Alþýðublaðið - 23.01.1944, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 23.01.1944, Blaðsíða 6
JMJÞTOUBLAÐIÐ Sunnudagur 23. |auúar 1944, hinum langvarandi, hressandi áhrifum hins nýja, ljúffenga og koffínauðuga (OLUMBIA LUXUS KAFFi Kaffibætir er með öllu óþarfur með.þessu kaffi. Það er aðeins Ijósara á lit í bollanum en venjulegt blandað kaffi, en það er líka ferskt og ómengað. Columbía Luxus kaffi fæst í öllum búðum. ATH. Columbía Luxus kaffi er í umbúðum „Grænu könn- unnar“ með álímdum miða með nafni tegundarinnar. álvðndnn. Frh. af 4. síðu. þannig, að hásetarnir áttu all- an steinbít, sem þeir drógu og eins spreki, en þorsk ýsu, upsa, löngu og keilu áttu þeir að hálfu á móti eiganda skipsins. Þá unir Jóhann Sveinsson því ekki vel, að „fleirtöluorðið frá- færur“ sé notað í eintölu. Eins og Jóhann Sveinsson mun hafa séð í Barðstrendingabók, er orð þetta notað bæði í eintölu og fleirtölu á Vestfjörðum. Hitt virðist hann ekki vita, að Vest- firðingar hafa svo sem ekki ver ið einir um eintölunotkun ®rðs ins. í Biskupa-annálum séra Jóns Egilssonar stendur: „Hann reið heiman um frá- færu frá Reynistaðarklaustri.“ Nánar til tekið er þetta að finna á bls. 78 í fyrsta bindi af Safni til sögu íslands, og eng- inn ómerkari en Jón forseti Sigurðsson sá um útgáfuna. Þá stendur í Biskupasögum Jóns prófasts Halldórssonar, fyrra bindi, bls 199: „Er frá því sagt, að einn tíma nálægt fráfærum um sum- arið var einn hjá herra Oddi í biskupsborðstofunni í Skál- holti.“ Séra Jón Egilsson var fædd- ur á Snorrastöðum í Laugar- dal í Árnessýslu, og prestur var hann einungis í Hrepphólum í sömu sýslu, en dvaldi síðan mörg ár í Skálholti. Jón Hall- dórsson var fæddur í Reyholti, var nokkur ár kennari 1 Skál- holti, en síðan prestur og pró- fastur í Hítardal. Þykir mér ó- líklegt, að notkun þeirra nafna á orðinu fráfæra verði eignuð vestfirzkum áhrifum! Jóhanni líkar illa, að skrifað sé að fara á bjarg. Hann telur þar réttara að skrifa í bjarg. Nú er það sjálfsagt svo, að Jhann Sveinsson sé ekki vanur bjargferðum eða bjargsigum, en samt þykir mér hann þarna talsvert skilningssljórri en við verði búizt af honum, manni með háskólaprófi og ritdómara- köllun. Sagt er að fólk fari á bjarg, þegar farið er til eggja- töku eða fuglaveiða, gengið er tiltölulega greiðfærar brekkur og síðan fram á brún bjargs- ins. Því næst er farið í bjargið. Á bjarg fer allt það fólk, karl- ar og konur, sem fer til aðstoð- ar fyglingnum eða sigmann- inum — og á að bera heim fuglinn —■ og á bjarg fara jafn- vel börn, sem eru í förinni ein- göngu sér til gamans — eða vegna þess, að enginn er eftir heima við til ; þess að gæta þeirra. í bjargið fer svo einung- is sigmaðurinn. Þetta virðist nú vera nokkuð svona auðskilið og eðlilegt mál. Ljótt þykir Jóhanni orðið hagfæringur — í staðinn fyrir fjallslamb, hagalamb, eins og hann segir. Jæja, svo er margt sinnið sem skinnið. Á Yest- fjörðum er hagfæringur al- gengt orð, en stundum hefi ég líka hér vestra heyrt lömb, sem færð hafa verið frá mæðrum sínum, nefnd fjallalömb, gras- lömb eða fráfærulömb. Utan Vestfjarða hefi ég einnig heyrt menn segja fráfæringur og hagalamb, en um fjallslamb hefi ég aldrei heyt talað, og ekki hefi ég séð þetta orð í riti fyrr en nú í grein Jóhanns Sveinssonar. Ég hefi flett upp í orðabók Blöndals, og þar finn ég fjalllamb, en fjallslamb ekki. Þykir mér þetta orð ó- liprast og óviðfeldnast allra þeirra, sem koma í stað hagfær ingsins vestfirzka, en bezt kann ég aftur á móti við graslamb og hagalamb. Samt þykir mér hagfæringurinn bera af öllu, vera geðþekkt orð og skynsam- legt. „Rangt mál er“, segir ritdóm arinn, „að fuglinn sé orpinn.“ En mér fáfróðum er spurn: Er þá ekki jafnrangt: ærin er bor- in, kýrin er borin, tíkin er got- in, hryssan er köstuð? Sá spyr sem ekki veit. Loks er svo það, sem Jóhann Sveinsson kveður vera alrangt — að festa kippum. Segir hann þarna koma fram hina miklu , Jþágufallssýki“ ‘ V estfirðinga. „Festa stýrir þolfalli“, stendur skrifað. Én hér á Vestfjörðum stýrir festa ýmis þolfalli eða þágufalli, og eftir því hvernig á stendur. Ég festi bátinn undir bryggjunni, þýðir allt annað en: ég festi bátnum undir bryggj- unni. Hið fyrra þýðir, að ég hefi orðið fyrir óhappi. Bátinn hefir borið undir bryggjuna, síðan hefir fallið meira og meira og meira að, og loks þeg- ar ég fer að athuga um bátinn, er hann orðinn fastur undir bryggjuskrambanum, og það Höfuðplága Reykvíkinga: Yfirráð íhaldsins og sleifarlagsins í bæjðrmálum höfuðstaðarins Rangfærslum Morgunblaðsins hnekkt AÐ VAR látin ótalin stærsta plága Reykvík- inga hér í blaðinu í fyrradag. Sú plága er yfirráð afturhalds- ins í bæjarmálum Reykjavík- ur? fjötur sleifarlagsins, sem ávallt hefir staðið í vegi fyrir öllum framfaramálum bæjar- búa og aldrei verður aflétt fyrr en kyrrstöðuöflunum er óstætt vegna ofurþunga almennings- álitsins. Hitt var aftur nokkuð rakið, hvílíkar búsifjar Reykvíking- um eru búnar vegna skorts á helztu og frumstæðustu nauð- synjum: Rafmagni, vatni, góðri mjólk og mjólkurafurðum og loks á hita, eftir að bæjarfélag- ið hefir tekið að sér að uppfylla þarfir bæjarmanna um upphit- un híbýla þeirra. Viðbragð Morgunblaðsins, höfuðmálgagns sleifarlagsins og afturhaldsins, við réttmætri gagnrýni Alþýðublaðsins á stjórn þessara mála, sýnir bet- ur en nokkuð annað, hvílíkan málstað það hefir tekið sér fyr- ir hendur að verja. Tveggja dálka andsvar Mbl. við þessari gagnrýni er einvörðungu byggt á fölsunum og ósannindum, en forðast er að ræða kjarna máls- ins.' Morgunblaðið segir að Al- þýðublaðið hafi kallað hitaveit- una og Sogsvirkjunina „plágur Reykvíkinga“. Jafnvel Mbl. hefir aldrei tekizt að segja meira ósatt í nokkru máli en hér er gert. Alþýðublaðið átaldi sleifarlagið og skammsýnina, er ráðið hefði í framkvæmd þess- ara nauðsnnleciu oq óhjákvæmi legu stofnana. Álþýðublaðið gerir kröfu til hvorstveggja: að notaðir séu allir möguleikar landsins, s. s. orka fallvatnanna og hitinn í iðrum jarðar, til að búa börnum þess betra líf og meiri þægindi en þjóðin hefir nokkru sinni haft af að segja; og hins, — að í stofnsetningu og rekstri þeirra fyrirtækja, sem sett eru á laggirnar í þessu skyni, sé gætt þeirrar framsýni, árvekni og skyldurækni, að þau verði almenningi ekki hefndargjöf. Hinum menningarsnauða ill- yrðavaðli Mbl. út af þeim orð- um Alþýðublaðsins, að þegar fólk sitji skjálfandi í íbúðum sínum í 12—17 stiga frosti, þá óski það „þess í hjarta sínu, að aldrei hefði verið ráðizt í annað eins glæfrafyrirtæki og hita- veitu fyrir Reykjavík,“ þarf ekki að svara. Sérhver vitibor- inn maður skilur, að þar er átt getur vel farið svo að hann sökkvi. Hið síðara þýðir, að ég hefi farið. með bátinn undir bryggjuna og gengið þar þann- ig frá honum, að hann eigi ekki að geta farið út. Þegar ég festi bátinn, er hann þolandi, en þeg ar ég festi bátunum, er hann þiggjandi. Hér er um mismun- andi merkingu að ræða, en ekki hina illræmdu „þágufallssýki," og man ég eftir svipaðri notk- un annarar sagnar. Við skulum leggja bátnum á höfninni, segj- um við, og þetta þýðir: við skul um leggja bátnum við akkeri — eða stjóra. En svo tökum t. d. við kempurnar, ég og Jó- hann Sveinsson, bát, sem stend ur í flæðarmáli, og berum hann á milli okkar undan sjó. Svo segir Jóhann Sveinsson:: Við skulum leggja bátinn hærra á við þetta: Ef jafn sjálfsögð fyr- irtæki til almenningsheilla og hitaveita fyrir Reykjavík, tak- ast á þá lund að þau uppfylli ekki ætlunarverk sitt, þá er það fullkomið hneyksli. Með stofnun hitaveitu er létt af almenningj þeirri kvöð,- að hver maður skuli hita sitt hús, og menn eru ekki lengur við því búnir að þurfa fyrirvara- laust að taka upp fyrri hætti í þeim efnum. Ef almenningsfyr- irtæki, sem tekið hefir að sér að bæta úr þessum þörfum borgar- anna, er þess ómegnugt og reynist þannig ekki vaxið ætl- unarverki sínu, þá er það „glæfrafyrirtæki". Það er hins vegar ekkert ,,glæfrafyrirtæki“ að virkja jarðhitann á íslandi til upphitunar húsa — en það er bara ekki sama, hvernig framkvæmdirnar fara úr hendi. Þetta ætti jafnvel „vitsmuna- veru“ Morgunblaðsins ekki að vera ofvaxið að skilja. Margendurteknum ósannind- um Morgunblaðsins um fjand- skap Alþýðuíblaðsins í garð þeirrar hugmyndar að hita Reykjavík upp með heitu vatni gerist heldur ekki þörf að svara. Þær einu hindranir, sem verið hafa í framkvæmd þessa máls, voru hátterni kyrrstöðu- aflanna, sem stjórna Reykja- vík. íhaldsmeirihlutinn í bæj- arstjórn Reykjavíkur fór alltaf með þetta mál sem pukursmá.l og ætlaði að hagnast á því póli- tískt. Það var forðast að hafa um það samráð og samstarf við aðra flokka. Þess vegna dróst árum saman að hrinda málinu í framkvæmd, og loks þegar það tókst, var fyrirtækið ekki að- eins orðið 3—4 sinnum dýrara en upphaflega áætlað, heldur er útkoman þessi: að fólk verð- ur öðru hvoru að sitja í ískulda í íbúðum sínum. Þ a ð er sök afturhaldsins, höfuðplágunnar, sem Reykvík- ingar verða að búa við eins og nú standa sakir. HVAÐ SEGJA HIN BLÖÐINT naumast orðið önnur en sú, sem hér var lýst, ef ekki verður innan skamms breytt um stefnu." Nei, það er engin ástæða til að bregða bréfritaranum um neina bölsýni. Hann veit vel, hvernig flokkur hans sjálfs hef- ir hegðað sér undanfarin ár. Eða við hverju er að búast, þar sem stærsti flolckur landsins er svo blindaður, að taka beinlínis höndum saman við upplausnar- flokkinn og gerast handbendi hans, eins og Sjálfstæðisflokk- urinn hefir gerzt hjá Kommún- istaflokknum hér?! sandinn. Um hina hvimleiðu „þágu- fallssýki“ er það að segja, að hún mun ekki vera sér-vest- firzkt fyrirbæri. Þegar , ég var að alast upp notuðu Vest- firðingar ekki , þágufall rang- lega svo að ég muni, nema í tveim samböndum. Þeir sögðu: „Ég þori því ekki,“ og „ég vil taka því fram.‘“ Þágufallssýk- inni kynntist ég fyrst á Suður- landi, en nú er hún víst orðin eins og landafjandi um allar byggðir og þorpagrundir, og mér dreymir og henni langar jafnt í dagblöðunum eins og á götum Reykjavíkur, ísafjarðar og Siglufjarðar. Og mörg er sýkin, en sú þó kannske verst að hafa áleitna tilhneigingu til þess að snúa réttu í rangt. Guðmundur G. Hagalín. Samkór Rvíkur: Fyrsfi samsöngur ungs söngfélags AÐ er æskulétt söngfylk- ing, sem myndar Samkór Reýkjavíkur, og jafnvel í byrj- un þorrans slær sólstöfum á söngpall miðnæturhljómleik- anna, er hinir bjartskrýddu söngálfar svífa fram á sviðið. Og þeir hefja upp þýðar raddir sínar og kveða ljúflegan óð um sænskt sumarkvöld og þýzka jólanótt með grönnum æsku- hreim sextíu kórradda. Hinn viðkvæmi persónustíll Schu- manns hæfði mjúklegum tök- urn kórsins mjög vel, en víxl- verkanir og hraður talsöngur- Karls Kunolfssonar í hinu æv- intýralega og hárómantíska sagnkvæði „Förumannaflokkar- þeysa“, virðast eindregið hæfa upprunalegum flutningsaðila bezt — vígreifum karlakór.. Samkór Reykjavíkur er rétt- nefni þessa kórfélags vegna þess, að hann er tvíþættur, blandaður kór og karlakór, og syngja þar í rauninni tveir kórar saman. Annars er næsta. óeðlilegt, að ósamkynja raddir skuli mynda samkór, en sam- kynja raddir ekki. Karlakórinn „Érnir“ er því aðeins hluti af blandaða kórnum, og mátti glöggt finna það, er yfirradd- irnar höfðu látið hann einan hasla sér völl. Kom hér vel fram munurinn á réttilega þjálf uðum og samsungnum karlakór og kóristum, sem til tilbreyting ar taka sér karlakórslag í hönd. Að síðustu söng blandaði kórinn létt lög með líflegum skemmtiblæ við lipurlegan pí- anóundirleik Önnu Sigríðar Björnsdóttur. Jóhann Tryggva- son stjórnaði hvorumtveggja kórunum með rösklegum en nokkuð yfirdrifnum tilvísunum,. og hafði hann þar að auki radd- sett tvö laganna fyrir blandað- an kór. Áheyrendur klöppuðu óspart lof í lófa þessum lofsverða ný- græðingi í kórlífi Reykjavíkur, þessari virðingarverðu tilraun til að veita æskunni starfandí hlutdeild í ástundun tónlistar. H. H. LeyniheriBD franski Frh. af 5. síðw. — Ekkert tóbak tii. Þið erucS ekki þeir fyrstu. — Jæja, hveitipípur þá. -— Ég á bara þrjú kíló. — Láttu okkur fá þau og eitt- hvað af aldinmauki. —- Hver borgar? spurði kon- an. — Hugsa þú ekki um það. Meðan tveir setja umbúðir um úttektina, skrifar sá þriðji eftirfarandi orð á blað. Úttekt á eftirtöldum vörum: (hér voru vörurnar taldar upp) skrifist hjá leynihernum og. greiðist, þegar de Gaulle og Giraud hafa tekið völdin. Hungur, kuldi og njósnarar í þjónustu lögreglu Vichystjórn- arinnar og Þjóðverja eru verstut óvinirnir. Bændur og þorpsbú- ar veita leynihermönnunum hins vegar allt það lið og braut- argengi, sem þeir mega. Og lögreglumenn þorpanna og bæj anna úti á landsbyggðinni eiga. það jafnvel til að veita leyni- hermönnunum og stuðnings- mönnum þeirra lið með ýmsum hætti. Minningarathöfn um skipverjana, sem fórust með Max Pemberton, fer fram 3. febrú- ar næstkomandi. Betanía. Samkoma í kvöld kl. 8.30. Ingv- ar Árnason og Ólafur Ólafsson tala. „j

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.