Alþýðublaðið - 05.02.1944, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 05.02.1944, Blaðsíða 7
iLaugardagur 5. febrúar 1944» ALÞYÐUBLAÐIÐ 7 [Bœrinn í dag.l Næturvörður er, í nótt í Lækna- -•varðstofunni, sími 5030. Næturvörður er í Laugavegs- apóteki. Næturakstur annast ,,Hreyfill“, .sími 1633, ÚTVARPIÐ: 12.10—13.00 Hádegisútvarp. 15.30—16.00 Miðdegisútvarp. 18.30 Dönskukennsla, 2. fl. 19.00 Enskukennsla, 1. fl. 19.25 Hljómplötur: Karlakórinn „Geysir“ syngur. 19.50 Auglýsingar. 20.00 Fréttir. 20.20 Leikrit: „Þrír skálkar" eftir Carl Gandrup (Leikstjóri: Þorsteinn Ö. Stephensen). 21.50 Fréttir. 22.00 Danslög. '24.00 Dagskrárlok. "JPríkirkjan í Reykjavík. Unglingafélagsf undur í kirkj - unni kl. 11. Mætið allir. Sr. Árni Sigurðsson. 'Háskólakapellan. Messa á morgun kl. 5 e. h. Leó -Júlíusson, stud. theol. Leikfélag Reykjavíknr sýnir Óla smaladreng kl. 5 á morgun, og Vopn guðanna, annað .kröld. Bréf Dagsbrúnar Áramóladansleikur slúdenta Öhróðri og kviksög- úm hnekkt Frá stúdentaráði háskólans hefir Alþýðublaðinu borizt eftirfarandi tilkynning eftirfarandi yfirlýsing með til mælum um að hún yrði birt í blaðinu. “1T EGtNA RÆÐU ÞEIRRAR, * er Guðmundur Sveinsson ^uðfræðinemi flutti í útvarpið 30. f. m. um síðasta áramóta- -dansleik stúdenta, vill Stúdenta xáð taka fram eftirfarandi: Á síðasta áramótadansleik stúdenta, er haldinn var eins •og að undanförnu, í anddyri há- rskólans. voru um 700 manns. Vínveilingar voru þar sem á öðrum stærri skemmtunum bæjarins þettá kvöld og var öll- um háskólastúdentum fyrirfram um það kunnugt, ræðumanni sem öðrum. Þeir, sem gættu •dyra og önnuðust eftirlit á sam- komunni alla nóttina, og að .■sjálfsögðu ekki neytu víns, kveða dansleil^inn hafa farið vel fram og með ágætum, sé tekið tillit til þess hve margt fólk var þarna saman komið. Ein barsmíð, framin af manni, er <ekki var stúdent og lau-mast ihafði inn á dansleikinn eftir ó- þekktum leiðum. vildi til þesso uótt. Sögusagnir ræðumanns um borðveltur og ósjálfbjarga menn hér og þar í húsinu, eru upp- spuni einn. Má einnig í þessu sambandi geta þess, að umsjón- armaður háskólans kveður eng- in spjöll hafa orðið á húsi eður húsmunum um nóttina og er slíkt einsdæmi í jafnmiklum þrengslum. Vísar Stúdentaráðið á • bug þeim bviksögum, er ræðumað- ur sagði og sagðar kunna að vera af áramótadansleik stúd- enta, en vísar þeim, er vilja fá glöggar upplýsingar um málið, að leita umsagnar lögreglunn- ar, en þrír lögregluþjónar höfðu á hendi dyravörzlu og gæzlu á dansleiknum. og munu þeir geta hlutlaust greint frá atvikum. Telur Stúdentaráð illa fárið, er maður úr hópi háskólastúd- enda gengur fram fyrir skjöldu í því, að rýra heiður háskólans og sverta skólafélaga sína í aug- landsmanna, að ástæðulausu. Stúdentaráð. Frh. af 2. síðu. vorri á núgildandi samningi, 22. ágúst 1942, hiilli Vmf. Dags- brún og Vinnuveitendafélags Islands, leyfum vér oss að senda yður uppkast að nýjum samn- ingi. Eins og sjá má af uppkasti þessu, felur það aðallega í sér leiðréttingu og samræmingu grunnkaups vegna þeirra breyt inga, er orðið hafa á sviði verð- lags og vísitölu síðan nefnd-ur samningur var gerður. Samkvæmt samningi vorum hækkaði dagkaup verkamanna um 16 af hundraði. Af þessu má sjá, að litlar breytingar í óhagstæða átt máttu verða til þess, að grunn- kaupshækkun verkamanna sam kvæmt samningi þessum, yrði skert verulega eða að engu ger. En einmitt á þann veg hefir þróunin gengið. Þegar núgildandi samningur vor var gerður, var út frá því gengið, að dýrtíðarvísitalan yrði endurskoðuð og leiðrétt, þannig að tryggt yrði, að verka menn bæru ekki skarðan hlut frá borði. Ríkisstjórnin hefir nú, eins °g yður mun kunnugt, látið gera nokkrar athuganir á grund velli vísitölunnar, án þess þó að til neinnar leiðréttingar hafi enn komið. Þessar athuganir hafa leitt í ljós, að grundvöllur vísitölunn- ar er verkamönnum óhagstæð- ur í verulegum atriðum. Nægir því til sönnunar að nefna þátt húsaleigunnar í vísi- tölunni, og enn fremur þá stað- reynd, að í grundvöll hennar hafa alls ekki verið færðir veigamiklir útgjaldaliðir. Þá má enn fremur benda á þá mikilvægu staðreynd, að matvöruvísitala er mjög há (var síðustu þrjá mánuði ársins 1943 326 stig að meðaltali), en í heildarútgj öldum verkamanna er þessi liður, matvaran, hlut- fallslega meiri en hjá þeim stéttum, sem eru betur efnum búnar. Loks má benda á hina mjög svo óhagstæðu aðferð, sem við- höfð hefir verið við útreikning vísitölunnar. Glöggt dæmi þess eý sú staðreynd, t. d., að síðast- liðið haust var kjöt lækkað í verði með framlögum úr ríkis- sjóði eftir að almenningur hafði yfirleitt keypt vetrarforða sinn af þessari vörutegund, enda hafa niðurgreiðslur ríkissjóðs á landbúnaðarafurðum á innlend lendum markaði yfirleitt, haft mjög neikvæð áhrif á fjárhags- afkomu verkamanna. Af öllu þessu og öðrum hlið- stæðum staðreyndum, verður því séð, að gildi þeirrar kaup- hækkunar, er verkamenn fengu með samningi vorum 22. ágúst 1942, hefir jafnt og þétt rýrnað svo, að til vandræða horfir nú fyrir verkamenn. En auk þessa vildum ver mega benda yður á, að lág- markskaup i almennri verka- mannavinnu hefir síðastliðið hálft annað ár verið hlutfalls lega mun lægra en kaup fag- lærðra verkamanna hér í bæ, miðað við gildandi hlutfall fyr- ir stríð. Hins vegar svara kr. 2.50 hér um bil til þess, að því sama hlutfalli yrði aftur náð. Þá er og þess að gæta, að víða út um land hefir kaupgjald verkamanna undanfarið verið jafnhátt eða hærra en hjá verkamönnum í Reykjavík, enda þótt framfærslukostnaður í Reykjavík sé hærri en í nokkr um öðrum bæ á landinu. Eins og yður mun kunnugt, hefir verkamönnum veitzt auð- veldara undanfarin ár að mæta vaxandi dýrtíð sökum' þess, að þeir hafa unnið óhóflega langan vinnutíma fram yfir venjulega dagvinnu. . Én á síðasta ári hefir þetta breytzt mjög í það horf, að unnin væri einungis dagvinna, eða 1—2 tímar í eftirvinnu að jafnaði. Það er því augljóst, að heild- artekjur verkamanna minnka að mun af þessari orsök einni og gerir leiðréttingu á grunn- kaupi enn þá óhjákvæmilegri. Þar að auki neyðumst vér til þess að horfast í augu við þá staðreynd, að atvinnuvegir landsins reynast ekki færir um að sjá öllum verkamönnum fyr- ir stöðugri vinnu, og að með nýju atvinnuleysi vex áhætta verkamanna mjög. Vér lítum því alvarlegar á framtíðina með tilliti til atvinnuleysis, þar sem oss er ekki kunnugt um, að neinar veigamiklar ráðstaf- anir hafi verið gerðar til þess að tryggja verkamenn gegn at- vinnuleysi né til þess að tryggja iað, að atvinnuvegir lands- ins sjái öllum verkamönnum fyrir vinnu að staðaldri. Með tilliti til þess, að verka- menn geta ekki sætt sig við þá miklu áhættu, er atvinnuleysi fylgir, munum vér því við vænt anlegar samningaumleitanir á- skilja oss rétt til að gera þá kröfu til þeirra meðlima félags yðar, er hafa verkamenn að staðaldri í þjónustu sinni, að þeir tryggi ákveðnum fjölda þeirra verkamanna, er lengst hafa starfað hjá viðkomandi fyrirtæki, stöðuga atvinnu með umsömdum uppsagnarfresti. Vér áskiljum oss þennan rétt því fremur, þar sem ráðstafanir til atvinnuöryggis jafnhliða leiðréttingu á grunnkaupi verkamanna eru aðalatriðin í viðhorfi þeirra til nýrra samn- inga. Af öllu því, sem að framan hefir verið sagt, væntum vér þess, að þér fallizt á uppkast vort að nýjum samningi, en á- skiljum oss þó rétt til að bera fram frekari tillögur til breyt- inga á núgildandi samningi, er til væntanlegra samningaum- leitana kemur. Vér erum reiðubúnir til þess að hefja viðræður við yður.“ Jarðarför móður okkar og tengdamóður, Arnbjargar Gísladóttur, fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 7. febrúar og hefst með húskveðju á heimili hennar, Barónsstíg 13, kl. 1 e. h. Sólveig Jónsdóttir. Gísli Guðmundsson. Kristín Guðmundsdóttir. Brynjólfur Jónsson. Skrifslofur bæjarins og bæjarstofnana eru lok- aðar í dag, laugardaginn 5. febrúar. Borgarstjórihn, SkðldalaoniD. Frh. af 2. síðu. Unnur Bjarklind, skáld, Rvík kr. 1800,00. Þórbergur Þórðarson, rith., Reykjavík kr. 4000,00. Þórunn Magnúsdóttir, rith., Reykjavík kr. 1500,00. í B. flokki: Halldór Kiljan Laxness, rith., Reykjavík, fyrir „íslandsklukk- una“ kr. 2500,00. Halldór Stefánsson, rith., Reykjavík, fyrir smásagnagerð kr. 2500,00. Þorsteinn Jónsson (Þórir Bergsson), rith., Reykjavík, fyr- ir smásagnagerð kr. 2500,00. Kolbeinn Högnason, skáld, Reykjavík, fyrir nýútkomin ljóðasöfn kr. 1200,00. Steindór Sigurðss., rith., Krist neshæli, fyrir söguna „Laun dyggðarinnar“ kr. 1200,00. Eftirfarandi greinargerð læt- ur nefndin fylgja þessari út- hlutun sinni: „Nefndinni þykir rétt að fylgja úthlutunarskránni úr hlaði með stuttri greinargerð að þessu sinni, þar sem hún hefir nú tekið upp nokkra nýbreytni um skiptingu ríkisfjár til rit- starfa. Áður en vikið er að úthlutun- inni sjálfri, þykir þó hlýða að geta þess, að noklcru eftir að nefndin tók til starfa barst henni svohljóðandi bréf frá Gunnari Gunnarssyni rithöf- undi að Skriðuklaustri: „Þar sem mér er ekki ljóst, hvers konar peningur það er, sem að mér fornspurðum hefir verið stefnt til mín af ýmsum aðilum á síðastliðnum árum, fyrir hönd íslenzka ríkisins, en þykir sýnt af reynslu undanfar- inna ára, að ekki geti verið um neins konar sæmd að ræða í því sambandi, hvorki fyrir veitanda né þiggjanda, leyfi ég mér að mælast til að Úthlutunarnefnd Rithöfundafélagsins hlífi mér við hlutdeild í þessu vafafé. Reykjavík, 12. janúar 1944. Gunnar Gunnarsson. Til Úthlutunarnefndar Rithöf undaf élagsins. ‘1 Nefndin tók þessi tilmæli Gunnars Gunnarssonar til greina, svo sem úthlutunarskrá- in ber með sér. Hins vegar munu þeir tveir nefndarmenn, sem sæti eiga á alþingi, beita sér fyrir því þar, að svo verði búið að þessum höfundi, að hann megi telja sig við una, og hafa þeir þegar lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis. Rithöfundafélagi íslands hef- ir nú verið falin úthlutun ríkis- fjár til skálda og rithöfunda í annað sinn, og því hefir nefndin talið sig hafa nokkurn rétt til þess að vænta, að sú tilhögun héldist, og viljað gera tilraun um að marka spor í þessum efn- um til frambúðarskipulags, er Uyfígi, að hennar dómi, betur en áður, að fjárframlög ríkisins verði bókmenntunum sem og höfundunum sjálfum að sem mestum notum. Nýbreytni sú, er nefndin hef- ir tekið upp um tilhögun úthlut- unarinnar, er einkum í því fólg- in, að hún hefir skipt fjárveit- ingum til höfunda í tvo flokka, A og B, eftir eðli flokkanna, en ekki upphæðum. A-flokkur er aðalflokkurinn og svarar í meginatriðum til út- hlutunarskrárinnar að undan- förnu, þótt ýmsar tilfærslur hafi verið gerðar þar til samræmis og jöfnunar. Um þennan flokk vill nefnd- in taka það fram, að hún lítur svo á, að allir höfundarnir í tveim hæstu töluflokkunum ættu að njóta þar sama öryggis framvegis og 18. grein fjárlaga var talin veita, áður en skipt var um úthlutunaraðilja, og sama máli ætti að gagna um þá höfunda í lægri töluflokkum, er áður fengu laun samkvæmt þeirri grein. B-flokkurinn er hins vegar nýmæli og ætlaður til lausaveit- inga í viðurkenningarskyni fyr- ir tilgreind rit eða ritstörf. Eins og sjá má af úthlutunarskránni, er svo til ætlazt, að höfundar í A-flokki, sem ágætust rit hafa látið frá sér fara á undanförnu ári, geti hlotið slík viðurkenn- ingarlaun. Enn fremur er það tilætlun nefndarinnar, svo sem skráin ber með sér, að góð- kunnum höfundum, sem ekki hafa notið höfundarlauna áður, sé sýndur sómi á þennan hátt, þótt ekki þyki full ástæða til að skipa þeim í A-flokk, að óþreytt um aðstæðum. Þó er tilgangur nefndarinnar með hinum nýja B-flokki fyrst og fremst sá, að eftirleiðis verði sá háttur hafð- . ur á um upptöku nýrra og upp- rennandi rithöfunda í A-flokk, að þar komi þeir einir tli greina, sem áður hafa hlotið viðurkenningu í B-flokki, einu sinni eða oftar, enda verði svo um hnúta búið, að þeir, sem í A-flokk komast, geti vænzt þar meira öryggis en verið hefir. Nýbreytni nefndarinnar hefir þær afleiðingar að þessu sinni, að felld hafa verið brott nöfn sex höfunda, er lágstyrkja nutu á síðastliðnu ári, en öllum á þeim að vera greið gata til við- urkenningar í B-flokki síðar, hvenær sem þeir skila nýju verki, er úthlutunarvaldið, hvert sem það verður, metur þess vert.“ DÓMUR í HÆSTARETTI Frh. af 2. síðu. þegar af þeirri ástæðu, að áfrýj- andi sló engan varnagla, þegar stefndi hóf vinnu hjá honum á ný eftir verkfallið. Ber því að staðfesta hinn á- frýjaða dóm að niðurstöðu til. Eftir þessum úrslitum þykir rétt, að áfrýjandi greiði stefnda málskostnað fyrir hæstarétti, sem ákveðst kr. 700,00. Því dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður. Áfrýjandi, Alfred Rosenberg, greiði stefnda, Skafta Sigþórs- syni, kr. 700,00 í málskostnað fyrir hæstarétti. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Einar Ásmundsson var mála- færslumaður Rosenbergs, en Sigurgeir Sigurjónsson mála- færslumaður Skafta.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.