Alþýðublaðið - 05.02.1944, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 05.02.1944, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIP Laug'ardagur 5. febrúar 1944. Otgefaadi: Alþýðuflokkurinn. Ritetjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn og afgreiðsla í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar ritstjórnar: 4901 og 4902. Símar afgreiðslu: 4900 og 4906. Verð í lausasölu 40 aura. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Bjðrgvin Guðmundsson: Fyrirmyndin. FYRIR NOKKRUM dögum var í pistlum Morgunblaðs ins „úr daglega lífinu“ kynntur fyrir Reykvíkingum maður að nafni Hólmfastur, sem höfund- ur pistlanna er ákaflega hrif'inn af og segist trúa, að við hefðum öll gott af að kynnast. Þessi Hólmfastur er, að frá- sögn Morgunblaðsrithöfundar- ins, þægileg mótsetning við þá menn, sem alltaf eru að vandlæt ast • yfir því, sem aflaga fer í iþessum bæ; sem alltaf eru að heimta endunbætur á hinu og þessu. Hann er ekki að kippa sér upp við það, þó að heita vatnið hverfi úr bænum öðru hvoni, rafmagn vanti klukkutímum eða jáfnvel sólarhringum sam- an og íbúar höfuðstaðarins verði þar af leiðandi að hírast bæði í kulda og myrkri. Hann er hinn ánægðasti með slíkt ástand og skilur ekkert í, að nokkur skuli leyfa sér að vera með aðfinnsl- ur út af því, svo ekki sé nú minnst á aðra eins ósvífni og þá, að kalla heitavatnsleysið, raf- magnsléysið, mjólkurleysið og öll hin mörgu leysi í þessum í- haldsstjórnaða ibæ, plágur á í- búum hans! „Er nokkur hemja að láta svona?“ segir Hólmfast- ur í lok viðtals síns við rithöfund Morgunbl aðsins. Þetta er maður, sem. honum líkar við. Þannig eiga Reykvík- ingar að vera! * Fyrir tveimur og hálfri öld var uppi maður hér á Suðurnesj um, sem einnig hét Hólmfastur. Þá ríkti hér :á landi sú mesta kúgun, sem um getur í sögu ís- lenzku þjóðarinnar — danska einokunarverzlunin. Hvorki bændur né fiskimenn máttu um frjálst höfuð strjúka fyrir henni. Þeir urðu að sitja og standa eins og hún vildi; gera sér að góðu að kaupa ryðgað járn, maðkað mjöl fúin snæri við uppsprengdu verði og láta afurðir sínar, fisk- inn, kjötið, ullina og smjörið í staðinn fyrir smámuni eina. Já, iþeim var meira að segja fyrirskrifað, hvar á landinu og við hvaða kaupmenn þeir mættu verzla. Ef út af var brugðið lágu við líkamlegar refsingar, hýðing ar, ef ekki flutningur af landi burt og ævilöng þrælkún á Brim arhólmi. Hólmfastur var einn af þeim, sem fékk eftirminnilega á þess- ari kúgun að kenna. Honum varð á að selja nokkra fiska í Hafnarfirði, sem samkvæmt vís- dómsákvæðum hins danska verzlunaríhalds áttu að seljast í Keflavík. Fyrir það var hann bundinn við staur og kaghýddur öðrum til viðvörunar, sem svo djarfir kynnu að vilja gerast, að rísa upp á móti boði eða banni einokunarinnar. Þessa atburðar hefir oft síð- an verið minnst í sögu okkar til marks um mestu niðurlægingu þjóðarinnar. Og nú hefir Morgunblaðið enn rifjað upp nafn hans með því að velja það Reykvíkingnum á okk ar dögum eins og það' og eins og íhaldið vill hafa hann. Hann á að vera eins og kaghýddur þræll frá fyrri öldum, sem varð Tíðarandinn og Þjöðaruppeldið. VIÐHORF MANNA gagn- vart aldarandanum eru venjulega táknuð með orðunum „frjálslyndur" og „þröngsýnn“ eða framsækinn" og „íhaldssam ur.“ Á slíkum tímum sem nú ganga yfir þjóðlíf okkar eru þessi hugtök mjög villandi. Því, að íhaldssemi á upp- lausnar-tímum er runnin af sömu rót og íramsækni á kyr- stöðutímum. í báðum tilfell- unum er það einungis maður- inn, sem gagnrýnir tíðarand- ann og stjakar við honum. En tíðarandinn er ævinlega þröng sýnn, að ég ekki ákveði blind- ur, hvort sem hann er kyrr- stæðui* eða flumósa. Það mun vera óhætt að full- yrða, að flestar eða allar bylt- ingar hafi þokað mannkyninu meira og minna áleiðis til betri lífsskilyrða og þroskaðra hug- arfars En hitt er þá líka engu ósannara, að þær hafa hvar- vetna skilið eftir sig blóðug spor og leitt meiri og minni hörmungar yfir þær' kynslóðir, sem uppi voru samtímis þeim. Og jafnan eru það hefndarráð- stafanir byltingamannanna fyr ir virkilegar og ímyndaðar synd ir gamla tímans, sem skilið hafa eftir blóðugustu sporin. Að minnsta kosti tvívegis áður hafa reglulegar úpplausn aröldur skollið á voru litla þjóð félagi, og nú erum við stödd í kverk þeirrar þriðju og mestu. í hvaða ástandi hún skolar þjóð inni aftur í örugga fótfestu er áreiðanlega, að mestu leyti und ir okkur sjálfum komið, og það varðar miklu að við gerum okk ur það fyllilega ljóst meðan tími er til, hvort við m. a. kunn um nokkuð að læra af því, sem við teljum að miður hafi farið, bæði hér og annarsstaðar, á þeim upplausnar- og byltingar- tímum, sem við höfum sögur af. Ég efa ekki, að allir, sem á annað borð vilja nokkuð, vilji þjóð sinni vel. Það eru aðeins leiðirnar, sem mönnum kemur ekki saman um, og þó sízt af öllú á byltingatímum. En eitt ættu samt allir að geta verið samdóma um, og það er: að al- drei fremur en á upplausnar- tímum er þörf á gætni og gagn- kvæmum skilningi. Flestar bylt ingar grundvallast og hefjast á hugsjónum og réttlætiskennd göfugra manna, en þær enda líka flestar í blindu skrílsæði, sem engu eirir, andlegri og lík- amlegri kúgun og alls konar hermdarverkiim af því, að menn gera sér ekki grein fyrir því rétta eðli þeirra, að þær verða svo bezt heillaríkar, að þær gangi háegt yfir. Hættan við byltingarnar er einkum sú, að þær verða venjulega sjálf- virkar og óviðráðanlegar, kom ist iþær yfir visst stig, og verða úr því að herða snerruna unz þær liðast sundur undir sjálf- um sér. Gangur þeirra er venju lega sá, að skáld off hugsjóna- menn fella sig ekki við tíðar- andann, eins og hann er, og hefja ýmis nýmæli til umbóta. Oftast er þeim fálega tekið framan af, því að múgurinn er jafnan svifaseinn, ef hann er í kyrrstöðu. En hann er líka jafn seinn til að hægja á sér, ef skriður kemst á hann á annað borð, og honum er ógnar gjarntlyndi stjórnandi kynslóðar, til að ruglast í því, hvort það eru í rauninni ómengaðar kenn ingar hugsjónamannanna, eða slagorð og æsinga-skvaldur á- byrgðarlausra taglhnýtinga þeirra, sem halda á honum skriðinu og ráða stefnunni. Og fyrr en varir er svo komið, að frömuðirnir sjálfir eru orðnir langt á eftir tímanum, sem kall að er, og þá náttúrlega stimpl- aðir sem íhaldsseggir, nátttröll og þar fram eftir götunum. Þetta stafar samt ekki af því, að þeir sjálfir hafi, í neinu veru legu skipt um skoðun, heldur af því, að lærisveinar þeirra, jafnvel þeir fáu sem nokkru sinni skildu þá, eru fyrir löngu orðnir viðskila við kennin°-ar þeirra, af því að þeim finnst þeir vera til neyttir að elta múginn og lýðskrumarana lengra og lengra. En þar með er ekki öll sagan sögð, því að þar kemur loks, að æði múgsins fer langt fram úr jafnvel lýðskrum urunum. Þá sezt meðalmennsk an í öndvegið, þá fjölgar þeim svo ört, að firnum sætir, sem vilja vera forinpiar, en hinum fækkar að sama skapið sem geta það, enda síþverrandi jarð vegur fyrir þá, .því að meðal- mennskan hatar ekkert jafn mikið og yfirburði. Þannig leið ir svo blindur blindan eftir refilstigum isma orf endema, þar sem öllu er hleypt í strand. Hvort, sem okkur er það ljúft eða leitt, hljótum við að játa, að við erum komin helzt til langt út á þann breiða veg, sem að framan ^etur, og okkur er áreiðanlega hollast að kann- ast við það. Þó að margt gott megi segja um þjóðmegun okkar að undanförnu, má engan veg- inn síður margt að henni finna. Að vísu muri dugnaði þjóðarinn ar á athafnasviðinu síðastlið- inn aldarþriðjung verða mjög réttilega við brugðið í sögu henn ar sem hálfgildins kraftaverki. Eri á ýmusum öðrum menning- arlegum sviðum uggir mig, að hún fái, líka réttilega, annan og lagari dóm. Hún hefir á þessu tímabili hagað sér líkt og ung- lingur, sem farinn er að finna vaxandi krafta í kögglum, og þykir karlmannlegt að láta þá sjást, en hirðir minna um þó að manndómurinn komi einkan lega fram í tóbaksnotkun, drykkjuskap, íllum munnsöfn- uði, dónalegum framgangsmáta o. s. fvr. Þess má líka geta henni til afsökunar, að hún hef ir verið óheppin hvað það snertir, að viðreisnartímabil hennar skyldi endilega þurfa að verða samferða þeirri mestu upplausnar og öngþveitisöld, sem átt hefir sér stað á jörðu hér. En í því sambandi hefir okkur farið líkt og uppskafn- ingnum, sem leggur sig fram um að stæla betur megandi fólk, og gerir það af slíkri rauns, sem yfirstígur langsam- lega lifnaðarhætti þeirra, sem hann hyggur sig vera að líkja eftir. Því verður ekki neitað, að í siðferðilegum og andlegum efn um hefir þróunin orðið öll önn- ur og lakari en æskilegt væri. Með mannúðaröfgum og ein- hverju, semi kallað er göfug- að láta allar plágur einokunar- verzlunarinnar yfir sig ganga án þess að kvarta. Þá þarf ekki að óttast, að hann verði með neitt uppsteit þó að heita vatnið, rafmagnið eða mjólkina vanti klukkutímum eða só'larhring- um saman. Með öðrum orðum: 'Þá getur sleifarlagið haldið á- fram án iþess að íhaldið þurfi að hafa nokkrar ahyggjur af. Já, það er sannarlega engin . furða, þótt Morgunblaðsrithöf- undurinn sé hrifinn af Hólm- fastri sínum og bendi höfuð- staðarbúum á, að taka hann sér til fyrirmyndar! En hvernig skyldi þeim geðj- ast að þessari hugsjón íhalds- ins? Hvort skyldu þeir hafa löngun til þess að vera eins og kaghýddir þrælar í sínum eigin bæ, íhaldinu, sem stjórnar hon- um, til öryggis og dýrðar? hafa uppeldismál þjóðarinnar gersamlega farið út um þúfur og umhverfzt í fullkomið aga- leysi. í sambandi við allt of- skólafarganið kennir svo mik- ils ósamræmis, að í öðru veif- inu lítur helzt út fyrir að börn unum sé ætlað að ala sig upp sjálf. Mannúðarinnar vegna má ekki einu sinni banna joeim, hvað þá refsa á annan hátt fyr- ir hvaða óknytti og ósvinnu, sem þau hafa í frammi. Þau eiga að læra af reynslunni, sem á allan hátt er reynt að afstýra að þau fái, og einhverju heim- spekilegu þvaðri um að heimsku pör þeirra geti kannske komið þeim síðar í koll. Af þessu leið ir svo það, að uppivöðslusam- asti óvitinn verður húsbóndi á sínu heimili og, að vissu leyti hinn raunverulegi skólastjóri þegar þar að kemur. Ja, svodd- an mannúð. Við sjáum ekkert ómannúð- legt við að temja hunda okkar og hesta með viðeigandi aðferð um, enda er það ekki. Þetta er nauðsyn, sem ekki verður um- flúin. En við getum ekki hugs- að til að temja barnið með við- eigandi aðferðum, sökum þess að þær gætu kannske kostað það fáein tár, því að tamning er nú einu sinni tamning. Það er þó þeim mun meiri nauðsyn á tamningu barnsins en hunds- ins, sem það á fyrir sér lengra líf og margbreyttara ævistarf, og svo líka vegna þess að sum börn eru svo sem engir englar. Það getur maður bezt séð á ílla innrættum og illa uppöldum götustrák, því að andstyggi- Anglýsingar, sera birtast eiga í Alþýðublaðinu, verða að vera komnar til Auglýs- ingaskrifstofunnar í Alþýðuhúsinu, (gengið inn frá,1 Hverfisgötu), fjrrir bl. 7 að kröldi. Sfml 4906. legira ungviði getur ekki hjá nokkurri dýrategund. Munur- inn á prúðu og óprúðu barni er svona eitthvað álíka og virði maður fyrir sér kvisthlaup á kolaskoti annarsvegar en sólina hinsvegar. Til er spakur máls- háttur eitthvað á þessa leið: að sá sem stjórni vöggunni, stjórni heiminum. Það liggur því í aug um uppi, að þar sem um barna- uppeldi er að ræða, er meira í húfi en svo, að þeir, sem það gera, megi láta augnabliksmeð- aumkun og afvegaleidda mann úð aftra sér frá að viðhafa þær aðferðir sem óumflýjanlegar eru. Heimspekilegt þvaður við ó- prúð og baldin börn er jafn gagnslaust. og að ætla sér að saga sundur stálbút með ló- bandi, svo sem það, að segja barninu að heiiriskupör þess og óknyttir kunni að bitna á því sjálfu einhverntíma síðar, Framhald á 6. síðu. ÞORVARÐUR BJÖRNSSON sem um langa hríð hefir haft náin kynni af öryggismál- um sjómanna og er vel kunnug- ur öllu því, að þessum málum lýtur, ’flutti mjög athýglisverða ræðu á fiskiþinginu nú í vik- unni. Var ræða hans síðar birt í Vísi. — Um skipaeftirlitið segir Þorvarður: „Við höfum í gildi lagabálk mikinn um byggingu og styrkleik skipa, um viðhald og eftirlit, um öryggisútbúnað og björgunartæki og svo ótal reglugerðir er nánar ákveða um einstök atriði í fram- kvæmd þessara laga, um hleðslu- merki o. fl. o. fl. Ef út af þessu er brugðið eru þung viðurlög. Get- um hugsazt að nokkrar veilur séu í lögum þessum og framkvæmd- um þeirra? Hér er skipaeftirlit ríkisins, skipaskoðunarstjóri, skipa skoðunarmenn og eftirlitsmenn með þessu og með hinu. Er þá ekki allt í bezta lagi? Það mætti virðast svo.“ Um hleðslu togaranna og hættu þá, er af ofhleðslu þeirra stafar, segir Þorvarður: Togarar eru yfirleitt talin góð sjóskip, og eru það, það veit ég af reynslu. Og hefir oft reynt á það í hinni djörfu sjósókn. En nú virðist allt í einu að þeir séu orðn- ir svo miklar sjókæfur, sem kall- að er, að gamlir og reyndir skip- stjórar hafa aldrei komizt í aðra eins raun og nú, að ná landi á þeim, þótt veður sé ekki sem verst. Af hverju stafar þetta? Skipin eru þau sömu og mennirnir þeir sömu sem hafa stjórnað þeim um mörg undanfarin ár. Hvað er breytt? Eru þau kannske með meiri farm innanborðs, en þau höfðu áður? Látum staðreyndirnar tala. Miðl- ungsstærð af togurunum okkar, sem eru um 300 brúttó tonn, voru með fullar fisklestar taldir full- hlaðnir, en þó færir til að mæta flestum þeim veðrum, sem gera má ráð fyrir við strendur lands- ins, og milli landa, með 3200—■ 3600 körfum af fiski. En nú er \ landað upp úr þeim sem næst 5200—5600 körfum. Áður var ís- fiskur ekki hausaður, en þar á móti gert nú, og er þar af leiðandi sama fyrirferð af fiski nú mikið þyngri en áður, því hausinn er léttasti og fyrirferðarmesti hluti fisksins. Mun þessi munur nema um eða yfir 70 tonn. Og á skip sem ekki er nemá 300 tonn sjá allir hvaða áhrif það muni hafa á hleðslu skipsins, og þegar þar við bætist að allur þessi þungi kemur fyrir framan miðju þess, hvernig verður þá með sjóhæfni þess. Oss finnst þetta ótrúlegt, en því miður mun það satt vera. Þegar talað er um hvað skip beri, er átt við hvað mestan þunga sé hægt að láta í skipið án þess sjóhæfni þess sé rýrð að mun. En nú er látið í skipin, það sem þau fljóta með, án tillits til sjó- hæfni. Þetta dæmi er af togara sem hefir óbreytt lestarrúm, en þar mun fiskur hafa verið látinn í hina svokölluðu netalest. Þess hefir verið gétið opinber- lega að stækkun lestarrúms sé eingöngú gert með það fyrir aug- um, að auka eða að minnta kosti ekki rýra sjóhæfni og öryggi ekips ins, því á móti því rúmi sem mynd- ast aftast í lestum, sé skilið eftir tómt rúm fremst. En eftir frásögn togaramanns í einu dagblaðanna fyrir skemmstu mun þetta í flest- Framhald á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.