Alþýðublaðið - 15.01.1944, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 15.01.1944, Blaðsíða 3
ILaugardagur 15. janúar 1944 ALÞYÐUBLAÐÍÐ 3 Miðvígstöðvarnar í Rússlandi. Á myndinni sjást ýmsar þær borgir á ausurvígstöðvunum, sem mest hefir verið barizt um undanfarnar vikur. Á miðri mynd- inni til vinstri er Sarny í Póllandi Ofarlega til hægri er borgin Kalinkovichi, sem Rússar hafa nú náð á sitt vald, en rétt hjá henni, en sést ekki á feortinu er Mosír, sem einnig er á valdi Rússa. Rússar faka Mosir og Kalin- kovichi á Pripetsvæðinu. Þ|éðverjar hörfa undan í Þóllandi, en búast til varnar viö Bug-fljót. ENN BERAST miklar sigurfregnir frá Rússlandi. Stalin til- kynnti í dagskipan í gær, að borgirnar Mosir og Kalinko- vichi væru nú á valdi Rússa, þrem dögum eftir að þeir hófu sókn- ina á þessum vígstöðvum. Hersveitir Vatutins halda áfram að reka flótta Þjóðverja inn í Pólland, vestur af Sarny og stefna til Ko- wel. Þaðan munu Rússar ætla að sækja til Brest-Litovsk. Við Vinnitsa geisa harðir hardagar, en sú horg er seinasta varnarstöð Þjóðverja á þessum slóðum. Við Bug-fljót vinna Þjóðverjar nótt og nýtan dag að byggingu víggirðinga og draga að sér varalið. Rússum hefir einnig horizt liðsauki og er húizt við mjög hörðum átökum, er Rússar reyna að hrjótast yfir fljótið, síðustu torfæruna, áður en komið er til rúmensku landamæranna. Að lifa sjálfan sig.. ITTHVERT ömurlegasta hlutskipti, sem nokkrum manni getur hlotnast, er að - lifa sjálfan sig. Þegar gamlir ■ menn, sem eitt sinn voru dáðir og virtir af þjóð sinni, höfðu varið öllum kröftum sínum í þágu ættlands síns og unnið mikið og gott dags- verk, hafa eitt af tvennu — ekki vit á að láta staðar numið. eða láta ósvífna þorpara leiða sig í gönur, þá •er það hryggilegt og oft á- takanlegt. Þeir lifa sjálfa sig. Að sama skapi líta menn í lotningu til hinna silfurhærðu skörunga, sem eitt sinn báru hita og þunga dagsins, en sitja nú á frið- stóli, virtir af öllum, eftir eftir langan og erfiðan dag. Ævidagur þeirra er senn á enda, en aftanskinið sveipar þá mildum, hlýjum bjarma. Á þann veg hlýtur að vera gott að verða gamall. THOMAS MASARYK, hinn glæsilegi forseti hins tékkó- slóvakíska lýðveldis lifði ekki sjálfan sig. Þegar hann féll frá, syrgði hann heil þjóð, heill heimur. Allir minntust mannkosta hans, ó- sérplægni og ötullar baráttu í þágu þeirrar þjóðar, sem hann unni svo mjög. Hann var í sannleika faðir Tékkó- slóvakíu, tákn hins unga ríkis, hann byggði það upp, kom því á framfarabraut og hlaut aðdáun allra fyrir. EN HEFÐI HANN nú verið á lífi og verið ,,forseti“ lands- ins undir „vernd“ Þjóð- verja, væri ekki hætt við því, að ljóminn af fyrri af- xeksverkum hans myndi dvína, að blessunarorð þjóð- ar hans myndu breytast í bölbænir, ef hann hefði þegjandi aðhyllzt kenningar villimannanna? En Thomas Masaryk lifði ekki sjálfan sig. Hann situr nú í vitund þjóðar sinnar við hlið Jó- hanns Húss, hann er samein- ingartákn hnípinnar og kúg- aðrar þjóðar, sem óskaði þess eins að fá að vera frjáls eftir ma-rgra alda kúgun. ELLI PÉTAINS marskálks verður tæpast talin glæsileg- asti kaflinn á löngu ævi- skeiði hans. Vel má vera, og er það vonandi, að hann geti kennt ellisljóleik um það, sem gerzt hefir í Frakklandi undanfarin þrjú ár. Hann hefir látið nota sig til þess að halda verndar- hendi yfir stigamönnum og níðingum eins og hinum skuggalega Laval. Maðurinn, sem bezt dugði þjóð sinni, er verst lét, er nú handbendi, vitandi eða óafvitandi, þess ógnarvalds, sem nú liggur eins og mara á nær allri Evrópu. Hinn hugdjarfi bar- dagamaður frá Verdun hefir hlotið skapadóminn að lifa sjálfan sig. Það verður að vísu ekki frá Henri Philippe Pétain tekið, að hann var eitt sinn dyggur sonur þjóð- ar sinnar, en yfir elliárum hans hvíla dökkir skuggar, og út úr þeim skuggum glittir í Dagskipan Stalin er stíluð til Rokossovskys hershöfðingja, sem stjórnar herjum Rússa á þessum vígstöðvum. í fyrri fregnum hafði verið greint frá því, að Mosir, sem er mikil- vægasta borgin á Pripet-svæð- inu, væri umkringd, en sókn Rússa hefir verið hraðari, en menn höfðu búizt við. Þjóðverjar vörðust vasklega, en urðu að hörfa undan áhlaup um Rússa og féll margt manna af liði þeirra. Ekki er enn vit- að um, hversu mikið herfang var tekið ,en talið er, að það muni vera mikið. Sunnar á vígstöðvunum sækja hersveitir Vatutins á- fram inn í Pólland og verður lítið um varnir af hálfu Þjóð- andlit svikara og föðurlands- níðinga. MERKASTA SKÁLD Norð- manna, sem enn er á lífi, er Knut Hamsun. Hann skipar virðulegt sæti á Bragabekk með þeim Ibsen og BjÖrnson, og bækur hans eru til á ná- lega hverju heimili í Noregi. Hamsun er maður fjörgam- all, nær hálfníræður að aldri. Með öruggri hendi meistar- ans hefur hann skapað ó- dauðleg listaverk, skapað persónur, teknar beint út úr verja. Við Bug-fljót vinna verk- fræðingasveitir Þjóðverja að því, að koma upp víggirðingum á syðri bakka þess, en talið er, að Rússum verði auðsótt leiðin til Rúmeníu, ef þeim tekst að rjúfa varnir Þjóðverja við fljótið. Gagnárásir Þjóðverja þarna bera engan árangur. — Rússar hafa flutt nýtt og ó- þreytt lið til vígstöðvanna og búast menn við miklum átök- um á næstunni. ‘Þjóðverjar hafa ekki viður- kennt fall Mosir og Kalinko- vichi, en segjast hrinda árás- um Rússa á öllum vígstöðvum I þar eystra. Þá greina þeir frá hörðum bardögum norður af Kerch, en Rússar hafa ekkert látið uppi um bardaga þar. lífi hins stritandi almúga- fólks. Ef — ef Hamsun hefði ekki snúizt gegn þjóð sinni á örlagastundu hennar, væri bjart yfir minningu hans. KNUT HAMSUN er af fátæku fólki kominn. í bernsku dvaldi hann lengst af í N.- Noregi og þaðan hefir hann helzt sótt yrkisefni sín. — Enginn þekkir betur stemn- inguna í smáþorpum þessa afskekkta landshluta betur en hann. Maður sér fyrir sér Frh. á 7. sSÖu. Bandamenn eru núaðeins um þrja kílómetra frá Cassino Frakkar og Bandaríkjamenn hrinda hörðum gagnáhlaupum Þjóðverja. jC1 RAMSVEITIR 5. hersins eru nú aðeins rúma 3 km. frá Cassino, en Þjóðverjar hafa víggirt borgina mjög rammlega og komið upp fallbyssustæðum og vélbyssu- hreiðrum hvarvetna. Franskar og amerískar hersveitir hafa haft sig mjög í frammi og hrundið þremur gagnáhlaupum Þjóðverja. Tíðindalaust er af vígstöðvum 8. hersins, og er þar eingöngu um framvarðaviðureignir að ræða. *—:---------------------- Á miðnætti í fyrradag gerðu Þjóðverjar snarpt gagnáhlaup til þess að reyna að ná aftur Cervaro á sitt vald, en því var hrundið. Franskar hersveitir hafa tekið hæðir norðaustur af Acquasondata. Flugher bandamanna hefir verið athafnasamari undan- gengið dægur. Amerísk flug- virki gerðu skæðar árásir á tvo flugvelli í grennd við Róm. Mikil spjöll yrðu á báðum flug- völlunum og flugvélar, sem sátu á þeim, urðu fyrir sprengj- um. Flugvellir þessir heita Guidina og Centocelle. Þá var ráðist á borgina Perugia, sem er inni í miðju landi, og árásir voru einnig gerðar á Collererio og Formia. Sprengjum var einnig varpað á skip Þjóðverja undan strönd- um Júgóslavíu. í öllum þessum árásum fórust 5 flugvélar banda manna, en 10 þýzkar flugvélar voru skotnar -niður. Hersveitir Titos eiga mjög í vök að verj- ast í Bosníu. Skammt frá Bagu voru tvær þýzkar flugvélar kotnar niður. Norska kirkjan er stríð andi kirkja segir „Stockholms- tidningen/ ÆNiSKA blaðið „Stock- holmstidningen." hefir foirt tforustugrein, sem fjallar um baráttu norsku kirkjunnar. Segir þar meðal annars á þessa leið: „Norrænar kirkjur eiga nú mikilsvert hlutverk að inna af hendi, en norska kirkjan foefir umfram aðrar verið „stríðandi kirkja“, og foefir að nokkru leyti tekið á sig píslarvættisblæ. Það er eittfovað háleitt í hinni foetjuilegu baráttu kirkjunnar og hugprýði hennar, sem líkist píslarvætti. Barátta norsku kirkjunnar hefir útheimt marg ar fómir og þær verða fleiri. En þær verða ekki árangurlaus- ar.“ *> 1Q YRIR nokkru bárust þær *• fregnir frá Þrándheimi, að þrír þekkir borgarar þar hefðu verið teknir af lífi. Þetta hefir ekki verið staðfest hjá norsku stjórninni í London. Nú herma Stokkhólmsfregnir, að menn þessir séu á lífi, en séu í haldi hjá Þjóðverjum sem gislar og verði teknir af lífi, ef frekari brögð verða að skemmdarstarf- Semi þar í borg. Dewey og Willkie lík- leg forsetaefni EFND Republikana hefir ™ komið saman á fund í Chicago til þess að athuga, hverjir séu líklegust forsetaefni flokksins. Thomas E. Dewey, fylkisstjóri í New York og Wendell Willkie reyndust hæstir, 21 greiddi hvorum um sig atkvæði, en næstur varð John Bricker, fylkisstjóri í Ohio MacArthur fékk eitt atkvæði. Nýjar handfökur í Noregl. fO RÁ Stofckhólmi berast þær tfregnir, samkvæmt upp- lýsingum „Skandinavisk Tele- gramlbyraa“, sem er ó valdi Þjóð verja, að allmargir menn hafi verið foandteknir í foæjunum Drammen, Kristiansand og Þrándheimi. Sagt er, að hand- tökurnar í Drammen standi í sambandi við járnforautarslys, sem varð skammt frá hænum nokkru fyrir jól. Flestir hinna handteknu í Drammen eru verkamenn, þar á meðal foimað ur í verkamannafélaginu þar. Þrír kennarar og margir nem- endur í menntaskólanum í Krist iansand hafa verið handteknir. Loftárái á (alais- svæðið JÖLMARGAR flugvélar fóru til árása á herteknu löndin handan Ermasunds í gær. Aðalárásinni var foeint gegn Calais-svæðinu, en nánarl fregnir eru enn ekki fyrir hendi Mosquito-flugvélar flugu inn yfir Þýzkaland, en ekki er vit- að, hver skotmörkin voru. Loftárás á Formosa. T FREGNUM frá Chungking ■■■ segir, að amerískar Liber- ator-flugvélar hafi gert árás á verksmiðjur á suðvesturströnd Formosa. Þá hafa amerískar flugvélar einnig farið til árása á Bangkok í Thailandi. Þar féllu sprengjur á járnbrautar- mannvirki. Allar flugvélar Bandaríkjamaima komust aft- ur til bækistöðva sinna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.