann settur í fang- elsið fræga í Möllersgötu 19, og var þar hálfan sjöunda mán- uð. Þá var það eitt sinn, er hann var að ganga í garðshorni því, sem hver fangi fékk að viðra sig í, að hann heyrði ein- hvern flauta „Walzing Mat- hilda“ annars staðar í garðin- um. Hann gat ekki séð mann- inn, en kannaðist við flautið og flautaði á móti „Yankee dood- le“. Svarið kom um hæl, og var þá flautað „Say it with Music“. Nú var Nelson ekki lengur í neinum vafa um, að þama væri kominn vinur hans, Jácobsen. Hélt hann áfram og flautaði „Flickan i Havanna, hun har ingan pengar“ og rétt á eftir, „Hold tight, hold tight“. Af þessu skildi Nelson, að Jacob- sen hefði peningana enn og ætlaði að halda þeim sem fast- ast. Þannig töluðu þeir félagar oft saman, og gátu að miklu leyti sagt hvor öðrum sögur sínar. Hafði Jacobsen getað eyðilagt mikilvægustu bréfin, svo að í raun og veru vár ekki fullnægjandi sönnun gegn þeim félögum, enda þótt nazistar héldu þeim í fangelsi. Þeim félögum tókst að kom- ast ií sjúikrajhús, Nelson með því að leika sig geggjaðan, og Jacöbsen með því að brjóta vilj andi á sér handlegginn. Er það verk, sem sýnir ótrúlega karl- mennsku og taugaþrek, að handleggsbr jóta sjálfan sig vilj- andi. Þannig leið tíminn, 'óg naz- istar gátu ekkert haft upp úr þeim félögum. Jacobsen sagði ekki orð, en Nelson predikaði yfir Gestapoforingjunum á latínu og engilsaxnesku, sem .voru skólafög hans, svo að þeir voru ekki í neinum vafa um, að hann væri bilaður á taugun- um. Eftir sex og hálfan mánuð var þeim svo skipt fyrir þýzka fanga og þeir komust heim. Frank Nelson er nú í New York í þjónustu norsku stjórn- arinnar, og þar hitti ég hann. Hann sagði mér fyrst frá bréf- inu, og síðan alla söguna um viðskipti hans við nazista, eins og ég gat um áður. Eins og öllum Norðmönnum, þótti Frank vænt um að heyra um það, hversu mikla samúð íslendingar hefðu með Norð- mönnunum heima á íslandi. Hann veit margt um íslenzk málefni og sögu, og kann meira að segja nokkra íslenzka ástar- brandara.’Ég bætti svo nokkr- um við og við skemmtum okk- ur eins vel og tveir Skandinav- ar geta. „Ég man vel eftir því, er fyrstu hersveitirnar komu til íslands“, sagði Frank. „Ég var þá í Noregi, og sannarlega var það vesælt, sem nazistar fyrir- skipuðu blöðum sínum að skrifa um ísland þá. Mundi íslend- ingum þykja duglega smjaðrað, ef þeir sæju það, því að þeir voru á dramatiskan hátt gerðir að fórnardýrum í klóm banda- manna.“ hvað segja hdn blöðin r Frh. af 4. síðu. hluta í fjárveitinganefnd, og gátu því staðið gegn öllum óhófskröf- um og ábyrgðarlausum fjáraustri. Hvor flok^urinn um sig gat skor- ist úr leik og skilað sérstöku nefndaráliti teldi hann í óefni stefnt en svo var ekki. Það er því hlægilegt er mál- gögn flokka, sem beinlínis bera ábyrgð á afgreiðslu fjárlaganna, ætla að skella skuldinni á fjár- málaráðherra fyrir að taka við slíkum fjárlögum, í stað þess að segja af sér. Er ekki sök þingsins eins og út af fyrir sig nægjanleg, þótt fjármálaráðherra hefði ekki þætt gráu ofan á svart, með því að efna til algers öngþveitis í þing- lokin, og hvaða líkindi eru til að hin sundraða þingmannasveit hefði séð nokkur ráð til lausnar, eftir allan vesaldóminn og ábyrgðar- leysið, sem afgreiðsla fjárlaganna var háð af þeirra hálfu. Fullyrt er í ofannefndri grein, að margt hafi verið sagt og hugs- að á síðasta alþingi. Hins er ekki getið hve mikill hluti af öllum þeim orðum og umþenkingum hafi verið að engu hafandi, en fjár- lagaafgreiðslan er gott sýnishorn svikinnar vöru í þessum efnum, en vel kann svo að fara að þingið fái færi á að sannfærast betur í því efni en orðið er.“ Það er vissulega. engin furða, þó að þingið sé gagnrýnt. Síð- asta þing vann sér fátt til fremdar en margt til óhelgi — og það í stórvægilegum atrið- .....

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.