Alþýðublaðið - 23.01.1944, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 23.01.1944, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐUBLAÐIÐ Suaaudagur 23. janáar 1944. Persónuleg tillaga rikisstjórans s Þjóðfundur um skilnaðarmálið Gunnar Gunnarsson skáld vill engin laun frá úlhlulunarnefnd ftilhöfundafélagsins. Ritar nef ndinni bréf * og biður sig undan- þeginn Gunnar gunnarsson skáld, sem dvalið hefir hér í bænum undanfarið, hefir ritað nefnd þeirri, sem á að út- hluta launum til skálda og rit- höfunda, bréf, þar sem hann bið ur sig undanþeginn því að hon- um sé ætluð nokkur upphæð við úthlutun launa til skálda og listamanna. Mun skáldið hafa látið þau ummæli falla í bréfi sínu, að hann teldi sér það ekki neinn sóma, að taka við launum frá nefndinni og heldur ekki nefnd inni né Menntamálaráði, þar sem hann sjái ekki að um neina sæmd geti verið að ræða í sam- bandi við ýmsar fjárhæðir, sem honum hafi borizt frá ýmsum aðilum fyrir hönd ríkissjóð á undanförnum árum (þ. e. frá Menntamálaráði og úthlutunar- nefndinni í fyrra). Gunnar Gunnarsson sagði sig úr rithöfundafélaginu í fyrra eins og kunnugt er, nokkru eft- ir að nefndin hafði skipt laun- unum til rithöfundanna. íþrótta- og skeinmtisvæðið í Laugadalnum. Nefnd, sem fékk tíl umsagnar tillögurnar um hið fyrirhugaða íþrótta- og skemmtisvæði í Laugadalnum, hefir nú sent álit sitt til bæjarráðs. Sraýr sér til alpingis og leggur til að“ pað feii þjóðfundi meðferð málsins eða skjóti sampykktnm sfnum til hans. Gerir ráð fyrir að þjóðfundur gæti lokið störfum fyrir mailok ÞAU STÓRTÍÐINDI hafa nú gerst í skilnaðarmálinu að ríkisstjórinn hefir snúið sér persónulega til alþingis og hreyft þeirri tillögu við það hvort ekki væri rétt að kall- aður yrði saman sérstakur þjóðfundur um málið. í bréfi, isem ríkisstjórinn hefir skrif að forseta sameinaðs þings er þessari uppástungu hans hreyft á þann veg, hvort ekki myndi heppilegt, að nefndir þær, sem alþingi hefir kosið í málið, athuguðu jafnframt þessa leið í skilnaðar- málinu, sem fara megi annað hvort þannig: 1). að alþingi feli slíkum þjóðfundi afgreiðslu skiln- aðarmálsins, þ. e. niðurfellingu sambandslagasáttmálans og samþykkt lýðveldisstjórnarskrárinnar, án þess að gera áð- ur nokkrar samþykktir xun þessi mál, eða 2). að alþingi geri samþykktir sínar nú og skjóti þeim síðan til slíks þjóðfundar til fullnaðarmeðferðar og sam- þykktar með eða án breytinga á samþykktum alþingis. í niðurlagi bréfs síns gerir rí'kisstjóri ráð fyrir því, að þjóðfundur, ef saman yrði kallaður, gæti lokið störfum fyr- ir lok maímánaðar. Ríkisstjórinn tekur það fram, að þetta sé persónuleg uppástunga hans, gerð án samráðs við ráðuneytið og því ekki á ábyrgð þess eða nokkurs einstaks ráðherra. Bréf ríkisstjóra til forseta sameinaðs þings, sem er dag- sett 21. janúar, hljóðar þannig orðrétt: „Til alþingis. Tillaga til þingsályktunai: um niðurfelling dansk-íslenzka sam bandslagasamningsins m. m. og frumvarp til stjórnskipunarlaga um stjórnarskrá lýðveldisins íslands hefir nú hvorttveggja verið falið sérstökum nefndum innan alþingis til athugunar. Ég tel mér því skylt, að vekja nú athygli á því, hvort ekki muni heppilegt að nefndir þess- ar athugi jafnframt, hvort til- tækilegt þyki, að alþingi það, sem nú situr, geri ráðstafanir J til þess, að kvatt verði til SÉR- STAKS ÞJÓÐFUNDAR um málið. Mætti þetta verða með rfá, Hvað er hægt að gera til að verjast sjóslysunum? Dagsbrún heftr skrilað atvinnurekendum og tilkynnt nppsögn samninganna STJÓRN DAGSBRÚNAR hefir skrifað Vinnuveit- endafélagi íslands og tilkynnt því, að félagið segði upp s'amn- ingum sínum við atvinnurek- andi. Þá hefir Dagsbrún jafnframt sagt upp samningum sínum við bæjarsjóð Reykjavíkur. Félag járniðnaðarmanna hefir ritað bæjarráði bréf, og látið í ljós ánægju sína yfir til- lögum þeim, sem fram eru komn- ar um byggingu skipasmíðastöðv- ar við Elliðaárvog — og hvetur mjög til þess að hafizt verði handa um þetta mikla mannvirki hið fyrsta. Yiðfal wll Signrjén Á. Ólafsson formBnn Sjémannafélags Rvlkur AF TILEFNI umræðna, sem orðið hafa síðan síðasta stóra sjóslysið varð, um útbúnað skipanna> hleðslu þeirra og öryggi sjómanna, snéri Alþýðublaðið sér til Sigurjóns A. Ólafssonar, formanns Sjómannafélags Reykjavíkur, en hann hefir meir en nokkur annar einn maður barizt fyrir auknu öryggi fyrir sjómannastéttina, eins og alþjóð er fyrir löngu kunnugt um. Alþýðublaðið spurði Sigurjón uiii álit hans á þessum málum og hvað hann teldi fyrst og fremst nauðsynlegt að gera til þess að reyna að koma í veg fyrir hin tíðu slys. Hann sagði meðal annrs: 1,-Eins og þér er kunnugt um hefir Alþýðuflokkurinín á af- þingi þeitt sér fyrir löggjöf um aukið öryggi sjómanna. Þarf ekki að þessu sinni að rekja þá sögu, en að margra dómi stönd- um við íslendingar í þessu efni mjög framarlega meðal þjóð- anna. Ein af hinum síðustu umbót- um sem ,gerð var til aukins öryggis fyrir sjómannastéttina. var breytingin á lögunum um eftirlit með skipum, þar sem meðal annars voru ákveðin hleðslumerki á öll skip, sem sigla milli íslands og útlanda, svo og öll skip, sem flytja farm milli innlendra hafna. Sam- kvæmt þessum lögum kom til framkvæmda á síðast liðnu ári reglugerð, iþar sem hleðslu- merki voru sett á öll þessi skip, þar með taldir togararnir. Eft- Frh. á 7. síðu. Heila valns geyrn- arnir tæmdusl alveg í gær Vegna bilunar á raftaug að Reykjum HEITA vatns geymamir á Öskjuhlíð tæmdust gersamlega nokkru eftir miðjan dag í gær og hvarf þess vegna heita vatnið úr húsimum, en þó á nokkuð misjöfnum tíma. Ástæðan var sú, að bilun hafði orðið á raf- magnsleiðslunum að Reykj- um í Mosfellssveit, svo að ekki var hæg[t að dæla vatni til bæjarins. Búið var að gera við raf- Ieiðslurnar undir kvöld í gær- kveldi og kom heita vatnið síðan smátt og smátt. öðrum hvorum þeirra hátta, er nú skal nefna. 1. Að alþingi feli slíkum þjóðfundi meðferð og af- greiðslu mála þessara, án þess að alþingi geri áður sam- þykktir sínar um þau. 2. Að alþingi geri sam- þykktir sínar nú og skjóti þeim síðan til slíks þjóð- fundar til fullnaðarmeðferð- ar og samþykktar, með eða án breytinga á samþykktum alþingis. Alþingi það, sem nú situr, mundi þá setja lög um slíkan þjóðfund, fulltrúatölu hans, kosningar fulltrúa, samkomu- tíma, samkomustað o. s. frv. Geri ég ráð fyrir því, að full- trúar yrðu kosnir með nokkr- um öðrum hætti en alþingis- menn eru kosnir nú. M. a. yrði ekki um hlutfallskosningar að ræða, uppbótarsæti o. fl„ sem er heinlínis miðað við skiptingu manna i stjórnmálaflokka, eins og nú er, og eðlilegt hefir þótt, er um venjuleg löggjafarmál er að ræða. Enn gæti komið til mála að nokkrir menn sætu fundinn sem sjálfkjörnir vegna stöðu sinnar, svo sem dómarar hæstaréttar, ráðherrar og laga- prófessorar háskólans. Þessi uppástunga frá ríkis- stjóra mun af mörgum verða talin óvenjuleg, meðal annars vegna þess að hún kemur fram sem persónuleg uppástunga, án samráðs við ráðuneytið eða á ábyrgð þess eða nokkurs ein- staks ráðherra. Ég mun leiða nokkur rök að henni án þess að telja annað en meginástæður hennar. Hún sprettur ekki af því að í mínum huga sé nokkur vafi uní rétt alþingis til þess að Frh. á 7. síðu. fflargir ansækjeidar ddi garðjrrkjarðða- nantsstarfið hjá bænnm. STARF garðyrkjuráðunauts bæjarins var auglýst laust til umsóknar fyrir nokkru. Hafa umsóknirnar nú verið opnaðar og eru umsækjendur margir. Þeir eru þessir: Ásgeir Ás- geirsson, Ásgrímur Jónsson, Bjarni F. Finnbogason, Jón Arn finnsson, Jónas S. Jónsson, Magnús Kristjánsson, Paul V. Mikkelsen, Sigurður Elíasson og Sigurður Sveinsson. Sfórfé dolið í smjör- líkisgerðinni Smári | FYRRINÓTT var framið innbrot í Smjörlíkisgerðina Smári við Veghúsastíg. Stolið var á þriðja þúsund krónum úr læstri skrifborðs- skúffu, sem brotin hafði verið upp, en í vörugeymslu verk- smiðjunnar hafði öllu verið um turnað. Innbrotið var framið með þeim hætti, að farið hafði verið inn um glugga á verk- smiðjusalnum, en síðan höfðu verið brotnar upp tvær hurðir. Sótt nm Ieyfi til rekstnrs oýs kvik- myndahiss. FYRIR bæjarráðsfundi, sem haldinn var í fyrrakvöld, lá umsókn um leyfi til reksturs nýs kvikmyndahúss hér í bæn- um. Umsækjendurnir eru Stefán Guðnason, Jón Þórarinsson og fleiri, en þeir hafa áður rekið „Reykjabíó“ að Reykjum í Mos fellssveit. Sjómenn og verka- monn sameinast í eitt félag á Patreksfirðl SJÓMANNAFÉLAG Patreks fjarðar hefir nú gengið sem heild inn í Verkalýðsfélag- dð. Starfa sjómennirnir sem deild í Verkalýðsfélaginu og sömuleiðis hafa verkamenn og verkakonur komið á deilda- skiptingu hjá sér. Erindreki Al- þýðusambandsins hefir unnið að þessum málum undánfarið og mætti hann á aðalfundi Verka- lýðsfélagsins, þar sem endan- lega var frá þessum breytingum gengið. Á aðalfundinum voru þessir kosnir i stjórn félagsins: For- maður: Jóhannes Gíslason. Vara form.: Ólafur Kristjánsson. Rit- ari: Gunnlaugur Egilsson. Gjald keri: Þórarinn Bjarnason. Fjár- málaritari: Markús Ö. Thorodd- sen. Enn fremur var kosið trún- aðarráð og aiga sæti í því 4 fé- lagsmenn auk stjórnarinnar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.