Alþýðublaðið - 23.01.1944, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 23.01.1944, Blaðsíða 7
Shumudagur 23. jauúar 1944. ALÞYÐUBUÐIÐ •♦♦♦®®®®<*®®®<»®<3><3>®®<3>®<3>®®®^ Næturlæknir er í nótt í Lækna- varðstofunni, sími 5030. Næturvörður er í Ingólfsapó- 'ieki. Helgidagslæknir er Karl Sig. Jónasson, Kjartansgötu 4, sími 3925. ÚTVARPIÐ: 11.00 Messa í Dómkirkjunni (sr. Friðrik Hallgrímsson). 12.10— 13.00 Hádegisútvarp. 14.15 Mið- degistónleikar (plötur): Óperan .,,Madame Butterfly“ eftir Puccini (Listamenn ,,Scala“-óperunnar í Mílanó flytja. — Sungin á ítölsku), 18.40 Barnatími: Leikritið „Nagla- súpan“ (Gunnþórunn Halldórsdótt ir, Þorst. Ö. Stephensen). 19.25 Hljómplötur: l’Arlesienne svítan eftir Bizet. 19.50 Auglýsingar. 20.00 Fréttir. 20.20 Einleikur á cello: Kol Nidrei eftir Max Bruch (Þórhallur Árnason). 20.30 Erindi: Hödd úr sjúkrahúsi (Guðmundur Friðjónsson skáld á Sandi. — V. Þ. G.). 21.00 Hljómplötur: Nor- rænir söngvarar. 21.15 Upplestur: „Gamla konu langar í ferðalag“ Sögukafli. (Halldór Kiljan Lax- ness, rithöfundur). 21.35 Hljóm- plötur: Klassiskir dansar. 21.50 Fréttir. 22.00 Danslög. (Danshljóm sveit Þóris Jónssonar, kl. 22.00— 22.40). 23.00 Dagskrárlok. MÁNUDAGUR: Næturlæknir er í Læknavarð- stofunni, sími 5030. Næturvörður er í Ingólfsapó- teki. ÚTVARPIÐ: 12.10—13.00 Hádegisútv. 15.30 —16.00 Miðdegisútvarp. 18.30 ís- lenzkukennsla, 1. fl. 19.00 Þýzku- Jtennsla, 2. fl. 19.25 Þingfréttir. 19.50 Auglýsingar. 20.00 Fréttir. 20.30 Erindi Fiskiþingsins: Starf- semi Fiskifélags íslands (Davíð Ólafson, forseti félagsins). 20.55 Hljómplötur: íslenzk lög. 21.00 Um daginn og veginn (Bjarni Ásgeirs- son alþingism.). 21.20 Útvarps- Mjómsveitin: Hugleiðingar um ým- is þjóðlög. — Einsöngur: Frú Dav- ina Sigurðsson syngur lög eftir Flgar. 21.50 Fréttir. Dagskrárlok. Ný málarastofa, „Glitnir“, hefir verið opnuð á Hverfisgötu 74. Eigendur hennar ,eru Magnús Sæmundsson og Jó- liann Sigurðsson. Leikfélag Reykjavíkur sýnir „Voþn guðanna“ eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi, 3íl. 8 í kvöld. Hringkonur! Afmælisfagnaður Hringsins verð air miðvikudaginn 26. jan. kl. 7 í Oddfellowhúsinu. Nemendasamband Kvennaskólans heldur skemmtifund annað kvöld kl. 8V2 í húsi Verzlunar- mannafélagsins, Vonarstræti. Starfsmannafélag Reykjavíkur heldur árshátíð sína föstudaginn 4. febr. n. k. í Tjarnarkaffi og hefst hún með borðhaldi kl. 7.30. Nánara auglýst síðar. Ferðafélag íslands heldur skemmtifund í Odd- fellowhúsinu mánudagskvöldið 24. janúar 1944. Húsið opnað kl. 8.45. Sýnd kvikmynd í náttúrlegum lit- um frá Þórsmörk, tekin af Sigurði Tómassyni úrsmið, útskýrð af Pálma Hannessyni rektor. Dansað til kl. 1. Aðgöngumiðar seldir á mánudaginn í bókaverzlunum Sig- fúsar Eymundssonar og ísafoldar- prentsmiðju. Félagslíf. BETANÍA SAMKOMA í kvöld kl. 8.30. • Ingvar Árnason og Ólafur Ólafsson tala. K. F. U. M. HAFNARFIRÐI. Almenn sam- koma í kvöld kl. 8.30. Jó- hannes Sigurðsson talar. Allir velkomnir. Bréf ríkðsstjórans. Frh. af 2. síðu. gera hverjar þær samþykktir um þessi mál, sem alþingi eða ineiri hluti þess ákveður. Hins vegar hefir þeim alþing- ismönnum, sem um málið hafa fjallað fyrr og síðar og samið hafa bæði þingsályktunartillög- una og frumvarpið verið það Ijóst, að æðsta valdið um mál þessi á að vera hjá þjóðinni sjálfri, þar sem hvorugu er ætl- að að öðlast gildi fyrr en borið hafi verið undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar. Enda er þetta í samræmi við gildandi stjórnskipunarlög. Um þessi tvö atriði: 1. rétt alþingis til þess að gera sam- þykktir um málið og 2. æðri rétt þjóðarinnar sjálfrar til þess að ráða fullnaðarúrslitum þess, tel ég ekki vera vafa. Raunverulegur skilnaður milli íslands og Danmerkur varð með sambandslögunum 1918, að áliti margra bæði hér á landi og í Danmörku. Það mun hafa vakað fyrir mörgum íslendingum þá þegar, 1918, að sambandslagasamningurinn yrði að sjálfsögðu felldur niður á árinu 1944. Þessu lýsti al- þingi einnig yfir árin 1928 og 1937. Þeir ófyrirsjáanlegu at- burðir, sem gerðust í aprílmán- úði 1940 og síðan. hafa áreiðan- lega ekki dregið úr þessari al- mennu ósk Islendinga. En senni- lega hafa margir vænzt þess í Iengstu lög að niðurfellingin gæti orðið með þeim hætti, sem sambandslögin ákveða. Þjóðin hefir ekki verið spurð þess sérstaklega enn, hvern hátt hún óski að hafa nú á þessu máli, niðurfelling sambands- samningsins og stofnun lýðveid- is á Islandi, eða henni á annan hátt gefinn kostur á því að láta í ljós fyrirfram skoðun sína á þeim málum. Þetta/mun og ekki almennt hafa verið rætt á und- irbúningsfundum undir tvær síðustu alþingiskosningar, báðar á árinu 1942. Þessa rödd þjóðarinnar frjálsa og óbundna, virðist mér vanta. En hún mundi koma fram á þjóðfundi, sem kvatt væri til í því skyni. Það mundi vera í fyllra sam- ræmi við frumreglur þjóðræðis- ins, að þjóðinni gefist kostur á því að hafa áhrif á afgreiðslu málsins, áður en fullnaðarsam- þykkt er gerð um það á alþingi, en ef alþingi gerir fyrst sam- þykktir sínar og þær samþykkt- ir eru síðan lagðar fyrir þjóð- ina eingöngu til synjunar eða samþykkis. I yfirlýsingu sinni 1. nóvem- ber 1943 hefir núverandi ríkis- stjórn lagt áherzlu á, að miklu varði að öll þjóðin geti samein- ast um lausn þessa máls. Hún hefir enn lagt áherzlu á þetta sama er hún lagði þingsálykt- unartillöguna og stjórnarskrár- frumvarpið fyrir alþingi nú fyrir nokkrum dögum. Hygg ég að öll þjóðin muni samála um, að slíkur einhugur sé æskilegur, ef unnt er. Því þykir mér svo, að einskis megi láta ófreistað til þess að skapa þennan ein- hug. Og til þess sé þjóðfundar- kvaðning líklegri en flest ann- að. Slík bein og virk þátttaka allrar þjóðarinnar í afgreiðslu þessa máls, sem varðar alla þjóðina svo mikils nú og um alla fraintíð, mundi að minni skoðun gera hvorttveggja, að vera enn virðulegri en sam- þykktir alþingis, þótt þjóðarat- kvæðagreiðsla eingöngu til synjunar eða samþykktar færi á eftir, og einnig skapa slíkt viðhorf út á við, að aðrar þjóð- ir mundu frekar virða ákvarð- anir þjóðarinnar með þessum hætti. Einróma eða sama sem einrómá samþykkt þjóðfundar mundi sýna þjóðarviljann með þeirri alvöru og þeirn þunga, að enginn mundi vefengja hverjar væru raunverulegar óskir þjóðarinnar. Ef leitað er í sögunni mun það koma í Ijós, að með flestum þjóðum hefir framtíðarstjórn- skipunin undir sambærilegmn kringumstæðum verið ákveðin af sérstökum þjóðfundi í stað venjulegs löggjafarþings. I vorri eigin sögu má lesa, að það var vilji forvígismannanna í frelsis- baráttu vorri fyrir tæpri öld undir forustu Jóns Sigurðsson- ar, að sérstakur þjóðfundur tæki ákvörðun um stjórnskipun Islands. Mótmæli hans og þing- heims, er slitið var með valdboði þjóðfundinum 1851, er einn af minnisstæðustu atburðum í seinni stjórnmálasögu vorri. Og þó var alþingi þá nýlega end ur- reist og hefði að sjálfsögðu get- að gert samþykktir um málíð. Ef einhver kynni að telja að þjóðfundarkvaðning mundi verða til þess að tef ja afgreiðslu málsins um þörf fram, hygg ég að svo þyrfti ekki að verða, ef gengið er fljótt að verki. I.’ada mundi alþingi nú geta undirbú- ið málið enn vandlegar undir fundinn en gert hefir verið iil þessa. Mun ég fús að gera nán- ari grein fyrir þessu, ef neínd- irnar telja rétt að sinna fram- angreindri hugmynd minni, og ef þess yrði óskað. Ég skal að- eins geta þess nú, að ég geri ráð fyrir því, að þjóðfundur geti hafa lokið störfum sínum fyrir lok maímánaðar næstkomandi. Reykjavík, 21. janúar 1944. (Sign.) Sveinn Björnsson.“ IrjBSi slfpms. Frh. af 2. síðu. irlitið með þessu hvílir á skipa- eftirliti ríkisins. 'Ég vil enga dóma leggja á það, hvernig hleðslumerkin eru ákveðin. Um það fjallaði fyrst ©g fremst sá maður. sem talinn er færastur til þess hér á landi, Pétur Sigurðsson, sjómanna- skólakennari. Um hleðslu skipa á fiskveið- um eru engin ákvæði til. Tókst ekki að fá það fram á alþingi, íþegar þreytingin á lögunum var gerð. Því hefir verið haldið fram, að það yrði að vera á valdi sjó- mannarma sjálfra, og þá fyrst og fremst skipstjóranna, hversu mikið þeir settu í skipin. Allar umræður um þetta mál eru því miklu viðkvæmnari og vandasamari, þar sem aðstæð- urnar gera þá kröfu til sjó- mannanna sjálfra, að þeir gæti á hverjum tíma fullrar gætni og varúðar, þar sem þeir manna bezt eiga að þekkja skip sín og hvað má bjóða þeim. Auk þess sem áður getur hefir verið allt frá stríðsbyrjun mjög Jarðarför Rebekku Jónsdóttur, fer fram mánudaginn 24. þ. m. og hefst með bæn að heimilí okkar, Vesturgötu 51 B, kl. IV2 e. h. Jarðað verður frá Dómkirkjunni. Súsanna Elíasdóttir. Þorvaldur R. Helgason. Hjartans þakkir færum við öllum þeim fjær og nær, sem á einn eða annan hátt sýndu okkur samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför dóttur okkar og systur, Hristsnar Siguróardóttur, Spítalastíg 4 B. Sérstaklega þökkum við telpnakórnum og stjórnanda hans, Jóni ísleifssyni, margs konar vináttuvott. Jófríður Kristjánsdótíir. Sig. Magnússon og systkini. Maðurinn minn, Þorleifur Jóhannesson bókavörður, Stykkishólmi, lézt í nótt á spítalanum í Stykkishólmi. Anna Guðmundsdóttir, börn og tengdabörn. Hér með tilkynnist vinum og vandamönnum, að maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GuÓmundur Bjarnason, andaðist 22. janúar að heimili sínu, Njálsgötu 72. Fyrir mína hönd og annarra aðstandenda. Hjörtfríður Elísdóttir. Minningarathðfn Minningarathöfn fer fram í Dómkirkjunni fimmtudag- inn 3. febrúar kl. 1.30 e. h. um skipshöfnina á b/v. Max Pemberton, sem fórst með skipinu hinn 11. janúar, Athöfninni verður útvarpað. ö Halldór Kr. Þorsteinsson. náin samvinna milli stéttarfé- laga sjómanna hér í bænum um allt það, sem lýtur að útbúnaði skipanna til öryg.gis lífi sjó- manna, og hafa flestallar tillög- ur þeirra verið lögfestar með reglugerðum og sú síðasta var gefin út 10. nóv. s.l. haust." — En hvað um hleðslu fiski- skipanna? ,,Eins og sakir standa vil < ekki últala mig ítarlega um það efni. Eins og þér er kunnugt um, eru bætur fyrir slys tvenns konar: Sú almenna slysatrygg- ing, sem tók stórfelldum um- bótum á alþingi fyrir frum- kvæði Alþýðuflokksins, og hin svonefnda stríðsslysatrygging. En með stríðsslysatryggingu er bætt hvert það slys, sem talið er, að orðið hafi af styrjaldar- ástæðum, eða af ókunnum á- stæðum, og þessu síðasta meg- um við ekki gleyma. Það er mjög óvarlegt að kveða upp nokkurn dóm um orsakir slysa. þegar enginn er til frásagnar. Síðasta dæmið um þetta var þegar Sviði fórst. Eins og skilja má, er hér mikið í húfi fyrir alla aðstandendur hinna látnu manna. En ef við ræðum um hleðslu skipanna í heild, þá virðist svo, að oft sé teflt á tæpasta vaðið. Fiskirúm skipanna hefir verið stækkað og notað til hins ítr- asta, fiskurinn afhöfðaður minni ís notaður, hillur í fiskirúmi mjög takmarkaðar 0. s. frv. Þetta allt hefir þau áhrif að Iþungi farmsins er mjög meiri en áður tíðkaðist. Hve miklu þessi farmaukning nemur skal ekkert fullyrt um, en ýmsir menn halda því fram. að á ein- stöku skipum geti hún numið allt að helmingi meiri þunga, en hæfilegt þótti fyrir stríð. Eins og gefur að skilja, er kapp í mönnum, og mikil freist ing, að afla sem mest, til að geta selt sem mest. Þetta á ekki aðeins við um útgerðarmenn, heldur einnig við um skips- hafnirnar.“ — En hvað er hægt að gera til að koma í veg fyrir það, að burðarþoli skipanna sé ofboðið? „Ég tel brýna nauðsyn á því, að fulltrúar hinna ýmsu stétt- arfélaga sjómanna komi sam- an og ræði þessi mál eins og þeir hafa gert um önnur örygg- ismál. Geti þeir ekki komið sér saman um jákvæða lausn, sem að haldi getur komið til fram- búðar, þá tel ég óumflýjanlegt að þing og stjórn setji með lög- gjöf þau ákvæði, sem að haldi mega koma og verði þeim fram- fylgt af- fyllstu röggsemi, án nokkurs tillits til þess hverjir hlut eiga að máli. Á þessu stigi málsins vil ég ekki benda á neina ákveðna leið, þó að ég hafi í viðtölum við fjölda manna heyrt ýmsar tillögur, sem að halda mættu koma. Ég vil ekki með þessum orð- um mínum deila á einn eða annan. En hitt er aðalatriðið fyrir mér, að þær ráðstafanir sem verða gerðar, komi í veg fyrir, eftir því, sem unnt er, að slíkir atburðir eins og hin tíðu sjóslys okkar, geti endurtekið sig.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.