Alþýðublaðið - 23.01.1944, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 23.01.1944, Blaðsíða 5
Smimtdagur 23. janúar 1944. ALÞYÐUBLAÐIÐ ú Gírugir ljónshvolpar. Dýragarðurinn í Philadelphiu í Bandaríkjunum vill selja -— eða jafnvel gefa — ljónshvolp- ana þrjá, sem sjást á mynd þessari. — Ástæðan er sú, að ljónshvolparnir eru gírugir mjög til matar, en hins vegar erfi-tt að fá þau fæðuföng, er með þarf til þess að seðja hungur þeirra. Leyniherinn franski. GREIN ÞESSI, sem fjall- ar um leyniherinn franska? er heldur uppi ske- leggu viðnámi gegn Þjóð- verjum og hinum frönsku j handbendum þeirra, er eftir Frida Stewart og hér þýdd úr tímaritinu World Digest. ' Lýsir hún vel viðhorfunum í Frakklandi og færir mönn- um sanninn um það, að Frakk ar eru þess óðfúsir að færa rniklar fórnir í baráttunni fyrir frelsi sínu og sjálfstæði. VEGNA öryggis sjálfra ykk- ar, vegna Frakklands.og við náms þess — farið hvergi ungu menn fæddir 1923! Varnað- .arorð þessi bárust æsku Frakk- lands gegnum leynistöðina „Honneur et Patrie“, þegar það varð heyrum kunnugt, að Hitler krafðist þess að Frakkar fædd- ir 1923 yrðu fluttir til Þýzka- lands til þess að vinna þar nauð ungarvinnu til viðbótar þeim •800 000 verkamanna, sem þeg- ar höfðu verið fluttir frá Frakk landi til Þýzkalands. „Honneur et Patrie“ sagði æskumönnum þessum að flýja að heiman hið fyrsta og ganga í leyniherinn franslca. Hcr þessi telur nú alls 200 000 hermanna. Hermenn hans iiafa kosið sér hlutskipti skógar- manUanna. Griðlausir hafast þeir við úti í skógum landsins og á fjöllum uppi. Corrézehér- að er mjög marbreytt að lands- lagi, svo að leynfhermönrmn- um er þar vel við vært. Hátt- settur embættismaður frá Corr- éze er sagður ihafa látið sér eftirfarandi orð um munn fara: — Það er ekki einvörðugu æska Corréze, sem neitar að hlýðn- ast fyrirmælum og lúta forráð- um Laval. Æskumenn frá öðr- um héruðum og hinum stóru borgum landsins, svo sem París Toulouse og Bordeaux, ganga og í lið með henni. Þeir hafa skipu lagt hersveitir, sem okkur er ógerlegt að bera ofuriiði. Ger- vallir íbúarnir veita leynihern'- um brautargeng'i og fulltingi. Nær allir hinir ungu verka- menn hafa skipað sér í sveitir hans. Þeir, sem gengið hafa í leyni- her þennan, eru ungir menn og vaskir úr öllum hinum róttæk- ari flokkum landsihs. Þeir hafa gert Þjóðverjum margar skrá- veifur og munu gera. Þeir, sem hafa forustu hinna dreifðu her- sveita skógarmanna þessara með höndum, eru fyrst og fremst liðsforingjar úr her Frakka, menn, sem fylgja de Gaulle og Giraud að málum. Þeir, sem gerast liðsmenn leynihers þessa, verða að upp- fylla ýmis skilyrði. Nýliðinn verður að sverja hernum holl- ustueið og heita því að segja skilið við fjölskyldu sína og vini þar til Frakkar hafa endur heimt frelsi sitt og sjálfstæði. Það er dauðasök að týna vopn- um sínum, fog nýliðinn verður að temja sér félagslund og fórn- fýsi. Skulbindingin er svo hljóð andi: — Hver ’sá, er gengur í lið vort, verður að helga leyni- hernum krafta sína óskipta. Hann verður að sofa undir beru lofti, oft og tíðum verður hann að neita sér um nægju matar, og hann verður gð lúta járn- aga. Hver sá, er gengur í lið vort, skuldbindur sig til þess að hverfa ekki aftur til byggða fyrr en honum er veitt heim- fararleyfi. Hver sá, sem bregzt þeirri skuldbindi.ngu, mun lífi týna. Þetta gildir ekki aðeins um sviknra þá, sem leynihern- um tekst að komást höndum yf- ir, meðar, hernámið stendur yfir. Sérhverjum svikara mun hengt miskunnarlaust eftir að þjóð vor hefir endurheimt frelsi sitt og sjálístæði. Þá mun hann sóttur til saka og ábyrgð- ar grnða sinná. Viljir þú ganga í lið með okkur, ert þú boðinn velkom- inn sem bróðir. Þú gerist þá hermaður háleitustu hugsjónar, sem getur, þeirrar að berjast í þágu ættlands þíns og fórna því lífi þínu, ef þörf krefur. Sá, sem gerist liðsmaður leyni hersins, fær til afnota áttavita og gleraugu. Hann er þjálfaður í öllu því, sem harm þarf að kunna. Hann er þjálfaður til þess að geta gegnt störfum sem hermaður, vinna skemmda- ^verk og inna önnur þau störf af höndum, sem barátta hans mun krefja. LEYNIBLAÐIÐ Les Forces Unies de la Jeunesse birti eigi alls fyrir löngu grein, þar sem lýst var heimsókn tíl leyni- hersins. Greinarhöfundur kveð- ur þannig ao orði, að það sé engan veginn auðveit að kom- ast til stöðva hans. Maður verður að ferðast Ianga leið fjarri mannabyggðum og veg- um og fylgja götuslóðum, sem engum ókunnugum er auðið að rekja. I helli uppi í fjöllunum höfðu þrjátíu æskumenn bæki- stöð sína. Þar voru menn úr öllum stéttum og startsgrein- um Frakklands, rnenn, er að- hylltust ólíkar trúarskoðanir en áttu það eitc sameiginlegt að vera óðfúsir þess að helga föður landi sínu krafva sína. Þar voru stúdentar frá Lille, iðnverka- menn frá Bordeaux. bændur frá Languedoc, Marseilles og Lorraine og menn fra ýnisum héruðum og borgum landsins. —- Piltarnir þurfa margs að spyrja strax og komumaður kemur. Hvað er í fréttum? Hvað segir Lundúnaú tvarpið ? Áttu tóbak? Stóran pott gat að líta á hlóð- um utan við hellmn. Viðareld- ur logaði glatt í hlóðunum. Málsverðurinn var þurrkað grænmeti, kartöflur, brauð og dálítið af kjöti. Skammtur hvers eins var engan veginn stór, en allir undu þó hag sín- um hið bezta. Piltarnir báru bændunum mjög vel söguna. Þeim áttu þeir það aö þakka, að þeir fengu notið málsverð- ar þessa. Auk þess, sem þeir láta þeim vistaföng í té, segja þeir hermönnunum cll þau tíð- indi, sem þeir kunna frá að greina. Eitthvert mesta vandamál leynihermannanna er þó að afla matfanga, þrátt fyrir drengilegan stuðning bændanna Þeir hika ekki við það að ræna skömmtunarseðlum af yfirvöld- unum, ef þeir sjá sér færi á því. Þess eru og dæmi, að þeir hafi komið í óvæntar heimsóknir til kaupmanna, sem áttu þeirra sízt von og voru fjarri því að vera þeim vinveittir. Komumenn leggja þá fúslega þá fyrirhöfn á sig að afgreiða sig sjálfir. Þrír ungir menn úr leyni- hernum komu einhverju sinni inn í verzlun nokkra. . — Upp með hendurnar! I,áttu okkur hafa tóbak. Kaupmannskonan varð fá við. Framhald á 6. síðu. Rithöfundanefndin skiptir rithöfunda- og skálda laun- unum. — Hvernig tekst nú til? — Gunnar Gunnarsson og útgáfan á verkum hans. — Bréf um útvarpið. UM ÞESSAR MUNDIR situr nefnd Rithöfundafélagsins á rökstólum óg reynir, að því er aetla . verður . að . skifta . uppiiæð þeirri, sem Menntamálaráð út- hlutaði henni eða réttara sagt, fé- laginu, sem réttlátast, milli skáld- anna og rithöfundanna. Ég öfunda ekki þessa nefnd af hlutverki sínu, eins og ég gat aldrei öfundað Menntamálaráð' af sínu hlutverki. Það kæmi mér heldur ekki á óvart þó að nefndarmennirnir vildu gjarna að þessi lcaleikur yrði tek- inn frá þeim. í FYRRA ,,demonstreraði“ nefndin gegn Jónasi með því að ánafna Halldóri Kiljan Laxness hærri upphæð en öllúm öðrum og varð það til þess að efla nokkurra óánægju. En því miður mistum við Gunnar Gunnarsson út úr Rit- höfundafélaginu og var það mikill skaði fyrir félagið og samtök lista- mannanna yfirleitt, sem höfðu að réttu kjörið hann höfuðsmann sinn og forseta á fyrsta listamannaþing- inu, sem haldið var. GUNNAR GUNNARSSON hefir dvalið hér í bænum undanfarið. Mun hann hafa verið hér með fram vegna framhaldsútgáfu á verkum sínum, en Landnáma hefir nú lok- ið við að gefa út „Kirkjuna á fjallinu“ í þremur stórum og myndarlegum bindum. Er þessi út- gáfa nú uppseld. Hafin mun vera undirbúningur að útgáfu á „Sögu Borgarættarinnar.“ Hefir Gunnar Gunnarsson sjálfur þýtt hana, en Halldór Kiljan Laxness þýddi „Kirkjuna, á fjallinu“. Mun saga Borgarættarinnar koma öll út í einu stóru bindi á þessu ári. VIÐ HÖFUM í raun og veru ekki kýnnst Gunnari Gunnarssyni náið fyr en með þessari útgáfu á „Kirkj- unni á fjallinu“. Og ég hygg að það sé ekki ofsagt að Gunnar Gunn- arsson er orðinn okkur ástfólginn. Við fögnum þVi að framhald verð- ur á útgáfu af verkum Gunnars og það er áreiðanlegá rétt aðferð að gefa „Sögu Borgarættarinnar" út £ einu lagi. „SVEITAMAÐUR í nágrenni bæjarins skrifar: Ég hefi orðið þess var, að útvarpið lítur mjög lítils- virðandi á sjálft sig og telur sig hafa miklu færri hlustendur en það hefir í raun og veru. Ríkisút- varpið heldur víst, að enginn hlusti á sig nema Reykvíkingar; það er náttúrlega ofur eðlilegt, því ekki er nú dagskráin alltaf svo merkileg hjá þeim blessuðum hróunum." Á HVERJU KVELDI er lesið f útvarpið á undan fréttum: „Nætur- læknir er í nótt“ — o. s. frv., og: „Næturakstur annast bifreiðastöð- in“ — o. s. • frv., rétt eins og það gildi fyrir allt landið, og að bænd- ur norður á Melrakkasléttu og Hólsfjöllum þurfi ekki annað en að taka upp heymartólið og hringja í þann lækni og iþá bifreiðastöð, er það tilnefndi í það og það skiftið. Það er þó vitað að enn sem komið er býr meiri hluti landsmanna utan Reykjavíkur. Allir landsmenn eru taldir vera £ kringum 120 000 og þar af búa um 45 þúsund í Reykjavík. Það eru því um 75 þús. af landsmönnum, sem búa utan R.víkur; þótt útvarp- ið virðist alltaf gleyma því, að aðrir en R.víkingar hlusti á það.“ „ÚT YFIR ALLT tók þó núna eitt kvöldið. Ég hlustaði á útvarpið mitt. í gær, og heyrði þar meðal annars, að R.vík væri rafmagns- laus. Þegar þulurinn hafði lokið lestri frétta og lesið hina venju- legu kvöldbæn um næturlækningu og bifreiðastöðina tilkynnir hann, að dagskránni sé lokið. Ja, þarna sjáið þið.“ „AF ÞVÍ REYKVÍKINGAR gátu ekki hlustað, þá var ekki nema sjálfsagt og réttmætt, að enginn hlustaði!!! Svo þurfti auðvitað að tilkynna eins og fyrr, hver væri næturlæknir, þótt þeir vissu mæta vel, að enginn R.víkingur gat hlustað. Þessi blessaður nætur- læknir er því fyrir alla lands- menn,, og ég hygg, að hann muni hafa nóg að gera í nótt! Þetta ber landsmönnum utan R.víkur auð- vitað að þakka þeim vel fyrir, því ekki hugsa þeir nú alltaf svo mik- j ið um okkur bændur.“ Orðsending til útsölumanna Alþýöublaðsins. s Vegna áramótauppgjörs eru útsölumenn blaðsins úti á landi beðnir að senda uppgjör hið allra fyrsta. Óseld jólahlöð óskast endursend sem allra fyrst, vegna þess, blaðið er uppselt í afgreiðslunni. að Bezt að auglýsa í Alþýðublaðinu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.