Alþýðublaðið - 23.01.1944, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 23.01.1944, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ Suauudbigur 23. janúar 1944. Guðmundur G. Hagalín: Otgefandi: AlþýSuflokknrmn. Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn og afgreiðsla í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar ritstjórnar: 4901 og 49,02. Símar afgreiðslu: 4900 og 4906. Verð í lausasölu 40 aura. ' Alþýðuprentsmiðjan h.f. Vilja þeir endilega brjóta Iðg og ganga gerða samninga? VIÐ UMRÆÐURNAR um sambandsslitin á alþingi undanfarna daga var oftar en einu sinni að því vikið af tals- smönnum hraðskilnaðarins að A’ þýðuflokkurinn hefði verið reiðubúinn til þess að standa að sambandsslitum strax á ár- inu 1942, og átti skírskotunin til þess augsýnilega að draga eitthvað úr gildi þeirra sterku raka, sem Stefán Jóh. Stefáns- son og Ásgeir Ásgeirsson færðu fyrir því, að sambandsslitunum yrði úr því, sem komið væri, frestað enn um stund og í öllu að þeim farið samkvæmt upp- sagnarákvæðum sambandslaga- sáttmálans sjálfs. Alþýðublaðið gæti nú á ná- kvæmlega sama hátt vitnað í þau ummæli Morgunblaðsins . frá 194(3, að íslenzka þjóðin sé því andvíg, að sjálfstæðismálið sé haft á oddinum, meðan bræðraþjóð okkar, Danir, eru í sárum. Það myndi máske ekk- ert síður draga úr gildi þeirra raka, ef rök skyldi kalla, sem nú eru færð fyrir hraðskilnað- inum. En Alþýðublaðið skal í þetta sinn gjarnan Ieiða hjá sér allan slíkan meting og ræða málið á grundvelli, sem væn- legri verður að teljast til þess að þær umræður, sem nú standa yfir um skilnaðarmálið, beri einhvern skynsamlegan árangur. * Við umræðurnar á alþingi í vikunni, sem leið, var ,það hisp- urslaust viðurkennt af Stefáni Jóh. Stefánssyni og Ásgeiri Ásgeirssyni, að Alþýðuflokkur- inn hefði um nokkurt skeið á árinu 1942 ekki tekið fjarri þeim fyrirætlunum, sem þá voru uppi um sambands- slit, enda þótt hann hefði aldrei gert þær að neinu kosn- ingamáli fyrir sig, eins og Sjálf- stæðisflokkurinn gerði þá við tvennar kosningar. Viðhorfin voru þá að ýmsu leyti ólík því, sem þau eru nú — miklu meiri óvissa ríkjandi um það, hvað fram undan væri í styrjöldinni og margir þeirrar skoðunar, að okkur gæti beinlínis staðið hætta af því, að sambandið við Danfnörku héldi áfram, þótt ekki væri nema formið eitt. En frá þessum fyrirætlunum urð- um við að hverfa; og allir vita hversvegna. Bæði Bretland og Bandríkin skárust í leikinn og vöruðu okkur alvarlega við því, að slíta sambandinu fyrr en við hefðum lagalega heimild til samkvæmt sambandslagasátt- málanum sjálfum eða á annan hátt en þann, sem þar er fyrir mælt um sambandsslitin. Alþýðuflokkurinn telur sér enga minnkun í því að viður- kenna, að hann hafi lært af þessari reynslu og síðan verið því mótfallinn, að sambands- málið yrði tekið upp fyrr en hægt er að leysa það á fullkom- lega löglegan hátt á grundvelli sambandslagasáttmálans sjálfs. Um máluönöun. Nokkrar athifigasoKXtdir út aí ritdómi. LOFSVERT er það og vel viðeigandi, að íslenzkir málfræðingar leitist við að vernda íslenzkt mál og vandi um við þá, sem skrifa bækur handa almenningi. En margs er að gæta í þessu sambandi, og mun ég ekki að þessu sinni fara út í þá sálma yfirleitt. Hins vegar vil ég þó taka það fram, að málfræðingar verða, ekki síður en lítt lærðir rithöf- undar, að vera sér þeirrar á- byrgðar meðvitandi, sem á þeim hvílir, þá er þeir úr há- sæti sinnar fræðimennsku upp- hefja sína raust til leiðbein- ingar eða umvöndunar. Fyrst og fremst verður að krefjast þess af slíkum mönnum, sem almenningur hefir rétt til að' treysta í samræmi við þá fræðslu, sem þeir hafa fengið og þau próf, sem þeir hafa tek- ið, að þeir fari ekki með stað- lausa stafi. Ennfremur hvílir á þeim sú siðferðileg skylda, að þeir þroski svo smekk sinn fyr- ir íslenzku máli, að þeim sé treystandi til að skynja framar öllum þorra ólærðra manna, hvað sé fagurt mál og tigið. Þá verða þeir að forðast að vera mjög einstrengingslegir gagn- vart þróun málsins til aukinnar f jölbreytni og f jölhæfni — gæta þess vandlega að flækja sig ekki í neti vanans, að ekkert nema það, sem er þeim gamal- kunnugt sem gott og gilt, öðl- ist náð þeirra; en hins vegar ber þeim auðvitað að vera tor- .tryggnir á viðsjálar nýjungar. í síðasta hefti Eimreiðarinn- ar skrifar J. Sv. um Barðstrend ingabók. Þó að nafn ritdómar- ans sé skammstafað, munu margir ráða í það, hver hann sé. Þarna mun vera um að ræða magister Jóhann Sveins- son frá Flögu, sem á annan ára tug hefir öðru hverju verið til þess valinn að skrifa um bæk- ur í hið gamalfræga tímarit, Eimreiðina. í ritdómnum um Barðstrendingabók segir svo: „Ýmis orð og orðatiltæki koma fyrir, sem ég er ekki van- ur, en eru ef til vill samkvæmt málvenju hér aðeins, og á það vel við í slíkum héraðsritum, ef þau eru annars góð og gild. Lítt þekkt annars staðar mun orðið flutningsjörð (bls. 42 o. v.) í staðinn fyrir fleytingsjörð, þ. e. jörð, er fleytir miklum búpeningi. Illa kann ég við að róa á steinbít (bls. 96.), sömu- leiðis að hafa fleirtöluorðið frá Hann vill ekki að við fáum ,,að- vörun í þriðja sinn“ í þessu máli.. * En því miður hafa ekki all- ir lært jafnmikið af reynslu árs ins 1942. Eða væru þrír flokk- ar þingisins annars að gera leik að því, að taka sambandsmálið upp til fullnaðarafgreiðslu nú, aðeins nokkrum mánuðum áður en það er í fyrsta lagi löglegt samkvæmt sambandslagasátt- málanum, og án þess að fylgja uppsagnarákvæðum hans? Það er engu líkara en að þessir flokkar vilji með slíku fram- ferði beinlínis auglýsa það, frammi fyrir öllum þjóðum, að við höfum sambandslagasátt- málann að engu og slítum sam- bandinu á ólöglegan hátt. Því að hvað er það, sem knýr okkur út á svo viðsjárverða braut nú? Það er komið svo ná- lægt þeim tíma, er öllum kem- ur saman um að hægt sé að slíta sambandinu á lögformlegan hátt, ef farið er eftir uppsagn- arákvæðum sambandslagasátt- færur í eintölu (fráfæruna bls. 142), eða fara á bjarg (bls. 206 o. v.), þótt það sé ef til vill mál venja þar. Hér ætti að nota forsetninguna í, sbr. að síga í bjarg. Ljótt er orðið hagfær- ingur (bls. 146) í staðinn fyrir fjallslamb, hagalamb. Rangt mál er, að fuglinn sé orpinn (bls. 179) og húsin séu stungin út (bls. 41). Eggin eru orpin, iþað er stungið út úr húsum. Al- rangt er að festa kippum (bls. 210). Festa stýrir þolfalli, og kemur hér fram hin mikla „þáguf allasýki' ‘ V estf irðinga. Annars er málið yfirleitt kjarn gott sveitamál.“ Út af þessum hugleiðingum og umvöndunum málfræðings- ins vil ég leyfa mér að taka fram, það sem hér fer á eftir. Bæði orðin, flutningsjörð og fleytingsjörð, eru í orðabók dr. Sigfúsar Blöndals. Flutnings- jörð þýðir hann þannig: „Gaard, egnet til Kreatur- drift“, þ. e. jörð, sem vel er fallin til þess, að stunduð sé á henni kvikfjárrækt. Þá segir Blöndal, að orðið fleytingsjörð þýði: „Gaard, hvor der kan holdes ret mange Kreaturer11, jörð, sem framfleytir talsverð- um búbeningi. Ekki er annað að sjá en Blöndal telji bæði þessi orð almennt notuð í sveit- um landsins, telji notkun þeirra ekki takmarkaða við nein &- kveðin héruð eða landshluta. í orðabók Blöndals er þess jafn- an getið, ef honum er kunnugt um, að þetta eða hitt orðið sé einungis notað í einni sveit, einu héraði eða einum lands- hluta. Aftan við vestfirzk orð stendur Vf., arnfirzk, Arnf. o. s. frv. En fleytingsjörð og flutn- ingsjörð fylgir engin slík at- hugasemd. Þá vil ég geta þess, að orðið flutningsjörð hefi ég aldrei heyrt, hvorki í átthög- um mínum né annars staðar, og Guðmundur Jónsson frá Mosdal, sá maður af þeim, er ég þekki, sem ég hefi grætt einna mest á að spyrja um orð úr vestfirzku alþýðumáli, hefir heldur ekki heyrt það notað. Ég er uppalinn í Amarfirði og Dýrafirði, en Guðmundur í Ön- undarfirði, en báðir höfum við haft allmikil kynni af fólki úr ýmsum sveitum hér vestra. Áftur á móti hefir greindur Norður-ísfirðingur tjáð mér, að hann hafi heyrt orð þetta á æsku árum sínum — og hafi það ver- ið notað um jarðir, sem fram- | málans, að enginn maður með heilbrigðri skynsemi fær skil- ið, hvers vegna nú, og einmitt nú, þurfi að gera út um málið í berhöggi við lög og rétt og þar af leiðandi móti vilja verulegs hluta þjóðarinnar sjálfrar. Ekki verður því við borið, að málinu væri í neina hættu stefnt við þann stutta frest, sem enn yrði að líða, eða við löglega með- ferð málsins að öðru leyti, sem sett er að skilyrði fyrir sam- komulagi um afgreiðslu þess. Þvert á móti væri með slíku samkomulagi fyrst fengin örugg vissa fyrir nægilegu fylgi þjóð- airnnar við samþykktir alþingis í málinu. Síðan árið 1940 hefir aldrei verið eins sjálfsagt óg einmitt nú, þegar aðeins örstuttur tími er eftir þar til hægt er að ganga formlega frá sambandsslitum á grundvelli sambandslagasátt- málans, að fara að öllu að lög- um. Eða er virkilega einhver þeirrar skoðunar að það sé betra fyrir þjóð okkar að brjóta lög og ganga á gerða samninga? fleyta fleira kvikfé en ætla mætti af þeim slægjulöndum, sem þeim fylgja —- eða með öðrum orðum þær jarðir, þar sem er góð og mikil vetrarbeit. Mér virðist svo liggja nærri að álykta, að orð þetta sé alls ekki firzkt, heldur muni það vera not firzt, heldur muni það vera not að- víða um land (sbr. S. Blön- dal, en sé þó heldur sjaldgæft þar sem hvorki Jóhann Sveins son né við Guðmundur frá Mos dal höfum heyrt það. Þó er vafasamt að fullyrða nokkuð um slíkt, en Jóhann Sveinsson færir engin rök að því, að orð- ið sé lítt þekkt utan Barða- strandasýslu — eða Vestf jarða. Um orðið fleytingsjörð er það að segja, að við Guðmundur þekkjum það báðir úr átthög- um okkar, en þar var það notað um jarðir, þar sem ekki er unnt að hafa mikinn kvikfénað, en eru þó hins vegar það miklum kostum búnar, að dugandi menn geta komizt þar af, þó áð þeir hafi nokkra ómegð. Þetta orð er þá til hér á Vest- fjörðum, og Sigfús Blöndal og Jóhann Sveinsson telja það al- mennt mál, þó að þeir hafi heyrt það notað í annarri merk- ingu en við Guðmundur frá Mosdal. Niðurstaðan verður þá sú, að bæði orðin, flutnings- AnglýsiBQar, sem birtast eiga í Alþýðublaðinu, verða að vera komnar til Auglýs- ingaskrifstofunnar í Alþýðuhúsinu, (gengið inn frá Hverfisgötu) fyrir kl. 7 að kvölði. Simi 490«. jörð og fleytingsjörð, séu notúð víðsvegar um landið. Jóhann Sveinsson segist kunna illa við að róa á steinbít, og rengi ég hann ekkert um það. Hitt er annað: Vestfirðing ar fara til fiskjar eftir sem áð- ur, og þegar þeir taka nánar fram um fyrirætlun sína, munu þeir segja: Ég ætla að fara á smáfisk, ég ætla að róa á stein- bít — eða jafnvel: ég ætla á smokk í kvöld eða nótt! Skipstjórarnir á seglskútunum sögðu gjarnan, þegar þeir voru á fisklausu svði: — Þessi f jandi dugir ekki! Maður verður að sigla á fisk! — þ. e. þangao, sem fiskur er undir. Og áður en þair Sigldu í höfn, gerðu þeir það stundum af velvild við háseta sína að sigla á steinbít, því að ráðningarkjörin voru (Frh. á 6. síðu.) IBRÉFI FRÁ ALÞINGI, sem Morgunblaðið birti í gær, og skrifað er af einum þing- manni Sjálfstæðisflokksins,, er því lýst á átakanlegan hátt, hvernig lýðræðið hafi hrunið í hverju landinu á eftir öðru, fyr ir deilur hinna gömlu flokka, samfara markvissu upplausnar- starfi hinna nýju einræðis- flokka, og við íslendingar var- aðir við því að láta fara eins fyrir okkur. I bréfinu segir: ,,í flestum þeim löndum, sem tekið hafa upp einræðisskipulag, hefir meginorsökin fyrir hruni lýðræðisins verið sú, að heiftúðug og þröngsýn flokksstreita hefir gert alla stjórnarframkvæmd mátt vana og öryggislausa. Löggjafar- samkomurnar hafa fyrst og fremst orðið vettvangur pólitískra víga- ferla, þar sem engin ein stefna hafði tækifæri til þess í senn að ráða og bera ábyrgð á stjórn. Forystuleysi og upplausn þjóð- þinganna hefir svo leitt til þess, að þjóðirnar hafa glatað virðingu fyr- ir þeim, og algert jafnvægisleysi haldið innreið sína í hina pólitísku baráttu. Þá hefir að jafnaði ein- hver flokkur orðið til þess að boða þjóðunum fagnaðarboðskap hinna „föstu og öruggu taka“. Þes’sir flokkar hafa fyrst og fremst gert þá kröfu til fólksins, að það afsal- aði sér þeim rétti, sem lýðræðið áskilur því, réttinum til þess að velja og hafna. Vonsviknar og stjórnlausar hafa þjóðirnar svo afsalað sér þessum rétti. Þær hafa þráð hin „föstu tök“ og viljað allt til vinna til þess að öðlast þau. Einræðið hefir svo leyst lýðræðið af hólmi. Oft hefir það þó verið þannig, að flokkurinn, sem lofaði hinum „föstu tökum“, öryggi í viðreisn o. s. frv., hefir átt ríkan þát í sköpun upplausnarástandsins. For- ystumenn hans hafa gæt þess vand lega, að firra sig allri ábyrgð með- an upplausnin magnaðist og lýð- ræðið bjó sjálfu sér gröf og dauða. Þeir hafa gætt þess eins að kynda eld upplausnarinnar.“ Að svo mæltu snýr bréfritari Morgunblaðsins sér að ástand- inu hér hjá okkur og segir: „Alþingi hefir að verulegu leyti glatað trausti og virðingu þjóðar- innar. Orsakir þess eru fyrst og fremst þær, að þingið er óstarf- hæft. Flokkabaráttan er komin á það stig, að landinu verður ekki stjórnað með þeim hætti, er stjórn skipulög landsins gera ráð fyrir. Stjórnarframkvæmd öll hlýtur að vera stefnulaus og fálmandi. Ein- stakar hagsmunaheildir og félags- samtök þeirra eru orðin svo sterk, að þau geta sett stjórnvaldinu stól- inn fyrir dyrnar og ráðið lögum og lofum með einhliða stéttarsjónar- mið sitt fyrir augum. — Hvorki löggjafar- né framltvæmdarvald fær að gert. Þegar svo er komið, er auðsætt, að enginn þyrfti að láta sér það koma á óvart, þótt einhvern góð- an veðurdag yrði framkvæmdur skyndibrottflutningur 52 manna úr húsakynnum Alþingis við Aust- urvöll. Það er jafnframt vitað, að þeir, sem að þessari „hreinsun'* standa, munu ekki verða þeir, sem beint hafa eðlilegri og réttmætri gagnrýni að störfum þingsins, heldur hinir, sem stærstan þátt hafa átt í upplausn þess og ráð- leysi. Það verður svo hlutskifti þjóðarinnar að kynnast hinum „föstu tökum þessara manna. * Einhverjum kann að finnast að hér sé mælt af mikilli bölsýni og helzt til bert. Svo er þó ekki. Til þess ber brýna nauðsyn að íslend- ingar átti sig á því, að afleiðing þess ástands, sem nú ríkir, getur Framhald á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.