Alþýðublaðið - 23.01.1944, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 23.01.1944, Blaðsíða 3
AUÞYPUBLAÐÍÐ 3 . Simnudagur 23. janúar 1044. ■ i : ' ■ i Mikil loHárás á Mag- deburg. Hefndarárás Þjóðverja á England Bandamenn Þjöðverjum ganga® ál land|lað|baki T yf»BWTL--—-- X^'ry^'-FgrqgBHn sunnanl við Rómaborg. Hafa teklO hafnarbæinn Nettuno og sækja fram í áttina til borgarinnar. BANDAMENN efndu til nýrrar landgöngu á Ítalíu um dagmál í gær. Var landganga þesái gerð á vesturströnd landsins um fimmtíu km. isuður af Róm og um níutíu km. norður af vígstöðvunum við Gariliganofljót. Hafa banda- menn náð á vald sitt hafnarborginni Nettuno og sækja fast fram í áttina til Rómaborgar. Það er Harold Alexander, sem stjórnar landgöngu þessari, og virðist hún hafa verið mjög vel skipulögð. Flotinn, landherinn og flugherinn hafa allir tekið mikinn og öruggan þátt í landgöngu þessari. •-——--------------- LOFTSÓKN bandamanna gegn meginlandinu held- ur sífellt áfram. f fyrrinótt var aðalárásinni beint gegn Magde burg, sem er mjög mikilvæg iðnaðarborg í Mið-Þýzkalandi. Var meira en 2000 smálestum sprengiefnis varpað á borgina. Þjóðverjar hafa efnt til hefnd- arárásar á Éngland, en með litl- um árangri, að því er talið er. Tjón af völdum árásarinnar á Magdeburg varð mjög mikið, og ioguðu éldar víða í borginni. Minni árásir voru gerðar á Ber- lin og stöðvar Þjóðverja í Frakklandi. Bandamenn misstu alls 52 flugvélar í árásarleið- angrum sínum gegn meginland- inu í fyrrinótt, og er það eitt- hvert mesta. tjón; sem þeir hafa orðið fyrir í árásum sínum langa hríð. Þjóðverjar gerðu í fyrrinótt tilraun til hefndgrárásar fyrir hina miklu loftárás bandamanna á Berlín á fimmtudagsnóttina. Flugu níutíu flugvélar þeirra inn yfir Suður-England, og komust um þrjátíu þeirra inn yfir Lundúni eða nágrenni þeirra. Sprengjum var varpað á nokkra staði og ollu þær nokkru tjóni. Átta hinna þýzku flugvéla voru skotnar niður. Þetta er mesta árás Þjóðverja á England í marga mánuði, en yfirburðir bandamanna í loftv inu sjást bezt á því, að Þjóð- verjar senda aðeins níutíu flug- vélar til árása á England um sama leyti og bandamenn senda meira en þúsund flugvélar til árásar á Berlín. Sprengjumagn það, er hinar þýzku flugvélar vörpuðu á England; mun vart hafa numið 60 smálestum, en flugmenn bandamanna vörp- uðu hins vegar 2300 smálestum sprengiefnis á Berlín í síðustu árás sinni. Manntjón varð lítið af völdum hefndarárásar Þjóð- verja. Þó vörpuðu hinar þýzku flugvélar sprengjum á sjúkra- hús eitt og biðu nokkrir sjúfcl- ingar bana. Harryman Bandaríkin skiptu um sendi- herra í Moskva í haust, sem leið. Sfandley aðmíráll lét af starfi þessu, en við tók Averill Harryman, einn af nánustu samstarfsmönnum Roosevelts forseta. Hið ameríska og brezka land- göngulið naut öruggs fulltingis flotans og flughersins. Er aug- ljóst, að ætlun bandamanna er sú að leggja ofurkapp á að ná Rómaborg sem fyrst á vald sitt og er þessi nýja landganga þeirra mikill og merkur þáttur í þeirri viðleitni, sem gefur að skilja. Bandamenn hafa verið fáorðir um landgönguna til þessa, og frá aðalbækistöð þeirra á Ítalíu hefir aðeins ver- ið tilkynnt, að hin nýja sókn í áttina til Rómaborgar gengi að óskum. Þýzkar fréttir láta þess getið, að miklir bardagar geisi á hinum nýju vígstöðvum. Tíð- indin um landgöngu þessa vekja hvarvetna geysilega athygli, og er þetta talið með mestu við- burðum styrjaldarinnar. Spá ýmsir því, að mikilla tíðinda sé von frá vígstöðvunum á Ítalíu á næstunni og muni þess ef til vill verða skammt að þíða, að Þjóð- verjar hafi verið hraktir þaðan brott eða algerlega ofurliði bornir. Fréttir hafa og borizt af því, að amerískar hersveitir hafi brotizt yfir Rapidoána á San Angelovígstöðvunum um fimm km. suður af Cassino. Er áin á þeim slóðum um 125 fet á breidd. Hinar amerísku hersveitir áttu harðfengilegu viðnámi að mæta, og gera Þjóðverjar sífellt grimmilegar gagnárásir á þess- um slóðum. Þjóðverjar hugðust hefja nýja gagnsókn á Castle- fortevígstöðvunum í gær, og tefldu þar fram skriðdrekaher- sveitum, en voru ofurliði born- i ir. Brezkar stórskotaliðssveitir hafa hrundið nokkrum harð- fengilegum gagnárásum Þjóð- verja norðaustur af Tufo. Einn- ig hafa brezkar hersveitir náð bænum Triminsuoli eftir að hafa haldið uppi mikilli stór- skotahríð á hann nokkra hríð. Flugfloti bandamanna hefir verið mjög athafnasamur á ít- alíu og við Miðjarðarhaf. Voru harðar árásir gerðar á flugvelli í Suður-Frakklandi svo og sam- göngumiðstöðvar. Var það einn þátturinn í framkvæmd land- göngunnar sunnan Rómaborg- ar, því að með árásum þessum hafa bandamenn hindrað það, að Þjóðverjar efndu til loftá- rása á flotann og landgöngulið- ið frá flugvöllum í Suður- Frakklandi. Flugmenn bandamanna hafa einnig gert árásir á skip óvin- Júgósiavar enn í sókn HERSVEITIR Júgóslava í Vestur-Bosníu halda áfram að ná að nýju á vald sitt land- svæðum þeim, sem Þjóðverjar höfðu tekið. Var þessa getið í útvarpi frjálsra Júgóslava í gær. Miklir bardagar eru enn háðir í Tuzla. Hersveitir Þjóðverja, sem hugðust sækja fram til Nosara- fjallanna, hafa verið hraktar aftur til Banjaluka-Gradiska. í Austur-Króatíu eiga hersveitir Titos í hörðum bardögum við Þjóðverja við Prusie, sem Þjóð- verjar náðu á vald sitt fyrir skemmstu. Öllum gagnárásum Þjóðverja hefir verið hrundið á þessum slóðum og miðar her- sveitum Júgóslava örugglega á- fram. Popovo-Ploye járnbraut- in hefir verið rofin á stóru svæði og milli bæjanna Bosan- ka, Krupa og Bonsakimove hafa þrjár járnbrautarlestir Þjóð- verja verið sprengdar í loft upp. Járnbrautarbrú hefir og verið sprengd í loft upp skammt frá Joritz í Slóvakíu og mikil spjöll gerð á járnbrautarstöð nokkurri. Hungursneyð í Griík- landi FREGNIR frá Grikklandi greina frá því, að hungurs- neyð mikil sé nú þar í landi. Er ástandið þar talið mjög alvar- legt og fer versnandi eftir því, sem fram líða stundir. Andúðin gegn Þjóðverjum er mjög mik- il, og vinna Þjóðverjar ýmis óhæfuverk á grísku þjóðinni. Þjóðverjar leggja ægiþungar refsingar við hvers konar skemmdarstarfsemi, en af Grikkjum er sömu sögu að segja og öllum öðrum undirok- uðum þjóðum. Þeir vaxa við hverja raun og eru óðfúsir þess að brjóta ok kúgaranna af hálsi sínum. anna úti fyrir ströndum Júgó- slavíu og á Genúaflóa með miklum þrangri. Misstu banda- menn fimm flugvélar í leið- angrum þessum og öðrum hern- aðaraðgerðum á Ítalíu, en Þjóð- verjar hins vegar tuttugu. Vígstöðvarnar á Ítalíu. Staðurinn þar sem bandamenn hafa nú gengið á land að baki herlínu Þjóðverja, liggur á milli Terracina og Anzio (neðar- lega til vinstri á kortinu). Rómaborg (Rome) sést yzt til vinstri á kortinu, en þangað er sókninni nú heitið. Uppi í landi er barizt um Cassino. Á austurströndinni er barizt milli Ortona og Pescara (efst til hægri á kortinu). Rússar hafa hrakið Þjóðverja að Peipusvatni við landamæri Eistlands Hý sókn lalin í vændum við Kieff og Vinnifsa T T NDANHALD hersveita von Kiichlers suður af Lenin- grad heldur áfram og reka Rússar fast flótta þeirra. Er aðstaða Þjóðverja talin hin alvarlegasta á gervöllu svæð- inu frá Leningrad til Staraya Russa. Ekkert lát verður á hinni* harðfengilegu sókn rússnesku hersveitanna suður af Lenin- grad. Hafa þær nú hrakið her- sveitir von Kúchlers alla leið að Peipusvatni við landamæri Eistlands og verður Þjóðverjum lítt viðnáms auðið. Rússar ógna Þjóðverjum með ægilegri sókn skriðdreka og vélahersveita á gervöllu svæðinu frá Leningrad til Staraya Russa. Takist Rúss- um að framkvæma þessa ætlun sína, er sambandið milli norður- og suðurhers Þjóðverja rofið. Frétt frá Stokkhólmi greinir frá því, að herstjórnin þýzka bú- ist við því, að Rússar muni hef ja á hverri stundu nýja sókn á Vinnitsavígstöðvunum. Einnig eru Rússar sagðir draga að sér mikjð af skriðdrekum og stór- skotaliði suðvestur of Kieff í því skyni að hefja þar nýja sókn. Þjóðverjar. láta einnig getið nýrrar framsóknar Rússa á Prietmýrunum. Pólska fréttastofan greinir frá því, að pólskar skæruliða- sveitir haldi uppi markvissum hernaðaraðgerðum gegn Þjóð- verjum og hafi einkum orðið vel ágengt í baráttunni við þá á Bamlessvæðinu síðustu daga. Einnig hafa pólskir skæruiiðar sprengt í loft upp járnbrautar- teina á stóru svæði skammt frá Varsjá. Spánn iil fyrirmyndar! T3 LÖÐIN í Madrid á Spáni hafa samtímis birt rit- stj órnargreinar, þar sem borið er eindregið á móti því, að hið núverandi stjórnskipulag Spán- ar sé eftirlíking stjórnskipulags nokkurrar annarrar þjóðar. Blöðin hafa fullyrt, að stjórn- skipulagi Spánar verði hvorki líkt við kommúnisma né fas- isma. Blaðið ,,Ya“ hefir komizt þannig að orði, að því fari ekki einungis fjarri, að stjórnskipu- lagi Spánar verði líkt við stjórnskipulag nokkurs annars ríkis, heldur mætti það þvert á móti verða öðrum þjóðum Rl fyrirmyndar. Petain kveður ráð- herra sína iil fundar T> ARÍSARÚTVARPIÐ lét þess getið í gær, að Petain marskálkur hefði kvatt ráð- herra sína saman til fundar þá um daginn. Fundur þessi hófst klukkan ellefu árdegis, sam- kvæmt frásögn útvarpsins. Ekki var þess getið, hvaða mál lægju fyrir fundinum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.