Alþýðublaðið - 05.02.1944, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 05.02.1944, Blaðsíða 5
jLaugardagur 5. febrúar 1944. ALÞYÐUBLAÐIÐ 5 Flugvélamóðurskip Flugvélamóðurskip taka nú úrslilaþátt í sjóhernum og ;því leggja bandamenn, einkum Banda- ríkjamenn mikla áherzlu á sm ði þeirra og er fullyrt að flugvélamóðurskip þeirra skipti nú orð ið tuguny þó að þau væru ekki nema örfá í byrjun styrjaldarinnar. Sjóorusta framtíðarinnar. LENGI mun jólanna 1943 verða minnzt, vegna hinna ;góðu tíðinda, sem bárust á jóla- dag, er fullvíst var orðið, að stórárásir Þjóðverja við Kiev höfðu mistekizt, og rússneski herinn væri enn á ný á öruggri sóknarleið til vestursJ Og svo barst á sunnudagskvöld fregnin um, að Scharnhorst hefði verið sökkt, og ennfremur, að ein •skipalestin enn, sem flutti hern- aðarnáuðsynjar til Rússlands, hefði komizt klakklaust á leið- arenda. Hugur sjóliðsforingjans er aldrei langt frá baráttunni um Atlantshafið, og svo góðar ■sem hinar fréttirnar voru, þá fannst honum samt mest til um það, að Scharnhorst var sökkt, því framkvæmd allra ákvarð- ana, sem teknar voru í Cairo og ‘Teheran, byggðist á því, að flota bandamanna, ásamt flug- hernum, sem starfaði í sam- bandi við hann, tækist að halda opnum flutningaleiðum á sjó fyrir herflutningana. En hugsanir sjóliðsforingjans snú- ast oft um hið fjarlæga Kyrra- haf, þar sem hann veit, að fyrr eða síðar hlýtur að hefjast ægi- legur sjóhernaður gegn grimm um andstæðingum. Með hinni hægu en öruggu eyðingu þýzka flotans er sleginn botninn í gullnu letri skráðan kafla her- sögunnar í vestri, en nýr kafli, þrunginn möguleikum, sem enn eru aðeins draumsýnir, mun hefjast í austri. ' Með dýrkeyptri reynslu hafa bandamenn lært margar lexíur í -þessu stríði, sem mun koma sér vel, þegar þeir geta farið •að beina öllum styrk sínum til •austurs. Mér finnst ekki vera lengra síðan en í gær, að ég var vanur að fara á mognanna og líta fullur kvíða á kortin, sem sýna kaupskip þau, sem sökkt hafði verið. Engum lif- andi manni datt í hug að vera :svo bjartsýnn að ímynda sér, að kafbátatjón Þjóðverja yrði nokkru sinni meira en kaup- skipatjón bandamanria yfir mán uðinn, — en þetta hefir þó orð- ið. Syo prýðilega hefir til tek- izt í baráttunni um Atlants- hafið. Hið ágæta starf hraðbáta og strandvarnaskipa hefir bor- ið góðamávöxt, en það er áreið- anlegt, að Hitler knýr vísinda- menn sína og skipasmíðastöðv- ar meira en nokkru sinni fyrr til þess að bæta upp kafbáta- tjónið. Það má búast við, að nýjum vopnum og nýjum að- ferðum, verði beitt gegn skipa- lestum bandamanna, svo enn á ný verði að finna ný mótvopn. Sjóliðsforingi, sem verið hefir GREIN sú er hér fylgir er rituð af Sir William James aðmírál í brezka flot- anum. Greinin er rituð fyrir nokkrum vikum og birtist hún í brezka útavrpstímarit- inu „The Listaner“. á sjónum frá stríðsbyrjun, sagði mér nýlega, að aðal orðtæki þeirra, sem tækju þátt í bar- áttunni um Atlantshafið, væri á ■ þessa leið: „Vertu ekki of hreykinn af því, sem þú ætlar að gera á morgun, því þú veizt ekki, hvað þá kann að ske.“ Þessir sjóliðsforingjar vita, hvað þeir eru að segja. Fjölda- árásir í einhverri nýrri mynd eru alltaf ofarlega í huga þeirra því f jöldaárásir gegn einu marki hafa verið mjög áberandi í þessu striði. Hitler hef^i getað g.ert árásir í margar áttir í einu, með hinum feikna mikla her- afla sínum, þegar hann byrjaði að undiroka Evrópu. í stað þess gerði hann fjöldaárás á einn stað í einu með öllum þeim styrk, sem hann hafði hand- bæran. Hann lagði ekki fvrir skipasmíðastöðvar, sínar að hyggja orrustuskip, beitiskip og tundursþilla. Á Atlantshafi var saman kominn styrkur banda- manna af mönnum og skipum, og kafbátarnir voru einu vopn, in, sem hann gat gert stöðugar fjöldaárásir með, svo að hver einasta skipasmíðastöð og alJar verksmiðjur, sem gátu fram- leitt hluta í kafbáta, fengu fýrirskipun um að starfa allan sólarhringinn. Það var ekki fyrr en bandamenn snerust gegn kafbátunum með fjölda flugvéla og hraðbáta, að ham- ingjuhjólið tók að snúast í átt- ina til þeirra. Eitt af því, sem stríðið hefir kennt, er það, að alltaf verður að beina öllum kröftum að sama marki í einu. Ennfremur hefir reynslan sýnt vandkvæð- in, sem eru á þessari baráttu- aðferð. Einn af þeim agnúurn er sá, hve þetta er þungt í vöf- um. Undirbúningurinn, sem með þarf til þess að heill floti eða her geti unnið sitt verk, er óhemjumikið og vandasamt verk. Og slíkur undirbúningur tebur til allra aðila, allt frá þeim mönnum, sem stjórna öllu verkinu fyrir stjórnirnar í London og Washington, til yfir- manns hins mínnsta herflokks. Aðeins nútímasamgöngur geta gert þetta mögulegt. í marga mánuði var unnið að undirbún- ingi, áður en her var sendur til Afríku, og sömuleiðis áður en lanðgangan á Sikiley fór fram og enn á ný áður en geng- ið var á land við Salerno. Þeg- ar það kom í ljós, að her banda- manna mætti harðri mótspyrnu á Ítalíu, spurðu gagnrýnendur, hvers vegna foringjar hans reyndu ekki eirihvern annan stað. Þeir gættu ekki að því, að ómögulegt er að breyta svo stórkostlegum fyrirætlunum á síðustu stundu, eins og hægt var í smærri styrjöldum áður fyrr. Jafnvel flotinn, sem þó er auðveldast að flytja af öllum tegundum herafla, verður nokkuð þunglamalegur, þegar hann starfar samkvæmt nú- tíma hernaðaráætlunum. Ann- ar ókostur i sambandi við svona mikinn herafla á sama stað, er hve erfitt er að halda leyndu, hvernig á að haga hernaðarað- gerðunum. í styrjöldum fyrri tíma var oft árangursríkt að koma óvinunum á óvart, en nú er mjög erfitt að koma slíku við. Ég tel það alltaf ganga kraftaverki næst, að óvinirnir skyldu ekki verða varið við Norður-Afríkuherferðina áður en það var of seint, og gera voldugar kafbátaárásir á skipin en óvíst er, að slíkt kraftaverk eigi eftir að endurtaka sig. Eitt mikilsvert atriði er það, að bandamenn -verða að ná yf- irtökum í lofti, ef þeir ætla 'að halda uppi hernaðaraðgerðum á stöðum, sem fluglið óvinanna nær til. Ófarir þeirra í Noregi, Grikklandi, Krít og síðar á Eyja hafi, taka af allan vafa um þetta. Svo, þegar að því kemur að beita öllum heraflanum í síð asta þætti þessa stríðs, — bar- áltunni gegn Japönum, —- þá verður fyrst í stað að ná yfir- burðum i lofti með flugvélum frá flugstöðvaskipum, þar til unnir hafa verið flugvellir nær Japan. í ýmsu tilliti er aðstaða hern- aðaraðilanna við Kyrrahaf gagn stætt því sem er við Atlantshaf. Hér vestra eru það Bretar, sem verða að flytja inn nauðsynjar en senda hermenn úr landi suð- ur á bóginn. Austur frá eru það Japanar, sem verða að draga að sér nauðsýnjar frá öðrum lönd- um — kol og málmgrýti frá Kína, olíu frá hollenzku Austur- Indíum, gúmmí og tin frá Mal- aya —, en verða að senda her- menn sína á suðurátt. Dönitz aðmíráll sagði fyrir nokkru síð- an, að Bretar yrðu aðeins sigr- Frh. á 6. síðu. Engin bygging aftur á lóð Hótel íslands — Gleymið ekki framtíðinni, skipulagsfrömuðir. — Nokkur orð um mennina, sem biörguðu Miðbænum. iL' ITT ÞEIRRA HÚSA, sem mestan svip setti á Miðbæjinn er horfið. Ekkert er eftir af því, nema Icolsvartar brunarústir. Um leið hvarf og eitt elsta stórhýsi borgarinnar. En ])ó Hótel ísland hafi allt af verið glæsileg bygging, [)á hefur verið þröngt um það og framar öllu öðru: það hefir skap- að þrengsli. Þess vegna á ekki að byggja aftur neitt hús á lóð hótelsins — og það sem meira er, það á nú að stefna að því að önn ur hús þarna í grend víki og í staðinn komi breið og mikil gata, eða stórt og myndarlegt torg. ÉG Á HÉR fyrst og fremst við Hótel Vík, verzlunarhús B. H. Bjarnason og hús Þórðar Jónsson- ar við gamla kirkjugarðinn. Allt þetta á að hverfa. Skipuagsfrömuð- ir hjá bænum hafa lagt til að breikka Aðalstræti mikið, eða að Tjarnargata héldi áfram, þar sem nú er garðurinn og húsaþyrp- ingin milli hans og Austurstrætis, öll þekkjum við hin gýfurlegu þrengsli í Miðbænum. Við Hótel ísland, í hjarta bæjarins, hafa þrengslin verið svo mikil, að tveir menn hafa varla getað gengið samhliða á gangstéttinni. Vitan- lega er slíkt óþolandi ástand. FYRST LOGARNIR hafa nú eytt mesta stórhýsinu á þessum slóðum, finnst mér sjálfagt, að þeir, sem ráða skipulagsmálum bæjarins hafi framtíðina í huga -_ og leyfi ekki undir neinum kring- umstæðum að nýtt geysistórt stein hús verði byggt á lóðinni. Þarna eru öll hús byggð úr timbri og því hægara að framkvæma fyrir- ætlanir um breytingar á skipu- laginu heldur en það væri, ef steinbyggingar væru þar. Almenn- ingur á að styðja að þessu með ráðum og dáð. Látið því skoðanir ykkar uppi um þetta. ÉG HYGG að sjaldan hafi verið unnið annað eins þrekvirki í sög- Reykjavíkur og það sem slökkvi- lið Reykjavíkur var um nóttina, þegar eldurinn geysaði í Hótel ís- land. Ég efast um að eldhafið hafi verið minna nú en 1915, þegar stærsti bruninn varð. Veður var líka næstum eins og það getur verst verið, þegar slíkir atburðir verða. Mikill stormur var og srimmdar frost, öll aðstaða var því ákaflega erfið. Ég hefi talað við marga menn, sem komu að um líkt leyti og húsið var að verða al- elda og þeir lúka allir upp einum rómi um það, að engar líkur hefðu verið til þess að hægt yrði að bjarga nærliggjandi húsum, aðal- lega vegna stormsins. EN ÞETTA TÓKST. Það tókst vegna góðrar stjórnar á slökkvilið inu og vegna frábsfers dugnaðar hinna einstöku slökkviliðsmanna, fastamannanna og annara, sem eru í liðinu, það tókst vegna aðstoð- ar ameríkskra slökkviliðssveita og ágætrar aðstoðar lögreglu Reykja- víkur. Við þennan atburð reyndi á manninn — og hann brást ekki. Enginn brást þeirra" óþekktu starfsmanna, sem skipa sl'ökkvilið- ið. Holdvotir og klakaðir stóðu þeir alla nóttina og langt fram á dag og börðust við eldinn oft mjög hætt komnir. MÉR FINNST ÞAÐ DÁLÍTIÐ einkennandi fyrir þessa ágætu drengi, sem einn þeirra sagði við mig klukkan 11 á fimmtudags- morguninn, en þá var hann ný- kominn heim. Ég bað hann að segja mér svolítið frá baráttunni við eldinn, hann strauk yfir rauð- an og upphleyptan hálsinn um leið og hann skoðaði armbandsúrið sitt, en skífan á því hafði verið fari nað bráðna í hitanum: ,,Ja, það gerðist ekkert. Ég barðist við slönguna. Ég hélt henni af öllum mætti og beindi sjónum í logana, eftir því sem talið var heppileg- ast.“ ÞEIM, SEM VINNA svona verk, finnst allt af að eiginlega hafi ekkert gerst. En okkur hinum, sem njóta verka þessara manna, finnst sannarlega að nokkuð hafi gerst. Það hefir að minnsta kosti gerst það, að við vitum að við eigum menn, sem ekki víkja fyrir hættunum, menn, sem ekki víkja af hólminum, menn sem gegna skyldu sinni hvað sem í skerst. Og fyrir skyldurækni og dugnað þessara manna tókst við ómögu- legar aðstæður að koma í veg fyrir að timburhúsin í Miðbænum brynnu upp og jafn vel Grjóta- þorpið, en allir sjá fyrir sér þá börmung, sem hér hefði orðið í Reykjavík, ef svo hefði farið. Hannes á horninu. StjórnsnáEa- og fræSslurit AlþýÓufl. III. Allir SÓSÍALISTAR þurfa að lesa rit Gylfa Þ. Gíslasonar: SOSIALISMI á vegum lýðræðis eða einræðis Fæst í bókabúðum. Kostar aðeins 2 krónur. Áður hafa komið út 2 stjórnmálarit með þessum ritgerðum: I. Sigurður Jónasson: Rafmagnsveitur fyrir allt ísland. Jón Blöndal: Beveridgeáætlunin. Kostar kr. 1,25. II. Jón Blöndal: Þjóðnýting og atvinnuleysi. Sigurður Jónasson: Þjóðnýting á íslandi. Kostar kr. 1,00. Eignist öfil stjórnmáfia- og fræöslurit AfiþýÖufloicksins Áskriffarsími Alþýðublaðsins er 4900. i

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.