Alþýðublaðið - 20.01.1944, Síða 5

Alþýðublaðið - 20.01.1944, Síða 5
Fimmtudagur 20. janúar 1944. ALÞYÐUBLAÐIÐ 1 Kristján konungur. DANSKA ÞJÓÐIN dáir hinn alþýðlega konung sinn. Hann hefir .jafnan alþýðlegur verið allt frá barnæsku sinni. Á ríkisstjórnardögum föður síns gengdi hann störfum sem hver annar óbreyttur hermað- ur í lífvarðarliði hans. Eftir að hann var setztur í hásæti sem Kristján konungur hinn tíundi, varð hann frægur fyrir það að aka sjálfur í bifreið sinni um landið. Oft bar svo við á ferð- um þessum, að hann nam stað- ar fyrir utan eitthvert bænda- býli til þess að spyrja eftir því, hvort gamall kunningi sinn væri heima. Hann hefir van- þóknun á allri viðhöfn, og hver óbreyttur bóndi getur talað við hann eins og jafningja sinn. Eigi alls fyrir löngu bar bóndi nokkur úti á Jótlandi sig upp við hann, vegna hinna þungu skatta, sem sér væri gert að greiða. Hann kvað sér óskiljan- legt, hvers vegna sér væri gert að greiða fyrir hitt og þetta, sem hann taldi upp. En eftir að konungurinn hafði skýrt skatt- kerfið fyrir honum af kost- gæfni og stakri þolinmæði, ját- aði bóndinn, að sér hefði skjátl- azt og féllzt á það, að þetta myndi vera allt með felldu. Hin skörulega og óbifanlega mótspyrna Kristjáns konungs gegn ásælni og ofríki Þjóð- verja eftir hernám landsins, hefir verið þjóð hans ómetanleg hvatning. Morgun nokkurn, er hann lagði leið sína að vanda um stræti Kaupmannahafnar á baki fáks síns, sá hann, að þýzki fáninn hafði verið dreg- inn að hún á byggingu, þar sem því fór alls fjarri, að hann ætti "heima. Hann gaf þýzkum liðs- foringja, sem nærstaddur var, merki og fór þess á leit við hann, að fáninn yrði dreginn niður. Liðforinginn maldaði í móinn og skírskotaði til fyrir- skipana frá æðri stöðum. — Hafi fáninn ekki verið dreginn niður að klukkustund liðinni, þegar ég kem hingað aftur, mælti konungurinn — mun danskur liðsforingi draga hann niður. Liðsforingi sá mun verða skotinn, gengdi nazistipn. — Liðsforingi þessi, svaraði konungurinn, — verður ég sjálfur. Þegar hann kom aftur, var fáninn horfinn. Þegar þýzki sendiherrann kom á framfæri þeirri mála- leitun foringjans, að þegar í stað yrði sett í Danmörku lög- gjöf gegn Gyðingum og dönsk- um Gyðingum gert að bera armborða með gullitri stjörnu, mælti konungurinn: — Verði Dönum gert að bera gullita stjörnu mun konungsfjölskyld- an bera hana eins og aðrir. — En — en, tafsaði sendi- herrann. — Ég sagði ekki allir Danir, ég sagði — — Afsakið, mælti konungur- inn. — Danir eru þegnar mín- ir. Trúarbrögð þeirra eru einka mál þeirra. Nokkrum dögum síðar barst konunginum frétt sú til eyrna, að efnt yrði til sérstakrar há- tíðar í samkomuhúsi Gyðinga innan skamms. Hann tilkynnti æðsta prestinum þegar í stað, að hann myndi heiðra samkomu þessa með návist sinni. Hann mætti í fullum skrúða ásamt lífverði sínum Þjóðverjum til ólýsanlegrar vanþóknunar. * TT ISSULEGA má þetta heita " einstætt og athyglisvert. Hér var um að ræða konung lít illar og vanmáttugrar þjóðar, sem neitaði af skörungsskap og festu tilmælum valdhafanna í Berlín um að efnt yrði til Gyð- ingaofsókna meðal þegna hans. Vichystjórnin franska réði aft- ur á móti víðlendu ríki og stór- þjóð, en eigi að síður lét hún efna til villimannlegra ofsókna Kristján konungur tíundi. GREIN ÞESSI er útdrátt- ur úr bók Henry Baer- lein „Baltic Paradise,“ sem nýlega kom út á vegum Federicks Mullers í Lundún- um. Er hún hér þýdd úr jan- úarhefti World Digest. gegn Gyðingum, til þess að þóknast Hitler og samherjum hans. Þegar sendiherra páfa- garðsins, herra Valeri, bar fram mótmæli í tilefni þessa, greip Pétain fram í fyrir honum og mælti: \, — Þetta eru ómakleg um- mæli. Páfinn skilur mig og mun samþykkja gerðir mínar. — Slíkt er hinn mesti mis- skilningur, svaraði þá Valeri. — Hinn heilagi faðir mun hvorki skilja þetta né sam- þykkja. Pétain fól vini sínum M. Barthélemy, sem á sæti í Vichy stiórninni, að skrifa grein í Ættjörðina, sorpblað, sem var gefið út í Algier, þar sem því var haldið fram, að Gyðingar hefðu raunverulega aldrei gerzt hluti hinnar frönsku þjóðar. Eigi að síður létu þúsundir þeirra lífið fyrir ættjörð sína í heimsstyrjöldinni. Þessi sein- heppna málpípa hins elliæra marskálks lét þó svo um mælt, að til væru undantekningar eins og „meistarinn Bergson“, heimsfrægur franskur rithöf- undur og heimspekingur. Hann hefði getað bætt því við, að Bergson var jafnan stoltur af uppruna sínum. Hefði franska þjóðin notið forustu leiðtoga í líkingu við Kristján konung í stað Lavals, sem auðgaði sjálf- an sig stórkostlega með því að sölsa undir sig með ólögmætum hætti eigur Gyðinga, hefði hlut ur hennar orðið allt annar. En það er fjarstæða að bera frönsku þjóðina, sem unir stjórn manna eins og Pétain og Laval, samah við Kristján konung og þjóð hans. Dönum er það vissulega ó- metanlegur styrkur að njóta forustu slíks leiðtcga sem Krist jáns konungs. Þegar þýzki sendiherrann fór þess á leit, að Þjóðverjar fengju átta danska fallbyssubáta til afnota „um stundarsakir“, var því neitað eindregið. Fallbyssubátar þessir voru þá teknir með valdi og danslta útvarpinu og blöðunum bannað stranglega að láta þessa getið einu orði. En konungur- inn gaf þá út dagskipun til hers ins og flotans, þar sem hann skýrði skýrt og skorinort frá þessu. Nei, Kristján konungur hefir ekki komið sér í mjúkinn hjá Þjóðverjum. Þegar þýzki herinn gerði innrás sína í Dan- mörku, hafði honum verið stranglega fyrir lagt, að koma í hvívetna þannig fram, að aðr- ar þjóðir myndu fúsar til að bjóða hann velkominn í lönd þeirra. En það, sem á skorti, var náin samvinna af hálfu Dana. Elzta konungsríki Evrópu lpt það ekki henda sig, að lodd ararnir í Berlín hefðu það að leiksoppi. Og höfuðpaur loddaranna', Adolf Hitler, gezt engan veg- inn vel að Kristjáni konungi. Þegar Hitler óskar einhverjum til hamingju í tilefni afmælis hans, ætlast hann til þess, að svarað sé með fjálgum þakkar- orðum. Hann hefir sent Krist- jáni konungi hlýleg heilla- skeyti árlega á afmælisdegi hans. Svar Kristjáns hefir jafn an verið hið sama: — Þakkir. Kristján konungur. í fyrra hugðist Hitler neyða konung til þess að orða svar sitt á aðra lund en venja hans hafði verið. Heillaskeyti foringj ans var því harla loðið og tví rætt. Og konungurinn svaraði: — Þakkir. Kristján konungur. i Anglia heldur fjórða fund sinn á þessu starfsári, að Hótel Borg (inngang- ur um suðuxdyr), næstkomandi fimmtudagskvöld kl. 8.45. Björn Bjarnason cand. mag., sem er ný- kominn heim, eftir nám við há- skólann í Oxford, flytur erindi um Hamlet. — Að flutningi er- indisins loknum, verður dansað til kl. 1. gruiariampa og eidhússhlóðir. — Hættu- leg vegamót. Ræktun við heitt vatn og stökur um við- ureign Önnu og Magnúsar. VILL EKKI EINHVER forretn- ingin fara að útvega og hafa á boðstólum grútarlampa? Mér finnst að það sé að verða full þörf fyrir þá. Eins teldi ég mjög vel til fundið ef húseigendur færu að athuga möguleika yfir því að koma upp eldhússhlóðum einhversstaðar í kjöllurum sínum. Að minsta kosti verður ekki hægt öllu lengur að láta sitja við þetta ástand. Við sitjum í myrkri og kulda og fáum ekkert að éta nema ónýt hveiti- brauð — með margaríni, meðan verksmiðjurnar, sem þetta fram- leiða, verða ekki alveg stopp — og svo ískaldan, súran blóðmör, sem við eigum enn er vorum svo forsjál að taka dálítið af slátri í haust. ÞAÐ VAR GRÁTUR og gnístran tanna á heimilunum í fyrradag, en þetta hvort tveggja fer að komast upp í vana, gráturinn þagnar og gnístran tannanna, í þess stað fer maður að bíta á jaxlinn og bölva í hljóði — og yfirleitt líkar mér sú aðferð miklu betur en hin. En hvort blessaður ljósameistari borg- arinnar fær ekki sinn skerf af bölvinu læt ég alveg ósagt. Annars hætti ég alveg að skrifa um þetta helvíska ástand. Ég hætti yfirleitt að minnast á hldutina, þegar þeir hafa vaxið mér yfir höfuð. Ein- hverntíma blöskrar manni! „HJALTI“ SKRIFAR: „Nýlega sá ég þess getið, að ugnur ísl. garð- yrkjumaður við framhaldsnám í Bandaríkjunum væri nú að ljúka náminu með því að kynna sér ræktun jurta í vatni. Eru þetta góð tíðindi, enda er mál til komið að garðyrkjumenn okkar fari að gefa máli þessu nokkurn gaum, þar eð hér er um að ræða stórkostlegt fjárhagsatriði einkum fyrir Reyk- víkinga, er geta sparað sér óþarf- lega stór gróðurhús ef þeir taka upp ræktun í vatni ,auk þess sem uppskera getur orðið meiri og tryggari jafnframt því að jurta- sjúkdómar eru viðráðanlegri en þegar rækta^ er í mold.“ „ÞAÐ MUNDI fljótt borga sig fyrir bæjarfélagið okkar að ráða þennan áhugasama garðfræðing í þjónustu sína, og láta hann enn dvelja um stund vestra við vatns- ræktun og til að kynna sér ítar- lega, heppilegri gerðir gróðurhúsa en hér eru notaðar, þ. á. m. hin einangruðu gróðurhús, sem hituð eru og lýst með rafmagnsljósum, og eru tilvalin ó stöðum sem engar eiga hitaveitur. Slík gróðurhús geta verið ódýr í rekstri, ef til þess kemur að við fáum einhvern- tíma rafmagn til hitunar og rækt- unar við hóflegu verði. Og maður vonar enn að staðið verði við þau loforð, svo að allir Reykvíkingar fái að njóta jafnréttis á þessu sviði líf sþægindanna. “ „ÞAR SEM VITAÐ er að heita vatnið og þá einnig rafmagnið verður hvorutveggja dýrt næstu áratugina, verða einstaklingarnir að byggja gróðurskála sína af ann- ari gerð en notuð er á hverasvæð- um þar sem hiti er nærri því ó- keypis. Við verðum að nota hita- spör gróðurhús og ég tel það ráð, að fela Halldóri að kynna sér mál- ið meðan hann dvelst enn vestra.“ „BIFREIÐARSTJÓRI" skrifar: „Það reynist oft vel, að leita til þín um ýmislegt sem þarf lag- færingar við, og nú langar mig til að vekja athygli þeirra, sem hlui eiga að máli, á hættuplássi hér við einn höfuðakveginn.“ „ÉG EK NÆRRI DAGLEGA um Suðurlandsbraut og niður Lauga- nesveg og er því þaulkunnugur þar sem og annars staðar í bænum. Götulýsingunni er þannig háttað þar við vegamót Suðurlandsbraut- ar og Lauganesvegar að algerlega er ófullnægjandi. Á sjálfum vega- mótunum er kolsvarta myrkur og þarf að gæta allrar varúðar fyrir kunnuga bílstjóra og beigja ekki o£ snemma niður á Lauganesveginn. því þá fer bifreiðin fram af hóum vegkanti og getur hlotist af stór slys.“ „ÉG HEFI ÞRÁFALDLEGA séð bifreiðar liggja fyrir neðan veginn vestan vegamótanna og höfðu bílstjórarnir auðsjáanlega álitið sig vera komna á vegamótin og því beigt of snemma sökum þess að dimmt var við sjálf vega- mótin. Eitt kvöld sá ég tvær vöru- bifreiðir hvora ofan á annari neð- an við veginn á þessum stað.“ Viltu nú ekki Hannes minn beina til réttra hlutaðeigenda (mér er ekki kunnugt um hvort það er raf- veitan eða bærinn) hvort ekki væri hægt að lagfæra götulýsinguna á þessum stað áður en stór slys hlýst af, því götukanturinn er hár og ekkert spaug að lenda niður fyrir hann.“ UM EINVÍGI Önnu frá Mold- núpi og Magnúsar Jónssonar hef ég fengið þessa stöku frá hirð- skáldi mínu: „Þó hann væri á orðum ör, iðki ræður fínar, prófessorinn fýluför fór í greipar þínar. Aðstaðan var ólík þá, — öllum þótti skaði — líkt og verður ávallt á útvarpinu og blaði. i Það er von hjá þjóðinni — þetta verið gétur — eftir lokið einvígi að hann lesi betur“, Hannes á horninu. Unglingar óskast strax til að bera blaðið til kaupenda víðs vegar um bæinn. Talið strax við afgreiðsluna. Álþýðublaðið, sími 4900.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.